Tollstjóri Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Fundurinn verður haldinn hjá Tollstjóra Tryggvagötu 19 þann 31. mars kl 08:30 til 09:30 gengið inn að vestanverðu.
Áhrif birgja á gæðakerfi?
Guðmundur S. Pétursson
Gæða- og öryggisstjóri Tollstjóra
Fjallað er um hvernig birgjar stofnunar tengjast þeim þáttum sem varðar þá þjónustu sem stofnunin veitir. Fjallað verður um hve langt þarf að ganga í birgjamati og hvernig best er að vinna það. Einnig verður það skoðað hvernig á að fylgja eftir settum kröfum á birgja og hvernig samvinna birgi og stofnunar getur verið þannig að báðir aðilar geti notið góðs af.
Birgjamat í rammasamningum
Birna Magnadóttir
verkefnastjóri Ríkiskaupa
Kynning Ríkiskaupa fjallar um fyrstu skref Ríkiskaupa í átt að birgjamati í rammasamningum.
Áherslan í fyrstu verður á rammasamninga þar sem vistvæn umhverfisskilyrði hafa verið sett.