Almannatengsl (e. public relations) og samskiptastjórnun

Almannatengsl (e. public relations) og samskiptastjórnun

Fyrir hverja er þessi hópur? Hann er fyrir alla sem hafa áhuga á eða koma að samskipta- og/eða upplýsingamiðlun í gegnum daglegt amstur eða störf og vilja öðlast meiri þekkingu ásamt því að styrkja tengslanetið við aðra sem eru starfandi eða í námi á þessu sviði. Mikil vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi góðra almannatengsla og samskiptastjórnunar hér á landi á undanförnum árum og mikil tækifæri að fylgja þeirri þróun. Stöðug, fagleg og heiðarleg upplýsingagjöf við mikilvæga hagsmunahópa byggir og styrkir góða ímynd og eykur um leið velferð og virðingu hvort sem um ræðir skipulagsheildir eða einstaklinga. Með stofnun þessa faghóps geta fagaðilar á þessu sviði lagt krafta sína saman við að efla greinina hér á landi og sýnileika hennar.  

Fréttir

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um almannatengsl og samskiptastjórnun og kom ný stjórn saman í hádeginu í dag. Erla Björg Eyjólfsdóttir stofnandi faghóps var kosin formaður með einróma samþykki og stuðningi fundarins.

Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér.  Þar er jafnframt að finna upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja faghóps. Stjórnin stefnir að því að halda sinn fyrsta fund í haust og kynna til leiks það sem er framundan á komandi starfsári.  

 

Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa: Erla Björg Eyjólfsdóttir formaður, Andrea Guðmundsdóttir Háskólinn á Bifröst, Ásta Sigrún Magnúsdóttir Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir Reykjavíkurborg, Guðmundur Heiðar Helgason Strætó BS, Gunnar Hörður Garðarsson samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra, Gunnar Kristinn Sigurðsson KPMG, Gunnlaugur Bragi Björnsson Viðskiptaráð Íslands, Heiða Ingimarsdóttir Múlaþing og Ingvar Örn Ingvarsson Cohn & Wolfe á Íslandi.

 

 

 

 

Stjórn

Erla Björg Eyjólfsdóttir
Annað -  Formaður - Háskólinn á Bifröst
Andrea Guðmundsdóttir
Annað -  Stjórnandi - Háskólinn á Bifröst
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
Upplýsingafulltrúi -  Stjórnandi - Menningar- og viðskiptaráðuneyti
Guðmundur Heiðar Helgason
Markaðsfulltrúi -  Stjórnandi - Strætó bs
Gunnar Hörður Garðarsson
Upplýsingafulltrúi -  Stjórnandi - Embætti ríkislögreglustjóra
Gunnlaugur Bragi Björnsson
Upplýsingafulltrúi -  Stjórnandi - Viðskiptaráð Íslands
Ingunn Heiða Ingimarsdóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Múlaþing
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?