Click here to join the meeting
Vorið 2020 innleiddi Isavia Microsoft Teams lausnina í starfsemi sína. Þeir ætla að miðla með okkur reynslu sinni á innleiðingunni og fara yfir undirbúning, innleiðingarferil og árangurinn.
Click here to join the meeting
Vorið 2020 innleiddi Isavia Microsoft Teams lausnina í starfsemi sína. Þeir ætla að miðla með okkur reynslu sinni á innleiðingunni og fara yfir undirbúning, innleiðingarferil og árangurinn.
Click here to join the meeting
Jón Þórðarson hjá Proevents mun fara yfir viðburðarstjórnun í breyttu umhverfi.
Það er magnað að ástandið vegna Covid hefur sýnt okkur hvað hægt er að gera skemmtilega og mikilvæga hluti þegar maður hugsar út fyrir boxið! Þörf okkar fyrir að fræðast, hittast og skemmta okkur saman, er alltaf til staðar og því verðum við að finna leiðir sem virka í nýjum heimi. Lykilatriðið er að sjá alltaf tækifærin í aðstæðunum með því að beita skapandi hugsun. Jón mun gefa okku innsýn í nýjar víddir þegar kemur að raf-mögnuðum viðburðum og nauðsyn þess að hafa faglega nálgun við framkvæmd þeirra.
Viðburðurinn verður tekinn upp og upptakan sett á Facebook síðu okkar.
Jón Þórðarson er stofnandi og eigandi Proevents ásamt Ragnheiði Aradóttur. Hann hefur mikla reynslu af viðburðaþjónustu auk langrar stjórnunarreynslu úr viðskipta- og listalífinu. Sem viðburðastjóri hefur Jón starfað með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins að fjölbreyttustu viðburðum hvort sem eru árshátíðir, hvataferðir, móttökur, stórir viðburðir í beinni sjónvarpsútsendingu og verðlaunaafhendingar svo eitthvað sé nefnt. Hann starfaði m.a. sem sýningastjóri í Borgarleikhúsinu í áratug.
Jón hefur BSc í viðskiptafræði. Hann hefur mikla ánægju af að vinna með ólíku fólki og hefur óþrjótandi metnað fyrir því að viðburðir á hans vegum séu unnir á framúrskarandi hátt.
Viðburðurinn fer fram á Zoom og hérna er hlekkur á fundinn. Magnús Ívar Guðfinnsson sem var vottaður með svart belti í Lean Six Sigma fyrr á árinu, kynnir hvaða námskeið og áfanga er hægt að sækja til að bæta við Lean Six Sigma (LSS) þekkingu á vefnum, ásamt því að fara í umgjörð um vottunina, vegferðina og sjálft verkefnið sem þarf að skila skv. ákveðnum skilyrðum fyrir svarta beltis vottun. Verkefnið sem Magnús Ívar vann úrbótaverkefni á alþjóðlegu teymi sem vinnur úr og metur ábyrgðarkröfum frá viðskiptavinum Marel víðs vegar um heiminn. Farið er yfir DMAIC nálgunina við úrlausn mála sem upp koma í starfseminni. Alþjóðlaga viðurkenndar LSS vottanir á gula, græna og svarta beltinu er afar áhrifarík leið til að ná bættum árangri í rekstri og innhalda og hafa breiða skírskoðun í Lean, Six Sigma, ISO gæðastjórnun, stjórnun viðskiptaferla (BPM) og breytingastjórnun.
Hlekkur á TEAMS fundinn er hér.
Hvað gerist þegar verkefnastjóri hefur sífellt minni tíma til að sinna verkefnum sem hann/hún leiðir?
Fjallað verður um þetta algenga vandamál og hvað áhrif það getur haft á framgang og niðurstöðu verkefna og upplifun af verkefnastjórnun.
Fyrirlesari er Aðalbjörn Þórólfsson.
Aðalbjörn hefur 20 ára reynslu sem verkefnastjóri og stjórnandi hjá fyrirtækjum eins og Íslandsbanka og Símanum.
Hann starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafi í verkefnastjórnun undir merkjum Projectus www.projectus.is
Hlekkur á TEAMS fundinn er hér.
Hvað er verkefnastjórnun, hvar nýtist hún og hvert er virði hennar?
Við hefjum veturinn á kynningu á grunnatriðum verkefnastjórnunar. Fjallað verður um hvað felst í því að stýra verkefnum og hvar er hægt að beita aðferðafræði verkefnastjórnunar og hvert raunvirði hennar er. Sveinbjörn Jónsson mun fara yfir nokkur dæmi um hvar og hvernig verkefnastjórnun nýtist til að ná árangri í verkefnum.
Hvort sem þú ert að rifja upp megináherslur í verkefnastjórnun eða ert að kynnast aðferðafræðinni þá er þetta rétti fyrirlesturinn til að fara á!
Fyrirlesari: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri byggingar hjá Isavia.
Staðsetning: Teams
Skráðir þátttakendur hafa fengið sendann hlekk á viðburðinn. Óskir þú eftir því að fá sendann hlekk vinsamlegast sendu tölvupóst þess efnis á annakk86@gmail.com
Hinrik Sigurður mannauðsstjóri Advania fjallar um hvernig gekk að vinna í fjarvinnu vorið 2020 útfrá niðurstöðum könnunar á meðal starfsfólks. Fjallað verður um stjórnun, vinnuna, samskipti, upplýsingagjöf ásamt því að skoða hvernig framleiðni á meðal annars beiðnum og símsvörun var ásamt því að skoða þjónustuskor. Einnig mun Hinrik Sigurður koma inná næstu skref og hvernig “hybrid módel” getað verið að einhverju leyti flóknara.
Fyrir hverja:
Stjórnendur og alla þá sem hafa áhuga á fjarvinnu.
Staðsetning og form viðburðar:
Viðburðinum er streymt á Teams. Hér er tengill til að tengjast streymi viðburðarins.
Ávinningur:
Árangursríkari fjarvinna
Ánægðara starfsfólk
Aukin framleiðni
Sparar tíma á að vita hvað virkar vel og hvað ekki
Fyrirlesari:
Hinrik Sigurður Jóhannesson mannauðstjóri Advania frá 2015. Hann er sérlega áhugasamur í að aðstoða stjórnendur stýra sínum sviðum á skilvirkan hátt með því að hámarka framleiðni án þess að ganga enn frekar á persónulegan tíma fólks.
Hann vann hjá Hagvangi sem sviðsstjóra ráðgjafasviðs. Áður vann hann hjá Íslandsbanka þar sem hann sinnti frammistöðustjórnun og umsjón með launagreiningum, tölfræði og mælikvörðum mannauðssviðs Íslandsbanka ásamt almennri ráðgjöf og innleiðingu á orkustjórnun mannauðs í bankanum. Hinrik Sigurður starfaði hjá Capacent í nokkur ár við ráðgjöf á sviði mannauðsmála. Þar áður starfaði Hinrik Sigurður í Englandi við þróun sálfræðilegra matstækja fyrir vinnumarkaðinn.