Hugpró: Sjálfvirkar prófanir

Fundur á vegum Hugpró - faghóps um hugbúnaðarprófanir
Fundarefni
Sjálfvirkar prófanir

Fyrirlesari
Hannes Pétursson
Fundarefni
Sjálfvirkar prófanir með áherslu á hvað þarf að vera til staðar til að hægt sé að framkvæma sjálfvirkrar prófanir.

Aðalfundur Hugpró
Fundurinn er jafnframt aðalfundur Hugpró. Nú er fjórða starfsár Hugpró að hefjast og leitað er að áhugasömu fólki til að styrkja stjórn hópsins. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast látið okkur vita á stjornvisi@stjornvisi.is eða mæti á fundinn og gefi kost á sér.

Fundarstaður
Húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti, stofu 338
..
 

Eldri viðburðir

Sjálfstýrði kafbáturinn Freyja

Stefán Freyr Stefánsson mun kynna kafbátaverkefni sem unnið var við Háskólann í Reykjavík. Sjálfstýrði kafbáturinn Freyja var þátttakandi í alþjóðlegri kafbátakeppni sem haldin var í San Diego í Bandaríkjunum. Stefán mun fjalla um uppbyggingu verkefnisins, mekaníska hönnun og rafeindabúnað bátsins (rafhlöður, skynjara, mótora o.s.frv.). Einnig mun hann fjalla um hugbúnað bátsins, hönnun, útfærslu og prófanir.

Annað: Eftir fyrirlestur verður aðalfundur HugPró haldinn. Ný stjórn verður kosin og einnig verður kosið um það hvort HugPró verði hér eftir hjá Stjórnvísi eða Dokkunni. Félagar eru hvattir til þess að láta sig HugPró varða, taka þátt og koma með tillögur og ábendingar.

Léttar veitingar verða í boði frá 8:45 - 09:00

Hugbúnaðarprófanir: Hugbúnaðarþróun, gæðatrygging og gæðastjórnun

Hópurinn hugmbúnaðarprófanir mun halda fyrirlestur þann
7.október frá kl.17:00 - 18:00
Fundarstaður: Sabre Airline Solutions, (fyrrum Calidris ehf)
Vesturhlíð 7, 105 Reykjavík
Fyrirlesari: Guðlaugur Stefán Egilsson ráðgjafi og forritari hjá Spretti Marimó og einn af stofnendum fyrirtækisins.  Hann kennir einnig hugbúnaðarfræði við Háskólann í Reykjavík með áherslu á Agile aðferðir.  Guðalugur er með nýjan meistaranáms áfanga þar í burðarliðnum sem mun kallast Agile Software Development.
Fundarefni:
Í fyrirlestrinum mun Guðlaugur fara stuttlega í eðli hugbúnaðarþróunar, hvað hún er og hvert er gott að sækja innblástur.  Í framhaldi af því mun hann fara inn á sýnina á gæðatryggingu (Quality Assurance) og gæðastjórn (Quality Control) í hugbúnaðarþróun, hlutverk prófara og forritara, hvernig verkaskiptingu og samvinnu þeirra er best háttað til að lágmarka kostnað og hámarka gæði, þ.e.a.s. nytsemi hugbúnaðarins fyrir viðskiptavini, tíma á markað og tilkostnað hjá þróunaraðila.  Meginmarkmiðið er þó alltaf að fólki líði vel í sinni vinnu, yfirleitt gerist það þegar vinnulag er í bestu samræmi við eðli vinnunnar sem menn eru að vinna.  Þetta markmið er þar með í góðu samræmi við fyrrnefndu markmiðin tvö.
 

Hugbúnaðarprófanir í Arion banka

Fundur á vegum fagóps um hugbúnaðarprófanir

Hugbúnaðarprófanir í Arion banka

Fyrirlesarar:
Bjarghildur Finnsdóttir, hópstjóri prófana
Gunnar Örn Rafnsson, prófari
Torfi Páll Ómarsson, prófari
Fundarefni
• Kynning á uppbyggingu prófunarhóps og ferli prófana hjá Arion banka
• Kynning á sjálfvirkum prófunum í TFS hjá Arion banka
• Sjálfvirkar vefprófanir í TFS 2008
o Uppbygging og notkun
o Vandamál og lausnir
o TFS 2008 vs. TFS 2010
• Sjálfvirk samþættingarpróf í TFS
o Uppbygging og notkun
o Viðmótsvirkni í Windows forms
o Keyrsla á prófum í mismunandi umhverfum
Í lok fundarins verður haldinn aðalfundur hugpro hópsins og eru félagar hvattir til að taka þátt í fundinum, koma með hugmyndir og hafa skoðanir á starfi hópsins.
Fundarstaður
Arion banki, Borgartúni 19.
 

Agile hugmyndafræðin hjá Betware

Fundur á vegum faghóps um hugbúnaðarprófanir

Agile hugmyndafræðin hjá Betware
Nánar um fundarefnið

Agile hugmyndafræði hjá Betware

  • Innleiðing og áhrif á starf prófara

Prófunarferli hjá Betware

  • Líftími verkefnis með Agile aðferðum
  • Release planning, iteration planning, daily standup, demo, iteration retrospective, ofl.

Tól og tæki

  • Hugbúnaður sem styður við Agile prófanir; Wiki, Jira, Greenhopper

Sjálfvirkar prófanir

  • Betware Test Automation Framework
    Framsögumenn
    Björk Guðbjörnsdóttir, prófari
    Gunnhildur Ólafsdóttir, prófari
    Kristín Bestla Þórsdóttir, prófari
    Ólafur Guðmundsson, prófari
    Fundarstaður
    Betware, Holtasmára 1, 201 Kópavogur
     
     

The testing and Test Control Notation version 3 (TTCN-3) & Innleiðing á QTP prófunartólinu hjá Lands

Fundur á vegum faghóps um hugbúnaðarprófanir
Fyrirlesarar
Helmuth Neukirchen – HÍ
Steinunn María Halldórsdóttir - LÍ
Fundarefni

  1. The testing and Test Control Notation version 3 (TTCN-3)
    The Testing and Test Control Notation version 3 (TTCN-3) is a test language allowing to specify test cases at a high-level and to automate their execution by adding an implementation-specific adaptation layer. Originating from the telecommunication domain, TTCN-3 has it's strength in functional testing of distributed systems. However, it is nowadays successfully applied by standardisation organisations and industry in various other domains, test levels, and types of tests. As a standardised language, TTCN-3 is supported by various tool providers that offer powerful tools for specifying, deploying, and executing test cases.
    The talk will provide a brief overview on the TTCN-3 language and its eco-system. The talk will be given in English language by Helmut Neukirchen.
    Helmut was involved into the development of TTCN-3 and corresponding tools.
    Currently, he is Associate Professor for Computer Science at the University of Iceland where he is working in the field of software testing.

  2. Innleiðing á QTP prófunartólinu hjá Landsbankanum
    Landsbankinn tók upp sjálfvirkar prófanir sem part af hugbúnaðarprófunum árið 2007 með QTP prófanartólinu (QuickTestProfessional). Í þessum fyrirlestri verður farið yfir kosti sjálfvirkra prófana, helstu galla og hvert lærdómsferli prófanadeildar hefur verið síðustu 2 árin.
     
    Fundarstaður
    Landsbankinn fræðsludeild, Thorvaldsensstræti 4, 101 Rvk. 5. hæð
     
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?