Öryggið borgar sig - tækifæri í kreppu Grein e.Gísli Níls Einarsson Forvarnarfulltrúa VÍS

Öryggið borgar sig - tækifæri í kreppu
Við núverandi efnahags- og rekstraraðstæður hefur sjaldan reynt eins mikið á stjórnendur að hlúa að og efla öryggisþáttinn í starfsemi fyrirtækjanna. Stjórnendur fyrirtækja hafa iðulega í mörg horn að líta og á stundum leiðir það til þess að þeir einblína fyrst og fremst á kjarnastarfsemina sem hefur bein áhrif á vöxt fyrirtækisins og fyrir vikið sitja öryggismálin hugsanlega á hakanum.
Há dánartíðni og tugmilljarða tap vegna slysa og heilsutjóns

Í ársskýrslu Vinnueftirlitsins fyrir árið 2010 kemur fram að undanfarin ár hafa að jafnaði 4 - 5 einstaklingar látist við vinnu sína á ári hverju og um 7 - 8000 þurft að leita læknisaðstoðar vegna vinnuslysa. Algengast er að vinnuslys verði við fall á jafnsléttu t.d. á verkpöllum og hálu yfirborði. Sömuleiðis kemur fram í skýrslunni að rannsóknir bendi til þess að allt að jafnvirði 3-5% landsframleiðslu vestrænna ríkja glatist vegna slysa og heilsutjóns við vinnu. Þetta svarar til 40-50 milljarða króna á ári hérlendis. Stór hluti kostnaðarins leggst beint á eða óbeint á íslensk fyrirtæki.

Auðvelt er fyrir fyrirtæki að meta beinan kostnað vegna vinnuslysa svo sem lækniskostnað, fjarvistir og viðgerðarkostnað. Hins vegar getur reynst erfiðara fyrir fyrirtæki að greina óbeinan kostnað vegna slysanna. Til dæmis vegna glataðrar framleiðslu, aukins rekstrarkostnaðar og lakari gæða í kjölfar þess að þurfa að ráða inn eða þjálfa upp nýjan starfsmann. Annar óbeinn kostnaður getur verið töpuð viðskipti í kjölfar vinnuslyssins, sködduð ímynd fyrirtækisins og hugsanleg skaðabótamál.
Tækifæri til efla öryggismál
Þrátt fyrir ríka kröfu eigenda að draga úr rekstrarkostnaði má það alls ekki vera á kostnað öryggismála íslenskra fyrirtækja. Þar er átt við allt sem snýr að öryggi starfsfólks, vinnuumhverfi og framleiðslu. Því miður eru dæmi um að fyrirtæki freistist til að draga úr almennu viðhaldi á húsnæði, starfsumhverfi og framleiðslubúnaði sem getur leitt til þess að öryggi og heilbrigði starfsfólks sé ógnað. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar verða eigendur og stjórnendur fyrirtækja að hafa í huga að það er ekki aðeins skylda þeirra samkvæmt Vinnuverndarlögunum að sinna öryggismálum, heldur einnig siðferðileg og samfélagsleg skylda.
Í erfiðu rekstrarumhverfi og harðnandi samkeppni þurfa fyrirtæki að leita allra leiða til að viðhalda og bæta samkeppnisstöðu sína og framleiðni. Erlendar rannsóknir sýna að starfsfólk á Vesturlöndum hefur aldrei verið eins reiðubúið og nú til að taka þátt í breytingum og innleiða nýjar áherslur í starfsemi fyrirtækja. Óvissa um rekstrarhæfni þeirra og hugsanlegan starfsmissi gerir þetta meðal annars að verkum. Stjórnendur hafa því kjörið tækifæri til að breyta og hagræða þar sem upplagt er að gera öryggismál að ríkum þætti í kjarnastarfsemi fyrirtækisins.
Afhverju eru öryggismál hluti af kjarnastarfsemi?
Reynslan hérlendis og erlendis hefur marg oft sýnt að þegar æðstu stjórnendur leggja áherslu á að öryggismál séu hluti af kjarnastarfsemi fyrirtækisins stuðlar það ekki einungis að öruggari vinnustað heldur líka að stöðugri og öruggari rekstri og þjónustu. Samkvæmt skráningum tryggingafélaga er minna um slys á starfsfólki og tjón á tækjum, búnaði og húsnæði hjá þeim fyrirtækjum sem sinna öryggismálunum vel en hjá þeim fyrirtækjum sem gera það ekki. Annar ávinningur af því að leggja áherslu á öryggismál er að viðskiptavinir upplifa að þeir skipti við öruggt og áreiðanlegt fyrirtæki. Ímynd fyrirtækisins verður betri og jafnframt verður það eftirsóknarverðari vinnustaður.
Í ljósi þess tuga milljarða kostnaðar sem hlýst af slysum og heilsutjóni við vinnu á Íslandi er ljóst að eftir miklu er að slægjast og í flestum tilfellum má draga úr rekstrarkostnaði með því að efla öryggismálin. Það er áskorun fyrir æðstu stjórnendur að þróa öruggt vinnuumhverfi sem er áhugavert, spennandi og arðbært. Þar sem starfsmenn líta jafnframt á öryggismál sem hagnýt, gagnleg og spennandi í stað hindrunar og kostnaðar við að sinna starfi sínu. Ef forysta og frumkvæði stjórnenda í öryggismálum er sterk þá er hægt að ná miklum árangri í lækka rekstarkostnað fyrirtækja.
Í næstu viku verður fjallað um hagnýtar aðferðir og aðgerðir sem stjórnendur geta ráðist í til að efla öryggismál á sínum vinnustað.

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?