Aldurstengd stjórnun öflug aðferð

Wake me up before you gogo var yfirskrift viðburðar á vegum mannauðshóps á Höfðatorgi í morgun. Þrjú erindi voru flutt um þetta áhugaverða og mikilvæga málefni.
Fyrsti fyrirlesarinn var Jóna Valborg. Í erindi sínu kom Jóna Valborg með hugmyndir að því hvernig styrkja megi aldurstengda stjórnun starfsmannamála (e. age management). Hún byggði umfjöllun sína á rannsókn sinni sem ætlað var að auka þekkingu og skilning á starfsmannahópnum 50 ára og eldri. Rannsóknarspurning Jónu Valborgar var: „Hvað hvetur miðaldra og eldra fólk í starfi og stuðlar að starfsánægju þess?“ Jóna Valborg hefur fengið jákvæð viðbrögð við rannsókninni frá fjölmiðlum. Oft kemur ungur aldur Jónu Valborgar viðmælendum hennar á óvart. Efnið snertir okkur öll, ekki síst unga stjórnendur. Nú er samfélagsleg ábyrgð aftur komin í umræðuna. Hluti af samfélagsábyrgð er að vera góður vinnustaður. Fáar rannsóknir beinast að aldurhópnum 50 plús. Eldri rannsóknir leita eftir viðhorfum stjórnenda til hópsins en Jóna Valborg vildi vita hvað fólkið sjálft hefði að segja. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu og skilning á starfsmannahópnum 50 plús. Aldurstengd stjórnun er ein öflugasta aðferðin til að efla og viðhalda vinnugetu eldri starfsmanna. Í aldurstengdri stjórnun er unnið út frá því að starfsmennirnir búi yfir lykilþekkingu. Þannig upplifa starfsmenn sig verðmætari. Vattenfall var fyrsta fyrirtækið til að innleiða slíka stjórnun. Fyrirtækið var kosið fyrirtæki ársins í Svíþjóð, þeir upplifuðu færri veikindadaga og sterkari ímynd. Jóna Valborg sagði að þegar styttist í annan enda ævinnar skynjar fólk tíma sinn sem takmarkaðan og er þess vegna hvatt áfram af skammtímamarkmiðum sem tengjast tilfinningum, eins og að dýpka þau samskipti sem eru til staðar. Þörfin fyrir að gefa af sér og marka einhver spor eykst. Með hækkandi aldri minnkar þörfin fyrir að vaxa í starfi. Vinnuumhverfi hefur mikil áhrif, mikilvægt er að starfsmaðurinn upplifi þörf fyrir sig.
Afurð rannsóknarinnar var „Starfsánægjuvogin“. Hún geymir spurningar eins og: Ég er hraustur, verðmætur starfskraftur, er í félagslegum tengslum, ræð mér sjálfur, fæ tækifæri til að læra o.fl.
Almennt er gert ráð fyrir að fólk vilji hætta en réttast er að gera ráð fyrir að það vilji vinni lengur. Jóna Valborg skrifaði 11 hagnýt ráð til stjórnenda sem er ætlað að draga úr fyrirfram ákveðnum hugmyndum um þennan aldurshóp. Jóna Valborg lauk fyrirlestri sínum með því að henda bolta út í sal sem var gripinn af Stjórnvísifélaga. Markmiðið með þessu var táknrænt þ.e. fá aðra til að grípa boltann og hvetja fyrirtæki til að koma á verðlaunum „Reynsluboltinn“ þar sem fyrirtæki eru verðlaunuð fyrir gott starf með reynsluboltum.

