Framtíðarhópur Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur hefur sett saman Framtíðarhóp, til að meta og huga að framtíðaráskorunum fyrirtækisins. Það eru ekki mörg fyrirtæki sem stígið hafa þetta skref hérlendis og því áhugavert að heyra í starfsmönnum og forsvarsmönnum hópsins um markmið og skipulags hópsins og hvernig hópurinn muni starfa. 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Framtíðarhópur Orkuveitu Reykjavíkur

Faghópur um framtíðarfræði hélt áhugaverðan fund sem tengist svo sannarlega framtíðarfræði. Það voru starfsmenn og forsvarsmenn framtíðarhóp OR sem fjölluðu um markmið og skipulag hópsins og hvernig hann starfar. 

Víðir Ragnarsson sérfræðingur I viðskiptagreind byrjaði á að ræða um stóru myndina og kynnti stefnuhúsið en efst þar er framtíðarsýnin.  Störf OR hafa verið að þróast þannig að hlutfall sérfræðinga og iðnaðarmanna eykst á með hlutfall ófaglærðra og skrifstofufólks fækkar.  Störf eru mjög kynjaskipt t.d. er 5% af iðnaðarfólki konur og 76% af skrifstofufólki.   Konur eru 34% sérfræðinga, 51%stjórnenda og 30% í heildarsamstæðunni.  Orkugeirinn einkennist m.a. af litlum fjölbreytileika, háum starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.  Fjórða iðnbyltingin kemur beint við orkugeirann því sjálfvirkni er að aukast margfalt, vélmenni og gervigrein nýtt í miklum mæli.  Helstu áskoranir eru að stjórnendur þurfa að vera djarfir og það þarf að verða breyting á því hvernig starfsfólk hugsar um sig og starfsþróun.  Í dag er gap milli þess sem við þekkjum og þurfum að þekkja, hætta er á því að fyrirtæki nái ekki þeim vexti til að nýta tæknina sem framundan er.  Breytingar á störfum og tækni á næstu árum er þannig að eftir 2 ár verður 42% af því sem við gerum ný störf.  Fyrirtæki þurfa því strax að byrja.  (World Economic Forum report Workforce in 2018 and 2011)  Helstu hindranir eru að fyrirtæki sjái ekki tækifærin og þjálfi ekki starfsmenn til að takast á við nýja tækni. (MCKinsey 2017 – Jobs lost, jobs gained, workforce transitions in a time of automation). Mikil breyting er fyrirsjáanleg.  Í framtíðinni mun starfsfólk eyða meiri tíma í starfsemi sem vélar eru ekki færar um að sinna.  Áskoranir framundan eru að auka áhuga kvenna á tækni-og iðnaðarstörfum sem og námi.  Halda þarf áfram að vekja athygli samfélagsins á þeim vanda sem blasir við.  Hæfni rétta fólksins gæti verið að vera forvitinn. 

Ásdís Eir Símonardóttir mannauðssérfræðingur sagði að sett hefði verið af stað stefnuverkefni tveggja starfsnema úr HR. Færnikröfur eru að breytast mjög mikilð sem og stjórnun. Ef vinnustaðir gera ekki neitt þá verða uppsagnir því starfsfólk mun úreldast.  Koma þarf auga á hættur og  skoða hvernig þau sem framtíðarhópur geta haft áhrif á sköpun framtíðarinnar. Að lokum var Orkuþon “Hackathon” starfsfólks OR kynnt. Hugmynd kom um að halda orkufund.  Sagan hefur kennt okkur að u.þ.b. á 100 ára fresti gerist eitthvað sem veltir öllum iðnaði, tæknin og þekkingin breytist og fyrirtæki verða sterkari.  En hvernig kemur tæknin til með að breyta hverju og einu fyrirtæki? Google leyfa starfsmönnum að vinna 20% af tíma sínum í að skapa lausnir með verkfærakistu frumkvöðulsins. 

 

 

 

 

 

Framtíðarhópur Orkuveitu Reykjavíkur

Faghópur um framtíðarfræði hélt áhugaverðan fund sem tengist svo sannarlega framtíðarfræði. Það voru starfsmenn og forsvarsmenn framtíðarhóp OR sem fjölluðu um markmið og skipulag hópsins og hvernig hann starfar. 

