Aldurstengd stjórnun öflug aðferð

Wake me up before you gogo var yfirskrift viðburðar á vegum mannauðshóps á Höfðatorgi í morgun. Þrjú erindi voru flutt um þetta áhugaverða og mikilvæga málefni.
Fyrsti fyrirlesarinn var Jóna Valborg. Í erindi sínu kom Jóna Valborg með hugmyndir að því hvernig styrkja megi aldurstengda stjórnun starfsmannamála (e. age management). Hún byggði umfjöllun sína á rannsókn sinni sem ætlað var að auka þekkingu og skilning á starfsmannahópnum 50 ára og eldri. Rannsóknarspurning Jónu Valborgar var: „Hvað hvetur miðaldra og eldra fólk í starfi og stuðlar að starfsánægju þess?“ Jóna Valborg hefur fengið jákvæð viðbrögð við rannsókninni frá fjölmiðlum. Oft kemur ungur aldur Jónu Valborgar viðmælendum hennar á óvart. Efnið snertir okkur öll, ekki síst unga stjórnendur. Nú er samfélagsleg ábyrgð aftur komin í umræðuna. Hluti af samfélagsábyrgð er að vera góður vinnustaður. Fáar rannsóknir beinast að aldurhópnum 50 plús. Eldri rannsóknir leita eftir viðhorfum stjórnenda til hópsins en Jóna Valborg vildi vita hvað fólkið sjálft hefði að segja. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu og skilning á starfsmannahópnum 50 plús. Aldurstengd stjórnun er ein öflugasta aðferðin til að efla og viðhalda vinnugetu eldri starfsmanna. Í aldurstengdri stjórnun er unnið út frá því að starfsmennirnir búi yfir lykilþekkingu. Þannig upplifa starfsmenn sig verðmætari. Vattenfall var fyrsta fyrirtækið til að innleiða slíka stjórnun. Fyrirtækið var kosið fyrirtæki ársins í Svíþjóð, þeir upplifuðu færri veikindadaga og sterkari ímynd. Jóna Valborg sagði að þegar styttist í annan enda ævinnar skynjar fólk tíma sinn sem takmarkaðan og er þess vegna hvatt áfram af skammtímamarkmiðum sem tengjast tilfinningum, eins og að dýpka þau samskipti sem eru til staðar. Þörfin fyrir að gefa af sér og marka einhver spor eykst. Með hækkandi aldri minnkar þörfin fyrir að vaxa í starfi. Vinnuumhverfi hefur mikil áhrif, mikilvægt er að starfsmaðurinn upplifi þörf fyrir sig.
Afurð rannsóknarinnar var „Starfsánægjuvogin“. Hún geymir spurningar eins og: Ég er hraustur, verðmætur starfskraftur, er í félagslegum tengslum, ræð mér sjálfur, fæ tækifæri til að læra o.fl.
Almennt er gert ráð fyrir að fólk vilji hætta en réttast er að gera ráð fyrir að það vilji vinni lengur. Jóna Valborg skrifaði 11 hagnýt ráð til stjórnenda sem er ætlað að draga úr fyrirfram ákveðnum hugmyndum um þennan aldurshóp. Jóna Valborg lauk fyrirlestri sínum með því að henda bolta út í sal sem var gripinn af Stjórnvísifélaga. Markmiðið með þessu var táknrænt þ.e. fá aðra til að grípa boltann og hvetja fyrirtæki til að koma á verðlaunum „Reynsluboltinn“ þar sem fyrirtæki eru verðlaunuð fyrir gott starf með reynsluboltum.

