Viðburðir framundan

Janúar 2026

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
29
  •  
30
  •  
31
  •  
01
  • Frídagur
02
  •  
03
  •  
04
  •  
05
  •  
06
  •  
07
  •  
08 09
  •  
10
  •  
11
  •  
12
  •  
13
  •  
14
  •  
15 16 17
  •  
18
  •  
19
  •  
20 21 22 23
  •  
24
  •  
25
  •  
26
  •  
27 28
  •  
29
  •  
30
  •  
31
  •  
01
  •  

Gervigreind í verkefnastjórnun: Ávinningur og framtíðarsýn

Fyrirlesari er Bertha María Óladóttir, Tölvunarfræðingur og MSc. í Forystu og verkefnastjórnun.

Bertha mun í erindinu fjalla um gervigreind og verkefnastjórnun en hún lauk á dögunum meistararitgerð sinni við Háskólann á Bifröst. Þar rannsakaði hún ávinning af notkun gervigreindar í verkefnastjórnun og mun hún fjalla um rannsóknina og helstu niðurstöður hennar. Bertha hefur á undanförnum árum starfað sem forritari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu FiveDegrees. 

Teams linkur á viðburð:

Tengjast fundinum núna

Dópamíntorg snjallvæðingarinnar

"Digital Detox“ – þarft þú eða vinnustaðurinn þinn á minni skjánotkun að halda?

Gígja Sunneva Bjarnadóttir, MSc í heilsusálfræði og stafrænum inngripum, sem er heilsuráðgjafi hjá Greenfit mun fjalla um áhrif skjánotkunar á dópamín og athygli, ásamt því hvernig við getum nýtt hegðunarvísindi til að draga úr skjánotkun.

Helena Jónsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Mental ráðgjafar, mun fjalla um hvernig snjallvæðing, stöðugt áreiti og truflanir birtast í daglegu vinnulífi og hvaða áhrif það hefur á streitu, viðveru, samskipti, endurheimt og afköst.
Í erindinu verður sjónum beint að tengslum stafræns álags við sálfélagslega áhættu og geðheilbrigði á vinnustað og rætt hvaða kerfisbundnu aðgerðir vinnustaðir og stjórnendur geta gripið til, umfram einstaklingsbundin ráð, til að styðja við velllíðan, jafnvægi og sjálfbært vinnuumhverfi.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2026 þann 9.febrúar nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand Hótel, Háteigi kl. 16.00 til 17:15. Hátíðinni er einnig streymt og er streymislinkur hér.

Forseti Íslands, Frú Halla Tómasdóttir , afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Veitt verða verðlaun í þremur flokkum 

Dagskrá:
Setning hátíðar: Anna Kristín Kristinsdóttir, formaður stjórnar Stjórnvísi.

Salóme Guðmundsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2026

Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsfólk Stjórnvísi er sérstaklega hvatt til að fylgjast með hátíðinni ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.

Dómnefnd 2026 skipa eftirtalin:

  • Salóme Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, framkvæmdastjóri Ísorku og stjórnarformaður Kadeco.
  • Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar.
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá.
  • Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
  • Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona.
  • Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona.
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna hér.

Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Ráðgjöf og handleiðsla leiðtoga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum

 
Ert þú í upphafi vegferðar með sprota- eða nýsköpunarfyrirtæki? Eða stefnirðu á vaxtasprett? Ef svo er, Þá er þetta viðburðurinn fyrir þig. Sandra Mjöll hjá Fönn ráðgjöf deilir reynslu sinni sem frumkvöðull og innsýn í hvernig best sé að stýra þróun, forystu og vexti í nýsköpun.
Þú munt fá:
  • Innsýn í áskoranir sem verða til þegar vísindi, tækni og nýsköpun mætast
  • Hagnýt ráð um hvernig markviss handleiðsla og traust forysta getur hjálpað sprotafyrirtækjum að vaxa hraðar, án þess að fórna sátt við sjálfan sig eða teymi sitt
  • Leiðir til að byggja upp heilbrigt, vel skipulagt og framtíðarhæft fyrirtæki með stuðningi, þekkingu og sjálfbærri stjórn
Viðburðurinn höfðar til allra sem starfa við eða hafa áhuga á sprotum, nýsköpun, frumkvöðlastarfi og forystu og vilja kynnast því hvernig vísindi og viðskipti geta sameinast í áhrifaríkri og mannúðlegri framtíðarsýn.
Hver er Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch hjá Fönn ráðgjöf?
Svo fátt eitt sé nefnt:
  • Hún er með doktorspróf í Líf- og læknavísindum, með sérsvið í vefjaverkfræði og frumulíffræði.
  • Hún hefur yfir 14 ára reynslu af vísindum, nýsköpun og forystu, bæði í akademíu og viðskiptalífinu.
  • Hún var útnefnd „Kvenfrumkvöðull ársins 2017“ af alþjóðlegu samtökunum Global Women Inventors & Innovators Network (GWIIN).
  • Hún er í hópi topp 100 kvenna í nýsköpun sem fjárfestar ættu að líta til að mati Forbes

Að missa klefann

Að missa klefann

Hvað geta stjórnendur gert til að tryggja hann?

Það er margt líkt með fótboltaliði og fyrirtæki. Á báðum stöðum þarf að velja leikmenn í liðið og þar með setja aðra til hliðar, það er þörf á hvatningu, halda þarf uppi aga, byggja upp góða liðsheild, erfiðar ákvarðanir eru teknar, gæta þarf að orðspori og þannig mætti halda áfram. Hvaða lærdóm geta fyrirtækin dregið af aðferðafræðinni í heimi fótboltans?