Víðir Ragnarsson sérfræðingur I viðskiptagreind byrjaði á að ræða um stóru myndina og kynnti stefnuhúsið en efst þar er framtíðarsýnin.  Störf OR hafa verið að þróast þannig að hlutfall sérfræðinga og iðnaðarmanna eykst á með hlutfall ófaglærðra og skrifstofufólks fækkar.  Störf eru mjög kynjaskipt t.d. er 5% af iðnaðarfólki konur og 76% af skrifstofufólki.   Konur eru 34% sérfræðinga, 51%stjórnenda og 30% í heildarsamstæðunni.  Orkugeirinn einkennist m.a. af litlum fjölbreytileika, háum starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.  Fjórða iðnbyltingin kemur beint við orkugeirann því sjálfvirkni er að aukast margfalt, vélmenni og gervigrein nýtt í miklum mæli.  Helstu áskoranir eru að stjórnendur þurfa að vera djarfir og það þarf að verða breyting á því hvernig starfsfólk hugsar um sig og starfsþróun.  Í dag er gap milli þess sem við þekkjum og þurfum að þekkja, hætta er á því að fyrirtæki nái ekki þeim vexti til að nýta tæknina sem framundan er.  Breytingar á störfum og tækni á næstu árum er þannig að eftir 2 ár verður 42% af því sem við gerum ný störf.  Fyrirtæki þurfa því strax að byrja.  (World Economic Forum report Workforce in 2018 and 2011)  Helstu hindranir eru að fyrirtæki sjái ekki tækifærin og þjálfi ekki starfsmenn til að takast á við nýja tækni. (MCKinsey 2017 – Jobs lost, jobs gained, workforce transitions in a time of automation). Mikil breyting er fyrirsjáanleg.  Í framtíðinni mun starfsfólk eyða meiri tíma í starfsemi sem vélar eru ekki færar um að sinna.  Áskoranir framundan eru að auka áhuga kvenna á tækni-og iðnaðarstörfum sem og námi.  Halda þarf áfram að vekja athygli samfélagsins á þeim vanda sem blasir við.  Hæfni rétta fólksins gæti verið að vera forvitinn. 

Ásdís Eir Símonardóttir mannauðssérfræðingur sagði að sett hefði verið af stað stefnuverkefni tveggja starfsnema úr HR. Færnikröfur eru að breytast mjög mikilð sem og stjórnun. Ef vinnustaðir gera ekki neitt þá verða uppsagnir því starfsfólk mun úreldast.  Koma þarf auga á hættur og  skoða hvernig þau sem framtíðarhópur geta haft áhrif á sköpun framtíðarinnar. Að lokum var Orkuþon “Hackathon” starfsfólks OR kynnt. Hugmynd kom um að halda orkufund.  Sagan hefur kennt okkur að u.þ.b. á 100 ára fresti gerist eitthvað sem veltir öllum iðnaði, tæknin og þekkingin breytist og fyrirtæki verða sterkari.  En hvernig kemur tæknin til með að breyta hverju og einu fyrirtæki? Google leyfa starfsmönnum að vinna 20% af tíma sínum í að skapa lausnir með verkfærakistu frumkvöðulsins. 

 

 

 

 

 

Eldri viðburðir

Síungir karlmenn – kynning á jólabókinni í ár og aðferð til að móta æskileg framtíðaráform

Vefslóð á fundinn
Ekki verða hægeldaður í viðhorfum samtíðar

Í fyrrihluta málstofnunnar verður bókin Síungir karlmenn. Innblástur, innsæi og ráð, kynnt. Síðar verður kynnt vinsæl aðferð framtíðarfræða, sem mótuð var af professor Sohail Inayatullah, þar sem farið er frá núverandi stöðu mála og hugað að æskilegri stöð í framtíðinni.

Í bókinni er aðferðin aðlöguð að einstaklingum en hún er víða notuð við að rýna framtíðaráform, mótun stefnu eða við hverskyns nýsköpun.

Vefslóð á fundinn 

Bókina og aðferðina munu höfundarnir Sævar Kristinsson og Karl G. Friðriksson kynna.

Bókin hefur að geyma 45 hugleiðingar fyrir síunga karlmenn. Þarna er um að ræða hvatningu að fara úr viðjum vanans, og brjóta upp eldri viðmið samfélagsins. Þó svo bókin sé stíluð á karlmenn þá, eins og stendur á bókakápu, hentar hún öllum kynjum.

