N1, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur. 3 hæð
Öryggisstjórnun,
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, þetta á svo sannarlega við þegar litið er til þess hvað einstaklingar og fyrirtæki geta gert til að stuðla að umhverfisvænna samfélagi.
Elva Rakel Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ætlar að fræða okkur á lifandi og áhugaverðan hátt hvernig við getum sjálf verið drifkraftar breytinga í átt að umhverfisvænna samfélagi. Hverjum vantar ekki „Road-map“ í gegnum umhverfismerkjafrumskóginn? Elva leiðir okkur í gegnum hann og kynnir einnig umhverfismerkið Svaninn.
Ekki missa af þessum áhugaverða fyrirlestri.