Aðalfundur faghóps um stjórnarhætti

Dagskrá aðalfundar faghóps um stjórnarhætti:

  1. Kosning stjórnar
    - Viðmiðunarfjöldi í stjórn, þ.e. í stjórn faghóps geta verið allt frá 4-10 manns (eru 9 núna)
    - Lagt er upp úr fjölbreytni í samsetningu stjórna faghópa Stjórnvísi, þannig að í þeim séu aðilar frá ólíkum fyrirtækjum/stofnunum/háskólasamfélaginu
  2. Dagskrá faghópsins sl. starfsár.
  3. Dagskrá/viðburðir næsta starfsárs
    - hugmyndir
    - framkvæmd og ábyrgðaraðilar

Fundurinn fer fram í gegnum Teams.

Vinsamlega sendið póst á jonbo@mid.is ef þið viljið taka þátt í fundinum.

f.h. stjórnar

Jón Gunnar Borgþórsson

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Aðalfundur faghóps um stjórnarhætti 2020

Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti var haldinn 28. maí 2020 með rafrænum hætti.

Fundarpunktar

Fundur hófst kl. 13 og mæting var góð - allir sem samþykkt höfðu fundarboð mættu, þ.e. nær allir stjórnarmenn ásamt Hildi Einarsdóttur frá Össuri sem boðið hafði sig fram til starfa í stjórn faghópsins.

Stjórn faghópsins

Stjórn er óbreytt að öðru leyti en að Gróa Björg hjá Skeljungi fer úr stjórninni, en Hildur Einarsdóttir hjá Össuri kemur inn í staðinn.

Formaður hópsins var endurkjörinn (Jón Gunnar Borgþórsson)

Síðasta starfsár

Farið var yfir viðburði faghópsins á starfsárinu frá endurstofnun hópsins, bæði þann sem beinlínis var haldinn á vegum hópsins og aðra sem haldnir voru í samstarfi við aðra hópa. Upplýst var um stöðu verkefnisins "Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum" og væntanlegu samkomulagi Stjórnvísi, NASDAQ, VÍ og SA hvað það verkefni varðar. Einnig frá endurskoðun "Leiðbeininga um stjórnarhætti" sem til stendur að gefa út í endurbættu formi næsta haust og frá könnun því tengdri sem send var á ýmsa áhugasama einstaklinga. Búið var að láta vita af áhuga stjórnar faghópsins á að fá að taka þátt í könnuninni og senda þeim sem hana vinna netföng okkar.

Starfshættir: Þar sem verið var að "endurræsa" hópinn fór orkan til að byrja með í að ná saman, koma á samskiptaleiðum utan funda og fóta sig. Megum vera duglegri að koma á viðburðum og stofna fyrirhugaða viðburði með meiri fyrirvara á viðburðadagatali Stjórnvísi.

Næsta starfsár

Sagt var frá viðburði sem haldinn verður um miðjan maí í samstarfi við faghópinn um samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Vikið var að viðburði í ágúst n.k. þar sem fyrirtækjum hvar stjórnarhættir hafa verið teknir út og þykja til þess bær, fá viðurkenninguna "Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum".

Aðrir viðburðir eru ekki ákveðnir en rætt um nauðsyn þess að setja slíka af stað og koma þeim sem fyrst inn á viðburða-dagatalið.

Rætt var um tæknilega framkvæmd fjöldafunda og hvaða tæki/forrit séu heppilegust til þess - ekki komist að niðurstöðu en leitað eftir leiðsögn Stjórnvísi um það.

Annað

Ástandið (Covid) bar á góma og vangaveltur um hvernig stjórnir eru að takast á við þær áskoranir sem það hefur í för með sér varðandi stefnumótun og stýringu til skemmri og lengri tíma. Hvort ástæða sé til þess að halda viðburð í samstarfi við aðra faghópa um hvernig tekist sé á við það verkefni (stefnumótunarhópurinn og framtíðarhópurinn.)

Ákvarðanir og "að gera"

Gert er ráð fyrir að við hittumst 1 sinni til 2svar í sumar til að halda sambandi og tengjast - frumkvæði allra þarf :-)

Hittumst sem flest á "Kick-off" fundi faghópa Stjórnvísi 28. eða 29. ágúst.

Viðburðum verði fyrr komið inn á viðburðadagatalið - á ábyrgð forsvarsmanna hvers viðburðar

Fundi verði komið á með Þresti hjá HÍ (sem virðist sjá um framkvæmd könnunarinnar um stjórnarhætti), Sigurjóni og Jóni Gunnari til að ræða það mál - JGB fari fram á fund.

