Góðir stjórnarhættir - Fyrirmyndarfyrirtæki í Góðum stjórnarháttum

Faghópur um góða stjórnarhætti vekur athygli á þessari ráðstefnu. Þú bókar þig hér. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti efnir árlega til ráðstefnu um góða stjórnarhætti í samvinnu við hagsmunaaðila. Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á mikilvægi góðra stjórnarhátta, alþjóðlegum straumum og stefnum í stjórnarháttum og vinnu íslenskra stjórnarmanna við að efla stjórnarhætti. Fjöldi fyrirtækja hafa fengið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum eftir úttekt sérstakra úttektaraðila á stjórnarháttum og Rannsóknarmiðstöðvar í stjórnarháttum.

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er: Hæfni og hæfi stjórnarmanna

Skráning hefst kl. 8:00

Dagskrá: Opnun og kynning

8:30 - Kynning fundarstjóra á dagskrá
Fundarstjóri: Eyþór Ívar Jónsson - forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti 

Opnun ráðstefnu
Ólafur Stephensen - framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

9:00 - Framþróun góðra stjórnarhátta á Íslandi 
Páll Harðarson - Forstjóri kauphallarinnar Nasdaq á Íslandi
Katrín Júlíusdóttir - Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja

10:00 Hlé

10:15 Stuttar kynningar stjórnarformanna fyrirmyndarfyrirtækja í góðum stjórnarháttum
Guðmundur Jóhann Jónsson - forstjóri Varðar
Höskuldur H. Ólafsson - bankastjóri Arion banka

 

10:45 Hæfni og hæfi stjórnarmanna - 100 viðurkenndir stjórnarmenn 
Stjórnarformenn, framkvæmdastjórar og hagsmunaaðilar íslenskra fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum ræða um hæfni og hæfi íslenskra stjórnarmanna í tilefni þess að mikil aukning hefur orðið tilnefningarnefndir hafa

Breki Karlsson - formaður Neytendasamtakanna
Hulda Ragnheiður - framkvæmdastjóri Náttúruhamfarastofnunar Íslands
Kjartan Sverrisson - framkvæmdastjóri Overcast Software
Skúli Skúlason - framkvæmdastjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Hrönn Ingólfsdóttir - stjórnarformaður Festu

11:15 Tilnefningarnefndir - Hvernig hefur tekist til?

Tryggvi Pálsson - formaður tilnefningarnefndar Festis
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir - formaður tilnefningarnefndar TM 
Jensína Böðvarsdóttir - formaður tilnefningarnefndar Símans

11:45 Lokaorð - Hvað getum við gert betur?
Runólfur Smári Steinþórsson - Prófessor við Háskóla Íslands

Formleg afhending viðurkenninga Fyrirmyndarfyrirtækja: 
Vörður hf., Kvika hf., Sýn hf., Isavia ohf., Reitir hf., EIK fasteignafélag hf., Arion banki hf., Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., Tryggingamiðstöðin hf., Landsbankinn hf., Íslandsbanki hf., Íslandssjóðir hf., Stefnir hf., Mannvit hf.

12:00 Ráðstefnulok

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Skilvirk áhættustjórnun - betri árangur í rekstri.

Click here to join the meeting
Skilvirk áhættustjórnun verður sífellt mikilvægari í rekstri fyrirtækja. Kröfur til fyrirtækja og stofnana hafa aukist mikið síðustu ár, meðal annars í tengslum við auknar áherslur í sjálfbærni.

KPMG og Stjórnvísi bjóða til þessa fundar þar sem fjallað verður um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynna leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli. Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.

Dagskrá:

Mikilvægi áhættustjórnunar - hvernig getur tæknin hjálpað okkur?

  • Sigurjón Birgir Hákonarson, stafrænar lausnir KPMG

    Innleiðing á sjálfbærni í áhættustýringu
  • Hafþór Ægir Sigurjónsson, forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG

    Hvernig nálgast ÁTVR áhættustýringu?
  • Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Fundarstjóri er Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG

Hvar: Borgartúni 27, 8. hæð og í streymi.
Hvenær: 6. desember nk. kl. 9:00. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:30 og svo byrjar fundurinn stundvíslega kl. 9:00.

Diversity & Inclusion - cognitive diversity

 
You cannot fix the problem if you are not aware of what the issue truly is. This is the challenge many businesses face when working with Diversity, Equity and Inclusion (DEI) initiatives. Much of the DEI discussion is focused on creating a visible diversity with teams composed of different genders, various nationalities and a range of ages. Yet, these three factors have been shown to be the worst predictors of one’s personal culture. Join this workshop to learn about the kind of diversity that every company needs to work on if they want to build a thriving, sustainable and successful business.
 
The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

 

 

Gervigreind. Ólíkar sviðsmyndir. London Futurist

 

Viðburður um þróun gervigreindar, út frá ólíkum sviðsmyndum á vegum London Futurist. Umræða um hugsanlega, trúverðuga, raunverulega og grípandi atburðarrás, þar sem fram kemur nýjustu viðhorf og þekking á þessu sviði. Viðurburðurinn er nokkurs konar vinnustofa. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á þessari vefslóð;  Creating and exploring AGI scenarios, Sat, Aug 26, 2023, 4:00 PM | Meetup

 

 

 

Gagnsæi, stjórnarhættir og reikningsskil sjálfbærni

Þessi viðburður Stjórnvísi er hluti af viðburðarröð ráðstefnunnar Viðskipti og Vísindi sem haldinn er á vegum Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Um er að ræða staðarfund/-viðburð sem haldinn verður í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands v/Hagatorg.

Aðal fyrirlesari verður Nancy Kamp Roelands prófessor við Háskólann í Groningen í Hollandi sem er einn fremsti sérfræðingur Evrópu á sviði nýrra viðmiða um sjálfbærniupplýsingar, samþættingu upplýsinga og ábyrga stjórnarhætti.

Einnig mun Jeffrey Benjamin Sussman gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknar um hvaða áhrif nýjar kröfur um reikningsskil sjálfbærni og óefnislegra virðisþátta munu hafa á upplýsingagjöf stærri skipulagsheilda hér á landi í framtíðinni.

Stjórnandi umræðna í pallborði verður Ágúst Arnórsson.

Góðir stjórnarhættir: Stefnumið og sjálfbærni - ný viðmið, fyrirmyndir og gagnsæi

Áhugaverður viðburður þar sem farið verður yfir breytta lagaumgjörð, viðmið um bestu framkvæmd og fyrirmyndir meðal annars með erlendum fyrirlesara frá Hollandi.

Aðalfyrirlesari verður Simon Theeuwes sem mun fjalla um samþættingu fjárhagslegra og ófjárhagslegra upplýsinga, auknar kröfur um sjálfbærni upplýsingar og um stefnumiðaða stjórnarhætti. Auk þess mun Bjarni Snæbjörn Jónsson fjalla um innleiðingu stefnumiðaðra stjórnarhátta og Sigurjón Geirsson um breytta lagaumgjörð á þessu sviði og um aukna ábyrgð stjórna.

Staðarfundur - ekki streymi eða upptaka.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?