Janúar 1970

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
29
  •  
30
  •  
31
  •  
01
  •  
02
  •  
03
  •  
04
  •  
05
  •  
06
  •  
07
  •  
08
  •  
09
  •  
10
  •  
11
  •  
12
  •  
13
  •  
14
  •  
15
  •  
16
  •  
17
  •  
18
  •  
19
  •  
20
  •  
21
  •  
22
  •  
23
  •  
24
  •  
25
  •  
26
  •  
27
  •  
28
  •  
29
  •  
30
  •  
31
  •  
01
  •  

Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina

Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Stjórnandi í fyrsta sinn: raunstaða, áskoranir og tækifæri

Það að verða stjórnandi í fyrsta sinn eru ákveðin tímamót og margt getur komið á óvart. Nýtt hlutverk, nýjar væntingar og ný ábyrgð geta vakið eftirvæntingu, tilhlökkun, efa og óöryggi.
 
Nú er það í þínum verkahring að leiða fólk, taka ákvarðanir, hafa yfirsýn og halda utan um bæði verkefni, fólk og samskipti. Á sama tíma ert þú að læra hvað felst í þessu nýja hlutverki og hvernig þú átt að fóta þig í því. Í raun er hlutverk nýrra stjórnenda fullt af mótsögnum: þú átt að vera leiðtogi en ert sjálf/ur að læra. Þú átt að vera styðjandi en þarft sjálf/ur stuðning. Þú átt að halda ró þinni en finnur kannski fyrir ótta og efa.
 
Þessi vegferð getur verið ótrúlega krefjandi. Þér er treyst fyrir hlutverki, verkefnum og ábyrgð og færð tækifæri til að þróast og vaxa í starfi, en þér er ekki endilega kennt hvað stjórnendahlutverkið felur í sér og hvernig best er að nálgast það.
 
Í þessu erindi munum við fjalla um og skoða hvað það raunverulega þýðir að stíga inn í stjórnendahlutverk í fyrsta sinn og hvernig við getum tekist á við þær áskoranir og þau tækifæri sem hlutverkið felur í sér af festu, styrk, alúð og mildi.

 

Fundurinn verður haldinn á zoom - sjá hlekk hér fyrir neðan

Meeting ID: 874 6306 1748
Passcode: 571594
 

 

 

Helgi Guðmundsson hefur ástríðu fyrir hjálpa stjórnendum og vinnustöðum að skapa umgjörð og menningu þar sem fólk og teymi geta þrifist og mætt til leiks með sitt besta. Helgi er fyrirtækjaþjálfi með bakgrunn í vinnu- og fyrirtækjasálfræði með mikla reynslu af agile- og lean nálgunum á stjórnun, þróun öflugra teyma og vöruþróun.
 
Lella Erludóttir elskar að gera vinnustaði mannlegri og styðja við fólk að lokka fram sitt sannasta og besta sjálf í starfi. Lella er PCC markþjálfi og hefur fjölbreyttan bakgrunn og reynslu frá markaðsmálum, mannauðsstjórn, strategíustarfi og að styðja við leiðtoga og stjórnendur í viðskiptalífinu.

Verðlaunahafi Nordic Baltic Awards kynna innleiðingu markþjálfunarmenningar

Faghópur markþjálfunar vekur athygli á viðburði ICF Iceland sem kynnir verðlaunahafa Nordic Baltic Awards ICF.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir MCC og stjórnendamarkþjálfi vinningshafi Nordic Baltic Coaching Awards og Hulda Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri DK hugbúnaðar kynna vegferðina frá hugmynd til verðlauna.

Ásta og Hulda kynna vegferð DK hugbúnaðar við innleiðingu á markþjálfunarmenningu innan fyrirtækisins. Verkefnið hlaut Emerging Organization heiðursverðlaun á Nordic Baltic Awards síðastliðið vor. Heiðursverðlaunin eru veitt fyrir fyrsta flokks markþjálfunarverkefni innan skipulagsheilda.

Skráning á https://www.icficeland.is/events/asta-verdlaunahafi-nordic-baltic-awards-kynnir-vegferd-sina/form

Nánari upplýsingarog skráning:

https://www.icficeland.is/events/asta-verdlaunahafi-nordic-baltic-awards-kynnir-vegferd-sina

Dulda verksmiðjan – áskoranir og lausnir í að ná bættum árangri í starfseminni

Fundarboð með Teams hlekk verður sent á skráða þátttakendur. 

Á flestum vinnustöðum er „dulda verksmiðjan“ til staðar – öll þau ferli, endurtekningar og falin vinna sem bæta litlu sem engu virði við vinnudaginn okkar. Þessi viðburður gefur innsýn í hvernig við getum auðkennt verkin sem tilheyra þessari duldu verksmiðju sem er í formi sóunar og rætt áskoranir og vandamál sem hún skapar. Kynntar verða leiðir til að auðkenna og draga úr sóun og skapa jákvætt umbótaumhverfi þar einblínt er á virðisaukandi þætti með því að ná yfirsýn yfir verklagið ásamt því að starfa í réttum takti (flæði)  sem hentar starfsmönnum og um leið mætir kröfum viðskiptavinarins.  

 

Fyrirlesarinn – Magnús Ívar Guðfinnsson

Magnús Ívar Guðfinnsson er stofnandi og framkvæmdastjóri ráðgjafar- og þekkingarfyrirtækisins ANSA ehf. Magnús Ívar hefur sérhæft sig í að vinna með fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum í að ná yfirsýn og gera athuganir á verklaginu til að ná bættum árangri i rekstrinum. Samfara ráðgjöf þá kennir hann nemendum í iðnarverkfræði við Háskóla Íslands gæðastjórnun á haustin og straumlínustjórnun á vorönn. Þá kennir Magnús Ívar áfangann árangur í rekstri í Executive MBA-námi á vegum Háskóla Íslands.  

