Aðalfundur faghóps Umhverfis og Öryggis

Aðalfundurinn fer fram í beinu framhaldi af fyrsta fundi faghópsins í haust sem fjallar um "Lagalegar kröfur vegna efnamála og lausnir í Ecoline efnastjórnunarkerfinu".

Farið verður yfir starf faghópsins í haust og kosið í stjórn hópsins fyrir núverandi starfsár.

Vinsamlegast sendið framboð í stjórn faghópsins til gislie@vis.is.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og bjóða sig fram.

Fréttir af viðburðum

Efnastjórnun og ný stjórn kosin á aðalfundi faghóps um umhverfi og öryggi

Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í dag fund í Eflu sem fjallaði um hvað efnastjórnun er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Strax að loknum fundi var haldinn aðalfundur faghópsins og kosin ný stjórn.
Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu fór á fundinum yfir þær kröfur sem gerðar eru til íslenskra fyrirtækja í efnamálum og hvernig EcoOnline hugbúnaðurinn getur nýst við að framfylgja þeim kröfum.
Það hefur sýnt sig að fyrirtækjum hefur reynst erfitt að halda utan um efnamál og mikill tími fer í að afla öryggisblaða á íslensku og halda utan um réttar útgáfur og hafa upplýsingar tiltækar fyrir starfsmenn.
Þróuð hafa verið efnastjórnunarkerfi til að búa til og halda utan um öryggisblöð og efnalista. Þau auðvelda auk þess gerð efnaáhættumats og uppfylla þannig kröfur REACH reglugerðarinnar. EcoOnline er eitt slíkt kerfi.
Í dag eru einungis ein efnalög á Íslandi lög nr.61/2015 en margar reglugerðir sem tengjast efnamálum á Íslandi. Dæmi um þær eru flokkun og merking efna, öryggisblöð, vinuverndarstarf - áhættumat.

Ný stjórn kosin í faghóp um umhverfi-og öryggi í Eflu.

Aðalfundur faghóps um umhverfi-og öryggi var haldinn í Eflu að loknum fundi í faghópnum. Kosin var ný stjórn fyrir starfsárið 2016-2017:
Heimir Þór Gíslason, Verkís
Erlingur E. Jónasson, LNS Saga
Gísli Níls Einarsson, VÍS
Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, EFLA verkfræðistofa
Jóna Bjarnadóttir, Landsvirkjun
Magnús Matthíasson, EFLA verkfræðistofa
Matthildur B. Stefánsdóttir, Vegagerðin
Michele Rebora, 7.is

Eldri viðburðir

Hvernig vinna LEAN og HSE saman?

Í framleiðslu JBT Marel er töluvert unnið með LEAN fræði í framleiðslunni. Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel mun fræða okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið verður upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30.  Eftir kynningu verður gestum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Kynningin verður tekin upp en við vonumst til að sjá sem flesta á staðnum.

Hér er linkur á kynninguna. Join the meeting now

 

Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Öryggishópur Stjórnvísi heldur aðalfund miðvikudaginn 4 júní frá kl. 11:30 til 13:00 á VOX.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Áhugasöm um þátttöku í stjórn eru beðin að hafa samband við Fjólu Guðjónsdóttir, fjola.gudjonsdottir@isavia.is 

 

Orka og Öryggi

Join the meeting now

Orka og Öryggi er yfirskrift viðburðar sem Öryggisstjórnunarhópur Stjórnvísi heldur í samstarfi við Öryggisráð Samorku miðvikudaginn 4 júní kl. 09:00 til 10:00.

Erindi 

  • Starfsemi Öryggisráðs Samorku - Björn Halldórsson, Landsvirkjun 
  • Human Organisational Performance (15 mín) - Matthías Haraldsson, Landsvirkjun
  • Öryggismenning  - Björn Guðmundsson, RARIK 
  • Öll örugg alltaf  - Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur

 Við hlökkum til að sjá ykkur hjá Samorku í Húsi Atvinnulífsins.  Hlökkum til að sjá sem flesta á staðnum en þeir sem komast ekki geta tekið þátt með því að ýta á hlekkinn "Join the meeting now".  

 

Loftgæði að utan sem innan

Faghópur Stjórnvísi um loftlagsmál og umhverfismál kynnir: 

Á þessum viðburði kynnum við leiðir til að fylgjast með loftgæðum bæði innan- og utandyra.

Umhverfisstofnun heldur úti vefsíðunni loftgæði.is sem margir ættu að kannast við en þar varpa þeir ljósi á loftgæði í rauntíma á öllu landinu.

VISTA verkfræðistofa sérhæfir sig í allskonar mælingum og þar á meðal innanhúss loftgæðamælingar.

Einnig verður fjallað um hvernig þéttleiki húsa getur verið heilsueflandi bæði á heimilum og í vinnu umhverfi.

 

Fyrirlesarar: Jóhanna Kristín Andrésdóttir hjá VISTA verkfræðistofu, Einar Halldórsson frá Umhverfisstofnun og Ásgeir Valur Einarsson hjá Iðunni fræðslusetri.

 

Við minnum á að viðburðurinn verður tekinn upp og sendur beint út á streymi, en hér er linkurinn: 

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_MWI0YmEyYTItMTE0Ny00OGNiLWFjMmUtYTBhYzNlNmMzZjNj%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%2259266489-036c-41e7-ab6f-357fb6772d40%22%2c%22Oid%22%3a%22154129fe-3709-43cb-b0df-2425dd350ccc%22%7d

Aðalfundur faghóps um öryggisstjórnun

Aðalfundur faghóps um öryggisstjórnun verður haldinn mánudaginn 13 maí. Fundurinn verður haldinn á VOX Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum hópsins. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Fjólu Guðjónsdóttur á fjola.gudjonsdottir@isavia.is

 Hér er slóð á fundinn 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?