"Tæknimálin" vegna fjöldafunda verði tekin upp við stjórn Stjórnvísi - ekki síst þar sem Zoom virðist álitið ótraust. (JGB: Fá Steinunni til ráðgjafar í verkefnið?)

Fleira ekki gert og fundi var slitið laust fyrir kl. 13:30

28/4/2020 - JGB

Tengdir viðburðir

Góðir stjórnarhættir - aðalfundur

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Jóns Gunnars Borgþórssonar á jgb@jgb.is

 

TENGJAST FUNDI Á TEAMS:

 

Auðkenni fundar: 355 015 768 440

 

Lykilorð: 4BoWBJ

 

Eldri viðburðir

Skilvirk áhættustjórnun - betri árangur í rekstri.

Click here to join the meeting
Skilvirk áhættustjórnun verður sífellt mikilvægari í rekstri fyrirtækja. Kröfur til fyrirtækja og stofnana hafa aukist mikið síðustu ár, meðal annars í tengslum við auknar áherslur í sjálfbærni.

KPMG og Stjórnvísi bjóða til þessa fundar þar sem fjallað verður um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynna leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli. Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.

Dagskrá:

Mikilvægi áhættustjórnunar - hvernig getur tæknin hjálpað okkur?

  • Sigurjón Birgir Hákonarson, stafrænar lausnir KPMG

    Innleiðing á sjálfbærni í áhættustýringu
  • Hafþór Ægir Sigurjónsson, forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG

    Hvernig nálgast ÁTVR áhættustýringu?
  • Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Fundarstjóri er Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG

Hvar: Borgartúni 27, 8. hæð og í streymi.
Hvenær: 6. desember nk. kl. 9:00. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:30 og svo byrjar fundurinn stundvíslega kl. 9:00.

Diversity & Inclusion - cognitive diversity

 
You cannot fix the problem if you are not aware of what the issue truly is. This is the challenge many businesses face when working with Diversity, Equity and Inclusion (DEI) initiatives. Much of the DEI discussion is focused on creating a visible diversity with teams composed of different genders, various nationalities and a range of ages. Yet, these three factors have been shown to be the worst predictors of one’s personal culture. Join this workshop to learn about the kind of diversity that every company needs to work on if they want to build a thriving, sustainable and successful business.
 
The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

 

 

Gervigreind. Ólíkar sviðsmyndir. London Futurist

 

Viðburður um þróun gervigreindar, út frá ólíkum sviðsmyndum á vegum London Futurist. Umræða um hugsanlega, trúverðuga, raunverulega og grípandi atburðarrás, þar sem fram kemur nýjustu viðhorf og þekking á þessu sviði. Viðurburðurinn er nokkurs konar vinnustofa. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á þessari vefslóð;  Creating and exploring AGI scenarios, Sat, Aug 26, 2023, 4:00 PM | Meetup

 

 

 

Gagnsæi, stjórnarhættir og reikningsskil sjálfbærni

Þessi viðburður Stjórnvísi er hluti af viðburðarröð ráðstefnunnar Viðskipti og Vísindi sem haldinn er á vegum Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Um er að ræða staðarfund/-viðburð sem haldinn verður í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands v/Hagatorg.

Aðal fyrirlesari verður Nancy Kamp Roelands prófessor við Háskólann í Groningen í Hollandi sem er einn fremsti sérfræðingur Evrópu á sviði nýrra viðmiða um sjálfbærniupplýsingar, samþættingu upplýsinga og ábyrga stjórnarhætti.

Einnig mun Jeffrey Benjamin Sussman gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknar um hvaða áhrif nýjar kröfur um reikningsskil sjálfbærni og óefnislegra virðisþátta munu hafa á upplýsingagjöf stærri skipulagsheilda hér á landi í framtíðinni.

Stjórnandi umræðna í pallborði verður Ágúst Arnórsson.

Góðir stjórnarhættir: Stefnumið og sjálfbærni - ný viðmið, fyrirmyndir og gagnsæi

Áhugaverður viðburður þar sem farið verður yfir breytta lagaumgjörð, viðmið um bestu framkvæmd og fyrirmyndir meðal annars með erlendum fyrirlesara frá Hollandi.

Aðalfyrirlesari verður Simon Theeuwes sem mun fjalla um samþættingu fjárhagslegra og ófjárhagslegra upplýsinga, auknar kröfur um sjálfbærni upplýsingar og um stefnumiðaða stjórnarhætti. Auk þess mun Bjarni Snæbjörn Jónsson fjalla um innleiðingu stefnumiðaðra stjórnarhátta og Sigurjón Geirsson um breytta lagaumgjörð á þessu sviði og um aukna ábyrgð stjórna.

Staðarfundur - ekki streymi eða upptaka.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?