Magnús er með MSc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og stundaði hluta námsins við Norwegian School of Management (BI) í Osló. Hann er vottaður BPM Professional og er með svarta beltið í Lean Six Sigma.  

Magnús Ívar býr að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu, úr kennslu og ráðgjöf hjá fyrirtækjum úr flestum greinum atvinnulífsins við að ná framúrskarandi árangri í framleiðslu og þjónustu.

Er þjálfun gervigreindar brot á höfundarétti?

Join the meeting now

Við höfum fengið Guðrúnu Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs til að fjalla um þær áskoranir sem skapandi greinar standa frammi fyrir varðandi nýtingu höfundaréttarvarðra verka til þjálfunar gervigreindar.  

Guðrún Björk hefur bent á að  „rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar.“ Áhugavert verður að heyra af stefnumiðum samtakanna til að takast á við þessa þróun, en STEF hefur starfað náið með norrænum höfundaréttarsamtökum og sett fram stefnu til framtíðar hvað varðar leyfisveitingar vegna spunagreindar. 

Þær spurningar sem leitast verður við að svara eru m.a.: 

  • Er þjálfun gervigreindar með höfundaréttarvörðum verkum brot á höfundarétti?
  • Hvaða áhrif hafa ákvæði tilskipunar ESB sem mælir fyrir um að rétthafar verði að kjósa að standa utan ("opt-out") þjálfunar gervigreindar annars sé slík þjálfun heimil án samþykkis. 
  • Hvað verður um þau verk sem gervigreindin skapar?  Eru þau höfundaréttarvarin? Hvað með verk sem eru að hluta til sköpuð af gervigreind?  
  • Hverjar eru skyldur fyrirtækja sem síðan nýta sér verk sköpuð af gervigreind í sínum rekstri?

Fundurinn verður einungis á streymi, föstudaginn 31. október kl. 9:00 -10:00. 

 Guðrún Björk Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri STEFs. STEF eru innheimtusamtök tón- og textahöfunda á Íslandi. Guðrún Björk er hæstaréttarlögmaður með cand.jur gráðu frá Háskóla Íslands og viðbótar mastersgráðu í Evrópurétti frá Stokkhólmsháskóla svo og gráðu á meistarastigi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Guðrún Björk  á að baki farsælan feril sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Samtökum atvinnulífsins áður en hún hóf störf hjá STEFi. Guðrún Björk hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur og haldið fjölda erinda og fyrirlestra hjá ýmsum aðilum, hin síðustu ár aðallega á sviði höfundaréttar. Guðrún Björk situr í stjórn NCB (Nordisk Copyright Bureau) sem annast hagsmunagæslu fyrir höfunda á Norðurlöndunum vegna hljóðsetningar og eintakagerðar verka þeirra og í stjórn Tónlistarmiðstöðvar.

Innleiðing á Stafrænu Íslandi - væntingastjórnun og samskipti við hagaðila

Fyrsti viðburður faghóps um verkefnastjórnun haustið 2025 verður haldinn á Teams, 4. nóvember kl. 12.00. Þema fundarins er hið stóra stafræna innleiðingarverkefni sem stýrt er af Stafrænu Íslandi - samskipti við hagaðila, hvernig tryggir verkefnastjóri sameiginlegan skilning á verkefninu, upplýsingaflæði og aðlagar mismunandi væntingar hagaðila og annarra þátttakenda í verkefnum.

Fyrirlesari er Birna Íris Jónsdóttir framkvæmdastjóri Stafræns Íslands, sem starfar undir fjármála- og efnahagsráðuneytinu og leiðir stafræna umbreytingu opinberrar þjónustu á Íslandi. Hún mun fjalla um innleiðingu á viðfangsefninu, en um er að ræða mjög umfangsmikið verkefni sem margir þekkja af eigin raun sem notendur Ísland.is. Það verður því afar áhugavert að heyra meira um það hvernig Stafrænt Ísland nálgast þessa áskorun, en í lok fundarins mun þátttakendum gefast tækifæri til að spyrja Birnu spurninga.

Um fyrirlesarann:
Birna er tölvunarfræðingur með MBA og diplómu í jákvæðri sálfræði og hefur starfað um árabil í upplýsingatækni, ráðgjöf og stjórnunarstörfum – meðal annars hjá Landsbankanum, Sjóvá, Högum og Össur. Birna hefur lagt mikla áherslu á að nýta tækni til að einfalda líf fólks, bæta þjónustu hins opinbera og auka skilvirkni með samvinnu, trausti og skýrri stefnu. Sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands stýrir hún m.a. þróun Ísland.is og öðrum lykilverkefnum sem miða að því að gera opinbera þjónustu aðgengilegri, notendamiðaðri og öruggari.

Hlekkur á fundinn 

Reynsluboltar á haustfundi um almannatengsl, miðlun og samskipti

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti heldur haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember kl. 16-17. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um fagið og aðgangur er ókeypis. Að fundi loknum reynir á hæfileika fundargesta til tengslamyndunar á hamingjustund (happy hour) á staðnum.

Faghópurinn hefur fengið þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau eru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrir Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.

STJÓRN FAGHÓPSINS
Stjórn faghóps Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti skipa þau Andrea Guðmundsdóttir fagstjóri og lektor við Háskólann á Bifröst, Anna Margrét Gunnarsdóttir ráðgjafi hjá Altso, Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir ráðgjafi hjá Apríl og Nasdaq á Íslandi, Dóra Magnúsdóttir samskiptastjóri Hafrannsóknastofnunar, Erla Björg Eyjólfsdóttir ráðgjafi og stundakennari við Háskólann á Bifröst, Grétar Theodórsson ráðgjafi hjá Innsýn samskiptum og fyrrnefndur Stefán Hrafn sem er formaður hópsins.

