´Grand Hótel, Háteigur 4.hæð Sigtúni, Reykjavík.
Stjórnvísisviðburður
Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2024 þann 12.febrúar nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand Hótel, Háteigi kl. 16.00 til 17:15. Hátíðinni er einnig streymt og er streymislinkur hér.
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Veitt verða verðlaun í þremur flokkum.
Dagskrá:
Setning hátíðar: Stefán Hrafn Hagalín, formaður stjórnar Stjórnvísi.
Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2024
Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsfólk Stjórnvísi er sérstaklega hvatt til að fylgjast með hátíðinni ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.
Dómnefnd 2024 skipa eftirtalin:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf. og stjórnarkona.
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna hér.
Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi