Aðalfundur stjórnar faghóps um ISO Gæðastjórnun - fjarfundur

Þau sem hafa áhuga að taka þátt í þessum fjarfundi vinsamlegast sendið tölvupóst á maria.hedman@origo.is til að fá fundarboð með hlekk í Teams fundarboðið.

Dagskrá:

  1. Viðburðir sl. árs
  2. Hlutverk stjórnar
  3. Kynning á faghópnum og fyrirkomulagi viðburða
  4. Kosning stjórnar (Viðmiðunarfjöldi 4-10 manns)
  5. Starfsárið framundan

Þau sem vilja vera þátttakandi í stjórn eða vilja láta af störfum í stjórn, vinsamlegast sendið póst til Maríu maria.hedman@origo.is

F.h. stjórnar

Maria Hedman

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Aðalfundur ISO Gæðastjórnun

Teamsfund er hér
Aðalfundur faghóps um ISO / Gæðastjórnun verður haldinn 14. apríl klukkan 10:45 til 11:30

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, staða formans er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

 

Teamsfund er hér

SL lífeyrissjóður - vegferðin að vottun sjóðsins samkvæmt ISO 27001, 9001 og umhverfisstaðlinum 14001.

Staðarfundur hjá Origo, Borgartún 37 og á Teams
SL lífeyrissjóður hefur einkum á síðustu árum unnið að og lagt mikla áherslu á gæðastarf sjóðsins þar sem mjög góður árangur hefur náðst. SL er eini lífeyrissjóðurinn sem hefur náð alþjóðlegri faglegri vottun á Íslandi, með ISO 9001, ISO 27001 og ISO 14001 sem er umhverfisstaðal og kemur m.a. að fjárfestingum sjóðsins.  Vitað er að fáir evrópskir lífeyrissjóðir hafa náð samskonar árangri. Sjóðurinn hefur skilað einna hæstu raunávöxtun fyrir sína sjóðfélaga yfir langt tímabil sem er afurð mikils umbótarvilja og vandaðrar vinnu. Við síðustu úttekt BSI á Íslandi komu fram engin frávik né ábendingar frá úttektaraðila, á öllum þremur stöðlum, og því gæti leynst eitthvað áhugavert í kynningu sjóðsins.

 

Sigurbjörn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri, fjallar um vegferð sjóðsins að vottununum þremur. Auk þess mun Ágúst Kristján Steinarrsson, ráðgjafi Viti ráðgjöf, fjalla um vinnuna frá sjónarhóli ráðgjafa og verkefnastjóra, en hann hefur tekið þátt í vegferð SL frá upphafi

 

Staðarfundur hjá Origo, Borgartún 37 og á Teams

 

Hvernig vinnur maður með áhættuþættina?

Click here to join the meeting
Kem inná: áhættuvalda, áhættu, áhættugreiningu, áhættumat, rótargreiningu (RCA), stjórnunarkerfi, ISO 31000, áhættumeðferð og áhættuleif.

 

Sveinn V Ólafsson, 

Ráðgjafi hjá Jensen ráðgjöf

 

Microsoft Teams meeting

 

Join on your computer, mobile app or room device

 

Click here to join the meeting

 

Byggingariðnaður - Losunarlausir framkvæmdarstaðir - Staðan og stefnan

Click here to join the meeting

Við ætlum að fjalla um losunarlausa framkvæmdastaði á Íslandi. Farið verður yfir stöðuna á losunarlausum framkvæmdastöðum á Íslandi og hvað er framundan í þeim efnum. 

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir frá Húsnæðis og Mannvirkjastofnun kynnir Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð og þær aðgerðir sem eru í vinnslu varðandi losunarlausa framkvæmdastaði. 

Hulda Hallgrímsdóttir og Gyða Mjöll Ingólfsdóttir frá Reykjavíkurborg ætla að segja hvernig Reykjavíkurborg sér fyrir sér framkvæmdastaði framtíðarinnar og hvaða aðgerðir er stefnt að fara í til að ná því.  

Þröstur Söring frá Framkvæmdasýsla ríkiseignir kynnir hvernig FSRE sér fyrir sér framtíðarverkefni og hvernig unnið er að losunarlausum framkvæmdastöðum.

Sigrún Melax frá JÁVERK fer yfir helstu áskoranir verktaka við að uppfylla kröfur um losunarlausa framkvæmdastaði. 

Fundarstjóri er Sigríður Ósk Bjarnadóttir frá Hornsteinn ehf.

Kynning og göngutúr um miðbær Selfoss (Svansvottun)

Guðjón Arngrímsson, Stjórnarmaður í Sigtúni Þróunarfélagi, kynnir Miðbær Selfoss.

 
Félagið hefur staðið fyrir uppbyggingu á miðbæ Selfoss og nýverið keypt Landsbankahúsið á Selfossi fyrir fjarvinnustofur.
Nýi miðbærinn á Selfossi er stærsta Svansvottaða verkefnið hérlendis.


Förstudag 7 oktober mæting á Selfoss kl 11 kynning og göngutúr til 12. Sagt frá verkefninu Miðbær Selfoss og svansvottun
12.00 Hádegismatur á eigin kostnað. 

Maria frá Origo getur tekið 3 farþega með sér í bílnum sinum, vinsamlegast hafið samband við maria.hedman@origo.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?