MARKMIÐ OG SÝN
Vitundarvakning hefur orðið hér á landi undanfarin ár um mikilvægi góðra almannatengsla og markvissrar miðlunar og samskipta. Fagleg, heiðarleg og stöðug upplýsingagjöf til hagsmunahópa byggir og styrkir góða ímynd og eykur um leið velferð og virðingu vinnustaða. Markmið faghópsins er að styðja við fólk sem starfar við almannatengsl, samskipti og upplýsingamiðlun, hvort heldur á eigin spýtur eða hjá fyrirtækjum og opinberum vinnustöðum; fólk sem hefur áhuga á að auka þekkingu sína, færni og innsæi til að efla sig á starfsvettvangi.

OPINN HÓPUR
Hópurinn er eins og aðrir faghópar Stjórnvísi öllum opinn, hvort heldur fólk hefur áhuga á faginu, starfar við það eða er að sækja sér menntun á þessu sviði. Smelltu hérna til ganga til liðs við hópinn:
https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/almannatengsl-e-public-relations-og-samskiptastjornun

Upplýsingaöryggi - Köfum í ENISA Threat Landscape 2025 skýrsluna

Join the meeting now

Á hverju ári gefur ENISA út skýrslu um ógnarlandslagið eins og það blasir við þeim. Þar kemur fram hverjar séu helstu ógnirnar og hvaða geira sé helst verið að herja á. Á þessum fundi ætlum við að kafa dýpra í þessa skýrslu og hvað það þýðir fyrir okkur. Vonumst eftir góðum umræðum um atriði skýrslunnar og hvað þau þýða fyrir okkur. 

Hvaða spurningum verður svarað? Hvað getum við lært af skýrslum eins og þessari? Á þetta við um okkur? Hvaða aðgerðir og verkefni þurfum við að fara í til að bregðast við og vera undirbúin?

Fyrir hver er þessi kynning? Öll sem hafa áhuga á að vita hverjar séu þær helstu ógnir sem eru í gangi þessa dagana og vilja velta fyrir sér hverju geti verið nauðsynlegt að bregðast við. Líka fyrir þau sem hafa velt fyrir sér hvort svona skýrslur hafi eitthvað erindi til okkar. 

Hlekkur á skýrsluna og tengt efni

Kynningin verður í höndum stjórnar faghóps Stjórnvísi um stjórnun upplýsingaöryggis.

Join the meeting now

Frá innsýn til aðgerða

Hvernig þú notar þjónustuhönnun og þekkingu á viðskiptavinum til að þróa þjónustur fyrirtækisins svo þær skili raunverulegum verðmætum til viðskiptavina og auka skilvirkni innan fyrirtækisins.

Þjónustuhönnun
Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur.


Um fyrirlesarann
Ingibjörg Kristinsdóttir er sjálfstætt starfandi þjónustuhönnuður sem hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja á Íslandi sem og erlendis, m.a. Stafrænt Ísland, Össur, Arion, 66° Norður, Polestar, AfterPay. Hún stofnaði Jör AB í Svíþjóð sumarið 2021.

Ingibjörg hjálpar fyrirtækjum að skilja þarfir og væntingar viðskiptavina sinna þannig að þekkingin skilar sér í bættri upplifun viðskiptavina.

Hún þjálfar einnig starfsfólk fyrirtækja í þjónustuhönnun til að tryggja að þekkingin á aðferðafræðinni er eftir hjá fyrirtækinu og skapar forsendur til áframhaldandi þróunar á þjónustunni.

Frekari upplýsingar er að finna á LinkedIn síðu hennar:  https://www.linkedin.com/in/ingibjorgk/ og á www.jör.se


Fundurinn fer fram í Björtuloftum í Hörpu. Næg bílastæði í bílakjallara Hörpu

Öryggisþing Háskóla Íslands - Áhættumat

Öryggisnefnd Háskóla Íslands stendur fyrir árlegu öryggisþingi. Í ár ber þingið yfirskriftina: Áhættumat.
Ýmsir fyrirlesarar innan HÍ og utan koma og segja frá, dagskráin er þessi:
 
13.00 Setning,
Silja Bára R. Ómarsdóttir, Rektor Háskóla Íslands
13.10 Skipulag heilsu og vinnuverndarmála við HÍ,
Benjamín Sveinbjörnsson, formaður öryggisnefndar HÍ
13.25 Um áhættumat, Guðmundur Kjerúlf,
Vinnuverndarnámskeið ehf,
13.40 Áhættumat skrifstofa,
Sigríður Björk Gunnarsdóttir, Rekstrarstjóri Félagsvísindasviðs HÍ
13:55 Áhættumat á rannsóknastofum,
Íris Hrönn Guðjónsdóttir, Innviðastjóri Verk- og náttúruvísindasviðs HÍ
14.10 Öryggi í rannsóknaferðum,
Sveinbjörn Steinþórsson, Tæknimaður hjá Jarðvísindastofnun HÍ
14.25 Kaffihlé
14.40 Áhætta á framlínusvæðum,
Sverrir Ingi Ólafsson, Deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni.
14.55 Sálfélagslegt áhættumat,
Jónína Helga Ólafsdóttir, Teymisstjóri á mannauðssviði HÍ
15.10 Security at the University of Oslo,
Kenneth Nielsen, Senior Adviser, Security & Preparedness at Oslo University
15.30 The knife incident at the University of Oslo,
Ingunn Björnsdóttir, Dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla
16.00 Slit
 
Verið Velkomin.

Framtíðar-samfélagsrými í þágu velsældar.

Umhverfissálfræði, samsköpun og skipulag borga og bæja.

