Innkaupa- og vörustýring: Liðnir viðburðir

Aðalfundur faghóps um innkaupa- og vörustýringu

Linkur á Teams viðburð hér

Aðalfundur faghóps um innkaupa- og vörustýringu verður föstudaginn 6.maí á Teams.

Áhugasamir um stjórnarsetu eru hvattir til að hafa samband við sitjandi stjórn.

Dagskrá 

 • Uppgjör á starfsárinu 
 • Kosning til stjórnar 
 • Önnur mál

 

Öryggi í aðfangakeðjunni - næstu skref / Vendor Risk Management

Fundurinn fer fram í formi fjarfundar á Teams. Hér er hlekkur á fundinn.   

English Version below. 

Síðasta haust hélt faghópur um upplýsingaöryggi hjá Stjórnvísi viðburð um öryggi í aðfangakeðjunni, 
sá viðburður veitti góða yfirsýn yfir mikilvægi þess að ná betri stjórn á aðfangakeðjunni.  

Á þessum viðburði verður farið  yfir skilvirka aðferð um hvernig hægt er að stíga fyrstu skref til að ná 
betri stjórn á þessu mikilvæga málefni.  

Aðferðin sem farin verður yfir er einföld í innleiðingu og notkun fyrir fyrirtæki af öllum stærðargráðum.  

Við munum fá til okkar Brian Haugli sem er stofnandi og meðeigandi á fyrirtækinu SideChannel. Hann hefur innleitt öryggisstjórnkerfi til fjölda ára og mun koma með praktíska nálgun á viðfangsefnið. 

Fundurinn fer fram í formi fjarfundar á Teams. Hér er hlekkur á fundinn.   

 ___________________________________________________________________________________

 Last fall the group of Information Security Management at Stjórnvísi held an event about Vendor Risk Management, a high level approach was provided of how that could be done.  

This time we want to provide more detailed and practical approach of how Vendor Risk Management could be performed in coordination with Brian Haugli.   

Brian Haugli is the Managing Partner and Founder of SideChannel. He has been driving security programs for two decades and brings a true practitioner's approach to the industry. He has led programs for the DoD, Pentagon, Intelligence Community, Fortune 500, and many others. Brian is the contributing author for the latest book from Wiley, “Cybersecurity Risk Management: Mastering the Fundamentals Using the NIST Cybersecurity Framework“. 
 
At SideChannel, we match companies with an expert virtual CISO (vCISO), so your organization can assess cyber risk and ensure cybersecurity compliance — all without jeopardizing your financial assets. https://www.sidechannel.com   

 

Umhverfisvæn innkaup - líkleg áhrif sjálfvirkni og samlegðar á innkaup og aðfangakeðjuna

Click here to join the meeting

Á þessum viðburði faghóps um Innkaupa og vörustýringu heldur Maron Kristófersson, einn af stofnendum aha.is, erindi fyrir okkur um umhverfisvæn innkaup og líkleg áhrif sjálfvirkni og samlegðar á innkaup og aðfangakeðjuna.

Í erindinu fer Maron yfir hugsjón aha.is, hvaða tækni þeir sjái að nái fótfestu og hvort hún eigi heima á Íslandi bæði vegna verðurfars og stærð markaðar.

Viðburðurinn fer fram í fundarsal í Háskólanum í Reykjavík, nánar tiltekið stofu M215 en einnig verður hægt að hringja inn á fundinn í gegnum Microsoft Teams. 

Innkaupaaðferðir til framtíðar hjá Isavia

Click here to join the meeting

Eyþóra Kristín Geirsdóttir, forstöðumaður innkaupa- og lögfræðideildar Isavia og Helga Kristjánsdóttir verkefnastjóri gefa okkur innsýn inn í innkaupaaðferðir til framtíðar hjá Isavia. 

 • Farið verður yfir innkaup sem stjórntæki við stefnumörkun og rekstur Isavia ásamt því að rekja stuttlega sögu, hlutverk og tilgang innkaupa- og lögfræðideildar hjá Isavia.

 • Lýst verður þeim skrefum sem félagið hefur tekið til að byggja upp sterka stýringu innkaupa og þeirri vegferð sem það er á við endurhönnun á aðferðum við dagleg innkaup.

Viðburðurinn fer fram á Teams

‘Procurement´s ultimate frontier’ - Ninian Wilson, Forstjóri VPC, ásamt ‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’ - Davíð Ingi Daníelsson

Click here to join the meeting

Á Íslandi hefur orðið vitunarvakning um mikilvægi stefnumiðara innkaupa- og vörustýringar, þvert á rekstur skipulagsheilda. Til að varpa ljósi á framþróun fagsins og tækifæri til framtíðar bjóðum við upp á tvö erindi þar sem annars vegar alþjóðlegur risi og hins vegar íslensk opinber eining deila umbreytingarvegferðum sínum.

‘Procurement’s ultimate frontier’
Ninian Wilson, ‘Global Supply Chain Director’ og ‘CEO of Vodafone Procurement Company’ (VPC) mun segja frá vegferð Vodafone og framtíð innkaupastýringar. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir árangur sinn með VPC m.a. sem ‘Leader of the year’ 2021 hjá CIPS (Chartered Institure of Procurement & Supply) fyrir framsýni og framlag til framþróunar innkaupa- og vörustýringar, stafrænnar vegferðar og virðissköpunar.
Þá mun Guðrún Gunnarsdóttir, Aðfangastjóri Vodafone á Íslandi, gefa okkur innsýn í samstarfið með VPC og ávinning þess. 

‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’

Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri stefnumiðaðra innkaupa hjá Ríkiskaupum ætlar að segja okkur frá framtíðarsýn og umbreytingarvegferð Ríkiskaupa sem lagt var af stað með árið 2020.

Fundarstjóri er Sæunn Björk Þorkelsdóttir, formaður faghóps um Innkaupa- og vörustýringu.

Þessi viðburður er einstakt tækifæri fyrir stjórnendur og ákvörðunartökuaðila í íslensku viðskiptalífi til að læra af þeim bestu um hvernig megi byggja upp stefnumiðari innkaup- og vörustýringu með langtíma virði að leiðarljósi.
Viðburður sem enginn stefnumótandi leiðtogi ætti að láta framhjá sér fara!

Viðburðurinn fer fram á Teams í ljósi Covd19 takmarkana.

Öryggi í aðfangakeðjunni

Click here to join the meeting

Aukin krafa er á fyrirtæki og stofnanir að ganga úr skugga um að birgjar eða þjónustuaðilar sem notaðir eru uppfylli viðeigandi kröfur um öryggi. Hér verður leitast eftir að skoða hvaða leiðir eru færar við stýringu á birgjum og hvernig hægt er að sýna fram á að þeir uppfylli viðeigandi öryggiskröfur. Við höfum fengið til liðs við okkar þrjá sérfræðinga; 

 

Aldís Geirdal Sverrisdóttir, teymisstjóri lögfræðiþjónustu Þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar. Lögfræðiþjónustan sinnir helst verkefnum á sviði opinberra innkaupa, persónuverndar og  stafrænna verkefna. Aldís mun skoða hvaða kröfur er hægt að gera í upphafi ferils þegar unnið er að útboðum og samningum.

 

Úlfar Andri Jónasson er verkefnastjóri í netöryggisþjónustu Deloitte á Íslandi. Hann er með ýmsar vottanir tengdar upplýsingaöryggi, þar á meðal Certified Information Systems Security Professional (CISSP) og Certified Information Systems Auditor (CISA). Úlfar hefur stjórnað og framkvæmt fjölda úttekta á upplýsingaöryggismálum viðskiptavina Deloitte, þar á meðal veikleikagreiningar, innbrotsprófanir og kóðarýni. Þá hefur Úlfar aðstoðað fyrirtæki við hönnun og innleiðingu stýringa tengdu netöryggi og innra eftirliti, auk þess að hafa víðtæka reynslu í kerfisstjórnun og ýmsar vottanir frá Microsoft í kerfisrekstri. Einnig hefur Úlfar tekið að sér hlutverk upplýsingaöryggisstjóra í útvistun. Úlfar er meðlimur í evrópsku viðbragðsteymi Deloitte vegna netöryggisógna og innbrota í tölvukerfi.

