Aðalfundur faghóps um verkefnastjórnun (fjarfundur)

Tengill á aðalfund

Stjórn faghóps um verkefnastjórnun boðar hér til aðalfundar fyrir starfsárið 2021-2022.  Farið verður yfir ýmis málefni er varðar faghópinn ásamt því að kjósa nýja stjórn og formann. 

Dagskrá fundar:

  • Kynning á faghópnum    
  • Samantekt á starfi vetrarins
  • Kosning formanns og stjórnar 
  • Næsta starfsár faghópsins
  • Önnur mál 

Þeir sem hafa áhuga á að taka að sér formennsku stjórnar eða fara í stjórn geta haft samband við Önnu Kristínu Kristinsdóttur, formann stjórnar faghópsins, í gegnum netfang annakk86@gmail.com eða í síma 692-5252.

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Gervigreind í verkefnastjórnun: Ávinningur og framtíðarsýn

Fyrirlesari er Bertha María Óladóttir, Tölvunarfræðingur og MSc. í Forystu og verkefnastjórnun.

Bertha mun í erindinu fjalla um gervigreind og verkefnastjórnun en hún lauk á dögunum meistararitgerð sinni við Háskólann á Bifröst. Þar rannsakaði hún ávinning af notkun gervigreindar í verkefnastjórnun og mun hún fjalla um rannsóknina og helstu niðurstöður hennar. Bertha hefur á undanförnum árum starfað sem forritari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu FiveDegrees. 

Teams linkur á viðburð:

Tengjast fundinum núna

Inngildandi verkefnastjórn, kynslóðabil - eða brú?

Tengill/linkur á fundinn

Í nútíma vinnuumhverfi mætast ólíkar kynslóðir með fjölbreyttar væntingar, vinnulag og gildi. Á þessum viðburði skoðum við hvernig verkefnastjórnun getur nýtt kraftinn sem felst í fjölbreytileikanum — með áherslu á inngildingu, samskipti og skilvirka samvinnu þvert á kynslóðir. 

Um fyrirlesarana:

Anna Steinsen er með BA gráðu í Tómstunda og félagasmálafræði. Hún er einn af eigendum KVAN og hefur síðustu ár haldið fyrirlestra um samskipti, liðsheild, styrkleikamiðaða nálgun, þjónustu og leiðtogafærni. Anna er stjórnarformaður UN women og starfar einnig sem stjórnendamarkþjálfi. Anna mun í erindinu fjalla um kynslóðir og áskoranir og tækifæri fyrir vinnumarkaðinn að vinna saman, ólíkar kynslóðir vinna að sameiginlegum markmiðum.

Irina S. Ogurtsova er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og hefur á undanförnum árum starfað sem mannauðssérfræðingur, þar sem hún hefur sérhæft sig í málefnum starfsfólks af erlendum uppruna og stutt stofnanir og fyrirtæki við að skapa jafnréttisríkari og fjölbreyttari vinnustaði. Hún er jafnframt formaður faghóps um fjölbreytileika og inngildingu, þar sem hún vinnur að því að efla þekkingu og umræðu um þessi málefni og styðja fagfólk við að innleiða inngildandi vinnubrögð í dagleg störf. Í erindi sínu mun Irina fjalla um hvernig inngilding og fjölbreytileiki geta orðið drifkraftur í árangursríkri verkefnastjórnun – hvernig leiðtogar geta nýtt fjölbreytt sjónarhorn til að efla teymisvinnu, nýsköpun og árangur.

Tengill/linkur á fundinn

Innleiðing á Stafrænu Íslandi - væntingastjórnun og samskipti við hagaðila

Fyrsti viðburður faghóps um verkefnastjórnun haustið 2025 verður haldinn á Teams, 4. nóvember kl. 12.00. Þema fundarins er hið stóra stafræna innleiðingarverkefni sem stýrt er af Stafrænu Íslandi - samskipti við hagaðila, hvernig tryggir verkefnastjóri sameiginlegan skilning á verkefninu, upplýsingaflæði og aðlagar mismunandi væntingar hagaðila og annarra þátttakenda í verkefnum.