Join the meeting now

Tækniframfarir munu breyta eðli starfa framtíða og hversu miklum tíma er varið á vinnustöðum. Þessar breytingar munu hafa áhrif á samsetningu og íbúafjölda í sveitarfélögum um land allt og kalla óneitanlega á endurskoðun á vægi samfélagsrýma. Hvernig hönnum við innviði og almenningsrými í sveitarfélögum sem stuðla að velsæld og efla tengsl milli íbúa til framtíðar?

Dögg Sigmarsdóttir og Páll Jakob Líndal kynna á fjarfundi ólíkar útfærslur á þróun samfélagsrýma framtíða sem ýta undir mannvænt og vistvænt samfélag í virku samráði við íbúa.

Dögg Sigmarsdóttir, sérfræðingur í sköpun samfélagsrýma, kynnir hugmyndir borgarbúa frá Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins um mögulega nýtingu almenningsrýma eins og bókasafna eftir 100 ár og hvernig slík samfélagsrými gætu komið í veg fyrir að tengslarof, ójöfnuður og vistkreppa samtímans fylgi okkur inn í framtíðina.

Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur, kynnir nýja nálgun í skipulagi fyrir þéttbýlið Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem gagnvirkt þrívíddarlíkan af þéttbýlinu er þróað í tölvuleikjaumhverfi sem m.a. býður upp á kraftmikla upplifun í sýndarveruleika, og gerir hagaðilum kleift að skoða og meta skipulagið á aðgengilegan og sannfærandi hátt. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi núverandi þéttbýliskjarna sem telur um nú 60 manns ríflega tífaldist á næstu árum og áratugum. Frá upphafi hefur sveitarstjórn lagt áherslu á að skipulagið byggi á umhverfissálfræðilegum áherslum, með það að markmiði að skapa mannvænt umhverfi og samheldið samfélag. Verkefnið markar nýja nálgun í skipulagsvinnu þar sem samþætt er vísindaleg þekking úr umhverfissálfræði, hönnun og skipulagsgerð, auk virks samráðs við íbúa. Með þessu er lagður grunnur að sjálfbærum þéttbýliskjarna í íslensku dreifbýli.

Páll Jakob Líndal er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney og rekur ráðgjafar-og rannsóknarfyrirtækið ENVALYS þar sem umhverfissálfræði, skipulagi og hönnun er tvinnað saman með hjálp þrívíddar- og sýndarveruleikatækni. Þá er Páll forstöðumaður viðbótarnáms á meistarastigi í umhverfissálfræði við Háskólann í Reykjavík auk þess að vera fyrirlesari og markþjálfi.

Dögg Sigmarsdóttir er verkefnastjóri sem lokið hefur APME í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er með meistaragráðu í Political and Economic Philosophy frá Universität Bern (Sviss) og hefur einnig lokið diplómanámi í alþjóða- og evrópurétti frá sama háskóla. Hún hefur stýrt fjölmörgum verkefnum sem snúa að mótun samfélagsrýma og eflingu borgaralegrar þátttöku í þágu inngildingar, velsældar og félagslegrar sjálfbærni.

Tilfinningagreind og samkennd leiðtoga

Tengjast viðburði með því að smella hér

Viðburður í samstarfi við Gallup.

Fyrirlesari: Tómas Bjarnason, sviðsstjóri Stjórnenda- og vinnustaðaráðgjöf Gallup

Fundarstjóri: Íris Björg Birgisdóttir, teymisstjóri ökutækjatjóna hjá Verði tryggingum. Íris Björg situr í stjórn faghópsins um heilsueflandi vinnuumhverfi.

Lýsing erindis:

Farsælir stjórnendur eru margskonar og hafa ólíka styrkleika. Við vitum þó að samskipti og samskiptastíll skipta sköpum þegar kemur að farsælli stjórnun, enda eru samskipti eina leiðin sem við höfum til að hafa áhrif á fólk. Tengslamyndun afgerandi þáttur í stjórnun, og lykilþáttur í nálgun Galup, samt sem áður verja stjórnendur almennt ótrúlega litlum tíma í að efla teymið sitt.

Í styrkleikamati Gallup eru metnir 34 styrkleikar sem flokkast í fjögur þemu. Eitt þessara þema er tengslamyndun, og einn af styrkleikum þess er samkennd (e. empathy). En er samkennd alltaf til bóta í stjórnun? Stuðlar hún ávallt að sterkari tengslamyndun og bættum samskiptum, eða getur hún í sumum tilvikum hindrað árangur?

Þó styrkleikar stjórnandans skipti miklu máli, þá snýst stjórnun um „að gera réttu hlutina rétt“. Með því er átt við aðgerðir, ákvarðanir, aðferðir, skipulag og fleira. Að „gera réttu hlutina rétt“ er því miður ekki meðfætt, heldur vegferð og lærdómsferli. Það sem virkar vel á einum stað eða einum tíma getur hæglega brugðist á öðrum stöðum eða öðrum tímum.

Styrkleikar stjórnanda geta bæði stutt við árangur, en jafnframt staðið í vegi fyrir árangri. Mikilvægt er að stjórnendur efli sjálfsþekkingu sína með því að greina hvernig eigin styrkleikar geta einnig orðið hindranir. Þetta á meðal annars við um samkennd – getur hún stundum dregið úr árangri í stjórnun eða er hún alltaf styrkur? Margar dæmigerðar hindranir eða veikleikar stjórnenda eru í raun styrkleikar á yfirsnúningi.

,,Þegar gleðin verður áskorun: EKKO mál og hlutverk stjórnenda"

Faghópur Stjórnvísi um mannauðstjórnun bjóða til TEAMS erindis þann 13. nóvember kl. 9:00-10:00.

