Persónuvernd

Persónuvernd

Tilgangur með stofnun faghópsins er að skapa vettvang fyrir umræðu, fræðslu og miðlun upplýsinga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Markmið faghópsins er að þjóna sem flestum hópum sem vinna að eða hafa áhuga á persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, s.s. persónuverndarfulltrúum, mannauðsstjórum, stjórnendum og aðilum sem starfa í upplýsingatæknigeiranum. Þá er það markmið faghópsins að vera vettvangur fyrir starfandi persónuverndarfulltrúa sem starfa hjá íslenskum fyrirtækjum, stofnunum, opinberum aðilum og félagasamtökum m.a. til að þeir aðilar sem sinna þessu nýja hlutverki geti mótað hlutverk sitt og nýtt sér reynslu og þekkingu annarra fulltrúa. Hópurinn samastendur af einstaklingum sem starfa sem persónuverndarfulltrúar hjá opinberum aðilum, félagasamtökum og einkafyrirtækjum svo og ráðgjöfum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni.

Stjórn

Hildur Georgsdóttir
Formaður - Ríkiskaup
Daði Heiðar Kristinsson
Stjórnandi - Daði Heiðar Kristinsson
Elfur Logadóttir
Stjórnandi - ERA
Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir
Stjórnandi - Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir
Oddur Hafsteinsson
Stjórnandi - TRS
Ragna Pálsdóttir
Stjórnandi - Íslandsbanki
Sigríður Laufey Jónsdóttir
Stjórnandi - Creditinfo
Veturliði Þór Stefánsson
Stjórnandi - Veturliði Þór Stefánsson
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?