 

Fyrirlesari: Ólafur Helgi Kristjánsson er best þekktur fyrir störf sín sem þjálfari knattspyrnuliða í meistaraflokki karla, hér heima og í Danmörku og nú síðast sem aðstoðarþjálfari kvennalandliðsins í fótbolta. Hann er vel menntaður þjálfari með UEFA Pro Licence réttindi.

 

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Lýsis að Fiskislóð 5-9 en að auki verður honum streymt.

Linkur á streymi hér

Eldri viðburðir

Verðlaunahafar Íslensku ánægjuvogarinnar 2025

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2025 voru kynntar 22. janúar en þetta er tuttugasta og sjöunda árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Íslenska ánægjuvogin verðlaunar þau fyrirtæki sem skara fram úr í ánægju viðskiptavina á sínum markaði.
Nýsköpun og stafræn upplifun einkenna sigurvegarana
Niðurstöður sýna að þau fyrirtæki sem mælast með hæstu ánægju viðskiptavina eiga það sameiginlegt að vera nýskapandi, leggja áherslu á þjónustu og sterka stafræna upplifun, oft á mörkuðum sem hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum.
„Íslenska ánægjuvogin hefur þann tilgang að hvetja íslensk fyrirtæki til að hlúa að ánægju viðskiptavina og veita þeim samræmdan og hlutlausan mælikvarða á frammistöðu sína á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila. Það er mikill heiður fyrir fyrirtæki að vera hæst á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni og mörg setja sér markmið því tengt“ segir Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Íslensku ánægjuvogarinnar og Stjórnvísi.
Í þetta skiptið var skyndibitamarkaður mældur í fyrsta sinn. Til þess að mælast í Íslensku ánægjuvoginni þurfa fyrirtæki að ná ákveðinni stærð og markaðshlutdeild.
indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar annað árið í röð
indó er sigurvegari Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2025 með 84,7 stig, hæsta allra fyrirtækja. Þetta er í annað skiptið sem niðurstöður hafa verið birtar fyrir indó og í bæði skiptin hefur fyrirtækið sigrað. Í öðru sæti er Dropp með 83,9 stig, aðeins tæpu einu stigi á eftir. Dropp var sigurvegari Ánægjuvogarinnar árið 2023. Costco eldsneyti var 3. hæsta fyrirtækið með 81,3 stig.
Mikill munur á hæstu og lægstu fyrirtækjum
Það mælist töluverð breidd á ánægju þeirra fyrirtækja sem voru mæld og eru einkunnir frá 60,8 til 84,7 af 100 mögulegum.
„Það er ljóst að ánægja viðskiptavina er ekki föst stærð og það er ekkert sem heitir að hafa áskrift að Ánægjuvoginni. Fyrirtækin þurfa stöðugt að vinna að ánægju 1

Saga Garðars sló í gegn á Nýársfagnaði Stjórnvísi

Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi  var í dag haldinn í Marel sem tók á móti félögum með glæsilegum veitingum, þar sem Stjórnvísifélagar skáluðu fyrir nýju ári og gæddu sín á smáréttum.

Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi og Engineering Manager Lead, JBT Marel opnaði viðburðinn, kynnti Marel og fór örstutt yfir þema starfsársins "Framsýn forysta" og hvernig það er útfært.

Katrín Rós Baldursdóttir, VP Software Engineering & Helgi Eide Guðjónsson, Director Supply Chain Operations sögðu okkur á áhugaverðan hátt frá hvernig "Framsýn forysta" tengist allri starfsemi JBT Marel. 

Í lokin steig  þjóðargersemin Saga Garðarsdóttir á svið með vandað uppistand og sló alveg í gegn enda hefur Saga fest sig í sessi sem ein af ástsælustu leikkonum og skemmtikröftum þjóðarinnar.  

Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina 28. okt.

Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.

Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina

---

Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Vel sóttur fundur í JBT Marel í morgun - Hvernig vinna HSE og LEAN saman.

Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi  okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Vel sóttur fundur um hvaða áhrif NIS2 hefur á íslensk fyrirtæki og stofnanir

Í dag hélt faghópur um góða stjórnarhætti sinn fyrsta fund í Grósku.  Fundurinn var einstaklega áhugaverður og vel sóttur. Hægt er að nálgast glærur fyrirlesara á innraneti Stjórnvísi með því að smella hér og velja "ítarefni". Hér má nálgast myndir sem voru teknar. 

NIS2 er Evróputilskipun um net- og upplýsingaöryggi (Network and Information Systems Directive) sem tók gildi í Evrópu í október 2024 og kemur til með að vera innleidd í íslensk lög.  Tilskipunin mun ná yfir fleiri fyrirtæki á Íslandi en fyrri tilskipun og ábyrgð stjórnenda á netöryggi verður gerð skýrari.

Nanitor mun bjóða til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um tilskipunina og áhrif hennar á stjórnir og stjórnendur fyrirtækja.

Dagskrá viðburðarins:

  • Hildur Sif Haraldsdóttir, yfirlögfræðingur Advania flytur erindi um áhrif NIS2 á íslensk fyrirtæki
  • Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Nanitor: Frá óvissu til yfirsýnar á 24 klst með Nanito

Viðburðurinn er haldinn í móttökurými á 2. hæð í Grósku hugmyndahúsi, Bjargargötu 1. Húsið opnar klukkan 8.30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?