Fíllinn, knapinn og vegurinn – Hagnýt vinnustofa í breytingastjórnun

Dags: 6. október 2022 

Tími: 14:00 – 16:00 

Staður: Háskólinn í Reykjavík - stofa M106, staðsett á 1. hæð hússins - Nauthólsmegin 

Umsjón/fræðsla: Ágúst Kristján Steinarrsson, Bára Hlín Kristjánsdóttir, Rut Vilhjálmsdóttir 

Faghópur um breytingastjórnun verður nú með sinn fyrsta viðburð í raunheimum eftir langa veru í netheimum. Boðið er til lærdómsviðburðar þar sem hugmyndafræði úr bókinni Switch, How to Change Things When Change Is Hard verður höfð til grundvallar. Bókin hefur að geyma frábæran lærdóm sem nýtist öllum sem vilja ná árangri í breytingum. Þar eru kynnt til sögunnar fíllinn, knapinn og vegurinn sem byggja á atferlisfræði og hegðun, með ríka áherslu á einfaldleika. Þó að bókin sé frá árinu 2010 þá er hún tímalaus og líklegast vannýtt auðlind í íslensku atvinnulífi.  

Markmið viðburðarins er að gefa þátttakendum djúpa innsýn í afmarkaða aðferðarfræði sem mun stuðla að farsælum árangri við breytingar í framtíðinni. 

Uppbygging vinnustofunnar er eftirfarandi:

  • Kynning á aðferðafræðinni með aðstoð efnis frá höfundum bókarinnar.
  • Hópar vinna saman að raunverulegum verkefnum með aðferðum bókarinnar.
  • Kynning á niðurstöðum.
  • Rithöfundur bókarinnar Dan Heath mun svo koma til okkar (í gegnum Teams) og segja okkur á hagnýtan hátt frá atriðum úr bókinni.

Þeir þátttakendur sem eiga kost á eru beðnir að taka með sér tölvu, svo að hver hópur geti unnið niðurstöður sínar jafn óðum í rafrænt form.

Við hlökkum til að hitta ykkur í raunheimum og fara á dýptina í málaflokk sem við höfum öll svo mikinn áhuga á. 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Vel heppnuð áhugaverð frumraun hjá faghópi um breytingastjórnun.

Síðastliðinn fimmtudag var hagnýt vinnustofa hjá faghóp um breytingastjórnun. Farið var á kaf í bókina Switch – how to change things when change is hard þar sem kynnt var til sögunnar aðferðarfræðin um fílinn, knapann og slóðann. Veitt var fræðsla um efnið sem vinnuhópar unnu síðan úr praktísk verkefni. Rúsínan í pylsuendanum var síðan heimsókn annars rithöfundarins, Dan Heath, sem hélt frábært erindi í gegnum Teams og tók við fyrirspurnum.
Um var að ræða frumraun af þessum toga fyrir faghópinn, og jafnvel fyrir Stjórnvísi líka og hver veit nema það verði gert meira af þessu, í bland við fjölmenna Teams viðburði sem komin er góð reynsla af.

 

Eldri viðburðir

Innleiðing á verkefnamiðuðu vinnurými í nýju húsnæði Landsbankans.

Click here to join the meeting

Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans, fjallar um nýjan vinnustað í Reykjastræti 6, innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnurými og sameiningu ólíkra eininga á einn vinnustað.

Að skilja heilann og mannlega hegðun í breytingum

Click here to join the meeting

Síðustu ár hefur orðið bylting í vitneskju um heilann sem hefur haft mikil áhrif á samfélagið, vinnustaði og meðferðir. Þessi lærdómur getur verið sérstaklega verðmætur í breytingastjórnun þar sem mannleg hegðun hefur gjarnan úrslitaatkvæði um árangur breytinga og þar spilar heilinn lykilhlutverk.

Því munum við fá erindi frá Dr. John B Arden, sem hefur gefið út 16 bækur um heilann, en hann mun gefa praktíska innsýn í heilann sem nýtist okkur sem persónur en jafnframt sem leiðtogar breytinga. Í beinu framhaldi mun Ágúst Kristján Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi hjá Viti ráðgjöf, velta vöngum með John um hvernig hægt er að tengja efnið við helstu áskoranir við breytingar - og þannig leiðir til árangurs.

 John B. Arden hefur gefið út fjöldann allan af bókum um heilann og nýlega endurgaf hann út bókina Rewire your brain, sem útskýrir hvernig hægt er að breyta út af vananum, lifa á annan hátt og þannig lifa betur. Bókin var á sínum tíma ein af fyrstu bókum sem fjölluðu um aðlögunarhæfni heilans og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samhliða aukinni vitneskju um heilann var óumflýjanlegt fyrir John að endurskoða efnið með útgáfu 2.0.