Join the meeting now

,,Þegar gleðin verður áskorun: EKKO mál og hlutverk stjórnenda"

Árshátíðir, starfsmannaferðir og aðrir viðburðir eru mikilvægir fyrir starfsanda og samheldni – en geta jafnframt skapað aðstæður þar sem mörk verða óljós. Í þessu erindi verður fjallað um EKKO mál (einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi) og hvernig stjórnendur og mannauðsfólk getur dregið úr áhættu óæskilegra samskipta og brugðist rétt við málum sem kunna að koma upp.

Farið verður yfir:

  • Lagalegar skyldur stjórnenda og vinnuveitenda
  • Hvernig búa má starfsfólk undir að virða mörk og stuðla að öryggi
  • Hvað felst í faglegum og ábyrgum viðbrögðum
  • Hvers vegna menning og viðhorf skipta ekki síður máli en reglur og ferlar

Markmiðið er að efla skilning, þekkingu og færni stjórnenda og mannauðsfólks þannig að gleðin geti verið ánægjuleg fyrir öll – án þess að verða að áskorun.

 

Fyrirlesari: Carmen Maja Valencia, sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast

ATH: Fundurinn verður EKKI tekinn upp

 

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00. Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „FRAMSÝN FORYSTA“. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í júní 2025 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:

  1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum 4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn er komin með drög að áhersluverkefnum starfsársins 2025-2026 sem eru fjögur. Þau verða útfærð nánar og sett á þau mælikvarða til að fylgjast með framvindu:

  1. Faghópar
    • Undirverkefni
    • Ábyrgðaraðilar
  2. Heimasíða
    • Undirverkefni
    • Ábyrgðaraðilar
  3. Myndbönd
    • Undirverkefni
    • Ábyrgðaraðilar
  4. Sóknarfæri
    • Undirverkefni
    • Ábyrgðaraðilar

 

Unnið verður í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda. Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta). Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum. Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

 

Á aðalfundi haldinn 7. maí 2025 voru kosin í stjórn félagsins:

Stjórn Stjórnvísi 2025-2026.
Anna Kristín Kristinsdóttir, Engineering Manager Lead, JBT Marel, formaður (2025-2026)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar kosin í stjórn (2022-2026)
Héðinn Jónsson, Chief Product Officer hjá Helix health. (2025-2027)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, formaður faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi (2023-2026)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi kosin í stjórn (2022-2026)
Matthías Ásgeirsson, Bláa Lónið, stofnandi faghóps um aðstöðustjórnun kosinn í stjórn (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech, formaður faghóps um innkaupstýringu (2023-2026)
Tinna Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni ON (2025-2027)
Viktor Freyr Hjörleifsson, mannauðssérfræðingur hjá Vegagerðinni. (2025-2027)

Kosin voru í fagráð félagsins.

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar (2025-2027)
Haraldur Agnar Bjarnason, forstjóri Auðkennis (2025-2027)
Margrét Tryggvadóttir, skemmtanastjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026)

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára á síðasta aðalfundi:

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

Eftirfarandi eru fyrstu tillögur/drög að mælikvörðum stjórnar 2025-2026

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2025-2026

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  1. Faghópar
      • Aukning á virkni faghópa oo
      • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega ooo
      • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
      • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

 

  1. Myndbönd
    1. Talning á fjölda félaga sem horfa á myndbönd á innri vef Stjórnvísi (verði sett inn í mælaborð)
    2. Fjöldi myndbanda sem er settur inn á (verði sett inn í mælaborð)
    3. Áhorf á Facebook

 

  1. Sóknarfæri
  1. Fjölgun fyrirtækja oo
        1. Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
        2. Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  1. Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  2. Fjölgun virkra félaga oo
  3. Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  4. Fjölgun viðburða oo
  5. Fjölgun félaga á fundum oo
  6. Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  7. Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  8. Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  9. Fjölgun nýrra háskólanema oo
  10. Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum ooo
  11. Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

Sjálfbærni og þjóðaröryggi

Join the meeting now

Í vetur mun faghópur Stjórnvísi um sjálfbærni, loftslag og umhverfi gangast fyrir nokkrum fundum þar sem sjálfbærni er tengd þeirri frjóu umræðu um öryggismál sem nú blómstrar í ljósi óvissu í alþjóðamálum.

Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 18. nóvember kl. 8:30-10:00 undir yfirskriftinni Sjálfbærni og þjóðaröryggi.

Framsögumenn verða Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og formaður samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem nýverið skilaði skýrslu um inntak og áherslur væntanlegrar stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum og Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku, en orku- og veitugeirinn gegnir miklu hlutverki í að efla viðnámsþrótt gegn ógnum.

Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar og formaður faghóps um sjálfbærni, verður fundarstjóri.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1. Hann er öllum opinn og verður streymt en skráning þátttöku er nauðsynleg.

Síungir karlmenn – kynning á jólabókinni í ár og aðferð til að móta æskileg framtíðaráform

Vefslóð á fundinn
Ekki verða hægeldaður í viðhorfum samtíðar

Í fyrrihluta málstofnunnar verður bókin Síungir karlmenn. Innblástur, innsæi og ráð, kynnt. Síðar verður kynnt vinsæl aðferð framtíðarfræða, sem mótuð var af professor Sohail Inayatullah, þar sem farið er frá núverandi stöðu mála og hugað að æskilegri stöð í framtíðinni.

Í bókinni er aðferðin aðlöguð að einstaklingum en hún er víða notuð við að rýna framtíðaráform, mótun stefnu eða við hverskyns nýsköpun.

Vefslóð á fundinn 

Bókina og aðferðina munu höfundarnir Sævar Kristinsson og Karl G. Friðriksson kynna.