Elín Greta fjallaði um niðurstöður rannsóknar sem hún gerði í tengslum við mastersverkefni sitt sl. vor um yfirfærslu þekkingar frá starfsmönnum sem eru að hætta sökum aldurs. Rannsóknin var gerð í orkufyrirtækjum þar sem kannað var hvort fyrirtækin hefðu sett sér stefnu eða væru með ákveðna ferla við yfirfærslu þekkingar. Einnig var skoðað hvaða aðferðir viðmælendur töldu árangursríkastar að nota við yfirfærsluna og hverjar væru helstu hindranirnar. Elín spurði hvað fyrirtæki á Íslandi væru að gera áður en starfsmenn hætta. Það er heil kynslóð að fara af vinnumarkaðnum með mikla reynslu. Oft er þetta falin þekking sem erfitt er að yfirfæra. Þetta er talin mikil ógn við fyrirtæki þegar þekkingin fer. NASA urðu of seinir. Elín Greta vildi geta hvatt aðra til að skoða hvað þeir væru að gera hjá sér. Helstu niðurstöður voru þær að ekkert fyrirtækjanna var með formlega stefnu en allir gerðu sér grein fyrir þörfinni. Vinna var hafin að einhverju leiti þ.e. hverjir eru að fara að hætta en lítið meir. Mörg ár tekur að yfirfæra falda þekkingu. Eitt fyrirtækjanna var með sveigjanlega stefnu þ.e. þeir sem voru yfir 70 ára fengu verkefni. Helstu aðferðir sem fyrirtækin voru að nýta sér voru að vinna saman í verkefnum, það væri besta og náttúrulegasta leiðin. Mikilvægt er að para inn starfsfólk rétt saman. Gríðarlega mikilvægt er að læra af reynsluboltunum. Helstu hindranir við miðlun þekkingar eru: tímaskortur, mikið vinnuálag, vantar markvisst verklag í kringum miðlun þekkingar og fjárhagsleg markmið. Elín Greta endaði fyrirlesturinn sinn á því að gefa nokkur ráð sem eru mikilvæg við starfslok. Efla þarf viljann til að miðla, skapa traust, hafa gott samband, láta fólk vinna saman í verkefnum, hvetja fólk til að spyrja spurninga, láta fólk tala saman, láta einstaklingana vera nálæga í rými, gefa tíma, vera með opnar umræður um starfslok sem er jákvætt, sveigjanleg starfslok, stuðningur og hvatning frá stjórnendum, greining er mikilvæg því vita þarf hvenær hver og einn er að hætta, skipulagt verklag þ.e. fá niðurstöður, gera þetta tímanlega. Að okum hvatti Elín Greta þá sem hefðu áhuga til að hafa samband við sig því hún væri alltaf áhugasöm um að ræða mál þessu tengt. egs@verkis.is

Komdu með að dansa gogo já við dinglum okkur eins og jójó.
Berglind Magnúsdóttir, sálfræðingur og forstöðumaður Velferðasviðs hjá Reykjavíkurborg ræddi mikilvægi þess að fólk starfi lengur bæði fyrir okkur sem samfélag og sem einstaklinga. Hún fór inn á hvaða þýðingu vinna hefur fyrir okkur andlega og hvernig þessi lífsbreyting hefur áhrif á okkur og hvernig við getum með sveigjanlegri starfslokum stuðlað að betri og árangursríkari starfslokum. Berglind fór inn á þá ógn sem það er vinnustöðum að stór kynslóð er á leið út af vinnumarkaðnum. Skilar það árangri að hafa frelsi, frí, kæruleysi, óreglu og óskipulag? „Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“. Það sem hefur gerst er að hægt er að leika á ellikerlingu. Liðir og bein, hjarta og æðakerfi, skynfæri og nám. Nú er fullt af fólki sem getur unnið lengur, eru heilbrigðir, unglegir og hressir eldri borgarar. Seinna kom áhersla á hugræna starfssemi: nám. Mikilvægt er að virkja heilann þ.e. vera virkur þátttakandi. Þetta skiptir mestu máli varðandi farsæla öldrun. Hvernig birtist okkur nýr árgangur eldri borgara? Grái herinn, þátttaka í sveitarstjórnarmálum (London), markaður ætlaður eldri borgurum, eiga mesta auð í heimi, láta sig kostningamál varða og mæta á kjörstaði og kjósa. Þetta er líka ríkasta fólkið. Hvers vegna var Donald Trump kosinn? Bismarck lagði árið 1880 til að starfslok yrðu við 65 ára aldur þar sem fólk væri orðið svo þreklítið. Á þeim tíma voru lífslíkur 45 ára. Nú eru allt aðrir tímar. Sveigjanleg starfslok eru mikilvægust í dag. Það er erfitt að ná til almennings um öldrunarmál.
Hver einstaklingur sem hefur reynslu, skapar fleiri störf. Eldri starfsmenn laða að sér. Berglind tók dæmi um Kára Jónsson sem eftir 45 ára feril í fjölmiðlum fór í Leiðsöguskóla Íslands 67 ára gamall. Þaðan fór hann í ferðamálafræði í HÍ. En af hverju er mikilvægt að fólk vinni áfram? Það sem breytist við að hætta að vinna eru: tekjur, skortur á mannlegum samskiptum, andlegar þarfir og sjálfsmynd og rammi fyrir hið daglega líf. Ramminn fyrir hið daglega líf er svo mikilvægur því allt fer úrskeiðis ef við höfum hann ekki. Stór áhætta og mesti skaðvaldur sem við stöndum frammi fyrir er nú áfengisneysla eldri borgara.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugavert viðtal um þróun gervigreindar

