Almannatengsl, miðlun og samskipti

Almannatengsl, miðlun og samskipti

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á sviði almannatengsla og samskiptastjórnunar innan skipulagsheilda sem og hjá einstaklingum þeim til framdráttar, ásamt því að auka vitund um mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum, háskólum og sérfræðingum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra sem veita áhorfendum aukna þekkingu, færni og innsæi í starfsvettvang almannatengsla og samskiptastjórnunar á Íslandi sem og erlendis.

Fyrir hverja er þessi hópur? Faghópurinn var stofnaður sumarið 2022 og er fyrir alla sem hafa áhuga á eða koma að samskipta- og/eða upplýsingamiðlun í gegnum daglegt amstur eða störf og vilja öðlast meiri þekkingu ásamt því að styrkja tengslanetið við aðra sem eru starfandi eða í námi á þessu sviði. 

Mikil vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi góðra almannatengsla og samskiptastjórnunar hér á landi á undanförnum árum og mikil tækifæri að fylgja þeirri þróun. Stöðug, fagleg og heiðarleg upplýsingagjöf við mikilvæga hagsmunahópa byggir og styrkir góða ímynd og eykur um leið velferð og virðingu hvort sem um ræðir skipulagsheildir eða einstaklinga. Með stofnun þessa faghóps geta fagaðilar á þessu sviði lagt krafta sína saman við að efla greinina hér á landi og auka sýnileika hennar.  

Viðburðir

Reynsluboltar á haustfundi um almannatengsl, miðlun og samskipti

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti heldur haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember kl. 16-17. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um fagið og aðgangur er ókeypis. Að fundi loknum reynir á hæfileika fundargesta til tengslamyndunar á hamingjustund (happy hour) á staðnum.

Faghópurinn hefur fengið þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau eru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrir Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.

STJÓRN FAGHÓPSINS
Stjórn faghóps Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti skipa þau Andrea Guðmundsdóttir fagstjóri og lektor við Háskólann á Bifröst, Anna Margrét Gunnarsdóttir ráðgjafi hjá Altso, Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir ráðgjafi hjá Apríl og Nasdaq á Íslandi, Dóra Magnúsdóttir samskiptastjóri Hafrannsóknastofnunar, Erla Björg Eyjólfsdóttir ráðgjafi og stundakennari við Háskólann á Bifröst, Grétar Theodórsson ráðgjafi hjá Innsýn samskiptum og fyrrnefndur Stefán Hrafn sem er formaður hópsins.

MARKMIÐ OG SÝN
Vitundarvakning hefur orðið hér á landi undanfarin ár um mikilvægi góðra almannatengsla og markvissrar miðlunar og samskipta. Fagleg, heiðarleg og stöðug upplýsingagjöf til hagsmunahópa byggir og styrkir góða ímynd og eykur um leið velferð og virðingu vinnustaða. Markmið faghópsins er að styðja við fólk sem starfar við almannatengsl, samskipti og upplýsingamiðlun, hvort heldur á eigin spýtur eða hjá fyrirtækjum og opinberum vinnustöðum; fólk sem hefur áhuga á að auka þekkingu sína, færni og innsæi til að efla sig á starfsvettvangi.

OPINN HÓPUR
Hópurinn er eins og aðrir faghópar Stjórnvísi öllum opinn, hvort heldur fólk hefur áhuga á faginu, starfar við það eða er að sækja sér menntun á þessu sviði. Smelltu hérna til ganga til liðs við hópinn:
https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/almannatengsl-e-public-relations-og-samskiptastjornun

Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun - laus sæti í stjórn.

Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun verður haldinn mánudaginn 12. maí kl. 12:00-12:45 í gegnum Teams.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. Staða formanns og meðstjórnenda eru lausar. 

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á önn. Starf meðstjórnenda einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttað og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur.

Allir sem hafa áhuga á almannatengslum og samskiptastjórnun og vilja taka þátt að auka vægi atvinnugreinarinnar á Íslandi geta haft samband við Erlu Björg, formann faghópsins.

Tölvupóstur: erla.eyjolfsdottir@cohnwolfe.is  

Símanúmer: +354-8985119

Fundardagskrá:

  • Kosning til formanns og stjórnar / upplýsingar um nýja stjórn fyrir tímabilið 2025-2026
  • Ákvarða fyrsta fund nýrrar stjórnar 
  • Umræður um væntanlegt starfsár
  • Önnur mál 

 

Kær kveðja, stjórn faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun.

 

Microsoft Teams Meeting

Join the meeting now

Meeting ID: 362 360 470 451 2

Passcode: Bx685wd2

 

Aðalfundur stjórnar faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun

Microsoft Teams meeting
Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun verður haldinn föstudaginn 19. maí klukkan 08:45-9:30 í gegnum Teams. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. Staða meðstjórnenda er laus, sjá nánar að neðan. 

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af fyrsta starfsári faghóps
  • Nýjir meðstjórnendur kynntir
  • Önnur mál

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starf meðstjórnenda einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttað og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur.

Allir sem hafa áhuga á almannatengslum og samskiptastjórnun og vilja taka þátt að auka vægi atvinnugreinarinnar á Íslandi með því að taka þátt í stjórn faghóps, geta haft samband við Erlu Björgu Eyjólfsdóttur, formann faghópsins og ráðgjafa hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Cohn & Wolfe á Íslandi.