Fyrirlesari er Birna Íris Jónsdóttir framkvæmdastjóri Stafræns Íslands, sem starfar undir fjármála- og efnahagsráðuneytinu og leiðir stafræna umbreytingu opinberrar þjónustu á Íslandi. Hún mun fjalla um innleiðingu á viðfangsefninu, en um er að ræða mjög umfangsmikið verkefni sem margir þekkja af eigin raun sem notendur Ísland.is. Það verður því afar áhugavert að heyra meira um það hvernig Stafrænt Ísland nálgast þessa áskorun, en í lok fundarins mun þátttakendum gefast tækifæri til að spyrja Birnu spurninga.

Um fyrirlesarann:
Birna er tölvunarfræðingur með MBA og diplómu í jákvæðri sálfræði og hefur starfað um árabil í upplýsingatækni, ráðgjöf og stjórnunarstörfum – meðal annars hjá Landsbankanum, Sjóvá, Högum og Össur. Birna hefur lagt mikla áherslu á að nýta tækni til að einfalda líf fólks, bæta þjónustu hins opinbera og auka skilvirkni með samvinnu, trausti og skýrri stefnu. Sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands stýrir hún m.a. þróun Ísland.is og öðrum lykilverkefnum sem miða að því að gera opinbera þjónustu aðgengilegri, notendamiðaðri og öruggari.

Hlekkur á fundinn 

Markþjálfun vinnustofa: From Adversary to Ally: A workshop

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

8. febrúar 2025: Vinnustofa með Paul Boehnke kl. 9-17 í Opna háskólanum í HR

From Adversary to Ally: A workshop

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Paul Boehnke:

My holistic approach to coaching takes our entire being into consideration: our minds, bodies, emotions and spirit. Each of these aspects has important roles to play in our lives. But when we rely on one at the expense of another, we get out of balance and become disconnected from our values, purpose and mission in life.

The Thoughts On Demand™ method not only teaches you what you need to do to reprogram your thoughts and how to do it, but also uncovers the beliefs you hold about yourself and why you do what you do. It’s these last two that make the difference between temporary and lasting change.

You’ll learn:

• What to do when your critical voice shows up.

• To recognize the lies it tells and why you believe them.

• How to alleviate the suffering caused by negative self-talk.

• How to create thoughts that support you.

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Markþjálfunardagurinn 2025 - Mögnum markþjálfun til framtíðar!

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

Markþjálfunardagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 7. febrúar næstkomandi kl.13.

 

ICF Iceland - fagfélag markþjálfa á Íslandi stendur fyrir Markþjálfunardeginum 2025 sem varpar kastljósinu að markþjálfun í sinni breiðustu mynd og hvernig markþjálfar og atvinnulífið geta magnað markþjálfun til framtíðar og nýtt aðferðafræðina til að auka vöxt og vellíðan sinna skjólstæðinga, starfsfólks og stjórnenda.

 

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum, mannauðsfólki og markþjálfum sem vilja efla mannauð, auka árangur og stuðla að vexti manneskjunnar og skipulagsheilda. Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru erlendar stórstjörnur í faginu og íslenskir markþjálfar sem hafa verið leiðandi á sínu sviði.

Búast má við að um 150 manns sæki ráðstefnuna. Ráðstefnugestir eru m.a. stjórnendur, mannauðsfólk, markþjálfar og önnur áhugasöm um beitingu aðferða markþjálfunar til að efla velsæld og árangur.

Forsölu á viðburðinn lýkur 10. Janúar og því eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á besta verðinu.

Markþjálfunardagurinn er stærsti viðburður ársins í faginu og er hann að þessu sinni veisla í þremur þáttum:

a) vinnustofa, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16-21 í Opna Háskólanum í HR

b) ráðstefna, föstudaginn 7. febrúar kl. 13-17 á Hilton Reykjavík Nordica

c) vinnustofa, laugardaginn 8. Febrúar kl. 9-17 í Opna Háskólanum í HR

 

Sjá nánar um viðburðinn og verð hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Skráning á viðburð fer einungis fram hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1/form

 

Þetta er frábært tækifæri til að hittast aftur, tengjast og fá næringu.

Við hvetjum öll að tryggja sér miða og njóta með okkur.

 

Sjáumst á Markþjálfunardaginn 2025!

Bestu kveðjur

ICF Iceland

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?