15
jan.
2026
15. jan. 2026
09:00 - 10:00
/
Teams
Join the meeting nowJÁVERK er með vottað gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 9001 frá 2019 og ISO 14001 frá 2022 og hefur frá 2019 unnið að Svansvottuðum verkefnum. JÁVERK er með samtals 379 íbúðir sem ýmist hafa hlotið Svansvottun eða eru í því ferli. Þar að auki hefur fyrirtækið tekið þátt í verkefnum þar sem unnið er að BREEAM vottun.
Sigrún Melax, gæðastjóri JÁVERK, fer yfir reynsluna af því að vinna að vottuðum framkvæmdaverkefnum skv. Svaninum og BREEAM í samanburði við það að vinna í vottuðum stjórnkerfum skv. ISO 9001 og ISO 14001. Hver eru samlegðaráhrifin? Hvað er ólíkt? Hvað hefur komið á óvart? Farið verður yfir dæmi um helstu kröfur í þessum stöðlum og helstu áskoranir við að uppfylla þær. Hver er ávinningur JÁVERK og síðan viðskiptavinarins af þessum vottunum? Hvernig horfa þessar vottanir og kröfur skv. þeim við öðrum starfsmönnum fyrirtækisins? Hvaða áhrif hafa þessar vottanir á skilvirkni fyrirtækisins?
Sigrún Melax er verkfræðingur með BSc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og Msc í Engineering Management frá Stellenbosch University. Frá 2008-2018, með smá námshléi, vann hún við gæðastjórnun í Össuri, í nokkrum mismunandi stöðum og ýmsum verkefnum tengdum rekstri gæðakerfisins og breytingum á því, þ.m.t þátttaka í FDA úttektum og úttektum annarra heilbrigðisyfirvalda. Frá 2018 hefur Sigrún unnið sem gæðastjóri JÁVERK og haldið utan um gæða, umhverfis og öryggismál fyrirtækisins. Hún hefur því víðtæka reynslu af innleiðingu og rekstri gæðastjórnunarkerfa, skv. ISO 9001, 14001 og 13485, Svansvottun og BREEAM og ytri úttektum frá ólíkum aðilum.