Netfang: erla.eyjolfsdottir@cohnwolfe.is  

Símanúmer: +354-8985119

______________________________________________________________________________________________________

Microsoft Teams meeting

Join on your computer, mobile app or room device

Click here to join the meeting

Meeting ID: 326 453 322 381
Passcode: tfvZdX

Fréttir

Þrautreyndir reynsluboltar með framsögn í Húsi máls og menningar

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti hélt vel heppnaðan haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember 2025. Fundurinn var opinn öllu áhugasömu fólki og fjölsóttur. Faghópurinn fékk þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau voru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrði Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.

Faghópur almannatengsla, miðlunar og samskipta endurvakinn

Á aðalfundi faghóps um almannatengsl, miðlun og samskipti var ný stjórn kjörin. Stjórnina skipa þau Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri og lektor við Háskólann á Bifröst, Anna Margrét Gunnarsdóttir ráðgjafi hjá Altso, Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir ráðgjafi hjá Apríl og Nasdaq á Íslandi, Dóra Magnúsdóttir samskiptastjóri Hafrannsóknastofnunar, Erla Björg Eyjólfsdóttir ráðgjafi og stundakennari við Háskólann á Bifröst, Grétar Theodórsson ráðgjafi hjá Innsýn samskiptum og Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettánellefu og fyrrverandi formaður Stjórnvísi, en hann er jafnframt formaður faghópsins. 

Hópurinn er eins og aðrir faghópar Stjórnvísi öllum opinn, hvort heldur fólk hefur áhuga á faginu, starfar við það eða sækir sér menntun á þessu sviði. Smelltu hérna til ganga til liðs við hópinn: https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/almannatengsl-e-public-relations-og-samskiptastjornun
Á vinnufundum stjórnar síðustu vikur og mánuði hefur verið mótuð metnaðarfull dagskrá fyrir veturinn, sem verður birt á vef og samfélagsmiðlum Stjórnvísi. Má þar nefna tvo staðfundi við upphaf og lok vetrar til að efla tengslamyndun þar sem sérfræðingar stíga á stokk og fara yfir stefnur og strauma í faginu. Einnig eru áætlaðir mánaðarlegir fundir með fjölbreyttum umfjöllunarefnum.

  • Október: Staðfundur með góðum gestum og tengslamyndun
  • Október: Hagnýting gervigreindar í faginu
  • Nóvember: Samskiptastjórnun og sjálfbærni
  • Desember: Almannatengsl fyrir frumkvöðla, nýsköpun og sprotafyrirtæki
  • Janúar: Almannatengsl fyrir stjórnmálaflokka og hagsmunasamtök
  • Febrúar: Fjárfestatengsl og almannatengsl í skráðum og óskráðum fyrirtækjum
  • Mars: Innri samskipti og markaðssetning á vinnustöðum
  • Apríl: Menntun og símenntun í almannatengslum og samskiptum
  • Maí: Almannatengsl á opinberum vinnustöðum.
  • Júní: Staðfundur með góðum gestum og tengslamyndun

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á sviði almannatengsla, miðlunar og samskipta innan skipulagsheilda, ásamt því að auka vitund um mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum, háskólum og sérfræðingum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra sem veita áhorfendum aukna þekkingu, færni og innsæi í starfsvettvang fagsins, hér heima og erlendis. 

Mikil vitundarvakning hefur orðið hér á landi undanfarin ár um mikilvægi góðra almannatengsla og markvissrar miðlunar og samskipta. Fagleg, heiðarleg og stöðug upplýsingagjöf við mikilvæga hagsmunahópa byggir og styrkir góða ímynd og eykur um leið velferð og virðingu hvort sem um ræðir skipulagsheildir eða einstaklinga. 

Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun var haldinn 19. maí 2023

Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun var haldinn 19. maí 2023 í gegnum Teams.

Starfsárið 2022-2023 var gert upp og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024 sem er eftirfarandi:

Formaður:

Erla Björg Eyjólfsdóttir - Cohn & Wolfe á Íslandi

Meðstjórnendur:

Andrea Guðmundsdóttir – Háskólinn á Bifröst

Ásta Sigrún Magnúsdóttir – Garðabær

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir – Reykjavíkurborg

Gunnar Hörður Garðarsson – Ríkislögreglustjóri

Gunnar Sigurðsson – KPMG

Gunnlaugur Bragi Björnsson – Viðskiptaráð

Heiða Ingimarsdóttir – Múlaþing

Ingvar Örn Ingvarsson – Cohn & Wolfe á Íslandi

Júlíus Andri Þórðarson – Háskólinn á Bifröst

Karen Kjartansdóttir – Langbrók

 

Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir þátttökuna á sínu fyrsta starfsári og hlökkum til þess næsta!

Stjórn

Stefán Hrafn Hagalín
Framkvæmdastjóri -  Formaður - Þrettánellefu
Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Apríl ráðgjöf/Nasdaq Iceland
Andrea Guðmundsdóttir
Annað -  Stjórnandi - Háskólinn á Bifröst
Anna Margrét Gunnarsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Altso
Dóra Magnúsdóttir
Upplýsingafulltrúi -  Stjórnandi - Hafrannsóknastofnun
Erla Björg Eyjólfsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Háskólinn á Bifröst
Grétar Sveinn Theodórsson
Annað -  Stjórnandi - Samband íslenskra sveitarfélaga
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?