Stuðlahálsi 1 Stuðlaháls, Reykjavík, Ísland
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Gæðamál eru skemmtileg!
Vorfagnaður og aðalfundur gæðastjórnunarhóps Stjórnvísis.
Nú fögnum við hækkandi sól með skemmtilegum vorfundi sem haldinn verður hjá Vífilfelli á Stuðlahálsi 1, fimmtudaginn 24. maí 2012 kl. 16:30 - 18.
Við hefjum fundinn á aðalfundarstörfum og í framhaldi hlustum við á fyrirlestur gæðastjóra og ráðgjafa sem hafa mikla reynslu af gæðastjórnun.
Pétur Helgason gæðastjóri hjá Vífilfelli og Valgerður Ásta Guðmundsdóttir ráðgjafi hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni segja okkur á lifandi og skemmtilegan hátt frá átaksverkefni í gæðamálum hjá Vífilfelli, hvernig þau hafa gert gæðastarfið skemmtilegt og áhugavert og þannig vakið áhuga og samstöðu í fyrirtækinu.
Hvetjum alla til að mæta, sýna sig og sjá aðra, þiggja léttar veitingar og hlusta á áhugaverðan fyrirlestur.