Framtíðarhópur Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur hefur sett saman Framtíðarhóp, til að meta og huga að framtíðaráskorunum fyrirtækisins. Það eru ekki mörg fyrirtæki sem stígið hafa þetta skref hérlendis og því áhugavert að heyra í starfsmönnum og forsvarsmönnum hópsins um markmið og skipulags hópsins og hvernig hópurinn muni starfa. 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Framtíðarhópur Orkuveitu Reykjavíkur

Faghópur um framtíðarfræði hélt áhugaverðan fund sem tengist svo sannarlega framtíðarfræði. Það voru starfsmenn og forsvarsmenn framtíðarhóp OR sem fjölluðu um markmið og skipulag hópsins og hvernig hann starfar. 

Víðir Ragnarsson sérfræðingur I viðskiptagreind byrjaði á að ræða um stóru myndina og kynnti stefnuhúsið en efst þar er framtíðarsýnin.  Störf OR hafa verið að þróast þannig að hlutfall sérfræðinga og iðnaðarmanna eykst á með hlutfall ófaglærðra og skrifstofufólks fækkar.  Störf eru mjög kynjaskipt t.d. er 5% af iðnaðarfólki konur og 76% af skrifstofufólki.   Konur eru 34% sérfræðinga, 51%stjórnenda og 30% í heildarsamstæðunni.  Orkugeirinn einkennist m.a. af litlum fjölbreytileika, háum starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.  Fjórða iðnbyltingin kemur beint við orkugeirann því sjálfvirkni er að aukast margfalt, vélmenni og gervigrein nýtt í miklum mæli.  Helstu áskoranir eru að stjórnendur þurfa að vera djarfir og það þarf að verða breyting á því hvernig starfsfólk hugsar um sig og starfsþróun.  Í dag er gap milli þess sem við þekkjum og þurfum að þekkja, hætta er á því að fyrirtæki nái ekki þeim vexti til að nýta tæknina sem framundan er.  Breytingar á störfum og tækni á næstu árum er þannig að eftir 2 ár verður 42% af því sem við gerum ný störf.  Fyrirtæki þurfa því strax að byrja.  (World Economic Forum report Workforce in 2018 and 2011)  Helstu hindranir eru að fyrirtæki sjái ekki tækifærin og þjálfi ekki starfsmenn til að takast á við nýja tækni. (MCKinsey 2017 – Jobs lost, jobs gained, workforce transitions in a time of automation). Mikil breyting er fyrirsjáanleg.  Í framtíðinni mun starfsfólk eyða meiri tíma í starfsemi sem vélar eru ekki færar um að sinna.  Áskoranir framundan eru að auka áhuga kvenna á tækni-og iðnaðarstörfum sem og námi.  Halda þarf áfram að vekja athygli samfélagsins á þeim vanda sem blasir við.  Hæfni rétta fólksins gæti verið að vera forvitinn. 

Ásdís Eir Símonardóttir mannauðssérfræðingur sagði að sett hefði verið af stað stefnuverkefni tveggja starfsnema úr HR. Færnikröfur eru að breytast mjög mikilð sem og stjórnun. Ef vinnustaðir gera ekki neitt þá verða uppsagnir því starfsfólk mun úreldast.  Koma þarf auga á hættur og  skoða hvernig þau sem framtíðarhópur geta haft áhrif á sköpun framtíðarinnar. Að lokum var Orkuþon “Hackathon” starfsfólks OR kynnt. Hugmynd kom um að halda orkufund.  Sagan hefur kennt okkur að u.þ.b. á 100 ára fresti gerist eitthvað sem veltir öllum iðnaði, tæknin og þekkingin breytist og fyrirtæki verða sterkari.  En hvernig kemur tæknin til með að breyta hverju og einu fyrirtæki? Google leyfa starfsmönnum að vinna 20% af tíma sínum í að skapa lausnir með verkfærakistu frumkvöðulsins. 

 

 

 

 

 

Framtíðarhópur Orkuveitu Reykjavíkur

Faghópur um framtíðarfræði hélt áhugaverðan fund sem tengist svo sannarlega framtíðarfræði. Það voru starfsmenn og forsvarsmenn framtíðarhóp OR sem fjölluðu um markmið og skipulag hópsins og hvernig hann starfar. 

