Fjölbreytileiki og inngilding hjá Hrafnistu-reynslusaga

Join the meeting now

Í þessu erindi fjalla mannauðsráðgjafar Hrafnistu um hvernig er unnið með fjölbreytileika og inngildinu hjá Hrafnistu, hvar þau eru stödd og hver markmiðin eru.

Hrafnista er önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins, rekur 8 heimili í 5 sveitarfélögum, og býr því að baki sterkur hópur starfsfólks eða um 1700 talsins. Starfsfólki fer fjölgandi þar sem Hrafnista Boðaþingi og Hrafnista Nesvöllum stækka
umtalsvert á næsta ári. 

Starfsfólk Hrafnistu er lykillinn af farsælum rekstri Hrafnistu og leggur Hrafnista áherslu á að fá til liðs við sig öflugt, traust og metnaðarfullt starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn.

Hlutfall starfsfólks með erlendan bakgrunn er misstór á milli Hrafnistuheimila og er frá 6-20% og hefur um 40 þjóðerni. Tekin hefur verið ákvörðun um að leggja höfuðáherslur á þann hóp til að byrja með t.a.m. aukinni fræðslu til stjórnenda og
inngildandi ráðningar- og móttökuferli.

Fyrirlesarar: Freyja Rúnarsdóttir mannauðsráðgjafi, sér einnig um ráðningar á
Hrafnistuheimilunum og Auður Böðvarsdóttir mannauðsráðgjafi, sér einnig um
fræðslu á Hrafnistuheimilunum.

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Fjölbreytileiki og inngilding hjá Reykjavíkurborg - reynslusaga

Fulltrúi mannauðssviðs Reykjavíkurborgar mun segja frá því hvernig er unnið með fjölbreytileika og inngildingu starfsfólks borgarinnar. 

Frekari upplýsingar koma síðar. 

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu verður haldinn miðvikudaginn 7. maí klukkan 15:00-15:30.
Smellið hér til að tengjast fundinum

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um heilsueflandi fjölbreytileika og inngildingu sér um hugmyndavinnu, skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

 

Eldri viðburðir

From vision to action: building a DEIB function from the ground up

Charlotte Biering will discuss her experience at Marel over the last 4 years establishing a DEIB function, designing a long-term strategy, training over 4000 employees, and winning awards along the way. She will provide advice on how to start and sustain effective DEIB initiatives and begin to create a culture of inclusion in your own workplace. 
 
Charlotte is an award-winning diversity and inclusion leader with over 15 years of experience in consulting and industry. She excels in developing DEI strategies that align with organizational goals, creating lasting impact for both people and business. Her multidisciplinary background enables her to see strategic connections and foster synergies among diverse groups, ideas, and challenges. Having lived and worked in over a dozen countries, Charlotte thrives in multicultural environments and complex stakeholder networks.
 
Curious and compassionate, Charlotte is a principled leader who motivates others around a shared vision. Her expertise spans managing DEI and talent programs, advising senior management and boards, and delivering large-scale initiatives that drive meaningful cultural change.
 
Miriam Petra Omarsdóttir Awad will coordinate the meeting. Miriam Petra is a senior adviser at the Icelandic Center for Research (Rannís) where she works as the inclusion officer of Iceland's national agency for Erasmus+ (hosted by Rannís). She is also an independent advisor and educator on inclusion, racism and cultural prejudice in Iceland.
 
Presentation will be in English. 
 

Saman sköpum við góðan vinnustað á hverjum degi

Join the meeting now

Hvernig tæklum við erfið samskipti á vinnustað? Hvernig búum við til vinnumhverfi sem ýtir undir heilbrigð og góð samskipti?

Fyrirlestur um mikilvægi góðra samskipta fyrir heilbrigða vinnustaðamenningu.

Helga Lára Haarde, Klíniskur sálfræðingur og ráðgjafi hjá Attentus

Pallborð um fordóma

Join the meeting now

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðingur hjá Rannís og inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ býður í rafrænt kaffispjall og umræður um fordóma á íslenskum vinnumarkaði. Spjallið er hugsað til þess að leiða saman sérfræðinga um málefnið á hversdagslegum nótum, þ.e. ekki verða haldnir eiginlegir fyrirlestrar heldur einfaldlega gefið rými fyrir vangaveltur þeirra sem velta málefninu mikið fyrir sér - sem þátttakendum gefst færi á að hlusta á og senda inn spurningar sem brenna á þeim.

Í pallborðinu verða Achola Otieno stofnandi Inclusive Iceland, en Achola er ráðgjafi sem aðstoðar fyrirtæki við að vinna heildrænar inngildingarstefnur, Jovana Pavlović, fjölmenningarfulltrúi hjá Símenntun á Vesturlandi en Jovana heldur fræðsluerindi um fjölmenningarfærni fyrir fyrirtæki á Vesturlandi og starfar einnig við rannsókn um afnýlenduvæðingu háskólanáms hjá Háskóla Íslands og Tanya Korolenko sem er menningarmiðlari hjá Reykjavíkurborg sem vinnur að því að tengja úkraínskt flóttafólk við íslenskt samfélag, en Tanya hefur einnig skrifað greinar fyrir Heimildina um reynslu sína af því að vera kona á flótta. 

 

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu (DEI)

Join the meeting now

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl á Teams. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á irina.s.ogurtsova@gmail.com

 

Inngildingarstefna Rannís - hvar við erum núna

Click here to join the meeting

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðingur hjá Rannís og inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ fer yfir stöðuna á inngildingarstefnu landskrifstofunnar og veltir fram ýmsum hugmyndum um gerð inngildingarstefna yfirhöfuð. Nú er stefnan og aðgerðaráætlunin komin í nokkuð ágætan farveg en ýmsar vangaveltur hafa sprottið upp hjá inngildingarfullrúa á meðan vinna við stefnuna og aðgerðaráætlunina stóð yfir. 

Farið verður yfir uppsetningu stefnunnar eins og hún er í dag, hvaða breytingar áttu sér stað og hvers vegna. Miriam ætlar einnig að velta fyrir sér stöðunni, hvernig hún vonar að stefnan gagnist samstarfsfólkinu og hver séu næstu skref. Miriam veltir fyrir sér hvort að gerð slíkrar stefnu hafi tilætluð áhrif og hvað það sé sem skiptir mestu máli. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?