Faghópur um stjórnun upplýsingaöryggis

Faghópur um stjórnun upplýsingaöryggis

Hópurinn vill stuðla að aukinni vitund um gagnaöryggismál og upplýsingaöryggi með jafningjafræðslu og miðlun upplýsinga um t.d. aðferðir, verkfæri og verklag. Fundir verða með því sniði að fyrirlesari er fenginn til þess að fjalla um eitt afmarkað efni og mynda síðan umræður út frá því. Hópurinn stendur einni fyrir stærri morgunverðarfundum og ráðstefnum í samstarfi við aðra faghópa eða virta aðila utan Stjórnvísi. Fundir verða með því sniði að fyrirlesari er fenginn til þess að fjalla um eitt afmarkað efni og mynda síðan umræður út frá því. Hópurinn stendur einni fyrir stærri morgunverðarfundum og ráðstefnum í samstarfi við aðra faghópa eða virta aðila utan Stjórnvísi.

Viðburðir

GDPR - gæða- og öryggismál

Einungis sex mánuðir eru þangað til að persónuverndarreglugerð ESB (General Data Protection Regulation) tekur gildi. GDPR leysir af hólmi rúmlega 20 ára gamla persónuverndarlöggjöf sem ekki hefur fylgt eftir þeim breytingum sem hafa átt sér stað í hinum stafræna heimi.

Mörg skilyrði GDPR tengjast bæði gæða- og öryggisstjórnun fyrirtækja og á þessum fundi verður farið yfir helstu þætti gæðastjórnunar sem nýtast við hlítingu GDPR.

Dagskrá er eftirfarandi:

Arna Hrönn Ágústsdóttir, lögfræðingur hjá Nýherja mun segja frá GDPR innleiðingunni hjá félaginu með áherslu á mikilvægi starfsmannaþjálfunar

Maria Hedman, Lausnaráðgjafi og product owner hjá Nýherja, mun fjalla um kortlagningu verkferla og sýna raunhæf dæmi um ferla sem krefjast endurbóta vegna tilkomu GDPR.

Anton Már Egilsson, Lausnastjóri hjá Nýherji, mun fjalla um helstu þætti öryggismála í tengslum við hlítingu GDPR

Í lokin gefst tími fyrir spurningar og umræður.

 

Endurskoðun stefnu vegna breytinga á ISO stöðlum

Nokkrar breytingar hafa orðið á ISO 9001 og ISO 27001 stöðulunum. Á fundinum verður kynnt hvernig Orkuveita Reykjavíkur hefur staðið að því að nýta stefnumótun til þess að innleiða breyttar áherslur í stöðlunum. Greint verður frá undirbúningi , framkvæmd, úrvinnslu og innleiðingu stefnumótunar þar sem lögð er áhersla á aðkomu stjórnenda að vinnunni.
Fyrirlesarar: Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR, og Olgeir Helgason, upplýsingaöryggisstjóri OR.

Breytt persónuverndarlöggjöf frá 2018 - hvað þýðir það fyrir þína starfsemi?

Breytt persónuverndarlöggjöf frá 2018 - hvað þýðir það fyrir þína starfsemi?

Fyrr á árinu voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri og þ.a.l. íslenskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Breytingarnar taka gildi á árinu 2018 en fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki og stofnanir að aðlaga starfsemi sína að breyttum - og auknum - kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Réttindi einstaklinga eru jafnframt aukin til muna sem einnig kallar á breytingar í starfsemi þeirra sem vinna persónuupplýsingar. Farið verður yfir helstu breytingarnar sem löggjöfin kallar á um og settar fram leiðbeiningar um hverju þurfi að huga að í framhaldinu.

Með framsögu farar Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis frá Persónuvernd og Hörður Helgi Helgason, hdl. Landslög

Fréttir

Gullna hliðið - Áskoranir í breyttu umhverfi upplýsingafræðinga.

Stjórn faghóps um upplýsingaöryggi vekur athygli á ráðstefnu sem haldin verður

 1. apríl 2014 - kl. 8:30 - 11:00 í Þjóðarbókhlöðunni

Ráðstefnan er haldin á vegum námsbrautar í upplýsingafræði við Háskóla Íslands í samvinnu við Azazo - Gagnavörsluna. Fjölbreytt erindi eru á dagskrá sem tengjast með einum eða öðrum hætti stjórnun og öryggi upplýsinga. Á ráðstefnunni er einnig horft til teymisvinnu og mikilvægi þess að ólíkar faggreinar innan fyrirtækja leggi saman lausnir sínar og stuðli þannig að árangursríkri innleiðingu hugbúnaðarverkefna og skilvirkri notkun upplýsingakerfa.

Húsið opnar kl.8.30

Dagskrá:

8:45 - 9:05

Upplýsingaský og öryggi
Hannes Pétursson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs Azazo

9:05 - 9:25

Kröfur starfsmanna : lækurinn finnur sér alltaf farveg! Kristjana Nanna Jónsdóttir, ráðgjafi Azazo og Björt Baldvinsdóttir

9:25 - 9:45

Samfélagsmiðlar og upplýsingastjórnun : er skjalaöryggi ógnað? Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, námsbraut í
upplýsingafræði

9:45 - 10:00

KAFFI

10:00 - 10:20

Breytt hlutverk upplýsingastjórans : hvað heiti ég? Gunnhildur Manfreðsdóttir, fagstjóri ráðgjafasviðs Azazo

10:20 - 10:40

Einföldun upplýsingaumhverfis hjá Landsneti Ásgerður Kjartansdóttir, skjalastjóri og Sæmundur Valdimarsson, deildarstjóri upplýsingatæknideildar Landsnets