Hér er viðtal við Eric Schmidt, fyrir framkvæmdastjóra Google, fjárfestir og hugsuður um þróun gervigreindar. Viðtalið er nokkuð langt, en áhugavert. Tækifæri til að drepa tíman og hugleiða framtíðina, í hvíld sumarsins :)

https://www.youtube.com/watch?v=qaPHK1fJL5s 

Nýkjörin stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun

Nýlega barst fyrirspurn til Stjórnvísi frá áhugasömum félaga um að endurvekja stjórn faghóps um þjónutu-og markaðsstjórnun.  Í framhaldi var sendur út póstur til félaga þar sem óskað var eftir áhugasömum í stjórn faghópsins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þar sem búið er að mynda 10 manna stjórn sem fundaði á VOX.  Þar kynntu félagara sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin kaus Maríu Ágústsdóttur ON sem formann og  Hildi Ottesen sem varaformann.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér. 

Stjórn faghópsins skipa:   Ásdís Gíslason Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brynja Ragnarsdóttir Veitur, Heiðrún Grétarsdóttir Bananar, Hildur Ottesen Harpa, Hjördís María Ólafsdóttir Happdrætti Háskóla Íslands, Ingibjörg Magnúsdóttir Pílukast ehf, María Ágústsdóttir ON, Sædís Jónasdóttir Samgöngustofa, Unnur Líndal ON og Þórhallur Örn Guðlaugsson Háskóli Íslands.

Nýkjörin stjórn faghóps um verkefnastjórnun

Yfir þrjátíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um verkefnastjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Þar sem helmingur stjórnar var staddur erlendis stefnir stjórnin á að hittast aftur í júní til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Gísla Rafn Guðmundsson sem formann og Aðalstein Ingólfsson sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  

Stjórn faghópsins skipa:  Aðalsteinn Ingólfsson MT Sport, Auður Íris Ólafsdóttir Hagar, Daníel Sigurbjörnsson Efla, Eygerður Margrétardóttir Ríkislögreglustjóri, Gísli Rafn Guðmundsson Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Halldóra Traustadóttir Reykjavíkurborg, Hannes Bjarnason Sjúkrahúsið á Akureyri, Íris Elma Guðmann Dómstólasýslan, Lísbet Hannesdóttir Háskólinn á Akureyri, Signý Jóna Hreinsdóttir Landspítali, Sigurður Blöndal Háskólinn á Bifröst, Steinunn Anna Eiríksdóttir Háskóli Íslands, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip og Unnur Helga Kristjánsdóttir Strategia. 

 

Aðalfundur Öryggishópur Stjórnvísi - ný stjórn kosin

Fundur haldinn:  4 júní 2025

Aðilar: Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE og Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gísli Níls Einarsson og Eyþór Víðisson boðuðu forföll.

Dagskrá:

  1. Yfirferð síðasta starfstímabils
  2. Kosning í stjórn og formanns
  3. Drög að viðburðum næsta starfstímabils
  4. Önnur mál

Yfirferð síðasta starfstímabils

Nokkur lægð var í starfsemi hópsins á tímabilinu september 2024 til maí 2025. Þrátt fyrir að drög hefðu verið lögð að viðburðum tímabilsins og margar góðar hugmyndir komu fram til að efla og fjalla um öryggismá á víðum grunni þá raungerðust þær ekki.