Með bókinni vilja höfundar ögra vanabundnum viðmiðum, ýta við hugsun og opna dyr að nýjum viðhorfum og möguleikum fyrir síunga karlmenn eða karlmenn á besta aldri. Við viljum stuðla að breyttum viðhorfum samfélagsins til aldurs og þá vegferð er best að byrja með að fá hvern og einn til að rýna sjálfan sig.

Við höfum orðið varir við að umræða um aldur og það að eldast er oft lituð af neikvæðum formerkjum, klisjum. Miðaldra og eldri einstaklingar, oft reynsluboltar í fullu fjöri, mæta þröngsýnum viðhorfum sem eru ólík raunveruleikanum, jafnvel niðurlægjandi og langt frá því að vera í takti við getu þeirra og hæfni.

Bókin hefur verið rýnd af mörgum aðilum og fengið góðar umsagnir:

„Þessi bók situr í manni eftir lesturinn. Það er svo margt í henni sem ég hef ákveðið að tileinka mér. Frábær bók!"

Gunnar Helgason, rithöfundur

„Ef þetta er uppskrift að langlífi, þá tek ég tvær! Lífsgleði, forvitni og núvitund í sönnum stíl síungra karlmanna.“

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi og frumkvöðull

„Hér er einmitt verið að fjalla um hluti sem ég verið að velta fyrir mér – bæði gagnlegt og skemmtileg lesning“

Páll Jakob Líndal, dr. í umhverfissálfræði og markþjálfi

Framtíðar-samfélagsrými í þágu velsældar.

Umhverfissálfræði, samsköpun og skipulag borga og bæja.

Join the meeting now

Tækniframfarir munu breyta eðli starfa framtíða og hversu miklum tíma er varið á vinnustöðum. Þessar breytingar munu hafa áhrif á samsetningu og íbúafjölda í sveitarfélögum um land allt og kalla óneitanlega á endurskoðun á vægi samfélagsrýma. Hvernig hönnum við innviði og almenningsrými í sveitarfélögum sem stuðla að velsæld og efla tengsl milli íbúa til framtíðar?

Dögg Sigmarsdóttir og Páll Jakob Líndal kynna á fjarfundi ólíkar útfærslur á þróun samfélagsrýma framtíða sem ýta undir mannvænt og vistvænt samfélag í virku samráði við íbúa.

Dögg Sigmarsdóttir, sérfræðingur í sköpun samfélagsrýma, kynnir hugmyndir borgarbúa frá Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins um mögulega nýtingu almenningsrýma eins og bókasafna eftir 100 ár og hvernig slík samfélagsrými gætu komið í veg fyrir að tengslarof, ójöfnuður og vistkreppa samtímans fylgi okkur inn í framtíðina.

Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur, kynnir nýja nálgun í skipulagi fyrir þéttbýlið Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem gagnvirkt þrívíddarlíkan af þéttbýlinu er þróað í tölvuleikjaumhverfi sem m.a. býður upp á kraftmikla upplifun í sýndarveruleika, og gerir hagaðilum kleift að skoða og meta skipulagið á aðgengilegan og sannfærandi hátt. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi núverandi þéttbýliskjarna sem telur um nú 60 manns ríflega tífaldist á næstu árum og áratugum. Frá upphafi hefur sveitarstjórn lagt áherslu á að skipulagið byggi á umhverfissálfræðilegum áherslum, með það að markmiði að skapa mannvænt umhverfi og samheldið samfélag. Verkefnið markar nýja nálgun í skipulagsvinnu þar sem samþætt er vísindaleg þekking úr umhverfissálfræði, hönnun og skipulagsgerð, auk virks samráðs við íbúa. Með þessu er lagður grunnur að sjálfbærum þéttbýliskjarna í íslensku dreifbýli.

Páll Jakob Líndal er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney og rekur ráðgjafar-og rannsóknarfyrirtækið ENVALYS þar sem umhverfissálfræði, skipulagi og hönnun er tvinnað saman með hjálp þrívíddar- og sýndarveruleikatækni. Þá er Páll forstöðumaður viðbótarnáms á meistarastigi í umhverfissálfræði við Háskólann í Reykjavík auk þess að vera fyrirlesari og markþjálfi.