Elín Greta fjallaði um niðurstöður rannsóknar sem hún gerði í tengslum við mastersverkefni sitt sl. vor um yfirfærslu þekkingar frá starfsmönnum sem eru að hætta sökum aldurs. Rannsóknin var gerð í orkufyrirtækjum þar sem kannað var hvort fyrirtækin hefðu sett sér stefnu eða væru með ákveðna ferla við yfirfærslu þekkingar. Einnig var skoðað hvaða aðferðir viðmælendur töldu árangursríkastar að nota við yfirfærsluna og hverjar væru helstu hindranirnar. Elín spurði hvað fyrirtæki á Íslandi væru að gera áður en starfsmenn hætta. Það er heil kynslóð að fara af vinnumarkaðnum með mikla reynslu. Oft er þetta falin þekking sem erfitt er að yfirfæra. Þetta er talin mikil ógn við fyrirtæki þegar þekkingin fer. NASA urðu of seinir. Elín Greta vildi geta hvatt aðra til að skoða hvað þeir væru að gera hjá sér. Helstu niðurstöður voru þær að ekkert fyrirtækjanna var með formlega stefnu en allir gerðu sér grein fyrir þörfinni. Vinna var hafin að einhverju leiti þ.e. hverjir eru að fara að hætta en lítið meir. Mörg ár tekur að yfirfæra falda þekkingu. Eitt fyrirtækjanna var með sveigjanlega stefnu þ.e. þeir sem voru yfir 70 ára fengu verkefni. Helstu aðferðir sem fyrirtækin voru að nýta sér voru að vinna saman í verkefnum, það væri besta og náttúrulegasta leiðin. Mikilvægt er að para inn starfsfólk rétt saman. Gríðarlega mikilvægt er að læra af reynsluboltunum. Helstu hindranir við miðlun þekkingar eru: tímaskortur, mikið vinnuálag, vantar markvisst verklag í kringum miðlun þekkingar og fjárhagsleg markmið. Elín Greta endaði fyrirlesturinn sinn á því að gefa nokkur ráð sem eru mikilvæg við starfslok. Efla þarf viljann til að miðla, skapa traust, hafa gott samband, láta fólk vinna saman í verkefnum, hvetja fólk til að spyrja spurninga, láta fólk tala saman, láta einstaklingana vera nálæga í rými, gefa tíma, vera með opnar umræður um starfslok sem er jákvætt, sveigjanleg starfslok, stuðningur og hvatning frá stjórnendum, greining er mikilvæg því vita þarf hvenær hver og einn er að hætta, skipulagt verklag þ.e. fá niðurstöður, gera þetta tímanlega. Að okum hvatti Elín Greta þá sem hefðu áhuga til að hafa samband við sig því hún væri alltaf áhugasöm um að ræða mál þessu tengt. egs@verkis.is

Komdu með að dansa gogo já við dinglum okkur eins og jójó.
Berglind Magnúsdóttir, sálfræðingur og forstöðumaður Velferðasviðs hjá Reykjavíkurborg ræddi mikilvægi þess að fólk starfi lengur bæði fyrir okkur sem samfélag og sem einstaklinga. Hún fór inn á hvaða þýðingu vinna hefur fyrir okkur andlega og hvernig þessi lífsbreyting hefur áhrif á okkur og hvernig við getum með sveigjanlegri starfslokum stuðlað að betri og árangursríkari starfslokum. Berglind fór inn á þá ógn sem það er vinnustöðum að stór kynslóð er á leið út af vinnumarkaðnum. Skilar það árangri að hafa frelsi, frí, kæruleysi, óreglu og óskipulag? „Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“. Það sem hefur gerst er að hægt er að leika á ellikerlingu. Liðir og bein, hjarta og æðakerfi, skynfæri og nám. Nú er fullt af fólki sem getur unnið lengur, eru heilbrigðir, unglegir og hressir eldri borgarar. Seinna kom áhersla á hugræna starfssemi: nám. Mikilvægt er að virkja heilann þ.e. vera virkur þátttakandi. Þetta skiptir mestu máli varðandi farsæla öldrun. Hvernig birtist okkur nýr árgangur eldri borgara? Grái herinn, þátttaka í sveitarstjórnarmálum (London), markaður ætlaður eldri borgurum, eiga mesta auð í heimi, láta sig kostningamál varða og mæta á kjörstaði og kjósa. Þetta er líka ríkasta fólkið. Hvers vegna var Donald Trump kosinn? Bismarck lagði árið 1880 til að starfslok yrðu við 65 ára aldur þar sem fólk væri orðið svo þreklítið. Á þeim tíma voru lífslíkur 45 ára. Nú eru allt aðrir tímar. Sveigjanleg starfslok eru mikilvægust í dag. Það er erfitt að ná til almennings um öldrunarmál.
Hver einstaklingur sem hefur reynslu, skapar fleiri störf. Eldri starfsmenn laða að sér. Berglind tók dæmi um Kára Jónsson sem eftir 45 ára feril í fjölmiðlum fór í Leiðsöguskóla Íslands 67 ára gamall. Þaðan fór hann í ferðamálafræði í HÍ. En af hverju er mikilvægt að fólk vinni áfram? Það sem breytist við að hætta að vinna eru: tekjur, skortur á mannlegum samskiptum, andlegar þarfir og sjálfsmynd og rammi fyrir hið daglega líf. Ramminn fyrir hið daglega líf er svo mikilvægur því allt fer úrskeiðis ef við höfum hann ekki. Stór áhætta og mesti skaðvaldur sem við stöndum frammi fyrir er nú áfengisneysla eldri borgara.

