Saga Garðarsdóttir - Nýársfögnuður Stjórnvísi haldinn í Marel 8. janúar 2026.
Allir velkomnir - Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni í Marel og er fundurinn opinn öllum Stjórnvísifélögum. Marel mun taka á móti okkur á nýárs fögnuðinum með glæsilegum veitingum, þar sem hægt verður að skála fyrir nýju ári og gæða sér að smáréttum.
Dagskrá:
Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi og Engineering Manager Lead, JBT Marel opnar viðburðinn og býður alla velkomna. Þá mun Anna Kristín fara örstutt yfir þema starfsársins "Framsýn forysta" og hvernig það er útfært.
Í lokin mun þjóðargersemin Saga Garðarsdóttir stíga á svið með vandað uppistand. Saga hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem ein af ástsælustu leikkonum og skemmtikröftum þjóðarinnar. Hún hefur komið víða fram – bæði á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum – og hefur hlotið lof fyrir bæði dramatísk og gamansöm hlutverk.
..........
..........
Hlökkum til að sjá sem flesta,
Með kærri kveðju, Stjórn Stjórnvísi