Að hugleiða framtíðir - Málstofa

Opin og veflæg málstofa fyrir kennara og áhugasama um framtíðina.

Málstofan er haldin í tilefni af útgáfu kennslubókarinnar Að hugleiða framtíðir. Bókin er gefinn út af Framtíðarsetri Íslands í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Framtíðarfræðingurinn Peter Bishop, fjallar um tilurð bókarinnar og mikilvægi þess að skapa ungu fólki tækifæri til að móta sína framtíð. Peter Bishop er einn þekktasti fræðimaður á sínu sviði og er frumkvöðull í menntun ungs fólks á sviði framtíðarfræða.

Jafnframt verður fjallað um á hvern hátt bókin gæti nýst í kennslu á sviði frumkvöðla og nýsköpunarmenntunar.

Föstudagurinn 19 mars kl 15:00 – Sjáumst á Teams. Hér er vefslóðin: 

Click here to join the meeting

 Kynning á bókinni má einnig finna hér

 Frekari upplýsingar má fá á vef Framtíðarseturs Íslands - www.framtidarsetur.is

  

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

EY - Sjálfbærni fyrirtækja

Vinsamlegast smellið hér til að komast inn á viðburðinn.

Á þessum örfyrirlestri mun dr. Snjólaug Ólafsdóttir, sérfræðingur úr Sjálfbærniteymi EY, fara stuttlega yfir það hvað fyrirtæki þurfa að hafa í huga varðandi sjálfbærni fyrirtækja og hvaða straumar eru ráðandi er kemur að sjálfbærni hjá fyrirtækjum. Einnig verður farið yfir við hverju hægt sé að búast í framtíðinni og hvernig fyrirtæki geti undirbúið sig fyrir það sem koma skal.

Fyrirlesturinn mun taka 30 mínútur, og gert er ráð fyrir 10 mínútum í lokin fyrir spurningar, ef svo ber við.

 

Fyrirlesari:

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir starfar sem sérfræðingur á sviði sjálfbærni í rekstri, stefnumótunar og markmiðasetningar fyrirtækja og stofnana, auk þjálfunar stjórnenda og starfsfólks, í Sjálfbærniteymi EY.

Heimsmarkmiðin og framtíðin. Réttlát umskipti?

Eitt af þeim atriðum sem litið er til næstu áratugi er hvernig til tekst við að leiða til framkvæmda vilyrði þjóða um innleiðingu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hverjar verða afleiðingar aðgerðaleysis eða aðgerða vilja fyrir samfélög?

Héðinn Unnsteinsson þekkir vel til þessa sviðs og ætlar að vera með framsögu á fundinum.

Fundarstaður hefur ekki verð ákveðinn, en verður tilkynntur þegar nær dregur. Endilega skrá sig á fundinn það gæti hugsanlega ráðið hver fundarstaðurinn verður.

Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, er formaður verkefnastjórnarinnar um innleiðingu Heimsmarkmiðanna á Íslandi. Verkefnastjórnin hefur jafnframt það hlutverk að greina stöðu Íslands gagnvart undirmarkmiðunum Heimsmarmiðanna og sinna alþjóðlegu samstarfi um heimsmarkmiðin og hafa umsjón með framkvæmd landsrýni (e. Voluntary National Review) á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Héðinn hefur starfað sem ráðgjafi á sviði stjórnunar og hefur látið geðheilbrigðis málefni til sín taka og er meðal annars höfundur bókarinnar Vertu úlfur.

Vinnumarkaður framtíðar. Hvar sem þú vilt, hvenær sem þú vilt og með þeim sem þú vilt!

Árelía og Herdís munu í erindi sínu fjalla um helstu áskoranir vinnumarkaðarins í framtíðinni. Báðar hafa þær mikla þekkingu  og reynslu á umræddu sviði.