Fleiri fréttir og pistlar

Nýkjörin stjórn faghóps um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og umhverfi

Fjöldi áhugaverðra aðila sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og umhverfi allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins.

Úr varð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin mun hittast í næstu viku til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Eirík Hjálmarsson, Orkuveitunni, sem formann og Rakel Lárusdóttur, Hörpu, sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.   

Stjórn faghópsins skipa:  Erla Rós Gylfadóttir Advania, Sara Elísabet Svansdóttir Austurbrú, Þóra Dögg Jörundsdóttir Bananar, Páll Sveinsson Brú lífeyrissjóður, Ásdís Nína Magnúsdóttir Carbfix, Harpa Júlíusdottir Festa, Björg Jónsdóttir Háskólinn á Bifröst, Ragnhildur Helga Jónsdottir Landbúnaðarháskóli Íslands, Klara Rut Ólafsdóttir Landspítali, Sandra Rán Ásgrímsdóttir COWI Ísland, Guðbjörg Lára Sigurðardóttir Urta, Hólmfríður Bjarnadóttir Vegagerðin, Eiríkur Hjálmarsson Orkuveitan, Freyr Eyjólfsson Sorpa, Marta Jóhannesdóttir Grant Thornton og Rakel Lárusdóttir Harpa. 

Vel sóttur fundur um hvaða áhrif NIS2 hefur á íslensk fyrirtæki og stofnanir

Í dag hélt faghópur um góða stjórnarhætti sinn fyrsta fund í Grósku.  Fundurinn var einstaklega áhugaverður og vel sóttur. Hægt er að nálgast glærur fyrirlesara á innraneti Stjórnvísi með því að smella hér og velja "ítarefni". Hér má nálgast myndir sem voru teknar. 

NIS2 er Evróputilskipun um net- og upplýsingaöryggi (Network and Information Systems Directive) sem tók gildi í Evrópu í október 2024 og kemur til með að vera innleidd í íslensk lög.  Tilskipunin mun ná yfir fleiri fyrirtæki á Íslandi en fyrri tilskipun og ábyrgð stjórnenda á netöryggi verður gerð skýrari.

Nanitor mun bjóða til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um tilskipunina og áhrif hennar á stjórnir og stjórnendur fyrirtækja.

Dagskrá viðburðarins:

  • Hildur Sif Haraldsdóttir, yfirlögfræðingur Advania flytur erindi um áhrif NIS2 á íslensk fyrirtæki
  • Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Nanitor: Frá óvissu til yfirsýnar á 24 klst með Nanito

Viðburðurinn er haldinn í móttökurými á 2. hæð í Grósku hugmyndahúsi, Bjargargötu 1. Húsið opnar klukkan 8.30.

Faghópur almannatengsla, miðlunar og samskipta endurvakinn

Á aðalfundi faghóps um almannatengsl, miðlun og samskipti var ný stjórn kjörin. Stjórnina skipa þau Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri og lektor við Háskólann á Bifröst, Anna Margrét Gunnarsdóttir ráðgjafi hjá Altso, Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir ráðgjafi hjá Apríl og Nasdaq á Íslandi, Dóra Magnúsdóttir samskiptastjóri Hafrannsóknastofnunar, Erla Björg Eyjólfsdóttir ráðgjafi og stundakennari við Háskólann á Bifröst, Grétar Theodórsson ráðgjafi hjá Innsýn samskiptum og Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettánellefu og fyrrverandi formaður Stjórnvísi, en hann er jafnframt formaður faghópsins. 

Hópurinn er eins og aðrir faghópar Stjórnvísi öllum opinn, hvort heldur fólk hefur áhuga á faginu, starfar við það eða sækir sér menntun á þessu sviði. Smelltu hérna til ganga til liðs við hópinn: https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/almannatengsl-e-public-relations-og-samskiptastjornun
Á vinnufundum stjórnar síðustu vikur og mánuði hefur verið mótuð metnaðarfull dagskrá fyrir veturinn, sem verður birt á vef og samfélagsmiðlum Stjórnvísi. Má þar nefna tvo staðfundi við upphaf og lok vetrar til að efla tengslamyndun þar sem sérfræðingar stíga á stokk og fara yfir stefnur og strauma í faginu. Einnig eru áætlaðir mánaðarlegir fundir með fjölbreyttum umfjöllunarefnum.

