Dunhaga 7, 107 Reykjavík Dunhagi, Reykjavík, Ísland
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Í vor tóku félagar í faghópi um gæðastjórnun þátt í könnun Elínar Ragnhildar Jónsdóttur sem bar yfirskriftina „Hæfnisþættir gæðastjórans“. Könnunin var hluti af lokaverkefni hennar í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) hjá Háskólanum í Reykjavík sem fjallar um gæðastjórann sjálfan og hæfnina sem hann þarf til að bera.
Elín Ragnhildur mun kynna niðurstöðurnar, sem vafalaust hafa hagnýtt gildi fyrir þá sem starfa að gæðamálum, á fundi faghópsins þann 4. september næstkomandi.
Fundurinn verður haldinn hjá Endurmenntun Háskóla Íslands (Náman).