Sviðsstjóri Rekstrarsviðs verður með almenna kynningu á fyrirtækinu og gæðastjórinn verður með kynningu á gæðakerfinu.
HS Veitur bjóða heim til sín
Staðsetning viðburðar
Eldri viðburðir
Aðalfundur faghóps um ISO / Gæðastjórnun verður haldinn 29. apríl klukkan 13:00 til 14:00.
Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, ein staða er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.
- Uppgjör á starfsárinu
- Lærdómur af starfsári faghóps
- Kosning til stjórnar
- Önnur mál
Viðburðurinn verður á Teams
Þegar valið stendur á milli Jafnlaunastaðfestingar eða Jafnlaunavottunar - hjá Origo og á Teams
Faghóps ISO/Gæðastjórnun og Jafnlaunastjórnun kynna til leiks:
Gæðastjórnun og kostir öflugra gæðakerfa
Maria Hedman
Vörustjóri, Origo
Inngangur – samanburður á jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu
Gyða Björg Sigurðardóttir jafnlaunaráðgjafi, Ráður
Stuttlega sagt frá fyrstu jafnlaunastaðfestingu hjá Umbóðsmanni Skuldara
Eygló Kristjánsdóttir fjármálastjóri, Umboðsmaður skuldara
10 mínútna hlé
Snjöll og einfald leið í Jafnlaunamálum
Ferlið í Justly Pay
Hildur B Pálsdóttir
Límtré – Þroskað gæðakerfi og Justly Pay
Einar Bjarnason, gæðastjóri Límtré
Ef valið stendur milli vottunar og staðfestingu – hver er ávinningur vottunar?
Gná Guðjónsdóttir Versa Vottun
Viðburðinn er til húsa hjá Origo, Borgartúni 37 og á Teams.
Hlekk í Teams
Nú nýlega hlaut Isavia ISO 14001 umhverfisvottun. Í þessu erindi mun María Kjartansdóttir fjalla um ferlið frá A-Ö, þær áskoranir sem upp komu og hvernig ISO 9001 gæðastjórnunarstaðallinn kom að notum.
Skrifstofa mannvirkja og innviða hjá Isavia í Kef fengu kynningu á Breeam og Well. Strax í kjölfarið spurði okkar maður hvort þau myndu vilja endurtaka leikinn fyrir Stjórnvísi.
Í þessu erindi munu þau Ian Allard og Georgia Allen, frá breska ráðgjafafyrirtækinu Mace, fjalla um BREEAM og WELL vottanir og þá vegferð sem Isavia er á í þeim framkvæmdum nú eru í gangi.
BREEAM (breeam.com) tekur á þáttum eins og vistvænni hönnun bygginga, til dæmis út frá efnisvali og orkunotkun en WELL (wellcertified.com) um líðan fólks og upplifun af mannvirkjum, til dæmis út frá hljóðvist, lýsingu og loftgæðum.
Erindið fer fram á ensku.
Ian Allard og Georgia Allen – frá Mace.
‘Procurement´s ultimate frontier’ - Ninian Wilson, Forstjóri VPC, ásamt ‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’ - Davíð Ingi Daníelsson
Click here to join the meeting
Á Íslandi hefur orðið vitunarvakning um mikilvægi stefnumiðara innkaupa- og vörustýringar, þvert á rekstur skipulagsheilda. Til að varpa ljósi á framþróun fagsins og tækifæri til framtíðar bjóðum við upp á tvö erindi þar sem annars vegar alþjóðlegur risi og hins vegar íslensk opinber eining deila umbreytingarvegferðum sínum.
‘Procurement’s ultimate frontier’
Ninian Wilson, ‘Global Supply Chain Director’ og ‘CEO of Vodafone Procurement Company’ (VPC) mun segja frá vegferð Vodafone og framtíð innkaupastýringar. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir árangur sinn með VPC m.a. sem ‘Leader of the year’ 2021 hjá CIPS (Chartered Institure of Procurement & Supply) fyrir framsýni og framlag til framþróunar innkaupa- og vörustýringar, stafrænnar vegferðar og virðissköpunar.
Þá mun Guðrún Gunnarsdóttir, Aðfangastjóri Vodafone á Íslandi, gefa okkur innsýn í samstarfið með VPC og ávinning þess.
‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’
Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri stefnumiðaðra innkaupa hjá Ríkiskaupum ætlar að segja okkur frá framtíðarsýn og umbreytingarvegferð Ríkiskaupa sem lagt var af stað með árið 2020.
Fundarstjóri er Sæunn Björk Þorkelsdóttir, formaður faghóps um Innkaupa- og vörustýringu.
Þessi viðburður er einstakt tækifæri fyrir stjórnendur og ákvörðunartökuaðila í íslensku viðskiptalífi til að læra af þeim bestu um hvernig megi byggja upp stefnumiðari innkaup- og vörustýringu með langtíma virði að leiðarljósi.
Viðburður sem enginn stefnumótandi leiðtogi ætti að láta framhjá sér fara!
Viðburðurinn fer fram á Teams í ljósi Covd19 takmarkana.