Bókin hefur að geyma 45 hugleiðingar fyrir síunga karlmenn. Þarna er um að ræða hvatningu að fara úr viðjum vanans, og brjóta upp eldri viðmið samfélagsins. Þó svo bókin sé stíluð á karlmenn þá, eins og stendur á bókakápu, hentar hún öllum kynjum.

Með bókinni vilja höfundar ögra vanabundnum viðmiðum, ýta við hugsun og opna dyr að nýjum viðhorfum og möguleikum fyrir síunga karlmenn eða karlmenn á besta aldri. Við viljum stuðla að breyttum viðhorfum samfélagsins til aldurs og þá vegferð er best að byrja með að fá hvern og einn til að rýna sjálfan sig.

Við höfum orðið varir við að umræða um aldur og það að eldast er oft lituð af neikvæðum formerkjum, klisjum. Miðaldra og eldri einstaklingar, oft reynsluboltar í fullu fjöri, mæta þröngsýnum viðhorfum sem eru ólík raunveruleikanum, jafnvel niðurlægjandi og langt frá því að vera í takti við getu þeirra og hæfni.

Bókin hefur verið rýnd af mörgum aðilum og fengið góðar umsagnir:

„Þessi bók situr í manni eftir lesturinn. Það er svo margt í henni sem ég hef ákveðið að tileinka mér. Frábær bók!"

Gunnar Helgason, rithöfundur

„Ef þetta er uppskrift að langlífi, þá tek ég tvær! Lífsgleði, forvitni og núvitund í sönnum stíl síungra karlmanna.“

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi og frumkvöðull

„Hér er einmitt verið að fjalla um hluti sem ég verið að velta fyrir mér – bæði gagnlegt og skemmtileg lesning“

Páll Jakob Líndal, dr. í umhverfissálfræði og markþjálfi

Hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur

Faghópur markþjálfunar vekur athygli á viðburði ICF Iceland sem kynna hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur.

 

Lella Erludóttir og Valdís Hrönn Berg fara yfir það hvernig eigi að stofna og markaðssetja eigin rekstur og svara spurningum.

Enginn aðgangseyrir fyrir félagsmenn ICF Iceland.

Aðrir velkomnir en greiða 4.900 kr.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/hvernig-a-ad-stofna-og-markadssetja-eigin-rekstur-1

Eru tilnefningarnefndir lykill að fagmennsku?

Tilnefningarnefndir hafa á undanförnum árum orðið sífellt algengari leið til að velja í stjórnir fyrirtækja og stofnana, og eru oft taldar mikilvægt tæki til að tryggja faglegar og gagnsæjar ákvarðanir við val á stjórnarmönnum. En eru þær alltaf besta leiðin?

Á þessum viðburði verður fjallað um tilnefningarnefndir sem hluta af góðum stjórnarháttum – hlutverk þeirra, ávinning og áskoranir. Við rýnum í hvernig þær geta stuðlað að hæfni, fjölbreytileika og sjálfstæði innan stjórna, en veltum einnig upp gagnrýnum spurningum: Hver velur nefndina? Hvernig tryggjum við að ferlið sé lýðræðislegt og gagnsætt? Og hvaða áhrif hafa tilnefningarnefndir á valdahlutföll og traust?

 

Við höfum fengið tvær reynslumiklar konur til að fjalla um þetta áhugaverða málefni.

Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi og eigandi Attentus, og Jensína Kristín Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Vinnvinn, munu deila reynslu sinni og sjónarmiðum, og þátttakendur fá tækifæri til að taka virkan þátt í umræðum.

Jensína og Drífa hafa báðar víðtæka stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi og þekkja vel starf tilnefningarnefnda frá fyrstu hendi sem meðlimir og formenn slíkra nefnda.

 

Viðburðurinn er ætlaður stjórnarmönnum, stjórnendum, nefndarmeðlimum og öllum þeim sem hafa áhuga á faglegum stjórnarháttum og lýðræðislegum ferlum innan stjórna.

 

Húsið opnar kl. 8.30.

Inngildandi verkefnastjórn, kynslóðabil - eða brú?

Í nútíma vinnuumhverfi mætast ólíkar kynslóðir með fjölbreyttar væntingar, vinnulag og gildi. Á þessum viðburði skoðum við hvernig verkefnastjórnun getur nýtt kraftinn sem felst í fjölbreytileikanum — með áherslu á inngildingu, samskipti og skilvirka samvinnu þvert á kynslóðir. 

Um fyrirlesarana:

Anna Steinsen er með BA gráðu í Tómstunda og félagasmálafræði. Hún er einn af eigendum KVAN og hefur síðustu ár haldið fyrirlestra um samskipti, liðsheild, styrkleikamiðaða nálgun, þjónustu og leiðtogafærni. Anna er stjórnarformaður UN women og starfar einnig sem stjórnendamarkþjálfi. Anna mun í erindinu fjalla um kynslóðir og áskoranir og tækifæri fyrir vinnumarkaðinn að vinna saman, ólíkar kynslóðir vinna að sameiginlegum markmiðum.

Irina S. Ogurtsova er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og hefur á undanförnum árum starfað sem mannauðssérfræðingur, þar sem hún hefur sérhæft sig í málefnum starfsfólks af erlendum uppruna og stutt stofnanir og fyrirtæki við að skapa jafnréttisríkari og fjölbreyttari vinnustaði. Hún er jafnframt formaður faghóps um fjölbreytileika og inngildingu, þar sem hún vinnur að því að efla þekkingu og umræðu um þessi málefni og styðja fagfólk við að innleiða inngildandi vinnubrögð í dagleg störf. Í erindi sínu mun Irina fjalla um hvernig inngilding og fjölbreytileiki geta orðið drifkraftur í árangursríkri verkefnastjórnun – hvernig leiðtogar geta nýtt fjölbreytt sjónarhorn til að efla teymisvinnu, nýsköpun og árangur.

