Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldi þriðjudaginn 14. Maí kl.16, allir áhugasamir um að koma í stjórn sendi formanni faghópsins tölvupóst, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, asta@hverereg.is.

Skráning:

https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/adalfundur-faghops-um-markthjalfun-3

Um viðburðinn

Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldin þriðjudaginn 14. Maí kl.16:00 á Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • kosning til stjórnar
  • önnur mál

Stjórn faghópsins skipuleggur og sér um fundarstjórnina. Allir þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlega sendið tölvupóst á formann faghópsins Ástu Guðrúnar Guðbrandsdóttur asta@hverereg.is

Teams linkur: https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YzIxNDIwNjUtODMwYy00ZGI4LWE1YTctZTA4ZjdmZmFkMWI2%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%223db825e4-4612-4be8-a05f-3a00b6184832%22%2c%22Oid%22%3a%22c25d71fb-2447-4c4e-b409-006ca4d4818e%22%7d

Fleiri fréttir og pistlar

Öflug starfsemi á vegum Millennium Project – Fréttastiklur af því nýjasta.

Alheimsvettvangur framtíðarfræðinga Millennium Project, gefur reglulega út fréttabréf um ýmsa viðburði. Þarna er fjallaðu um ráðstefnur, útgáfumál og námskeð. Í nýjasta fréttabréfinu er meðal annars fjallað um heimsókn Jerome Glenn hingað til lands, ásamt öðru sem tengdist þeim viðburði. Endilega gerist áskrifendur af fréttabréfinu ef þið viljið fylgjast með á þessu sviði. Farið inn á eftirfarandi vefslóð:

https://mailchi.mp/millennium-project/newsletter-june-2024

Þróun framtíðarfræða í mismunandi heimshlutum. Gjaldfrjáls bók.

Bókin „Our World of Futures Studies as a Mosaic“ er ritstýrð af Tero Villman, Sirkka Heinonen (formaður Helsinki Node) og Laura Pouru-Mikkola. Í bókinni er meðal annars framlag frá sérfræðingum Millennium Project, eins og Jerome Glenn, Mara Di Berardo (Comms Director og Italy Node Co-formaður), Fredy Vargas Lama (Colombia Node Co-formaður), Nicolas Balcom Raleigh (FEN forseti) og Sirkka Heinonen. Bókin er ókeypis og kynnir aðferðir við framtíðarfræði og framsýni frá mismunandi heimshlutum. Hægt er að halaða bókina niður af eftirfarandi vefslóð:

 https://www.millennium-project.org/our-world-of-futures-studies-as-a-mosaic/

 

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða

Mánudaginn 10 júní var aðalfundur faghóps framtíðarfræða haldinn. Gestur fundarins var Jerome Glenn, forstjóri og stofnandi Millennium Project, sem er einn stærsti vettvangur framtíðarfræðinga á alþjóðavísu. Jerome ræddi almennt um þróun meginstrauma samfélaga, en um morguninn var hann með morgunverðarerindi á vegum Framtíðarseturs Íslands í Arion Banka. Á fundinum voru eftirfarandi tekin inn í stjórn faghópsins; Funi Magnússon, Embla Medical, Sverrir Heiðar Davíðsson, Orkuveitan og Ingibjörg Smáradóttir, Náttúrufræðistofnun. Fljótlega verður listi stjórnarmeðlima uppfærður á vefnum. 

Aðalfundur loftslagshóps 22. maí

Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum. 

Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2.  Kosning til stjórnar 3.  Önnur mál. 

Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis. 

  • 14. september -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
  • 9. október –  Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
  • 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
  • 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur  ávinningurinn?

Stjórnarkjör:

Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:

  • Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn 
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
  • stjórn 
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
  • Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur  – situr áfram í stjórn
  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn 

Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.

Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:

  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið  
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur 
  • Grace Achieng, Gracelandic ehf.
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte 

Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.

Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.  

 

Gervigreindar umbreyting rétt að hefjast og strax árangur

Gervigreindar umbreyting er rétt að hefjast og við sjáum strax árangur: "The types of business which are most likely to use artificial intelligence are seeing growth in workers' productivity that is almost five times faster than elsewhere, raising hopes for a boost to the broader economy, accountancy firm PwC said."

Hér er fréttin á Reuters:
https://www.reuters.com/technology/ai-intensive-sectors-are-showing-productivity-surge-pwc-says-2024-05-20/

Hér er skýrsla PWC sem vísað er í:
https://www.pwc.com/gx/en/issues/artificial-intelligence/ai-jobs-barometer.html

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?