Þau hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2024

Sex einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2024 sem veitt voru veitt í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í fimmtánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent. 

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2024 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf,   í flokki millistjórnenda þau Gerður Pétursdóttir fræðslustjóri Isavia og Sigurður Böðvarsson framkvæmdastjóri lækninga og sjúkrasviðs hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og í flokki frumkvöðla stofnendur Oculis þeir Einar Stefánsson prófessor í augnlækningum  og Þorsteinn Loftsson prófessor í lyfjafræði.  Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun, þau hlaut  Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms og erlends samstarfs hjá Mímir símenntun. 

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og örva umræðu um faglega stjórnun.

 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justical

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

  

Hérna má nálgast nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaunin:  https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Frétt á Viðskiptablaðinu  Frétt á Vísi  

 

Um viðburðinn

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 12.febrúar 2024

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2024 þann 12.febrúar nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand Hótel, Háteigi kl. 16.00 til 17:15.  Hátíðinni er einnig streymt og er streymislinkur hér. 

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Veitt verða verðlaun í þremur flokkum.  

Dagskrá:
Setning hátíðar: Stefán Hrafn Hagalín, formaður stjórnar Stjórnvísi. 

Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2024

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsfólk Stjórnvísi er sérstaklega hvatt til að fylgjast með hátíðinni ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.

Dómnefnd 2024 skipa eftirtalin:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. 
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs. 
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf. og stjórnarkona. 
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal. 
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna hér.

Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Fleiri fréttir og pistlar

Stjórn endurkjörin á aðalfundi

Aðalfundur var haldinn í maí. Á fundinum var samþykkt að halda sömu stjórn og síðasta ár.

Stjórn félagsins var því endurkjörin og skipa hana eftirtalin:

  • Formaður: Hrafnhildur Birgisdóttir

  • Meðstjórnendur:

    • Erla Jóna Einarsdóttir

    • Jónína Guðný Magnúsdóttir

    • Magnús Bergur Magnússon

    • Magnús Ívar Guðfinnsson

    • Súsanna Magnúsdóttir

    • Þóra Kristín Sigurðardóttir

Endurhugsun viðskiptalífsins með gervigreind

Nýlega kom út áhugaverð skýrsla frá Dubai Future Fountation. Hér eru tvær tilvitnanir er tengjast efni skýrslunnar:

Gervigreindarfulltrúar hafa möguleika á að verða öflugir bandamenn bæði leiðtoga og starfsmanna. Þeir geta aukið mannlega getu, umbreytt fyrirtækjum innan frá og tryggt að nýsköpun skapi varanlegt virði fyrir skipulagið.
Lidia Kamleh, aðallögfræðingur, Dubai Future Foundation

„Gervigreind er ekki bara tæki, heldur umbreytandi afl sem getur gjörbreytt uppbyggingu, tilgangi og umfangi fyrirtækjadeilda.“
John Jeffcock, forstjóri Winmark

Skýrslan dregur saman umræður, athuganir og framtíðarsýn sem komu fram á lokuðum fundi sem Winmark hélt í samstarfi við Dubai Future Foundation.

Skýrsluna má nálgast á eftirfarandi vefslóð:

https://www.dubaifuture.ae/insights/re-imagining-business-with-ai/

Áhugavert viðtal um þróun gervigreindar

Hér er viðtal við Eric Schmidt, fyrir framkvæmdastjóra Google, fjárfestir og hugsuður um þróun gervigreindar. Viðtalið er nokkuð langt, en áhugavert. Tækifæri til að drepa tíman og hugleiða framtíðina, í hvíld sumarsins :)

https://www.youtube.com/watch?v=qaPHK1fJL5s 

Nýkjörin stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun

Nýlega barst fyrirspurn til Stjórnvísi frá áhugasömum félaga um að endurvekja stjórn faghóps um þjónutu-og markaðsstjórnun.  Í framhaldi var sendur út póstur til félaga þar sem óskað var eftir áhugasömum í stjórn faghópsins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þar sem búið er að mynda 10 manna stjórn sem fundaði á VOX.  Þar kynntu félagara sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin kaus Maríu Ágústsdóttur ON sem formann og  Hildi Ottesen sem varaformann.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér. 

Stjórn faghópsins skipa:   Ásdís Gíslason Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brynja Ragnarsdóttir Veitur, Heiðrún Grétarsdóttir Bananar, Hildur Ottesen Harpa, Hjördís María Ólafsdóttir Happdrætti Háskóla Íslands, Ingibjörg Magnúsdóttir Pílukast ehf, María Ágústsdóttir ON, Sædís Jónasdóttir Samgöngustofa, Unnur Líndal ON og Þórhallur Örn Guðlaugsson Háskóli Íslands.

Nýkjörin stjórn faghóps um verkefnastjórnun

Yfir þrjátíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um verkefnastjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Þar sem helmingur stjórnar var staddur erlendis stefnir stjórnin á að hittast aftur í júní til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Gísla Rafn Guðmundsson sem formann og Aðalstein Ingólfsson sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  

Stjórn faghópsins skipa:  Aðalsteinn Ingólfsson MT Sport, Auður Íris Ólafsdóttir Hagar, Daníel Sigurbjörnsson Efla, Eygerður Margrétardóttir Ríkislögreglustjóri, Gísli Rafn Guðmundsson Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Halldóra Traustadóttir Reykjavíkurborg, Hannes Bjarnason Sjúkrahúsið á Akureyri, Íris Elma Guðmann Dómstólasýslan, Lísbet Hannesdóttir Háskólinn á Akureyri, Signý Jóna Hreinsdóttir Landspítali, Sigurður Blöndal Háskólinn á Bifröst, Steinunn Anna Eiríksdóttir Háskóli Íslands, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip og Unnur Helga Kristjánsdóttir Strategia. 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?