Á hverju ári gefur ENISA út skýrslu um ógnarlandslagið eins og það blasir við þeim. Þar kemur fram hverjar séu helstu ógnirnar og hvaða geira sé helst verið að herja á. Á þessum fundi ætlum við að kafa dýpra í þessa skýrslu og hvað það þýðir fyrir okkur. Vonumst eftir góðum umræðum um atriði skýrslunnar og hvað þau þýða fyrir okkur.
Hvaða spurningum verður svarað? Hvað getum við lært af skýrslum eins og þessari? Á þetta við um okkur? Hvaða aðgerðir og verkefni þurfum við að fara í til að bregðast við og vera undirbúin?
Fyrir hver er þessi kynning? Öll sem hafa áhuga á að vita hverjar séu þær helstu ógnir sem eru í gangi þessa dagana og vilja velta fyrir sér hverju geti verið nauðsynlegt að bregðast við. Líka fyrir þau sem hafa velt fyrir sér hvort svona skýrslur hafi eitthvað erindi til okkar.
Hlekkur á skýrsluna og tengt efni
Kynningin verður í höndum stjórnar faghóps Stjórnvísi um stjórnun upplýsingaöryggis.