  • Október: Staðfundur með góðum gestum og tengslamyndun
  • Október: Hagnýting gervigreindar í faginu
  • Nóvember: Samskiptastjórnun og sjálfbærni
  • Desember: Almannatengsl fyrir frumkvöðla, nýsköpun og sprotafyrirtæki
  • Janúar: Almannatengsl fyrir stjórnmálaflokka og hagsmunasamtök
  • Febrúar: Fjárfestatengsl og almannatengsl í skráðum og óskráðum fyrirtækjum
  • Mars: Innri samskipti og markaðssetning á vinnustöðum
  • Apríl: Menntun og símenntun í almannatengslum og samskiptum
  • Maí: Almannatengsl á opinberum vinnustöðum.
  • Júní: Staðfundur með góðum gestum og tengslamyndun

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á sviði almannatengsla, miðlunar og samskipta innan skipulagsheilda, ásamt því að auka vitund um mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum, háskólum og sérfræðingum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra sem veita áhorfendum aukna þekkingu, færni og innsæi í starfsvettvang fagsins, hér heima og erlendis. 

Mikil vitundarvakning hefur orðið hér á landi undanfarin ár um mikilvægi góðra almannatengsla og markvissrar miðlunar og samskipta. Fagleg, heiðarleg og stöðug upplýsingagjöf við mikilvæga hagsmunahópa byggir og styrkir góða ímynd og eykur um leið velferð og virðingu hvort sem um ræðir skipulagsheildir eða einstaklinga. 

Faghópur Stjórnvísi um Mannauðsstjórnun – Fyrsti viðburður vetrarins er á fimmtudaginn

Eftir fjölda áskorana hefur faghópur Stjórnvísi um mannauðsstjórnun verið endurvakinn.

Mikill áhugi er á að taka þátt í starfinu og hefur nú verið skipuð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel þann fjölbreytileika sem hópurinn býr yfir. (Sjá frétt hér )

Í faghópnum eru yfir 900 manns, sem gerir hann að einum stærsta faghópnum innan Stjórnvísi. Þar sem sífelld endurnýjun á sér stað í fyrirtækjum hvetjum við ykkur til að framsenda þetta skeyti til áhugasamra einstaklinga innan ykkar fyrirtækja og hvetja þá til að skrá sig í hópinn.

Ný stjórn kemur saman á næstunni og mun í kjölfarið setja fram dagskrá vetrarins.


 

Fyrsti viðburður vetrarins

Fyrsti viðburður er í anda vetrarins um framsýna forystu og er í samstarfi við FranklinCovey á Íslandi.

Áhersla er á framtíð vinnustaða og vinnumenningar og mikilvægi mannlegra gilda á tímum örra tæknibreytinga, gervigreindar og alþjóðlegs umróts. Hvernig má stuðla að því að starfsfólk þrói með sér þá færni sem þarf til framtíðar?

Viðburðurinn er nk. fimmtudag, 4. september og er á Teams (8:30-10:00).  Skráning hér

 

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á viðburðum vetrarins.

 

Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun.

Kick off fundur Stjórnvísi var haldinn í Lava Show í dag föstudaginn 29.ágúst 2025.

Hér má sjá myndir frá fundinum.
Í dag hittust stjórnir faghópa Stjórnvísi í Lava Show þar sem nýju starfsári var startað með sannkölluðum sprengikrafti.  Þema starfsársins er "Framsýn forysta".  Farið var yfir ýmis atriði til að létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, góður tími gafst til að sameinast um viðburði,  skerpt var á stefnu og gildum félagsins og boðið var upp á morgunkaffi í einstaklega fallegu og notalegu umhverfi. .  

Krafturinn í stjórnum faghópanna er mikill eins og meðfylgjandi excelskjal sýnir þar sem komin eru drög að á annað hundruð viðburða í vetur. Einnig hlýddum  við á einstaklega áhugavert erindi frá stofnanda Lava Show Ragnhildi Ágústsdóttir.  Að lokum var öllum boðið á þessa mögnuðu sýningu.  Í lok hennar voru allir leystir út með gjöf.  

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?