Úlfar mun fara yfir landslagið hvað varðar árásir á þjónustuaðila og hvað sé hægt að gera. Aldís skoðar hvaða kröfur er hægt að gera í upphafi ferils þegar unnið er að útboðum og samningum.

 

Sigurður Már Eggertsson, persónuverndarfulltrúi byggðasamlagana sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu (SHS, Strætó og SORPA). Hann er lögfræðingur að mennt og hefur komið að innleiðingu persónuverndarlaga hjá hinum ýmsu stofnunum og sveitarfélögum. Sigurður mun fara yfir mögulegar leiðir til þess að rýna þjónustu þjónustuaðila og þar með tryggja virkt eftirlit með því að þeir viðhaldi öryggi upplýsinga í samræmi við öryggiskröfur og ákvæði samninga. 

 

 

Ábyrg virðiskeðja og innkaup

Hlekk á fundinn á Teams má nálgast hér
Þegar rekstraraðilar setja sér stefnu í sjálfbærni er mikilvægt að hugað sé að allri virðiskeðjunni, ekki síst innkaupum á vörum og þjónustu. Við fáum til okkar ólíka aðila til að ræða mikilvægi þess að hafa skýra stefnu í ábyrgum innkaupum, heyrum frá þremur fyrirtækjum og Ríkiskaupum. 

 • Hlédís Sigurðardóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Arion banka
 • Stanley Örn Axelsson, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum
 • Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Omnom súkkulaði 
 • Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar og samfélagsábyrgðar hjá IKEA á Íslandi

Umræður að loknum örfyrirlestrum sem allir eru hvattir til að taka þátt í.

Hlekk á fundinn á Teams má nálgast hér

Aðalfundur Vörustjórnunarhóps (fjarfundur)

Aðalfundur Vörustjórnunarhóps Stjórnvísi. Þau sem hafa áhuga að taka þátt í þessum fjarfundi vinsamlegast sendið tölvupóst á dadi.jonsson@controlant.com til að fá Teams fundarboð.

 

Dagskrá fundarins:

1. Stutt kynning á stjórnarmeðlimum, bakgrunnur og áhugi á vörustjórnun, innkaupum og birgðastýringu

2. Fara yfir viðburði síðasta starfsárs og hugmyndir að næstu viðburðum

3. Hlutverk stjórnar: Hlutverk formanns, varaformanns og ritara

4. Fyrirkomulag, tíðni og umgjörð um fundi faghópsins

5. Kosning stjórnar

 

F.h. stjórnar

Daði Rúnar Jónsson formaður

Innkaup hjá Marel á Íslandi – Þróun teymisvinnu og umbætur

Click here to join the meeting

Örvar Kristjánsson innkaupastjóri Marel á Íslandi mun fjalla um það hvernig innkaupateymi Marel skilgreindi sjálft sinn tilgang innan fyrirtækisins og á hvaða vegferð teymið er í dag.

 

Sjálfbærni og ábyrg innkaup - hreyfiafl til góðra verka

Click here to join the meeting
Sjálfbærni, innkaupareglur, siðareglur birgja í innkaupum, gátlisti og birgjamat.

Íslandsbanki er stór kaupandi þjónustu og vara og er því í aðstöðu til að vera hreyfiafl til góðra verka í innkaupum sínum. Þetta gerir bankinn m.a. með því að horfa til umhverfismála, félagslegra þátta og góðra stjórnarhátta í verklagi sínu við innkaup. Jafnframt stuðlar bankinn að virkri samkeppni og gætir að hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi í innkaupum sínum.

Sjálfbærnistefna Íslandsbanka miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi útfrá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Íslandsbanki stefnir á að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að víðtæku samstarfi um ábyrga viðskiptahætti sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs og styðja við aðgerðaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum og um leið heimsmarkmið SÞ. Við innkaup bankans er unnið eftir innkaupastefnu þar sem meðal annars er horft til umhverfs-, jafnréttis- og mannréttindamála. Bankinn vekur þannig athygli viðsemjenda á því til hvaða þátta er horft áður en ákvörðun er tekin um viðskipti.

Fyrirlesarar;
Írunn Ketilsdóttir, sérfræðingur í fjármálum
Ljósbrá Logadóttir, deildarstjóri innkaupadeildar

Vörustjórnunarhópur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Lokaður fundur fyrir stjórn faghópsins um vörustjórnun hjá Stjórnvísi.

Dagskrá: 

1. Farið yfir viðburði haustsins 2020

- Hvernig má bæta vörustjórnun með greiningarvinnu? (október)
- Leiðir til nýsköpunar í opinberum innkaupum (nóvember)
- Hvað er Category Management? (desember)

2. Farið yfir áætlaða viðburði vorið 2021:

- Fagfyrirlestur á Teams (janúar)
- Íslandsbanki (febrúar)
- Marel (mars)
- Aðalafundur (apríl)

3. Sögustund

Snorri Páll Sigurðsson hefur verið erlendis í mastersnámi og starfað fyrir Maersk Drilling í Danmörku.
Hann er núna að flytja heim og ætlar að segja okkur frá reynslu sinni af náminu og starfinu.

4. Umræður um Covid áhrifin

Förum aðeins yfir stöðuna á markaðnum í innkaupum, birgðastýringu og vörustjórnun vegna Covid.

5. Önnur mál 

Við hvetjum meðlimi faghópsins að fylgjast með Facebook síðu hópsins: https://www.facebook.com/groups/346093842194490
Þar auglýsum við viðburði en þar er einnig að finna margt áhugavert efni og góðar umræður um vörustjórnun.

Hvað er Category Management?

Click here to join the meeting
Farið verður yfir grunnhugmyndafræði Category Management / Vöruflokkastýringu, hvaðan aðferðafræðin kemur og hvaða ávinning má vænta af slíkri innkaupastefnu. Þau Elva Sif Ingólfsdóttir, Tómas Örn Sigurbjörnsson og Björgvin Víkingsson fara yfir sína reynslu af því að vinna í umhverfi Category Management hjá alþjóðlegum fyrirtækjum í þessum fyrirlestri.

 

Dagskrá:

1. Elva Sif Ingólfsdóttir er með meistaragráðu í Aðfangakeðjustýringu ( Supply Chain Management) frá Copenhagen Business school. Hún hefur starfað við Category Management hjá Marel og Supply chain ráðgjöf hjá AGR Dynamics.

Elva ætlar að tala um hvernig Category Management er í Akademisku ljósi og bera saman við viðskiptaheiminn. Hún mun tala útfrá sinni reynslu afþví að skrifa meistaraverkefni um Procurement Category Management, og síðan starfi sínu sem Global Category Manager hjá Marel.

2. Tómas Örn Sigurbjörnsson er með meistaragráðu í aðfangakeðjustýringu (e. supply chain management) frá Copenhagen Business School. Hann hefur unnið í umhverfi category management hjá m.a. Marel og Eimskip og er nú Procurement Manager fyrir Alvotech þar sem áherslan er á uppbyggingu stefnumiðaðra innkaupa til að geta tekist á við krefjandi framtíð.

Alvotech er að leggja af stað í þá vegferð að nota category management í innkaupum. Eftir því sem fyrirtækið vex og dafnar eykst þörfin fyrir betri yfirsýn yfir peningastreymi fyrirtækisins og meiri festu í innkaupum og vöruflokkagreining skiptir þar miklu máli. Innleiðing er rétt að byrja og að mörgu að hyggja, Sagt verður frá undirbúningi innleiðingar, mikilvægi góðra gagna við gerð innkaupastefnu og helstu þröskuldum sem hafa orðið á veginum fram til þessa.