Tengill/linkur á fundinn

Þjónusta framtíðarinnar: SAGA Icelandair

Undanfarin ár hefur Icelandair lagt mikla áherslu á stafræna umbreytingu í þjónustu við viðskiptavini. Hluti af þeirri vegferð er þróun stafræns þjónustufulltrúa, SÖGU, sem hannaður er til að svara og leysa úr spurningum og vandamálum bæði tilvonandi og núverandi viðskiptavina.

SAGA er ekki einföld leitarvél eða spjallbotti sem vísar notendum áfram á vefsíðuna. Markmiðið er mun metnaðarfyllra: að skapa snjallan þjónustufulltrúa sem getur leyst úr meirihluta mála án þess að viðskiptavinurinn þurfi að hafa samband við mannlegan starfsmann.

Þróunin byggir á nákvæmri gagnaöflun, tengingu við kerfi Icelandair og stöðugri þjálfun á samtölum og svörum. SAGA lærir af samskiptum við viðskiptavini og þróast þannig til að veita betri og persónulegri þjónustu.

Stóra markmiðið með verkefninu er að breyta viðhorfi fólks til þjónustu:
að fyrsta hugsunin sé ekki lengur „ég þarf að tala við manneskju“, heldur „ég get leyst þetta sjálf – strax“.

Þessi umbreyting snýst ekki aðeins um tækni, heldur um menningarbreytingu innan fyrirtækisins og meðal viðskiptavina. Með því að efla sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni í þjónustu hefur Icelandair þegar náð að:

  • Minnka álag á þjónustuver
  • Stytta biðtíma og bæta upplifun viðskiptavina
  • Skapa rými fyrir þjónustufulltrúa til að sinna flóknari og verðmætari málum

Framtíðarsýn Icelandair er að SAGA verði órjúfanlegur hluti af þjónustuupplifun fyrirtækisins, þar sem manneskjur og gervigreind vinna saman að því að veita skilvirka, mannlega og skilningsríka þjónustu – hvenær sem er, hvar sem er.

 

Arndís Halldórsdóttir, vörustjóri í stafrænni þjónustu hjá Icelandair, hefur undanfarin ár stýrt þróun stafræna þjónustufulltrúans Sögu – verkefnis sem markar stórt skref í framtíðarþjónustu Icelandair.

Með henni kemur Guðný Halla, forstöðumaður þjónustu hjá Icelandair, sem hefur tekið þátt í mótun framtíðarstefnu fyrirtækisins í stafrænum samskiptalausnum. Mikil breyting hefur orðið í þessum málum undanfarin ár og hafa þær leitt uppbyggingu öflugra þjónustuleiða sem sameina sjálfsafgreiðslu, gervigreind og aðgengi að sérhæfðu þjónustufólki á mörgum tungumálum.

Saman munu þær segja frá vegferð Icelandair í átt að snjallari, persónulegri og aðgengilegri þjónustu sem nýtir tækni, innsýn og mannlega nálgun til að skapa betri upplifun fyrir viðskiptavini.

 

Fundurinn fer fram í húsakynnum Icelandair, ekki verður boðið upp á streymi á vef. 

Frá notanda til viðskiptavinar

Þjónusta í fyrsta sæti. 
 
Á örfáum árum hafa Veitur ohf. breytt starfsemi sinni og viðhorfi og sett viðskiptavini í forgrunn alls sem gert er. Veitur eru fyrirtæki í sérleyfisstarfssemi og viðskiptavinir hafa ekki val um að fara annað og þess vegna er sérstaklega mikilvægt að þjónusta sé í fyrsta sæti.
 
Brynja Ragnarsdóttir, fyrrum forstöðukona Þjónustu hjá Veitum, segir frá því hvernig Veitur breyttu menningu innan fyrirtækisins með markvissum hætti.
 
Veitur hlutu bronsverðlaun í stærstu þjónustukeppni í Evrópu árið 2024 og eru nú aftur komin í úrslit fyrir þjónustu við viðskiptavini.
 
Fundurinn fer fram í Hörpu. Næg bílastæði í bílakjallara Hörpu. Ekki verður boðið upp á streymi á vef.

"Óformlegi leiðtoginn" - Að starfa sem leiðtogi

Hvað þýðir það í raun að vera leiðtogi?

Einstakt tækifæri til að taka þátt í lifandi samtali þar sem við deilum reynslu, speglum okkur í hvoru öðru og finnum nýjar leiðir til að vaxa sem leiðtogar í ólíkum hlutverkum. 

 

Í atvinnuauglýsingum er alltaf verið að ráða inn leiðtoga!
En hvað þýðir það í raun að vera leiðtogi – ekki bara á pappírnum heldur í verki?
Að vera ráðinn inn sem leiðtogi er stór titill að fylla upp í.  Fjölmörg hlutverk gera ráð fyrir að viðkomandi sé leiðandi afl - leiði breytingar, leiði þróun, verkefni eða hópa án þess þó að vera formlegur yfirmaður. 

Hvernig get ég verið leiðtogi í raun?
Hvaða leiðir get ég farið til að efla mig?
Hvaða veggi rekst ég sífellt á – og hvaða áskoranir eru raunverulegar fyrir mig?
Og hvað er allt þetta geggjaða fólk þarna úti sem virðist vera „alveg með þetta“ að gera?

Komdu og fáðu speglun, nýjar hugmyndir og innsýn – tengjast öðrum leiðtogum og deildu þínum eigin lærdómi!
Við notum Open Space aðferðina til að skapa lifandi flæði þar sem við gefum og þiggjum, tengjumst og vöxum saman.

