Dagur framtíðarinnar – Alþjóðlegt samtal fyrsta mars

Fyrsta mars á hverju ári ræða ólíkir aðilar um framtíðaráskorandir í opnu samtali í 24 tíma alstaðar að í heiminum. Oft er vísað til dagsins sem afmælisdag kjarnorkuvopnatilraunarinnar í Kyrrahafi og eyðuleggingar hennar. Það er því vel við hæfi að samtal hefjist í Aotearoa-Nýja Sjálandi kl. 12:00 á þeirra tíma. En Nýja Sjáland hefur bannað kjarnorkuvopn og hefur barist fyrir kjarnorkuvopnalausum, friðsamlegum og sjálfbærum heimi. Það er kannski ekki fyrir alla að fylgjast með slíkri umræðu, en nú vitið þið allavega að henni ef áhugi er til staðar :)

Fylgist með og takið þátt, sjá hér

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Hver er ég? Með framtíðarfræðingnum Tracey Follows

Hugsanleg skemmtilegur og fróðlegur fyrirlestur

Eldri viðburðir

Er framtíðin snjöll fyrir alla?

Click here to join the meeting

Áhugaverður fyrirlestur næstkomandi föstudag

Tæknirisar líkt og Google og Amazon eru þekktir fyrir að nýta sér snjallar lausnir, byggðar á gervigreind og vélnámi. En hvað með fyrirtæki sem eru ekki Google? Hvernig lítur framtíðin út fyrir fyrirtæki hér á landi sem vilja nýta sér snjallvæðingu og gervigreind, og hvar er best að byrja?

Fyrirlesarinn á þessum áhugaverða morgunfundi verður Diljá Rudolfsdóttir.

Diljá lærði gervigreind í Háskólanum í Edinborg og hefur unnið við snjallvæðingu hjá ýmsum fjármálafyrirtækjum, og vinni nú sem Forstöðumaður snjallvæðingar og stafrænnar þróunar hjá Veitum.

Click here to join the meeting

 

 

Fjármyndun samfélaga og borgarlaun- Framtíðarrýni

London Futurist bjóða upp á zoom streymi frá fundi með Geoff Crocker á morgun kl 16:00. Nauðsynlegt er að skrá sig. Gjaldið á fundinn er tvö og hálft pund!

Enski titill erindisins er Sovereign Money Creation and Basic Incom. Skráning og frekari upplýsingar eru á vefslóðinni, hér.

Geoff Crocker, Radix's newest fellow, technology strategist, author, and advocate for both basic income and sovereign money. He will be sharing insights from his recent book Basic Income and Sovereign Money: the alternative to economic crisis and austerity policy.

Framtíð vinnu eftir Covid

Origo er með áhugavart vefvarp 28 janúar nk kl. 9:00 með framtíðarfræðingnum Graeme Codrington. Sjá hér.

Graeme Codrington er sérfræðingur í þróun vinnuumhverfis og vinnustað framtíðarinnar. Hann hefur einstakan sýn og hæfni til að blanda saman framúrstefnulegum rannsóknum og húmor sem hann kemur frá sér á nýstárlegum og hvetjandi vinnustofum.

Graeme er meðstofnandi á TomorrowToday, alþjóðlegs fyrirtækis sem sérhæfir sig í greiningu framtíðar- og viðskiptastefna. Hann er einnig gestakennari við fjóra virta viðskiptaskóla, þar á meðal London Business School. Hann er meðlimur í World Future Society, The Institute of Directors, International Association for the Study of Youth Ministry, SA Market Research Association, Global Federation of Professional Speakers og MENSA.

Skráningin á viðburðinn er á origo.is á https://www.origo.is/vidburdir/framtid-vinnu-eftir-covid

 

 

Úrgangsmál og hringrásarhagkerfið

Click here to join the meeting
Í baráttunni gegn loftlagsvánni er þörf á að leggja áherslu á hringrásarhagkerfið í auknum mæli þar sem við komum í veg fyrir að ónýttar auðlindir verði að úrgangi ásamt því að viðhalda verðmætum eins lengi og mögulegt er. Á fundinum verður hringrásarhagkerfið skoðað út frá sjónarhóli endurvinnslu og fráveitu. 

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, sérfræðingur fráveitu Veitna í nýsköpun og tækniþróun, kynnir stefnuáherslur fráveitunnar í heildarstefnu Veitna og hugsanlegar leiðir til að hrinda í framkvæmd áherslum um bætta nýtingu orku- og auðlindastrauma.

Við rekstur fráveitna vegast á sjónarmið um metnað í umhverfismálum annars vegar og hagsýni hins vegar. Fráveitan tekur við verðmætum afurðum frá viðskiptavinum sínum, þar með talið orkuríkum lífrænum efnum og áburðarefnum sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á á heimsvísu í fyrirsjáanlegri framtíð. Endurheimt þeirra úr skólpinu er hins vegar ekki einfalt verk. Í stefnu Veitna kemur meðal annars fram að fullnýta skuli möguleika fráveitunnar til orku- og verðmætasköpunar. Hvað þýða þessar áherslur í íslensku samhengi? 

Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra mun ræða um tækifærin sem fólgin eru í hringrásarhagkerfinu þegar kemur að flokkun endurvinnsluefna og úrgangsmál fyrirtækja. Terra hefur starfað við flokkun og söfnun endurvinnslu efna frá árinu 1984 og vinnur með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í endurvinnslu og umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg.

UNESCO ráðstefna um framtíðarlæsi

Þessa dagana er haldin ráðstefna á vegum UNESCO um framtíðarlæsi. Ráðstefnan hófst í gær og stendur til og með laugardeginum 12. des. Um er að ræða netráðstefnu sem er öllum opin en nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku. Vefslóðin er:

https://events.unesco.org/event?id=255234025&lang=1033

Auk ráðstefnunnar þá er hægt að skoða sýningarbása (Boots) margra félaga, frá ýmsum löndum á sviði framtíðarfræða. Það eitt gæti verið áhugavert. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?