3. Björgvin Víkingsson er nýskipaður forstjóri Ríkiskaupa, hefur brennandi áhuga á nýsköpun í stjórnun og hugmyndafræði um hvernig á að skapa virði fyrir viðskiptavini. Björgvin er með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun) frá ETH Zurich og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands. Björgvin hefur reynslu af innkaupum og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf.

Category management, hvernig er hægt að vinna með category management án category management teymisins? Kynning á öðruvísi uppsetningu Category management.

Við reiknum með að hvert erindi sé um 15 mín og tekið verði á móti spurningum í lokin. 

Fyrirlesturinn verður á Teams: Click here to join the meeting

Leiðir til nýsköpunar í opinberum innkaupum (Teams fundur)

Click here to join the meeting

Hjalti Jón Pálsson verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum fer yfir leiðir til nýsköpunar í opinberum innkaupum.

Ríkiskaup annast meðal annars  beina framkvæmd útboða, innkaupa, rammasamninga og eignasölu fyrir stofnanir ríkisins. Boðið er upp á sérhæfðar innkaupalausnir sem eru sniðnar að þörfum hvers og eins og þannig leitast við að ná settum markmiðum varðandi sparnað og hagræðingu. Fyrstu lög um stofnun Ríkiskaupa þar sem kveðið er á um miðlæga innkaupastofnun fyrir ríkið voru sett þann 5. júní 1947 en starfsemin hófst þann 15. janúar 1949. Stofnunin heyrir undir Fjármálaráðuneytið og er ein elsta miðlæga innkaupastofnun í Evrópu

Meðal þess sem tæpt verður á eru eftirfarandi:

 • Er nýsköpun í opinberum innkaupum?
 • Er réttur jarðvegur fyrir nýsköpun hjá ríkinu?
 • Hvað þarf að breytast?

Fundurinn fer fram á Teams og verður að mestu leiti í samræðu og fyrirspurnarformi þar sem hinum ýmsu hliðum nýsköpunar er velt upp. Þáttakenndur eru hvattir til að koma með spurningar og mun Hjalti leitast við að svara samhliða.

Click here to join the meeting

Hvernig má bæta vörustjórnun með greiningarvinnu? (Teams fundur)

Join Microsoft Teams Meeting
Eva Guðrún Torfadóttir, starfsmaður Implement Consulting Group, segir frá starfsemi þessa virta alþjóðlega ráðgjafafyrirtækis og fer yfir nokkur verkefni tengd vörustjórnun sem fyrirtækið hefur unnið.

Implement er danskt ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig m.a. í ráðgjöf við innkaup, lagerhald og öðru tengdu vörustjórnun. Sérstaða Implement felst í áherslu á þátttöku í öllu umbreytingarferlinu, allt til enda. Unnið er náið með viðskiptavinum í gegnum allt ferlið, frá greiningarvinnu þar til nýjum verkferlum og lausnum er hrint í framkvæmd.

Mörg af stærstu fyrirtækjum Skandinavíu hafa leitað til Implement og má þar nefna Mærsk, Flying Tiger, Novo Nordisk, IKEA og Pandora. Verkefnin eru fjölbreytt en markmiðið er alltaf það sama: Að finna hvernig fyrirtæki geta hagrætt í starfsemi sinni og aukið skilvirkni.

Implement hefur hjálpað fyrirtækjum að svara þessum spurningum ásamt mörgum fleirum með greiningarvinnu:

- Hversu mikið þarf að eiga á lager?
- Hversu mikið á að kaupa inn í einu og hve oft?
- Hvaða birgja á að velja?
- Hversu stórt þarf vöruhúsið að vera?

Fundurinn fer fram á Teams: Join Microsoft Teams Meeting

Aðalfundur Vörustjórnunarhóps - innkaup og birgðastýring (fjarfundur)

Dagskrá fundarins:

• Kosning og hlutverk stjórnar
• Yfirferð á dagskrá síðasta starfsárs
• Hugmyndir að næstu viðburðum

Þeir sem hafa áhuga að taka þátt á fjarfundinum vinsamlegast sendið tölvupóst á dj@agr.is til að fá fundarboð með hlekk á fundinn.

Þekking á netinu - Framtíðin

Viðburður á netinu

Gerd Leonhard og fleiri eru að standa fyrir stafræni ráðstefnu (á netinu), fimmtudaginn 26 mars nk. undir heitinu The Future of Business - the next 10 years. Ráðstefnan verður send út í gegnum Zoom. Skráning er nauðsynleg (Zoom direct sign-up is here). Þátttaka er gjaldfrjáls. Hefst kl. 5 á íslenskum tíma en 6 eftir hádegið CET.

Ég þekki ágætlega til Gerd. Hann er áhugaverður framtíðarfræðingur og hefur meðal annars gefið út bókina Technology Vs. Humanity.

Þekking og fræðsla á óvissu tímum. Njótið, Karl Friðriksson

Skoðið vefinn með því að smella á heiti ráðstefnunnar eða farið inn á þessa vefslóð: https://www.futuristgerd.com/2020/03/new-digital-seminar-on-the-future-of-business-march-26-anton-musgrave-and-gerd-leonhard/

Hér er einnig kynningartexti frá þeim sem standa að ráðstefnunni:

 March 26, 6pm CET :   FREE Digital Conference with Futurists Anton Musgrave, Gerd Leonhard, Liselotte Lygnso, KD Adamson: The Future of Business

 Description

 Danish futurist Liselotte Lygnso has just been added as guest-speaker, see https://thefuturesagency.com/speakers/liselotte-lyngso/ for more details on Liselotte. Blue Futurist' KD Adamson will join us as well see https://thefuturesagency.com/speakers/k-d-adamson/. The latest updates will be shared here: https://gerd.fm/39ZgAsN

We are living in an age of perpetual VUCA (volatility, uncertainty, complexity and ambiguity) - and given that we are also moving at exponential pace, FORESIGHT is now mission-critical. Being 'future-ready' is everyone's job now, and it requires more than good data, sharp analysis and domain expertise. To 'have a get feel' for what's coming is probably more of an art than a science - imagination and intuition are just as important as experience and knowledge: EQ AND IQ.

Hence, this session will focus on what we call PRACTICAL WISDOM, i.e. we will share our insights and foresights about the next decade and apply them to the here and now. We will present for 15 minutes each, and then take questions and have live discussions with the audience.

We will talk about the 10 Game-Changers impacting every business in the near future, and the Megashifts see www.megashifts.digital focussing on near future scenarios and 'practical wisdoms'. Have a look at www.futuristgerd.com and https://thefuturesagency.com/speakers/anton-musgrave/ for more Details on what we do.

More details will be published on http://www.theconference.digital soon!
Please note that this is a FREE event, for now, as we are trying out new ideas and concepts. This may change in the future.

 

Mögulegar afleiðingar og viðbrögð við COVID-19 - VEFFUNDUR

Slóð á kynningu: https://www.youtube.com/watch?v=xxilKROHPMg
Viltu koma með spurningu/-ar til fyrirlesara? Smelltu á þennan hlekk: 
https://app.sli.do/event/raps0swt og skráðu inn nafn viðburðar: Y361

Útbreiðsla Corona veirunnar (COVID-19) skekur nú heiminn og er áhrifa farið að gæta víða. Mikil óvissa ríkir um þróun næstu vikna og fyrirtæki því farin að undirbúa viðbragðsáætlanir til að vernda starfsfólk sitt og starfsemi. Áskorunin er að sjá fyrir fjárhags-, rekstrar- og heilsufarslega áhættu til að draga úr mögulegum afleiðingum á fyrirtæki og samfélagið í heild sinni.

