Heilsufarsupplýsingar eru stór hluti af daglegu lífi okkar og fara víða – bæði innanlands og utan. Vinnslu þeirra fylgja flóknar reglur og áskoranir, sérstaklega þegar þær eru fluttar út fyrir landssteinana. Á þessum viðburði á vegum faghóps um persónuvernd ræðum við m.a. hvernig þessi mál standa í dag, hvaða upplýsingar þetta eru og hvaða reglur gilda en einnig hvaða tækifæri eru til nýtingar gagnanna.
Við byrjum á morgunkaffi, te og smákökum í salnum kl. 9 áður en erindin hefjast kl. 9:15. Áætlað er að viðburðurinn standi til klukkan 11 ef líflegar umræður skapast.
Viðburðurinn verður haldinn hjá Íslenskri erfðagreiningu, Sturlugötu 8, 102 Reykjavík í salnum Tjörninni sem er til hægri þegar gengið er inn í húsið.
Við hvetjum ykkur til að mæta, taka þátt í umræðum og efla tengslanetið. Ath. að ekki verður boðið upp á streymi frá viðburðinum.
Dagskrá:
-
Alþjóðaflutningur persónuupplýsinga og heilbrigðisrannsóknir
Anna Kristín Úlfarsdóttir, fagdirektør í alþjóðadeild norsku Persónuverndar (Datatilsynet) og sérfræðingur í undirhópi Persónuverndarráðsins (EDPB) um alþjóðaflutning síðan 2018. Erindið var einnig haldið 16. október sl. í París á ráðstefnu um persónuvernd í heilbrigðismálum (EHDPC). -
Heilsufarsupplýsingar – reglur, vernd og framtíðarmöguleikar
Elfur Logadóttir, framkvæmdastjóri ERA og sérfræðingur í tæknirétti, fjallar um hvaða reglur gilda, um hverja þær gilda, hvernig gögnin eru vernduð í dag og hvað við getum gert til að bæta öryggi og nýtingu þeirra eða m.ö.o. hvernig er hægt að heyja túnið þannig að uppskeran verði að gagni. -
Skipulag og starfsemi Datatilsynet
Anna Kristín lokar svo viðburðinum með því að gefa okkur innsýn í hlutverk og starfsemi norsku Persónuverndarinnar.