 Fundastaður tilkynnt síðar

Árelía Eydís Guðmundsdóttir lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaragráðu í vinnumarkaðsfræði frá London School of Economics and Political Science  árið 1993. Árelía stundaði doktorsnám við University of Essex og Háskóla Íslands og brautskráðist þaðan 2001. Árelía starfar sem dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands en sérsvið hennar er leiðtogafræði. Hún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa á fræðilegum vettvangi.

Herdís Pála er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri. Hún er með MBA gráðu, með áherslu á mannauðsstjórnun og alþjóðlega vottun sem markþjálfi. Hún hóf störf hjá Deloitte í nóvember 2019. Herdís Pála hefur um það bil 20 ára reynslu af stjórnun á sviði mannauðsmála, markaðssmála, reksturs, húsnæðismála o.fl.

Eldri viðburðir

Með leiðarstein í stafni

Í fyrirlestri sínum mun Sara Lind Guðbergsdóttir, óháð framtíðarfræðum, hugleiða hvernig vinnustað við viljum skapa og hvernig við getum farið að móta hann. Hún mun segja frá reynslu sinni í tengslum við endurskipulagningu Ríkiskaupa.

Fyrirlesturinn fer fram á teams. Hér er vefslóðinClick here to join the meeting

 

Einnig má geta þess að Sara þýddi nýverið bókina Styttri (e.Shorter) eftir dr. Alex Soojung Kim Pang, framtíðarfræðing, um styttri vinnuviku. Bókin hefur að geyma lýsingu á því hvernig beita megi hönnunarhugsun við að endurhanna vinnutíma fólks og ná fram gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og launagreiðenda á sama tíma.

Sara Lind Guðbergsdóttir er starfandi sviðsstjóri stjórnunar og umbóta hjá Ríkiskaupum hvar hún hefur leitt, ásamt forstjóra, umbreytingu á þeirri rótgrónu stofnun. Hún er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands. Sara hefur lengst af unnið sem lögfræðingur kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hún hefur verið forstjórum, forstöðumönnum og æðstu stjórnendum stofnana til ráðgjafar í þeim áskorunum sem þeir standa frammi fyrir, ásamt því að taka virkan þátt í stefnumörkun mannauðsmála ríkisins. Þá er Sara fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra í samninganefnd ríkisins við kjarasamningsgerð.

 

Gigg eða gullúr - Hvernig vinnum við í framtíðinni?

Við byrjum hauststarfið á áhugaverðum fyrirlestri um Gigg hagkerfið og með góðum fyrirlesara Brynjólfi Ægir Sævarssyni. Gigg (Gig) hagkerfið er fyrirbæri sem fjallar um aukningu í sjálfstæðri vinnu eða með samningsbundinum störfum. Talið er að helmingur bandarísks vinnuafls gæti fundið sig í vinnu eða starfað sjálfstætt næsta áratuginn.
 

Brynjólfur Ægir Sævarsson er viðskiptafræðingur frá HÍ með MBA gráðu frá HR og ráðgjafi hjá Sunnan 10. Hann hefur undanfarin ár starfað við ráðgjöf um verkefni þar sem þjónusta og upplýsingatækni mætast og unnið að sprotaverkefnum. Hann var forstöðumaður stjórnendaráðgjafar Advania og forstöðumaður viðskiptaþróunar, útibús- og svæðisstjóri hjá Landsbankanum. Hjá Landsbankanum stýrði hann fyrsta útibúi bankans sem útleiddi hefðbundna gjaldkeraþjónustu og ánetjaðist í kjölfarið stafrænivæðingu þjónustu. Áhugi hans beinist einkum að breytingum tækninnar á þjóðfélagið og þeim áskorunum sem verða til á mörkum þjónustu og tækni, þar sem ólikir hagsmunir takast á og áætlanir komast í tæri við raunveruleikann.

Sunnan 10 er ráðgjafastofa sem styður opinbera aðila við aðlögun að framtíðarsýn Stafræns Íslands. Meðal viðskiptavina eru Stafrænt Ísland, Dómsmálaráðuneytið og Tryggingastofnun.