Hversu djúpstæð áhrif COVID-19 verða er m.a. háð því hversu vel tekst að hemja útbreiðslu veirunnar, en gera má ráð fyrir að áhrifa muni gæta í rekstri flestra fyrirtækja. Til að mynda steðjar veruleg hætta að aðfangakeðjum fyrirtækja sem mikilvægt er að kortleggja, lágmarka þarf líkur á óæskilegum aðstæðum og mögulegum áhrifum og undirbúa félagið í samræmi við það. Til að geta brugðist sem best við óvissum aðstæðum sem þessum er algengt að fyrirtæki leggi mat á áhættu félagsins og geri viðhlítandi viðbragðsáætlanir.

Sigurvin Bárður Sigurjónsson er verkefnastjóri á ráðgjafarsviði KPMG, með áherslu á áhættustjórnun.

Benoit Cheron er sérfræðingur hjá ráðgjafarsviði KPMG, með áherslu á viðskiptaferla, sjálfbærni, ábyrgarfjárfestingar og áhættustjórnun.

Í ljósi aðstæðna verður þessi fundur haldinn á vefnum. Skráðir þátttakendur fá senda slóð til að tengjast.

Slóð á kynningu: https://www.youtube.com/watch?v=xxilKROHPMg

Viltu koma með spurningu/-ar til fyrirlesara? Smelltu á þennan hlekk: https://app.sli.do/event/raps0swt og skráðu inn nafn viðburðar: Y361

Þú getur sett inn nafn eða komið með spurninguna nafnlaust. Fyrirlesararnir munu gera sitt besta til að svara spurningunum sem berast.

Test viðburður

 

 

 

 • Taka fram ef viðburði er streymt
 • Lýsing á viðburði: Um hvað er fundurinn og fyrir hverja (taka fram hvaða veitingar eru í boði ef um það er að ræða)
 • Nafn/nöfn fyrirlesara 
 • Hámarksfjöldi þátttakenda (ef við á) 
 • Staður  
 • Dagsetning.

Skilvirk verkefnastýring í flóknum innkaupaverkefnum

Kristín Gestdóttir deildarstjóri innkaupa hjá Isavia mun fjalla um mikilvægi skilvirkrar verkefnastýringar við samningskaupviðræður. Farið verður yfir nýafstaðið verkefni hjá Isavia, frá upphafi til enda, og þann lærdóm og reynslu sem varð til á leiðinni.

 

Staðsetning: Isavia - Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík, Reykjavíkurflugvöllur, 102 RVK (Inngangur er á suðurhlið hússins). Mynd af korti: https://ja.is/kort/?d=hashid%3AA6GNj&x=357228&y=406314&z=8&ja360=1&jh=135.7&type=map 

 

 

 

Viðburði aflýst: Hugmyndatorg Vörustjórnunarhóps Stjórnvísi

Fimmtudaginn 14. nóvember kl. 9:00 til 10:45 mun Vörustjórnunarhópur (innkaup og birgðastýring) Stjórnvísi standa fyrir Hugmyndatorgi (e. Marketplace) í stofu M215 í Háskólanum í Reykjavík. Það munu fjórir aðilar segja frá hugmyndum, vandamálum eða einhverju sem þeir vilja leysa á betri hátt. Kynningin mun fela í sér fjóra eftirfarandi þætti og er hugmyndin að þarna sé vettvangur til að skapa umræður og fá endurgjöf frá öðrum meðlimum Stjórnvísi. 

 1. Kynningu á vandamáli.
 2. Hvað hefur verið gert.
 3. Hver var útkoman.
 4. Hugmyndir að öðrum lausnum.


Fyrirkomulagið:

- Þegar fólk mætir verða borðin merkt með viðfangsefni. Fólk velur sér borð en það verða einungis 6-8 pláss á hverju borði og ef borðið er fullt þarf að velja sér annað borð / viðfangsefni þ.e. fyrstir koma fyrstir fá reglan.

- Markmiðið er að meðlimir hópsins geti mætt, tekið þátt í umræðum, deilt hugmyndum og reynslu og lært af öðrum. Stjórnarmenn vörustjórnunarhópsins verða borðstjórar og stýra umræðum og vinnunni í hópunum. 


Dagskrá:

Kl. 09:00 - Tómas Sigurbjörnsson vinnustofustjóri mun bjóða fólk velkomið og kynna reglurnar. Fyrirlesarar fá um 5 mín hver til að kynna sitt viðfangsefni.

Kl. 09:30 - Vinna í hópum. Rýna vandamál og koma með hugmyndir. Áætlaður tími 30 mín.  

Kl. 10:00 - Kynning frá þeim sem kom með vandamálið á topp 2-3 lausnum eða einu atriði sem viðkomandi lærði af þessari vinnu og gæti gagnast. Hver kynning ætti ekki að vera meira en 5 mín.

 Kl. 10:30 - Farið yfir helstu niðurstöður og rætt um fyrirkomulag vinnustofunnar.

 

Viðfangsefni og fyrirlesarar:


Viðfangsefni 1: Hverjar eru helstu áskoranir í uppsetningu vöruhúsa?

Björgvin Hansson vöruhúsastjóra Innnes sem vinnur núna að því að opna fyrsta hátæknivöruhúsið á Íslandi. Starfaði áður hjá Ölgerðinni sem vöruhúsastjóri og stýrði flutningum hjá þeim í eitt hús. Einnig hefur hann starfað sem ráðgjafi í ferlum og uppsetningum vöruhúsakerfa hjá Nobex í 5 ár.


Viðfangsefni 2: Hvernig mun aukin umhverfisvitund hafa áhrif á innkaup framtíðarinnar?

Jónína Björk Vilhjálmsdóttir sviðsstjóri Markaðsþróunar hjá EFLU verkfræðistofu og stjórnarmaður í Framtíðarfræðihóp Stjórnvísi. Hún hefur starfað hjá EFLU frá árinu 2012 en áður starfaði hún sem vörustjóri hjá Landsbankanum og hjá Kreditkorti. Jónína er með MSc í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum.


Viðfangsefni 3: Hversu oft á að leita tilboða, skanna markað og leita tilboða fyrir regluleg innkaup?

Guðmundur Björnsson framkvæmdastjóri Gasfélagsins ehf.  Starfaði áður hjá Rio Tinto Alcan, bæði á Íslandi og Frakklandi.  Hann er með Græna Beltið í Lean Six Sigma og unnið samkvæmt þeirri aðferðafræði í mörg ár. Í dag sér hann um stærstan hluta innkaupa fyrir Gasfélagið á bæði hrávörum og rekstrarvörum.


Viðfangsefni 4: Hvaða ABC greining hentar best fyrir regluleg innkaup?

Daði Rúnar Jónsson ráðgjafi hjá AGR Dynamics. Starfaði áður við innkaup og stjórnun aðfangakeðjunnar hjá BoConcept í Danmörku. Hann er með MSc í Logistics og SCM frá Aarhus University og hefur haldið námskeið í vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar í Opna háskólanum (HR) síðust ár.

 

Vinnustofan er í samstarfi við Lean- og Framtíðarfræðihóp Stjórnvísi.  

Hámarks fjöldi þátttakanda á Hugmyndatorginu er 30 manns.

Vodafone heimasókn - innkaup

Miðvikudaginn 30. október verður boðið upp á heimsókn í Vodafone (Sýn hf). Þar verða tvö erindi sem munu annars vega fjalla um innkaup og birgðastýringu fyrirtækisins og hinsvegar útboðsaðferðir í innkaupum og samstarfið við Vodafone Group. Einnig verður fjallað um miðlægan lager og innkaupastýringu, hámörkun virði samninga og mælikvarða innkaupadeildar fyrirtækisins. 

Eydís Ýr Rosenkjær, deildarstjóri innkaupa og lagers hjá Vodafone, mun fjalla um hvernig innkaupum og birgðastýringu er háttað hjá Vodafone og hvaða ávinningi það skilaði fyritækinu að hafa miðlægan lager. Innkaupadeild Vodafone vinnur eftir ákveðnum mælikvörðum, til að mynda lágmarksbirgðir, tíðni pantana, afskrifta og frávikum við talningar. Farið verður lauslega yfir gagnsemi þessara mælikvarða og útfærslu þeirra hjá Vodafone.

