Fundur á vegum gæðstjórnunarhóps
Gæðakröfur hjá Samkeppniseftirliti
Fundarefni - nánar:
Samkeppniseftirlitið er rúmlega 20 manna stofnun sem hefur yfirsýn yfir alla helstu samkeppnismarkaði í íslensku atvinnulífi og grípur til aðgerða gagnvart fyrirtækjum þegar grunur leikur á um samkeppnislagabrot. Á fundinum ræða Páll Gunnar Pálsson, forstjóri, og Hilmar Þórðarson sviðsstjóri rannsóknar- og upplýsingasviðs um þær gæðakröfur sem hvíla á Samkeppniseftirlitinu í meðferð mála og þau gildi, markmið og kerfi sem byggt er á í starfinu.
Framsögumenn
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Hilmar Þórðarson, sviðsstjóri rannsóknar- og upplýsingasviðs
Í lok fundarins verður haldinn aðalfundur gæðastjórnunarhópsins og eru félagar hvattir til að taka þátt í fundinum, koma með hugmyndir og hafa skoðanir á starfi hópsins.
Fundarstaður
Samkeppniseftirlitið, Borgartúni 26, Reykjavík.