Meðal verkefna eru:

  • Mótun og innleiðing stefnu um upplýsingar og tækni.
  • Þarfagreiningar fyrir útboð.
  • Greining á stöðu flókinna verkefna í vanda, ráðgjöf um viðbrögð og stjórn samskipta.
  • Endurhögun ferla.
  • Fræðsla um og innleiðing á aðferðum Design Thinking og Agile.

Hnattrænn heili – Forsendur og rök – Laugardags fyrirlestur á vegum London Futurist

Á þessum fyrirlestri á vegum London Futurist mun prófessor Schneider deila nokkrum af nýjustu rannsóknum sínum, þar á meðal um mögulega tilkomu „hnattræns heila“. Hún mun einnig svara spurningum þátttakenda um sýn sína á nýstofnaða miðstöð „Center for the Future Mind“, sem hún er frumkvöðull að stofnun miðstöðvarinnar.

Frekari upplýsingar eru á vefslóðinni The Global Brain Argument | Meetup 

Í vetur munum við kynna valda fyrirlestra á vegum London Futurist sem er varpað á vefinn. Fyrirlestrarnir eru oftast á laugardögum, stuttir og hnitmiðaðir. Þau ykkar sem hafið áhuga á að sjá alla fyrirlestra á vegum London Futurist er bent á að gerast áskrifendur á þeirra miðlum. Yfirleitt þarf á skrá sig inn á fyrirlestrana. 

Stjórnarfundur (lokaður fundur) faghóps um framtíðarfræði

Ákveðið hefur verið að boða stjórnarfund 18 ágúst næstkomandi kl 12:00. Fundarstaðurinn er á Vinnustofu Kjarvals https://kjarval.com/ , Austurstræti 10a. Þau ykkar sem ekki hafið komið þar inn þá er þetta mjög skemmtilegt rými, skapandi og rúmgott. Meginatriði fundarins er að ræða dagskrá vetrar.

Vinnustofa Kjarvals er opin félagaðilum og því þarf að slá inn lykilnúmer til að komast inn. Síðan er tekin lyftan upp á fimmtu hæð og þá eruð þið mætt á staðinn. Spyrjið um Kjarvalsstofu ef engin er að taka móti ykkur. Stjórnvísi bíður upp á hádegisveitingar.

Ég vil benda á bílastöðuhúsið við Hafnartorg til að leggja bílnum, þaðan er örstutt á fundarstað. 

Á fundinum gætum við að hafa gott rými á milli okkar. Hlakka til að sjá ykkur, vonandi eftir gott og nærandi sumarfrí.

Hafið samband ef þið viljið koma einhverju á framfæri fyrir fundinn, kær kveðja, Karl Friðriksson, 8940422 eða karlf@framtidarsetur.is

Í tilefni fundarins valdi ég mynd eftir meistara Kjarval sem heitir Áhuginn vildi svo margt :)

Þrjár sviðsmyndir vegna COVID -19 fyrir Bandaríkin - Málstofa

Málstofa verður miðvikudaginn 28 júlí næstkomandi og hefst kl 20:00 á íslenskum tíma.

Sjá kynningartexta frá skipuleggjendum hér:

July 28 at 4 PM New York Time, Ted Gordon, Paul Saffo, and I will give a 1.5 to 2-hour session on how we produced the three Covid Pandemic Scenarios for the USA last year and key insights about both methodologies and content.

The three scenarios described invents with cause and effect links out to January 2022. We will share lessons learned while producing short-term futures research in the middle of an emergency. As you know, futures research/foresight is input to strategy, but in this situation they were developed simultaneously. The process we used and the lessons learned may be useful for you in similar situations. We plan to leave plenty of time for Q&A

The session is free, and we are doing this pro bono. Bill Halal and others will be conducting a separate executive workshop after our session for $195. That is a separate registration, you can attend our session without the requirement of registering for the executive workshop.

To register for this session with Ted, Paul, and myself, go to: https://www.eventbrite.com/e/coping-with-pandemics-conference-tickets-145079204807

You and download the full report at: http://www.millennium-project.org/covid-19/

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?