Eydís Ýr er með M.Sc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands þar sem hún lagði áherslu á straumlínustjórnun og hefur hún skrifað fræðigreinar um straumlínustjórnun ásamt Eðvaldi Möller. Eydis Ýr hefur starfað hjá Vodafone í fjögur ár en áður starfaði hún hjá Landsbankanum.   

Guðrún Gunnarsdóttir, aðfangastjóri, mun fjalla um hverju útboðsaðferðir í innkaupum hafa skilað fyrirtækinu ásamt því hvernig miðlæg innkaupastýring getur náð fram fjárhagslegum sparnaði og um leið aukið gæði og öryggi innkaupa. Guðrún mun fjalla um hvernig ráðgjöf við stjórnendur vegna tilboða og samninga kemur að gagni, skjalastýringu samninga og hvernig er hægt að ná fram hámarks virði samninga. Hún mun einnig segja frá þeim ávinningi sem hlýst af samstarfi í innkaupum við Vodafone Group.

Guðrún hefur víðtæka reynslu af innkaupum. Hún starfaði um árabil hjá Ríkiskaupum áður en hún tók við stöðu Aðfangastjóra hjá Vodafone, nú Sýn hf.. Guðrún er með MSc gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. 

Frá kl. 8:30 mun Sýn hf. bjóða uppá kaffi ásamt léttum og hollum morgunverði á 6. hæð (Besta Bistro) að Suðurlandsbraut 8, höfuðstöðvum Vodafone á Íslandi.

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Við hefjum veturinn á kynningu á grunnatriðum verkefnastjórnunar.Fjallað verður um hvað felst í því að stýra verkefnum og hvar er hægt að beita aðferðafræði verkefnastjórnunar. Sveinbjörn Jónsson mun fara yfir nokkur dæmi um hvar og hvernig verkefnastjórnun nýtist til að ná árangri í verkefnum.

Hvort sem þú ert að rifja upp megináherslur í verkefnastjórnun eða ert að kynnast aðferðafræðinni þá er þetta rétti fyrirlesturinn til að fara á!

Fyrirlesari: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri fjárfestingaverkefna hjá Isavia.

Staðsetning: Hlíðarsmári 15, 201 Kópavogi. 3.hæð til hægri, merkt Isavia

 

Mjólkursamsalan heimsótt - Vörustjórnun og stýring aðfangakeðjunnar

Hermann Erlingsson vöruhúsastjóri mun halda kynningu á starfsemi Mjólkursamsölunnar (MS). Hann mun meðal annars fara yfir aðfangakeðjan, dreifingu og birgðastýring fyrirtækisins. Einnig verður farið yfir gæða og umhverfismál hjá MS. Kynningin verður í aðalfundarsal MS en endað verður á skoðunarferð um húsnæðið. Boðið verður upp á kaffi og mjólk.

Staðsetning og tími: Bitruháls 1, Reykjavík, 12. febrúar kl. 8.30-10:00.

Origo - Innkaupa og birgðastýring

Origo mun halda tvö tengd erindi fyrir Vörustjórnunar, innkaupa og birgðastýrinarhóp Stjórnvísi þriðjudaginn 11. desemeber.

1. Brynjólfur Einar Sigmarsson, Innkaupastjóri Origo, mun fara yfir Innkaupaferli Origo.
2. Guðmundur Torfason, Sölustjóri viðskiptalausna Origo, mun segja frá rafræna innkaupa og beiðnakerfinu Timian.

Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Hlutverk fyrirtækisins felst í að aðstoða viðskiptavini að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu.

Boðið verður upp á morgunhressingu. 

Fegurðin í innkaupum

Elín B. Gunnarsdóttir forstöðumaður innkaupa –og birgða hjá Bláa Lóninu mun fjalla um fegurðina í innkaupum.

Elín mun fara yfir virðiskeðjuna fyrir húðvörur Bláa Lónsins frá upphafi til enda.  Þar sem vörurnar eru byggðar á náttúrulegum Bláa Lóns hráefnum og svo er framleiðslan erlendis.   Hljómar einfalt, en virðiskeðjan hefur nokkur flækjustig hér sem og erlendis.

Dags:  22.11.2018
Tími 8:30- 9:30
Staður: HR
Kennslustofa: M208

Eimskip – virðisaukandi innkaup

Eimskip er leiðandi flutningafyrirtæki á Norður-Atlantshafi með tengingar við alþjóðlega markaði og sérhæfingu í flutningsmiðlun um allan heim. Félagið rekur 63 starfsstöðvar í 20 löndum í fjórum heimsálfum, er með 22 skip í resktri og hefur á að skipta um 1.850 starfsmönnum. 

Með auknum alþjóðlegum umsvifum hefur Eimskip sett á laggirnar nýja einingu í þeim tilgangi að auka virði innkaupa, samþætta vinnubrögð og leita samlegðaráhrifa innan samsteypunnar. 

-Sæunn Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður innkaupastýringar og kostnaðareftirlits Eimskips ætlar að segja okkur frá vegferðinni sem fyrirtækið er á, áskorunum, árangri og þeim tækjum og tólum sem hafa verið notuð.

-Jónína Guðný Magnúsdóttir, deildarstjóri flutningastýringar leiðir okkur inn í heim gámastýringar og fer yfir áskoranir sem fylgja því að tryggja réttar gámaeiningar á réttum stað til flutnings, m.t.t. birgðastýringar. 

Sundaklettur, 2. hæð, Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Tímasetning: kl. 08:30 - 10:00
Hámarks fjöldi: 60

Aðalfundur faghóps um vörustjórnun

Fyrsta hátæknivöruhúsið á Íslandi

Því miður er fullbókað á viðburðinn

Innnes ehf hefur undanfarin misseri unnið að hönnun á nýju hátæknivöruhúsi sem mun vera það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi m.t.t. hönnunar, sjálfvirkni og tækni.

Vöruhúsið mun hýsa frysti, kæli og þurrvörur og er hver eining hönnuð með mismunandi tækni til að tryggja sem besta vörumeðhöndlun m.t.t gæða.

Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes ætlar að fara yfir hönnunina, segja frá undirbúningi verkefnisinsins of hvernig samsetning sjálfvirkra- og handvirkra lausna mun vinna saman að því að tryggja aukna skilvirkni, gæði, og afköst.  

Kynningin verður haldin í stofu M215 í Háskólanum í Reykjavík.

Þrír ráðgjafar í innkaupum deila reynslusögum og tækifærum í innkaupum fyrirtækja

Þrír ráðgjafar í innkaupum munu fjalla um innkaup frá ólíkum sjónarhornum og gefa þátttakendum hugmyndir að markmiðum fyrir þetta ár.   

 

 • Ben Cleugh hjá Treia ehf. mun deila reynslusögum um hvers vegna samningar virka ekki sem skyldi eða „ Contract Implementation Pitfalls“. Hann mun einnig segja frá því sem ber að varast eftir að samningur er undirritaður og hvernig aðilar geta skapað meira virði með breyttu verklagi.
 • Ellert Guðjónsson hjá Bergvit ehf, mun kynna „Best Value Procurement“ aðferðafræðina sem snýr ferlum og aðferðafræði aðfangaöflunar á haus með því markmiði að auka afköst, bæta nýtingu og lágmarkar áhættuna í verkefnum.
 • Jóhann Jón Ísleifsson hjá Aðfangastýringu ehf. fjalla um hvernig fagleg innkaup geta auka hagnað fyrirtækja, hvaða tækifæri er að finna með því að skoða m.a. Tail spend (eyðslu hala) og fleira.

Fullbókað: Heimkaup - innkaup og birgðastýring

Heimkaup ætlar að bjóða innkaupa og birgðastýringahóp Stjórnvísi í heimsókn fimmtudaginn 9. nóvember kl. 8:45.

Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri Heimkaupa mun taka á móti okkur í fundarsal á 16. hæð í Smáratorgi 3, Kópavogi.

Hann mun meðal annars segja okkur frá aðfangakeðju Heimkaupa, samskiptum við birgja, birgðahaldinu og framtíðaráformum fyrirtækisins. Einnig gefst kostur á að sjá lager Heimkaupa sem er í sama húsi.

 Ath. fjöldatakmörk gilda: eingöngu 30 einstaklingar geta skráð sig á þennan viðburð.

BREYTT STAÐSETNING: Lindex - innkaup og birgðastýring - Skeiðarás 8 Garðabæ.

BREYTT STAÐSETNING:  Vöruhús Lindex, Skeiðarás 8, Garðabæ.  

Lindex ætlar að bjóða Stjórnvísi í heimsókn miðvikudaginn 4. október kl. 8:45. Hjónin Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir reka Lindex á Íslandi og munu taka á móti okkur á Vöruhús Lindex, Skeiðarás 8, Garðabæ.  Þau munu meðal annars segja okkur frá aðfangakeðju Lindex, hvernig þau kaupa inn frá Svíþjóð, stýra birgðum á lager og dreifa vörum í verslanir. Einnig munu þau segja okkur frá reynslu sinni af því að opna nýjar verslanir, þar á meðal netverslunina lindex.is sem þau opnuðu nýverið. Áhugaverður fyrirlestur fyrir þá sem hafa áhuga á innkaupa og birgðastýringu!

Ath. fjöldatakmörk gilda: eingöngu 25 einstaklingar geta skráð sig á þennan viðburð.

Aðfangastýring í Eve Online

Bergur Finnbogason, development manager hjá CCP mun kynna okkur fyrir samspili aðfangakeðja í EVE Online tölvuleiknum þar sem notendur keyra ótrúlega flóknar uppsetningar til að hámarka árangur sinn í öflun aðfanga fyrir viðskiptaveldi sín.

“Vörustjórnun - innkaup og innkaupastýring hjá IKEA

Þann 3. febrúar næstkomandi mun Svanhildur Hauksdóttir, birgðastjóri hjá IKEA, flytja erindi á vegum Stjórnvísi um innkaup og innkaupastýringu hjá IKEA. Erindið verður haldið í húsakynnum IKEA, Kauptúni 4, 210 Garðabæ.”

Heimsókn í kaffibrennslu Kaffitárs

Nú gefst okkur gefst einstakt tækifæri til að skoða kaffibrennslu Kaffitárs og hitta stofnanda og eiganda fyrirtækisins, Aðalheiði Héðinsdóttur. Hún ætlar að bjóða okkur í ilmandi morgunkaffi í Kaffibrennslunni í Reykjanesbæ, þar sem við munum skoða kaffibrennsluna sjálfa og fara svo á kaffihús Kaffitárs og fá þar smakk af kaffi og þar er heyrum við frá Aðalheiði um fyrirtækið og framleiðsluna, ræðum saman og skiptumst á skoðunum.

Aðalfundur faghóps um vörustjórnun, innkaup og innkaupastýringu

Hefðbundin aðalfundarstörf.

Hýsing - starfsemin og fjölmenningarsamfélag

Guðmundur Oddgeirsson framkvæmdastjóri Hýsingar kynnir fyrir okkur fyrirbærið vöruhótel þar sem vörumeðhöndlum (Value Added Sevices) er stærri þáttur en geymsla og afgreiðsla.
Komið inn á hugtökin fastakostnaður og breytilegur kostnaður.
Starfsmannamál eru stór þáttur í rekstri vöruhótels og fjallar Guðmundur einnig um starfsmannamál s.s.vinnuaðstöðu og hvað jafnlaunavottun hjálpar stjórnendum.
Síðast en ekki síst mun hann fjalla um fjölmenningarsamfélag vinnustaðarins og þær frábæru áskoranir sem því fylgir.

Hverjar eru helstu áskoranir þínar í innkaupum í þínu daglega starfi?

Stjórn vörustjórnunarhópsins hefur ákveðið að reyna nýtt fundarform fyrir stjórnvísifélaga.
Við ætlum að byrja á því að halda þemafund þann 25 nóvember kl 15:30 - 16:30.

Á þemafundum eru þátttakendur aðeins á bilinu 5-10 í einum tilteknum hóp og sér einn aðili um að leiða/stýra fundinum.
Tilgangurinn er að þátttakendur geti hist í smærri hópum til þess að ræða sértæk málefni, deila reynslu og aðstoða hvort annað, ásamt því að styrkja tengslamyndun.
Þema fundarins á þessum fyrsta fundi verður innkaup og ætlum við að taka fyrir spurninguna
„Hverjar eru helstu áskoranir þínar í daglegu starfi í innkaupastjórnun“.

Endilega skráið ykkur sem fyrst þar sem hámark 10 þátttakendur komast að.

Vörustýring á Landspítala - fundurinn hefst kl.09:00

Jakob Valgeir Finnbogason, deildarstjóri innkaupadeildar LSH ætlar að fjalla almennt um vörustýringu hjá spítalanum og þær breytingar sem þeir hafa gert á undanförnum árum.
Farið verður yfir það með hvaða hætti Landspítali stendur að innkaupum og hvernig spítalainn styðst við Oracle kerfi ríkisins við vörustýringu og verðeftirlit.

Vöruþróunarferillinn og þátttaka innkaupaaðila hjá Össuri - Gate ferillinn í virkni hjá Össur

Ylfa Thordarson hjá Össur mun kynna vöruþróunarferilinn hjá Össur og þátttöku innkaupaaðila hjá þeim- Gate ferillinn í virkni hjá Össur.

„Hvað ber að hafa í huga við innleiðingu ERP kerfa“

„Hvað ber að hafa í huga við innleiðingu ERP kerfa“
Þröstur Þór Fanngeirsson, deildarstjóri Oracle vörustýringar og fjárhags hjá Advania ætlar að fjalla um hvað ber að hafa í huga við innleiðingu nýs upplýsingarkerfis til árangurs.

Vörustjórnun hjá Vífilfelli, ferlar og mælikvarðar

Á fundinum verður fjallað um vörustjórnun hjá Vífilfelli.
kynntir veriða ferlar sem eru í notkun og þróun á árangursmælikvörðum í tengslum við vörustjórnun.
Vala Rún Gísladóttir, Sérfræðingur í framleiðslustjórnun og Rósa Dögg Gunnarsdóttir, Forstöðumaður aðfangastýringar og söluáætlana.
Takmarkaður sætafjöldi.

Birgjamat í innkaupum hjá Landsvirkjun

Sigurður Björnsson forstöðumaður innkaupa hjá Landsvirkjun, býður okkur til sín þann 7 maí n.k. og verður efni fundarins umfjöllun um birgjamat. Af hverju og hvernig sér Landsvirkjun fyrir sér að nýta slíkt mat í innkaupum. Einnig verður kynning frá Achilles sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í mati á birgjum með sérstöku birgjamatskerfi. Að lokum verður svo stutt kynning á siðareglum birgja sem Landsvirkjun er að innleiða.

Sölu- og pantanastýring hjá Toyota á Íslandi

„Kristinn G. Bjarnason framkvæmdastjóri Sölu- og Markaðssviðs Toyota á Íslandi tekur á móti okkur og kynnir fyrir okkur hvernig unnið er með að sölu- og pantanastýringu hjá Toyota á Íslandi. Toyota hefur í gegnum tíðina verið í fararbroddi er kemur að ferla og gæðamálum og verður fróðlegt að heyra hvernig Toyota á Íslandi hefur nýtt sér það hér á Íslandi.