Þú færð tækifæri til að:
🌿 ræða raunverulegar áskoranir í leiðtogahlutverkinu
🌿 tengjast kollegum á nýjan og dýpri hátt
🌿 fá ferskar hugmyndir, innblástur og hvatningu
🌿 og stækka sjóndeildarhringinn í góðum félagsskap

Viðburðurinn er 2,5 klst og hentar öllum sem vilja vaxa í leiðtogahlutverki sínu – hvort sem þú ert nýr í því eða með reynslu í farteskinu.

✨ Komdu, speglaðu þig, lærðu og taktu næsta skref í þinni leiðtogafærni! ✨

 

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi faghóps um leiðtogafærni hjá Stjórnvísi og Opna háskólans í HR. Opni háskólinn hefur mikla reynslu af skapandi námskeiðishaldi fyrir þá sem vilja efla sig í starfi og bjóða upp á frábært umhverfi og aðstöðu fyrir slíka vinnu. 

Hann verður leiddur af Láru Kristínu Skúladóttur. Lára Kristín er lóðs og leiðtogaþjálfi sem brennur fyrir því að skapa rými þar sem fólk tengist, lærir og eflist saman. Lára er að byggja upp nýtt konsept, Co-Create – vettvang fyrir leiðtoga og teymi sem vilja þróa árangursríka samvinnu með skapandi og þátttökudrifnum hætti.

Henni til aðstoðar verður Ásta Þöll Gylfadóttir. Ásta er í stjórn faghóps stjórnvísi um leiðtogafærni og hefur mikinn áhuga á að efla einstaklinga og teymi. Hún hefur lokið þjálfaravottun frá ICAgile í agile leiðtogafærni og að vinna í að ljúka vottun eftir grunnnámið í markþjálfun en starfar sem deildarstjóri í vörustýringu og vefþróun á Þjónustu og nýsköpunarsviði hjá Reykjavíkurborg.

 

 

Hvað er Open Space - og hverju má ég búast við?

Open Space er lifandi og sveigjanleg aðferð þar sem þátttakendur skapa dagskrána sjálfir út frá því hvar ástríðan og áhuginn liggur. Við byrjum saman í hring, þema dagsins er kynnt og þátttakendur eru leiddir í að móta saman umræðuefni sem þeim finnst skipta máli. Með þeim mótum við svo dagskrá viðburðarins.

Þú getur lagt til umræðuefni, tekið þátt í þeim umræðum sem vekja forvitni þína og/eða þar sem þú hefur margt að gefa – og fært þig á milli hópa eftir því hvar þú finnur mestan lærdóm eða innblástur.

Andrúmsloftið er opið, skapandi og óformlegt, þar sem allir leggja sitt af mörkum.
Þú færð tækifæri til að tengjast fólki, spegla þig í öðrum og finna nýjar leiðir til að vaxa sem leiðtogi – í rými þar sem enginn hefur öll svörin, en allir hafa eitthvað að gefa.

🌿 Komdu með forvitni, opinn huga og löngun til að taka þátt í samtali sem nærir og hvetur.

Stjórnarfundur Stjórnvísi - (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00. Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „FRAMSÝN FORYSTA“. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í júní 2025 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:

  1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum 4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn er komin með drög að áhersluverkefnum starfsársins 2025-2026 sem eru fjögur. Þau verða útfærð nánar og sett á þau mælikvarða til að fylgjast með framvindu:

  1. Faghópar
    • Undirverkefni
    • Ábyrgðaraðilar
  2. Heimasíða
    • Undirverkefni
    • Ábyrgðaraðilar
  3. Myndbönd
    • Undirverkefni
    • Ábyrgðaraðilar
  4. Sóknarfæri
    • Undirverkefni
    • Ábyrgðaraðilar

 

Unnið verður í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda. Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta). Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum. Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

 

Á aðalfundi haldinn 7. maí 2025 voru kosin í stjórn félagsins:

Stjórn Stjórnvísi 2025-2026.
Anna Kristín Kristinsdóttir, Engineering Manager Lead, JBT Marel, formaður (2025-2026)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar kosin í stjórn (2022-2026)
Héðinn Jónsson, Chief Product Officer hjá Helix health. (2025-2027)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, formaður faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi (2023-2026)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi kosin í stjórn (2022-2026)
Matthías Ásgeirsson, Bláa Lónið, stofnandi faghóps um aðstöðustjórnun kosinn í stjórn (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech, formaður faghóps um innkaupstýringu (2023-2026)
Tinna Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni ON (2025-2027)
Viktor Freyr Hjörleifsson, mannauðssérfræðingur hjá Vegagerðinni. (2025-2027)

Kosin voru í fagráð félagsins.

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar (2025-2027)
Haraldur Agnar Bjarnason, forstjóri Auðkennis (2025-2027)
Margrét Tryggvadóttir, skemmtanastjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026)

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára á síðasta aðalfundi:

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

Eftirfarandi eru fyrstu tillögur/drög að mælikvörðum stjórnar 2025-2026

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2025-2026

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  1. Faghópar
      • Aukning á virkni faghópa oo
      • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega ooo
      • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
      • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

 

  1. Myndbönd
    1. Talning á fjölda félaga sem horfa á myndbönd á innri vef Stjórnvísi (verði sett inn í mælaborð)
    2. Fjöldi myndbanda sem er settur inn á (verði sett inn í mælaborð)
    3. Áhorf á Facebook

 

  1. Sóknarfæri
  1. Fjölgun fyrirtækja oo
        1. Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
        2. Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  1. Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  2. Fjölgun virkra félaga oo
  3. Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  4. Fjölgun viðburða oo
  5. Fjölgun félaga á fundum oo
  6. Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  7. Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  8. Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  9. Fjölgun nýrra háskólanema oo
  10. Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum ooo
  11. Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?