Ágúst Kristján Steinarrsson er stjórnunarráðgjafi hjá Viti Ráðgjöf, er stundarkennari í breytingastjórnun hjá Opna háskólanum og fráfarandi formaður faghóps um breytingastjórnun. Breytingar eiga hug hans allan og því ætti hann að hafa úr nægu að fjalla um.

 Þetta er einstakt tækifæri til þess að fá verðmætan lærdóm frá einum fremsta sérfræði heims um heilann. Vonandi látið þið þetta ekki ykkur fram hjá fara.

Aðalfundur stjórnar faghóps um breytingastjórnun

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun verður haldinn 26. apríl klukkan 15:00 til 16:00. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. Staða formanns er laus ásamt tveimur öðrum stöðum, sjá nánar að neðan.  

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af fyrsta starfsári endurnýjaðs faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Fundurinn er hjá Þjóðskrá Íslands í Borgartúni 21 

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starfið einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttar og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur. Staða formanns faghópsins er jafnframt laus en sú staða felur í sér mikilvæga yfirsýn, samhæfingu og skipulagningu heildarinnar.

Faghópur um breytingastjórnun er með stærstu faghópum Stjórnvísi, hópurinn hefur vaxið mikið á síðustu tveimur árum og viðburðir faghópsins eru gjarnan fjölmennastir með reglulega áhugaverðum erindum. Þannig er þátttaka í stjórn frábært tækifæri til að styrkja tengslanetið, byggja upp þekkingu í faginu og styrkja ímynd sína sem sérfræðing í breytingum. 

Allir sem hafa áhuga á breytingastjórnun og vilja taka þátt að auka vægi breytingastjórnunar á Íslandi geta haft samband við Ágúst Kristján Steinarrsson, fráfarandi formann faghópsins og ráðgjafa hjá Viti ráðgjöf - viti@vitiradgjof.is og 775 1122. 

Hvernig geta aðferðir breytingastjórnunar flýtt fyrir árangri fyrirtækja í örum vexti

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00 – 09:05   Ágúst Sæmundsson, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum.

09:05 – 09:20   Kristinn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Icelandic Sustainable Fisheries, með fræðsluerindi um "Sjálfbærnivottun íslenskra fiskveiða - frá núlli í 100%. Tíu ára vegferð ISF í samhengi ADKAR breytingamódelsins og að einhverju leyti tengt bókinni Switch."

09:20 – 09:50   Hrefna Briem, forstöðumaður breytingastjórnunar og skrifstofu forstjóra Kerecis um hvernig aðferðir breytingastjórnunar geta flýtt fyrir árangri fyrirtækja í örum vexti.

09:50 – 09:59   Umræður og spurningar

Gerð og innleiðing stefnu Landsbankans – Lausnir og praktískar aðferðir við breytingastjórnun

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00-09:05  Sigurður Arnar Ólafsson stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum sem verður á Teams.

09:05-09:35  Friðrik G. Guðnason frá Landsbankanum segir frá því hvernig staðið var að gerð stefnunnar „Landsbanki nýrra tíma“ árið 2020 en ekki síður hvernig staðið hefur verið að innleiðingu hennar í kjölfarið.  Hann mun kynna ýmsar praktiskar aðferðir, verklag og lausnir tengdar breytingastjórnun sem Landsbankinn hefur nýtt sér til að innleiða stefnuna á sem skilvirkastan hátt í sinni starfsemi.  Um er að ræða mjög áhugaverða nálgun og spennandi að sjá hvað af þeim aðferðum sem Landsbankinn nýtir geta gagnast okkur í faghópnum, jafnvel strax, við breytingastjórnun í okkar fyrirtækjum.

09:35 – 09:45  Umræður og spurningar

Um fyrirlesarann:

Friðrik G. Guðnason er í dag aðstoðarmaður bankastjóra Landsbankans ásamt því að sinna starfi sem forstöðumaður Stefnumótunar og ferla.  Hann hefur starfað hjá Landsbankanum frá 2006, fyrstu árin sem verkefnastjóri en frá 2013 sem forstöðumaður ólíkra eininga sem allar hafa það sammerkt að tengjast breytingastjórnun á einn eða annan hátt.  Síðast var hann forstöðumaður Högunar en þar var hann í forsvari fyrir ferlastjórnun, gæðastjórnun, verkefnastofu, tæknihönnun, skjalastjórnun og samningastjórnun bankans.  

Áður en Friðrik hóf störf hjá Landsbankanum starfaði hann hjá Hugviti/GoPro 1998-2006, fyrst við hugbúnaðargerð og síðar sem hópstjóri sérlausna, deildarstjóri veflausna og síðustu árin sem þróunarstjóri.

 



 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?