FUNDURINN FRESTAST v/veikinda: Vörustjórnun hjá Vífilfelli, ferlar og mælikvarðar

FUNDURINN FRESTAST v/veikinda - verður auglýstur aftur fljótlega:
Vörustjórnun hjá Vífilfelli, ferlar og mælikvarðar

Vala Rún Gísladóttir, sérfræðingur í framleiðslustjórnun og Rósa Dögg Gunnarsdóttir, forstöðumaður aðfangastýringar og söluáætlana halda erindi þar sem þær ætla að fjalla um vörustjórnun hjá Vífilfelli, þá ferla sem eru í notkun og þróun á árangursmælikvörðum í tengslum við vörustjórnun.

CATEGORY MANAGEMENT

Tómas Sigurbjörnsson, Procurement Manager, Marel leiðir okkur í allan sannleikann um vöruflokkastjórnun (Category management).

Samþætting innkaupa og söluáætlana

Haukur Hannesson, Framkvæmdastjóri AGR.
Staðsetning. Háskólinn í Reykjavík, Inngangur hjá Opna Háskólanum 2.hæð. Stofa M209.

Á fundinum verður fjallað um:
• Hvernig má tengja innkaupaferlið við áætlanagerðina?
• Hvernig má bæta áætlanagerðina og gera hana sýnilegri?
• Hvernig má bregðast við eftirspurnarbreytingum við áætlanagerð?
• Hvernig má samþætta verkferla við innkaup, áætlanagerð og söluherferðir?
• Fjallað um nýlega innleiðingu söluáætlanaferlis hjá alþjóðlegu lyfjafyrirtæki.

"Tækifæri í skilvirkari innkaupum" og "12 leiðir til að lækka birgðir"

Þetta fyrsta erindi vetrarins er í boði Innkaupahóps Stjórnvísi í samstarfi við Vörustjórnarfélag Íslands.
Kristján M. Ólafsson, Verkefnastjóri á ráðgjafasviði hjá KPMG og formaður Vörustjórnunarfélags Íslands og Thomas Möller, Framkvæmdastjóri Rýmis og stjórnarmaður Vörustjórnarfélagst Íslands, munu halda erindi um „Tækifæri til skilvirkari innkaupa“ og „12 leiðir til að lækka birgðir“.
Þeir félagar Kristján og Thomas eru meðal reynslumestu sérfræðinga á sviði innkaupa- og vörustjórnunar á Íslandi og má engin sem kemur að innkaupum á einn eða annan hátt, láta þetta framhjá sér fara.
Inngangur hjá Opna háskólanum, 2 Hæð, Stofa M209.

Birgðastýringaverkefni Veritas - Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir deildastjóri innkaupadeildar Distica og

Jóhanna Jónsdóttir deildarstjóri innkaupa hjá Distica og Guðmundur Á. Árnason ráðgjafi hjá Capacent munu vera með síðustu fræðslu vorannarinnar sem snýr að birgðastýringaverkefni Veritas.

Vinna við birgðastýringaverkefni hjá Veritas hófst vorið 2013, en Veritas er móðurfyrirtæki Distica, Vistor, Artasan og Medor sem öll starfa á lyfja- og heilbrigðismarkaði.

Markmið verkefnisins var að lækka fjárbindingu í birgðum sem hlutfall af vörusölu án þess að það kæmi niður á afgreiðsluframmistöðu til viðskiptavina.

Væntur ávinningur af vinnslu verkefnisins var að lykil árangursmælikvarðar væru vel skilgreindir og að samræmd framkvæmd birgðastýringar milli fyrirtækja myndi nást. Einnig að hlutverk fyrirtækja og starfsfólks yrðu vel skilgreind, þjónustumarkmið yrðu endurbætt ásamt markvissri notkun söluáætlana ofl.

Lykilafurðir verkefnisins voru eftirfarandi:
• Ný birgðastefna og samræmt birgðastýringarferli sem nær til allra fyrirtækja Veritas
• Ný birgðamarkmið og mælikvarðar
• Þjálfun starfsfólks í framkvæmd innkaupa og birgðastýringu og aukið samstarf innkaupafulltrúa og markaðsfólks
• Endurbætur á ERP kerfi ásamt AGR og nákvæmari stilling vörunúmera vegna birgðastýringar

Lykilorð: Birgðastýring, birgðastefna, markmið og mælikvarðar, breytingastjórnun, þjálfun innkaupafulltrúa, aðlögun upplýsingakerfa og hugbúnaðar.

Erindið byrjar kl. 9:00 til 10:00 en gestir eru hvattir til að mæta tímanlega á þetta áhugaverða erindi til að geta snætt léttan morgunverð í boði Distica. Athygli skal vakin á að fjöldatakmörkun er á fundinn svo það borgar sig að skrá sig strax.
Staðsetning: Hörgatúni 2, Garðabæ
Gengið inn Vistor inngang
Næg bílastæði eru á Garðatorgi

Global Procurement hjá Marel - Jóhann Jón Ísleifsson hjá Marel

Jóhann Jón Ísleifsson er Corporate Procurement Director í Marel og ber ábyrgð á stefnumótun og samþættingu innkaupa milli allra eininga hjá Marel. Hann hefur starfað í átta ár hjá Marel og tekið virkan þátt í stækkun félagsins og samþættingar vinnunni. Hann mun fjalla um innkaupastefnu Marels og skipulag, framkvæmd og helstu áhersluatriði og hvernig árangur er mældur af starfinu.

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í innkaupum

Samskipti við birgja og innkaup eru talin vera eitt meginverkfæri við innleiðingu samfélagsábyrgðar hjá fyrirtækjum. Í fyrirlestrinum mun Finnur tengja saman samfélagsábyrgð við virðiskeðjuna, hver séu helstu röksemdirnar og verkfærin við innleiðinguna. ÁTVR mun gera grein fyrir samstarfi þeirra við systurfyrirtæki á Norðurlöndum og hvernig þau eru að meta birgja út frá samfélagssjónarmiðum.

Finnur Sveinsson starfar sem sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Landsbankanum. Hann er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í umhverfisfræðum. Hann rak ráðgjafafyrirtæki í Svíþjóð í um 14 ár og hefur meðal annars unnið með Alcoa Fjarðaál, Innkaupastofnun Gautaborgar og vann að því með Ríkiskaupum, Reykjavíkurborg og Umhverfisráðuneytinu að koma vistvænum innkaupum (www.vinn.is) á laggirnar á Íslandi.

FULLBÓKAÐ: ”Árangur miðlægrar innkaupastýringar hjá Vodafone“

Í erindi sínu mun Guðrún Gunnarsdóttir fjalla um hvernig Vodafone innleiddi miðlæga innkaupastýringu og hverju útboðsaðferðir í innkaupum hafa skilað fyrirtækinu. Hún mun einnig fjalla um hvernig miðlæg innkaupastýring getur náð fram fjárhagslegum sparnaði og um leið aukið gæði og öryggi innkaupa. Guðrún mun fjalla um hvernig ráðgjöf við stjórnendur vegna tilboða og samninga kemur að gagni, skjalastýringu samninga og hvernig er hægt að ná fram hámarks virði samninga. Hún mun einnig segja frá procurement deild Vodafone Global í Lúxemborg.

Guðrún hefur víðtæka reynslu af innkaupum. Hún starfaði um árabil hjá Ríkiskaupum áður en hún tók við stöðu Aðfangastjóra hjá Vodafone. Guðrún er með MSc gráðu í Alþjóðaviðskiptum og BSc gráðu í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Guðrún er auk þess með alþjóðlega IPMA C-vottun í verkefnastjórnun og BTS gráðu frá École Nationale de Commerce Bessières í París.

Frá kl. 8:30 mun Vodafone bjóða uppá kaffi ásamt léttum og hollum morgunverði.

Takmarkaður sætafjöldi!

Aðfangastýring og notkun tölvukerfa- Kristín Þórðardóttir ráðgjafi hjá Advania

Kristín Þórðardóttir ráðgjafi hjá Advania mun fjalla um hagnýtingu upplýsingatækni í innkaupum og hvernig hægt er að nýta sér upplýsingatækni við innkaup og fara m.a inn á notkun vörulista, rafræn innkaup osfrv.

Kristín Þórðardóttir er ráðgjafi í vörustýringarhluta Oracle sem snýst að mestu leyti um notendaaðstoð, endurbætur og innleiðingar á kerfinu. Íslenska ríkið er viðskiptavinurinn Advania og stærsti notandi innkaupakerfisins er LSH. Kristín útskrifaðist með B.Sc. í Vörustýringu frá Tækniháskólanum í janúar árið 2004 og vann svo á fjármálasviði Íslensk Ameríska ehf. þar til ársins 2009. Hún útskrifaðist með mastersgráðu í Supply Chain Management frá Copenhagen Business School haustið 2011.

Straumlínustýring aðfangakeðju - Lean supply management

Björgvin Víkingsson mun vera með kynninguna en hann er M.Sc. í supply chain management og starfar sem strategic purchasing manager hjá Marel.

Lean/Straumlínustjórnun er aðferðafræði sem leggur áherslu á að hámarka virði fyrir viðskipavini. Þetta gerist með því að nýta auðlindir fyrirtækisins, svo sem starfsmenn, fjármagn og framleiðslugetu sem allra best. Hér eru birgjasambönd einnig talin til auðlinda því í þeim getur verið fólgið verulegt samkeppnisforskot ef þau eru nýtt rétt. Til þess að nýta auðlindirnar rétt þá þarf að leggja áherslu á að útrýma sóun með stöðugum umbótum í öllum ferlum virðiskeðjunnar, allt frá innkaupum til dreifingar á markaði.

Í þessari kynningu ætlum við að fara í hvernig hægt er að nota aðferðafræði LEAN til þess að stýra flæði í allri aðfangakeðjunni. Helstu þættir sem komið verður inná verður:

· Virðisstreymi frá birgjanetinu

· Eyðing sóunnar

· Samræming flæðis

· Lágmörkun viðskipta- og framleiðslukostnaðar

· Tryggja sýnileika og gegnsæi

· Byggja upp „quick response“ hæfileika

· Stjórn óvissu og áhættu

Mælikvarðar- og markmiðasetning í innkaupadeildum

Anna María Guðmundsdóttir mun fjalla um markmið og mælikvarða innkaupa út frá reynslu sinni sem innkaupastjóri. Hún hefur reynslu á innkaupum hjá framleiðslufyrirtæki, ásamt umfangsmikilli stýringu á innkaupum á stóru framkvæmdaverkefni hér á landi en starfar nú sem innkaupastjóri hjá sölu og dreifingarfyrirtækinu Brammer. Anna María er með MPM gráðu frá Háskóla Íslands, Bsc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík auk alþjóðlegrar vottunar í verkefnastjórnun og Græna Beltið í Lean Six Sigma.

Í þessu erindi mun hún fjalla um markmið innkaupa og mælikvarða sem hægt er að nota í flestum tegundum fyrirtækja. Hvernig hægt er að mæla árangur birgja og aðra þjónustuaðila fyrirtækja ásamt því að greina hvaða upplýsingar þurfa að vera tilstaðar til að reikna út ávinninginn af mælingu. Einnig fer hún yfir nokkur þau verkfæri sem Innkaupadeildum stendur til boða ásamt því að fara yfir mælikvarða Innkaupadeilda fyrir verklegar framkvæmdir í samanburði við þá mælikvarða sem notaðir eru við hefðbundin innkaup þ.e þjónustu og vörukaup.

Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík.
Stofa M.215.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórnin

Vöruhótel eða eigið birgðahald? tækifæri og lausnir í hýsingu og dreifingu

 1. september 2013 | 08:30 - 10:00
  Vöruhótel eða eigið birgðahald? tækifæri og lausnir í hýsingu og dreifingu.

Vöruhótel Eimskips í samstarfi við Innkaupa og innkaupastýringahóp Stjórnvísi bjóða á áhugaverða kynningu á starfsemi Vöruhótelsins og taka fyrir ákvörðunarþætti um vöruhótel vs. eigið birgðahald (3rd party warehousing). Hvað mælir með því að fyrirtæki nýti sér þjónustu 3ja aðila þegar kemur að lagerhaldi, hvaða þættir í birgðahaldi eru það sem fyrirtæki eins og Vöruhótelið getur tekið að sér fyrir fyrirtækið og hvaða þættir hentar síður að láta frá sér? Einnig verður farið yfir helstu möguleika sem fyrirtæki mættu nýta sér betur varðandi hýsingu ásamt umræðum úr sal. Starfsmenn Vöruhótelsins fara yfir málin auk þess sem við fáum álit frá notanda vöruhótelsþjónustu sem þekkir vel rekstur eigin lagers og nýtir sér þjónustu Vöruhótelsins. Vöruhótelið fagnar 10 ára afmæli á þessu ári og verður einnig farið stutt yfir sögu þess.

Jón Óskar Sverrisson forstöðumaður vöruhúsastarfsemi, Pálmar Viggóson viðskiptastjóri og Óskar Már Ásmundsson forstöðumaður Flutningsmiðlunardeildar verða með kynninguna og sitja fyrir svörum.
Kynningin er haldinn í Vöruhóteli Eimskips í Sundahöfn, Sundagörðum 2 kl. 8:30-10:00 þriðjudaginn 17. september n.k. Boðið verður upp á morgunkaffi og bakkelsi.
Hlökkum til að sjá sem flesta.

Birgjamat frá sjónarhóli gæðastjórnunar og þáttur þess í innkaupastefnu fyrirtækja.

Birgjar eru langflestum fyrirtækjum ákaflega mikilvægir vegna þeirra aðfanga sem þeir útvega. Því er mikilvægt að vanda vel til valsins og að fylgjast vel með frammistöðu þeirra.

Á kynningunni verður farið yfir birgjamat frá sjónarhóli gæðastjórnunar og þátt þess í innkaupastefnu fyrirtækja. Einnig verður farið yfir það hvernig það nýtist í innkaupum og gæðastjórnun, hvernig það er framkvæmt, á hvaða tímapunktum á að framkvæma það, hvernig því er viðhaldið, hvernig niðurstöður eru vistaðar og þeim haldið til haga. Einnig verður fjallað um hvernig birgjamat getur notað aðferðafræði áhættumats til að taka á þeim áhættuþáttum sem geta komið í ljós í birgjamati.

Kynningin verður haldin í sal Arion banka í Borgartúni 19. Sigurjón Sveinsson er sérfræðingur hjá áhættustýringu Arion banka og var áður gæðastjóri upplýsinga- og tæknisviðs bankans.

Fræðslufundur um Incoterms® 2010

Davíð Ingi Jónsson hdl. forstöðumaður Lögfræðideildar Eimskips og Þórdís Ásta Thorlacius fulltrúi í Skráningum og skjölum hjá Eimskip munu opna fyrsta fræðslufund faghóps innkaupaaðila.

Umfjöllunarefnið er Incoterms® 2010, hinir stöðluðu viðskiptaskilmálar sem Alþjóða viðskiptaráðið gefur út til notkunar í lausafjárkaupum milli landa.

Davíð mun fara yfir bakgrunn skilmálanna, lagalega stöðu þeirra og virkni gagnvart landslögum og flutningsskilmálum Eimskips.

Þórdís mun fara yfir praktíska hluti, notkun virkni hvers skilmála og breytingar sem gerðar voru með 2010 útgáfunni.
Fundurinn er haldinn í Vöruhóteli Eimskips í Sundahöfn kl. 8:30-9:30 þriðjudaginn 16. apríl n.k.
Hlökkum til að sjá sem flesta.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?