Aðalfundur faghóps um stjórnarhætti

Stjórn faghóps um góða stjórnarhætti boðar til aðalfundar fyrir starfsárið 2022-2023.

Farið verður yfir ýmis málefni er varðar faghópinn ásamt því að kjósa forman(n) og stjórn.

Dagskrá fundar:

  • Kynning á faghópnum
  • Farið yfir síðastliðið starfsár
  • Kjör formanns og stjórnar
  • Næsta starfsár rætt
  • Önnur mál

Þeir sem hafa áhuga á að taka að sér formennsku stjórnar eða fara í stjórn (2 sæti laus) geta haft samband Jón Gunnar Borgþórsson, formann stjórnar hópsins, með pósti á jgb@jgb.is eða í síma 897 9840.
----------------------------------------------------------------------
Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Frá aðalfundi faghóps um stjórnarhætti

Aðalfundur faghóps um stjórnarhætti var haldinn þann 6. maí.

Í stjórn hópsins voru kosin þau:

  • Jón Gunnar Borgþórsson, (formaður), JGB ráðgjöf
  • Guðrún Helga Hamar, Arion banka
  • Hildur Einarsdóttir, Össur hf
  • Hrafnhildur S. Mooney, Seðlabanka
  • Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga
  • Sigurjón G. Geirsson, Kontra ráðgjöf ehf
  • Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Reykjavíkurborg

Farið var yfir starfið hingað til, stöðu mála og starfið framundan.
Stjórnin mun hittast síðar í mánuðinum til að ræða áherslur og komandi starfsár.

Eldri viðburðir

Eru tilnefningarnefndir lykill að fagmennsku?

Tilnefningarnefndir hafa á undanförnum árum orðið sífellt algengari leið til að velja í stjórnir fyrirtækja og stofnana, og eru oft taldar mikilvægt tæki til að tryggja faglegar og gagnsæjar ákvarðanir við val á stjórnarmönnum. En eru þær alltaf besta leiðin?

Á þessum viðburði verður fjallað um tilnefningarnefndir sem hluta af góðum stjórnarháttum – hlutverk þeirra, ávinning og áskoranir. Við rýnum í hvernig þær geta stuðlað að hæfni, fjölbreytileika og sjálfstæði innan stjórna, en veltum einnig upp gagnrýnum spurningum: Hver velur nefndina? Hvernig tryggjum við að ferlið sé lýðræðislegt og gagnsætt? Og hvaða áhrif hafa tilnefningarnefndir á valdahlutföll og traust?

 

Við höfum fengið tvær reynslumiklar konur til að fjalla um þetta áhugaverða málefni.

Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi og eigandi Attentus, og Jensína Kristín Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Vinnvinn, munu deila reynslu sinni og sjónarmiðum, og þátttakendur fá tækifæri til að taka virkan þátt í umræðum.

Jensína og Drífa hafa báðar víðtæka stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi og þekkja vel starf tilnefningarnefnda frá fyrstu hendi sem meðlimir og formenn slíkra nefnda.

 

Viðburðurinn er ætlaður stjórnarmönnum, stjórnendum, nefndarmeðlimum og öllum þeim sem hafa áhuga á faglegum stjórnarháttum og lýðræðislegum ferlum innan stjórna.

 

Húsið opnar kl. 8.30.

Hvaða áhrif hefur NIS2 á íslensk fyrirtæki og stofnanir?

NIS2 er Evróputilskipun um net- og upplýsingaöryggi (Network and Information Systems Directive) sem tók gildi í Evrópu í október 2024 og kemur til með að vera innleidd í íslensk lög.  Tilskipunin mun ná yfir fleiri fyrirtæki á Íslandi en fyrri tilskipun og ábyrgð stjórnenda á netöryggi verður gerð skýrari.

Nanitor mun bjóða til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um tilskipunina og áhrif hennar á stjórnir og stjórnendur fyrirtækja.

Dagskrá viðburðarins:

  • Hildur Sif Haraldsdóttir, yfirlögfræðingur Advania flytur erindi um áhrif NIS2 á íslensk fyrirtæki
  • Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Nanitor: Frá óvissu til yfirsýnar á 24 klst með Nanito

Viðburðurinn er haldinn í móttökurými á 2. hæð í Grósku hugmyndahúsi, Bjargargötu 1. Húsið opnar klukkan 8.30.

Fyrirmyndarfyrirtæki - afhending viðurkenninga (lokaður viðburður)

Föstudaginn 22.ágúst nk. mun 17 fyrirtækjum verða afhentar viðurkenningar fyrir stjórnarhætti sína ásamt nafnbótinni "Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum".  

Markmið verkefnisins og viðurkenningarinnar er að stuðla að umræðum og aðgerðum sem efla góða stjórnarhætti.

Viðurkenningar byggja á úttektum á stjórnarháttum þeirra félaga/fyrirtækja sem eru þátttakendur í verkefninu og taka mið af leiðbeiningum sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi gefa út.
Á annan tug viðurkenndra aðila vinna úttektirnar á fyrirtækjunum en umsjón með verkefninu og viðurkenningarferlinu er í höndum Stjórnvísi. 

Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands verður fundarstjóri.

Katrín Jakobsdóttir, stjórnarformaður nýs Rannsóknarseturs HÍ um jafnrétti í efnahags-og atvinnulífi, fyrrverandi forsætisráðherra flytur erindi.  

Jón Gunnar Borgþórsson JGB ráðgjöf flytur inngangsorð um verkefnið.

Sigríður Margrét Oddsdóttirr, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins afhendir viðurkenningarnar.

Verkefnið er samstarfsverkefni Nasdaq á Íslandi, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Stjórnvísi.

Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar og eða formanns, vinsamlegast sendið tölvupóst á núverandi formann faghópsins Jóns Gunnars Borgþórssonar á jgb@jgb.is

Tengjast fundinum núna
Auðkenni fundar: 333 751 691 571 2
Lykilorð: Uk3g6M86

Traust.....?!

Fjallað um traust í samhengi góðra/ábyrgra stjórnarhátta.

Erindi frá Dr. Eyþóri Ívari Jónssyni um tilurð, mikilvægi og takmarkanir trausts í samhengi við góða/ábyrga stjórnarhætti.

Gert er ráð fyrir að tækifæri gefist til að skiptast aðeins á skoðunum að erindi loknu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?