10:40 - 11:00

Teymi - líka í upplýsingastjórnun
Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi hjá Hagvangi

Vinsamlegast skráði þátttöku
hér.https://docs.google.com/a/azazo.com/forms/d/1ppmfqxatgwda4B2lFYMu9uIgLlrh0tuAYi1sEA4DpxY/viewform
Aðgangur er ókeypis.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Afar athyglisverður fundur í HR hjá Upplýsingaöryggishópnum í morgun

Á fundi upplýsingaöryggis sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í morgun ræddi Ýmir Vigfússyni um núverandi stöðu tölvuöryggis á Íslandi og hvað við getum gert til að bæta okkur. Niðurstaða Ýmis er sú að hætturnar eru til staðar sem aldrei fyrr og við hér á Íslandi getum gert mun betur. Peningar, njósnir og völd eru þeir þættir sem gera tölvuinnbrot aðlaðandi fyrir skúrkana og í dag eru þetta oft glæpasamtök sem standa að baki innbrota. Það er úr nægu fyrir þá að moða því að öryggisholur er víða að finna og t.d. kóði stýrikerfa margfalt umfangsmeiri í dag heldur en fyrir 10 árum. Framtíðin er líka ekki allt of björt því að Ýmir spáir því að virði og umfang tölvuárása muni aukast ásamt fjölda öryggisveikleika kerfa. Aftur á móti er hættan fyrir einstaklinga óljós, það eru ekki allir skúrkar sem að finnst borga sig að ráðast á einstaklingstölvur og sérhæfa sig frekar í að ráðast á stærri skotmörk.
Hvað getum við gert hérna á Íslandi? Að mati Ýmis þá er það annaðhvort að kaupa lausnir á borð við öryggisúttektir eða "Offensive Security" eða þjálfa upp starfsfólk. Þjálfun eða menntun er mjög mikilvæg og mikið meira sem mætti gera bæði fyrir þá sem eru að læra hugbúnaðarþróun og eins á sviði símenntunar fyrir þá sem eru út í atvinnulífinu. Háskólinn í Reykjavík hefur árlega boðið upp á 6 eininga tölvuöryggisnámskeið sem er opið fyrir alla (3 vikna) og einnig árlegar keppnir í tölvuhakki. Næsta tölvuhakkskeppni HR verður einmitt næstkomandi fösudag í sal 1 í Háskólabíói (kl 21:30) og eftir spennandi innbrotskeppni sem háð verður á staðnum, kemur í ljós hver er hakkari ársins 2012!

Faghópur um upplýsingatækni vekur athygli á ráðstefnu í Nauthól 28.september; Réttur til að vita ...

Ráðstefna 28. september
Nauthóli - Nauthólsvík
kl. 9 - 12

„Réttur til að vita ...“
„Hvar liggja mörk trúnaðar og upplýsingagjafar?“
Skráningarform
Taktu þátt í umræðunni á Twitter: @SkyIceland #Rettur
Ráðstefnan er haldin í tilefni af „International Right to Know Day“ sem haldinn hefur verið víða um heim þann 28. september frá árinu 2003. Tilgangur dagsins er að leggja áherslu á að réttur einstaklinga til upplýsinga sé virtur og aðgengi að upplýsingum sem vistaðar eru hjá stjórnvöldum sé opið og gagnsætt.
Lögð verður áhersla á þátt upplýsingatækninnar. Ráðstefnan er ætluð þeim sem hafa áhuga á að rétturinn til að vita sé virtur, bæði borgurum og þeim sem bera ábyrgð á vistun og miðlun upplýsinga.

Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

 • Hvað felst í þessum degi?
 • Hvað gera önnur lönd?
 • Hver eru vandamálin við upplýsingagjöf á Íslandi í dag?
 • Hver er réttur almennings til upplýsinga?
 • Hvernig er lagaumhverfið?
 • Hvað get ég fengið að vita um sjálfan mig?
 • Hvernig má nýta upplýsingatæknina betur?
  Dagskrá:
  08:50-09:00 Afhending ráðstefnugagna
  09:00-09:40 Leyna stjórnvöld mikilvægum upplýsingum sem eiga erindi við almenning?
  Niðurstöður könnunar kynntar.
  Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands
  09:40-10:00 Rétturinn til að þekkja eigin upplýsingar
  Vigdís Eva Líndal, lögfræðingur, Persónuvernd
  10:00-10:20 Eru upplýsingalögin að virka?
  Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneyti
  10:20-10:40 Kaffihlé

10:40-11:00 Sjónarhorn “eiganda” gagna. Hvenær má veita upplýsingar og hvenær ekki?
Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Tæknisviðs Símans
11:00-11:20 Hvað skráir lögreglan hjá sér og í hvað notar hún það?
Árni E. Albertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóranum
11:20-11:40 Þjónusta ríkisskattstjóra
Gunnar Karlsson, sviðsstjóri einstaklingssviðs hjá ríkisskattstjóra

11:40-12:00 Bætt aðgengi að upplýsingum og samskiptum
Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason, Íbúar ses

12:00 Fundarlok

Fundarstjóri: Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

Undirbúningsnefnd: Jóhanna Gunnlaugsdóttir hjá Háskóla Íslands, Halla Björg Baldursdóttir hjá Þjóðskrá Íslands, Ásta Möller hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Arnheiður Guðmundsdóttir hjá Ský

Verð fyrir félagsmenn Ský: 4.900 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 7.900 kr.
Verð fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.000 kr.

Skráningarform
Hvetjum alla til að fylgjast með Ský og vera virk á Twitter, Facebook og LinkedIn

Bestu kveðjur,
Skýrslutæknifélag Íslands
www.sky.is sky@sky.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?