Víðir Ragnarsson sérfræðingur I viðskiptagreind byrjaði á að ræða um stóru myndina og kynnti stefnuhúsið en efst þar er framtíðarsýnin.  Störf OR hafa verið að þróast þannig að hlutfall sérfræðinga og iðnaðarmanna eykst á með hlutfall ófaglærðra og skrifstofufólks fækkar.  Störf eru mjög kynjaskipt t.d. er 5% af iðnaðarfólki konur og 76% af skrifstofufólki.   Konur eru 34% sérfræðinga, 51%stjórnenda og 30% í heildarsamstæðunni.  Orkugeirinn einkennist m.a. af litlum fjölbreytileika, háum starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.  Fjórða iðnbyltingin kemur beint við orkugeirann því sjálfvirkni er að aukast margfalt, vélmenni og gervigrein nýtt í miklum mæli.  Helstu áskoranir eru að stjórnendur þurfa að vera djarfir og það þarf að verða breyting á því hvernig starfsfólk hugsar um sig og starfsþróun.  Í dag er gap milli þess sem við þekkjum og þurfum að þekkja, hætta er á því að fyrirtæki nái ekki þeim vexti til að nýta tæknina sem framundan er.  Breytingar á störfum og tækni á næstu árum er þannig að eftir 2 ár verður 42% af því sem við gerum ný störf.  Fyrirtæki þurfa því strax að byrja.  (World Economic Forum report Workforce in 2018 and 2011)  Helstu hindranir eru að fyrirtæki sjái ekki tækifærin og þjálfi ekki starfsmenn til að takast á við nýja tækni. (MCKinsey 2017 – Jobs lost, jobs gained, workforce transitions in a time of automation). Mikil breyting er fyrirsjáanleg.  Í framtíðinni mun starfsfólk eyða meiri tíma í starfsemi sem vélar eru ekki færar um að sinna.  Áskoranir framundan eru að auka áhuga kvenna á tækni-og iðnaðarstörfum sem og námi.  Halda þarf áfram að vekja athygli samfélagsins á þeim vanda sem blasir við.  Hæfni rétta fólksins gæti verið að vera forvitinn. 

Ásdís Eir Símonardóttir mannauðssérfræðingur sagði að sett hefði verið af stað stefnuverkefni tveggja starfsnema úr HR. Færnikröfur eru að breytast mjög mikilð sem og stjórnun. Ef vinnustaðir gera ekki neitt þá verða uppsagnir því starfsfólk mun úreldast.  Koma þarf auga á hættur og  skoða hvernig þau sem framtíðarhópur geta haft áhrif á sköpun framtíðarinnar. Að lokum var Orkuþon “Hackathon” starfsfólks OR kynnt. Hugmynd kom um að halda orkufund.  Sagan hefur kennt okkur að u.þ.b. á 100 ára fresti gerist eitthvað sem veltir öllum iðnaði, tæknin og þekkingin breytist og fyrirtæki verða sterkari.  En hvernig kemur tæknin til með að breyta hverju og einu fyrirtæki? Google leyfa starfsmönnum að vinna 20% af tíma sínum í að skapa lausnir með verkfærakistu frumkvöðulsins. 

 

 

 

 

 

Eldri viðburðir

Viðburðurinn afbókaður. Sjálfbært tónlistarlíf og notkun gervigreindar - Norræn stefnumörkun höfundaréttarsamtaka

Join the meeting now

Við höfum fengið Guðrúnu Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs til að fjalla um nýlega stefnu STEFs  og Norrænna höfundaréttarsamtaka um hvernig þau ætla að beita sér fyrir framtíðar samspil tónlistar og gervigreindar. Guðrún Björk hefur bent á að  „rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar.“ Áhugavert verður að heyra af stefnumiðum samtakanna til að takast á við þessa þróun.

Geta aðrar skapandi greinar hagnýtt sér þetta frumkvæði STEFs og þannig komið í veg fyrir virðistap listamanna vegna þessara þróunar? Getur gervigreindin hugsanlega opnað fyrir tækifæri skapandi einstaklinga, þegar fram líða stundir?

STEF býður okkur að hittast í húsakynnum sínum að Laufásvegi 40, 12. júní kl 16:00.

 

Guðrún Björk Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri STEFs. STEF eru innheimtusamtök tón- og textahöfunda á Íslandi. Guðrún Björk er hæstaréttarlögmaður með cand.jur gráðu frá Háskóla Íslands og viðbótar mastersgráðu í Evrópurétti frá Stokkhólmsháskóla svo og gráðu á meistarastigi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Guðrún Björk  á að baki farsælan feril sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Samtökum atvinnulífsins áður en hún hóf störf hjá STEFi. Guðrún Björk hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur og haldið fjölda erinda og fyrirlestra hjá ýmsum aðilum, hin síðustu ár aðallega á sviði höfundaréttar. Guðrún Björk situr í stjórn NCB (Nordisk Copyright Bureau) sem annast hagsmunagæslu fyrir höfunda á Norðurlöndunum vegna hljóðsetningar og eintakagerðar verka þeirra og í stjórn Tónlistarmiðstöðvar.

Leiðtoginn og framtíðarvitund hans.

Hvað þarf til að takast á við óvissu og taka ákvarðanir um framtíðarstefnumið í rekstri. Sabrina Sullivan og Meghan Donohoe (sjá Linkedin) mun fjalla um þetta viðfangsefni sem er hluti af viðburðum Dubia Future Society 15 apríl næstkomandi kl 13:00.

Viðburðurinn gæti verið áhugaverður fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á valdeflandi forystu og framtíðarrýni.

Skráið ykkur til þátttöku á eftirfarandi vefslóð; https://us06web.zoom.us/meeting/register/u-ikvrqsRreVyvAuVqIPJQ#/registration

Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu

Join the meeting now

Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu býður upp á tækifæri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina möguleika gervigreindar í íslenskri stjórnsýslu og skoðað leiðir til að tryggja ábyrga og árangursríka notkun hennar. Á fundinum fjallar Gísli Ragnar Guðmundsson, gervigreindarráðgjafi hjá KPMG og fyrrverandi sérfræðingur í gervigreindarmála hjá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, um hvernig gervigreind getur nýst í opinberri stjórnsýslu. Hann mun draga fram dæmi um hvernig stofnanir og ráðuneyti geta innleitt gervigreind í daglegu starfi, hver helstu tækifærin eru, og hverju þarf að huga að til að nýtingin verði örugg, siðferðilega ábyrg og til raunverulegs hagsbóta. Einnig verður fjallað um stöðu innleiðingar gervigreindar hjá íslenskum ráðuneytum í dag, hvaða áskoranir standa í vegi fyrir frekari upptöku og hvernig hægt er að vinna markvisst að því að yfirstíga þær. Gísli hefur komið að stefnumótun Íslands í gervigreind, haldið fjölda vinnustofa með ráðuneytum og stofnunum og aðstoðað bæði ríki og fyrirtæki við að nýta gervigreind í verkefnum sínum.

Gervigreindarstefna Hagstofu Íslands

Hlekkur á viðburð  

Notkun gervigreindar fer hratt vaxandi jafnt hjá einkafyrirtækjum og í opinbera geiranum. Til að hámarka árangur af notkun þessarar nýju tækni er skýr stefnumótun og markviss innleiðing lykilatriði. Síðastliðið haust var settur á fót starfshópur innan Hagstofu Íslands, sem fékk það hlutverk að móta stefnu um notkun gervigreindar. Stefnan var gefin út seint á síðasta ári og hópurinn vinnur nú að innleiðingu hennar. Á fundinum fjallar Þorsteinn Siglaugsson, sérfræðingur á efnahagssviði Hagstofunnar um stefnumótunarvinnuna og innleiðingarvinnuna í kjölfarið. Auk þess að starfa hjá Hagstofunni hefur Þorsteinn unnið að ráðgjöf og þjálfun í hagnýtingu gervigreindar undanfarin tvö ár, m.a. í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli (Logical Thinking Process), stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Anteos ehf sem þróar lausnir byggðar á gervigreind og höfundur “Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir” (2024). Fundinum stýrir Gyða Björg Sigurðardóttir, sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Orkunni og stjórnarmaður í faghópi um gervigreind.

Transhumanism: Future scenarios, with Max More

Hver er betri til að fjalla um hugsanlegri framtíð transhúmanisma en sá sem almennt er talinn vera upphafsmaður nútíma transhumanisma, Max More?

Max mun á þessari málstofu London Futurist, sem verður á netinu, ræða um þær sviðsmyndir (framtíðir) sem hugsanlega fela í sér transhumanisma, þær líklegustu eða eftirsóknarverðustu. Max gaf þessa skilgreiningu á hugtakinu árið 1990: „Transhumanismi er flokkur lífsspeki sem leitast við að halda áfram og hraða þróun vitsmunalífs umfram núverandi mannlega mynd og mannlegar takmarkanir með vísindum og tækni."

Skráning og nánar upplýsingar eru á eftirfarandi vefslóð: Transhumanism: Future scenarios, with Max More, Sat, Mar 15, 2025, 4:00 PM | Meetup

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?