Eini viðburðurinn var haldinn í  júní í samstarfi við Öryggishóp Samorku og bar yfirsögnina Orka og Öryggi. Þar var fjallað um helstu áskoranir þeirra starfsvettvangur á við að etja og leiðir sem og aðferðir sem þeir hafa tekið upp. Virkilega áhugavert og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi vinnu.

Hópurinn var sammála um að efling öryggisumræðu væri mikilvæg og þessi vettvangur gæti lagt mikið til. Áríðandi að allir í stjórn séu virkir og taki frumkvæði að því að koma með hugmyndir og setja upp viðburði.

Kosning í stjórn og formanns

Auglýst hafði verið eftir aðilum í stjórn þar sem tveir aðilar hafa hætt á tímabilinu.

Viðbót í stjórn: Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands og Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi hafa því bæst við í stjórn Öryggishóps Stjórnvísi.

Formaður: Fjóla Guðjónsdóttir bauð sig fram til formanns til aðalfundar 2026. Engin mótframboð voru og því framboð samþykkt.

Samsetning stjórnar 2025-2026 er því eftirfarandi:

Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE, Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf. Gísli Níls Einarsson Öryggisstjórnun/Alda Öryggi og Eyþór Víðisson Reykjavíkurborg.

Formaður sendir fundarseríu á stjórn fyrir starfstímabil.

Drög að viðburðum næsta starfstímabils

Margar góðar hugmyndir komu fram og stjórnin einhuga um að bjóða upp á fræðandi og flotta dagskrá.

Drög að dagskrá vetrarins:

  1. Öryggi og LEAN á það samleið og eykur LEAN öryggi
    1. Ábyrgð Lilja, september 2025
    2. Hvað er Bætt Öryggi og hvernig vinnur fyrirtækið til að auka öryggi
      1. Ábyrgð Eggert, nóvember 2025
      2. Hvernig eru og fyrir hvað standa Gullnu Reglurnar
        1. Ábyrgð Viðar, október 2025 eða janúar 2026
        2. Vinna í opnu rými, hefur það áhrif á heilsu?
          1. Ábyrgð Vilborg haldið í samvinnu við Vinnís
          2. Tæknin og öryggi, hvernig vinnur Tesla að bættu öryggi með tækni
            1. Ábyrgð Lilja (Fjóla) tími ekki ákveðinn

Önnur mál
Vilborg sagði frá alþjóðlegri ráðstefnu um atferlismiðaða hegðun sem haldin verður þann 9 og 10 október 2025.

 

Aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis

Þann 21.maí var haldinn aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis. 

Farið var yfir þá viðburði sem haldnir voru á starfsárinu sem var að líða. Rætt var um markmið og tilgang hópsins, hver sé markhópur þeirra kynninga sem hópurinn stendur fyrir og hvort að tækifæri séu til að gera betur. Þessi mál verða rædd nánar á komandi starfsári en hópurinn var sammála um að mörg tækifæri eru fyrir hópa eins og þennan. 

Kosning stjórnar fór fram þar sem Jón Kristinn Ragnarsson var endurkjörinn sem formaður hópsins. Auk hans gáfu Benedikt Rúnarsson, Friðbjörn Steinar Ottósson, Sigurður Bjarnason og Tryggvi Níelsson aftur kost á sér. Hrefna Gunnarsdóttir bættist við hópinn eftir áramót og bauð einnig kost á sér. Auk þeirra voru ný framboð, Auður Íris Ólafsdóttir og Gná Guðjónsdóttir buðu kost á sér í hópinn og eru þær boðnar velkomnar. Fyrirkomulag hópsins er að fjöldi og fjölbreytileiki stjórnar er mikill kostur og þess vegna eru öll boðin velkomin að taka þátt í þessari vinnu. 

Faghópurinn fer nú í sumarfrí en mun hefja skipulagsvinnu að sumri loknu. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?