Innleiðing gæðastjórnkerfis Tollstjóra og vottunarferlið + Aðalfundur

Síðasti fundur þessa starfsárs verður haldinn 21. maí kl 17:00 í húsakynnum Tollstjóra Tryggvagötu 19. Í lok fundar verður haldinn aðalfundur Gæðastjórnunarhóps.
Guðmundur S. Pétursson mun fjalla um það verkefni sem fólst í innleiðingu gæðastjórnun Tollstjóra og vottun ISO 9001:2008. Tollstjóri hefur nú nýverið fengið viðurkenningu vottunarstofu um að gæðastjórnun Tollstjóra standist úttekt á innleiðingu ISO 9001 kröfum. Verkefnið hófst formlega 1. janúar 2014 og lauk 27. apríl 2015. Þessi vinna var því unnin á mjög stuttum tíma og mun Guðmundur fjalla um það hvernig þetta var hægt og lýsa verkefninu nánar.

Aðalfundur Gæðastjórnunarhóps verður haldin samkvæmt aðalfundardagskrá.
Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að sitja þennan aðalfund og taka þátt í að móta starfsemi hópsins og dagskrá morgunfunda. Núverandi leiðtogar hópsins eru:
Linda Rut Benediktsdóttir formaður
Kristín Lúðvíksdóttir
Helga Guðrún Lárusdóttir
Anna Guðrún Ahlbrecht
Elín Ragnhildur Jónsdóttir
Guðmundur S. Pétursson

Linda lætur af formennsku og Guðmundur hefur gefið kost á sér til að gegna stöðu formanns,
Kristín og Helga Guðrún hafa ákveðið að hætta í stjórninni vegna anna, en Anna Guðrún, Elín og Guðmundur gefa kost á sér að sitja áfram.
Dagskrá aðalfundar:
• Formaður gerir grein fyrir starfsárinu
• Farið yfir hverjir sitja sem leiðtogar hópsins á næsta starfsári. Nýir aðilar hvattir til að koma inn í stjórn. Kosið um stjórn
• Rætt um næsta starfsár og hugmyndir að efni á komandi morgunfundum
• Rætt um markhóp gæðastjórnunarhóps
• Samstarf við aðra faghópa
• Önnur mál.

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um ISO / Gæðastjórnun

Aðalfundur faghóps um ISO / Gæðastjórnun verður haldinn 29. apríl klukkan 13:00 til 14:00.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, ein staða er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Viðburðurinn verður á Teams

Þegar valið stendur á milli Jafnlaunastaðfestingar eða Jafnlaunavottunar - hjá Origo og á Teams

Faghóps ISO/Gæðastjórnun og Jafnlaunastjórnun kynna til leiks: 

TEAMS HLEKKUR

Gæðastjórnun og kostir öflugra gæðakerfa

Maria Hedman 
Vörustjóri, Origo 

Inngangur – samanburður á jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu

Gyða Björg Sigurðardóttir jafnlaunaráðgjafi, Ráður

Stuttlega sagt frá fyrstu jafnlaunastaðfestingu hjá Umbóðsmanni Skuldara 

Eygló Kristjánsdóttir fjármálastjóri, Umboðsmaður skuldara

10 mínútna hlé 

Snjöll og einfald leið í Jafnlaunamálum
Ferlið í Justly Pay 
Hildur B Pálsdóttir  

Límtré – Þroskað gæðakerfi og Justly Pay 
Einar Bjarnason, gæðastjóri Límtré

Ef valið stendur milli vottunar og staðfestingu – hver er ávinningur vottunar?
Gná Guðjónsdóttir Versa Vottun

Viðburðinn er til húsa hjá Origo, Borgartúni 37 og á Teams. 

ISO 14001 umhverfisvottun og Isavia

Hlekk í Teams
Nú nýlega hlaut Isavia ISO 14001 umhverfisvottun. Í þessu erindi mun María Kjartansdóttir fjalla um ferlið frá A-Ö, þær áskoranir sem upp komu og hvernig ISO 9001 gæðastjórnunarstaðallinn kom að notum.

Hlekk í Teams

Áhugaverður fyrirlestur um Breeam og Well vottanir

Hlekk í Teams

Skrifstofa mannvirkja og innviða hjá Isavia í Kef fengu kynningu á Breeam og Well. Strax í kjölfarið spurði okkar maður hvort þau myndu vilja endurtaka leikinn fyrir Stjórnvísi.

Í þessu erindi munu þau Ian Allard og Georgia Allen, frá breska ráðgjafafyrirtækinu Mace, fjalla um BREEAM og WELL vottanir og þá vegferð sem Isavia er á í þeim framkvæmdum nú eru í gangi.

BREEAM (breeam.com) tekur á þáttum eins og vistvænni hönnun bygginga, til dæmis út frá efnisvali og orkunotkun en WELL (wellcertified.com) um líðan fólks og upplifun af mannvirkjum, til dæmis út frá hljóðvist, lýsingu og loftgæðum.

Erindið fer fram á ensku.

Ian Allard og Georgia Allen – frá Mace.

Sjá einnig frétt frá Mace hér

 

Hlekk í Teams

 

 

HS Veitur bjóða heim til sín

Sviðsstjóri Rekstrarsviðs verður með almenna kynningu á fyrirtækinu og gæðastjórinn verður með kynningu á gæðakerfinu.

Teamsfundur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?