Dögg Sigmarsdóttir er verkefnastjóri sem lokið hefur APME í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er með meistaragráðu í Political and Economic Philosophy frá Universität Bern (Sviss) og hefur einnig lokið diplómanámi í alþjóða- og evrópurétti frá sama háskóla. Hún hefur stýrt fjölmörgum verkefnum sem snúa að mótun samfélagsrýma og eflingu borgaralegrar þátttöku í þágu inngildingar, velsældar og félagslegrar sjálfbærni.

Er þjálfun gervigreindar brot á höfundarétti?

Join the meeting now

Við höfum fengið Guðrúnu Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs til að fjalla um þær áskoranir sem skapandi greinar standa frammi fyrir varðandi nýtingu höfundaréttarvarðra verka til þjálfunar gervigreindar.  

Guðrún Björk hefur bent á að  „rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar.“ Áhugavert verður að heyra af stefnumiðum samtakanna til að takast á við þessa þróun, en STEF hefur starfað náið með norrænum höfundaréttarsamtökum og sett fram stefnu til framtíðar hvað varðar leyfisveitingar vegna spunagreindar. 

Þær spurningar sem leitast verður við að svara eru m.a.: 

  • Er þjálfun gervigreindar með höfundaréttarvörðum verkum brot á höfundarétti?
  • Hvaða áhrif hafa ákvæði tilskipunar ESB sem mælir fyrir um að rétthafar verði að kjósa að standa utan ("opt-out") þjálfunar gervigreindar annars sé slík þjálfun heimil án samþykkis. 
  • Hvað verður um þau verk sem gervigreindin skapar?  Eru þau höfundaréttarvarin? Hvað með verk sem eru að hluta til sköpuð af gervigreind?  
  • Hverjar eru skyldur fyrirtækja sem síðan nýta sér verk sköpuð af gervigreind í sínum rekstri?

Fundurinn verður einungis á streymi, föstudaginn 31. október kl. 9:00 -10:00. 

 Guðrún Björk Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri STEFs. STEF eru innheimtusamtök tón- og textahöfunda á Íslandi. Guðrún Björk er hæstaréttarlögmaður með cand.jur gráðu frá Háskóla Íslands og viðbótar mastersgráðu í Evrópurétti frá Stokkhólmsháskóla svo og gráðu á meistarastigi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Guðrún Björk  á að baki farsælan feril sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Samtökum atvinnulífsins áður en hún hóf störf hjá STEFi. Guðrún Björk hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur og haldið fjölda erinda og fyrirlestra hjá ýmsum aðilum, hin síðustu ár aðallega á sviði höfundaréttar. Guðrún Björk situr í stjórn NCB (Nordisk Copyright Bureau) sem annast hagsmunagæslu fyrir höfunda á Norðurlöndunum vegna hljóðsetningar og eintakagerðar verka þeirra og í stjórn Tónlistarmiðstöðvar.

Gervigreindarstraumar – beint frá San Francisco

Hlekkur á Teams fund:

Gervigreindarstraumar – beint frá San Francisco | Meeting-Join | Microsoft Teams

Róbert Bjarnason kynnir nýjustu strauma í gervigreind eftir nýafstaðna heimsókn á DevDay hjá OpenAI í San Francisco.

Í kjölfarið verða pallborðsumræður og samtal við þátttakendur um framtíðarþróun gervigreindar, áskoranir og tækifæri við sjóndeildarhringinn.

Þátttakendur eru úr gervigreindar- og faghópi framtíðarfræða: Karl Friðriksson, Þorsteinn Siglaugsson, Gyða Björg Sigurðardóttir, Helga Ingimundardóttir og Sævar Kristinsson.

 

 

Hlekkur á Teams fund:

Gervigreindarstraumar – beint frá San Francisco | Meeting-Join | Microsoft Teams

Alþjóðleg stjórnun gervigreindar - Val möguleikar

Streymi á vegum London Futurest.

Að hvaða leyti ættum við að stýra þróun nýrra kynslóða gervigreinda?

Sjá nánar: https://www.meetup.com/london-futurists/events/310438190/

Í þessu streymi verða meðal annars eftirfarandi atriði rædd:

  • Singapore-sáttmálinn
  • Aðgerðaáætlun Bandaríkjanna um gervigreind
  • Umræður á Alþjóðlegu gervigreindarráðstefnunni í Shanghai
  • Nýjar útgáfur af gervigreindarlíkönum
  • Gervigreindarlíkön sem ná nýjum viðmiðum í getu

Framtíðarsetur Íslands í samvinnu við London Futurest.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?