Jafnlaunavottun - Lagaleg hlíting. Hvaða kröfur þarf að uppfylla og hvernig?

Fundur á vegun faghóps um jafnlaunastjórnun.

Fjallað verður um þær lagalegu kröfur sem eiga við um starfrækslu jafnlaunakerfis. Markmið viðburðarins er að fjalla um hvernig fyrirtæki eru að sýna fram á að verið séð að hlíta lagalegum kröfum. 

Hvaða lagalegu kröfur ber að vakta?

Hvaða aðrar kröfur ber að vakta?

Fjallað verður um erindið frá ólíkum sjónarhornum með hagnýtum dæmum um útfærslu. 

Dyrnar opna kl. 8:15 og boðið verður upp á létta morgunhressingu og erindið byrjar á slaginu 8:30.

Dagskrá verður auglýst síðar með erindum fyrirlesara.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Jafnlaunavottun - Lagaleg hlíting. Hvaða kröfur þarf að uppfylla og hvernig?

Fundur um lagalega hlítingu á jafnlaunavottun var haldinn í morgun fyrir fullum sal í Húsi atvinnulífsins á vegun faghóps um jafnlaunastjórnun. Fundarstjóri var Davíð Lúðvíksson. 

Fjallað var um þær lagalegu kröfur sem eiga við um starfrækslu jafnlaunakerfis. Markmið viðburðarins var að fjalla um hvernig fyrirtæki eru að sýna fram á að verið séð að hlíta lagalegum kröfum. Hvaða lagalegu kröfur ber að vakta og hvaða aðrar kröfur ber að vakta? Fjallað var um erindið frá ólíkum sjónarhornum með hagnýtum dæmum um útfærslu. 

Jón Freyr Sigurðsson gæðastjóri Mannvirkjastofnunar fjallaði um verklagið og lagalegu hlítinguna er snýr að Mannvirkjastofnun.  Í stofnuninni vinna 28 starfsmenn og þeir vinna skv. lögum um mannvirki og þurfa að vera vottuð stofnun skv. jafnlaunastofnu.  Nú stendur til að sameina stofnunina við  ÍLS.  Mannvirkjastofnun er með jafnlaunastefnu og uppfylla hana. Mannvirkjastofnun er tiltölulega nýbúin að fá vottun í ágúst 2019.  Jafnlaunakerfið er hluti af gæðakerfi stofnunarinnar.  Þau eru með ytri og innri skjöl og nota CCQ gæðakerfið.  

Jón sýndi Excel-skjal sem er rýnt og yfirfarið reglulega og settar inn dagsetningar.  Þetta skjal er síðan tekið út í úttektinni   * Sviðstjóri lögfræðisviðs ber ábyrgð á að vakta lög- og reglugerðir sem um stofnunina gilda, ásamt því að viðhalda Excelskránni Verkefni MVS, lög og reglugerðir og tryggja að stofnunin hlíti kröfum laga. En samhliða innri úttektum skal rýna lögin m.t.t breytinga.  

Hilmar Sigurðsson hjá Sagafilm sagði frá því hvað er að gerast hjá þeim og ferilinn sem þau eru að fara í gegnum.  Yfirliggjandi markmið hjá þeim er að uppfylla lög nr.10/2008 um jafna stöðu kvenna og karla með síðari tíma breytingum, þau auglýsa öll störf óháð kynjum og leggja mikla áherslu á að samræma fjölskyld og atvinnulíf, ábyrgð gagnvart fjölskyldu þar sem því verður við komið.  Ábyrgðin er skýr og eru forstjóri og mannauðsstjóri ábyrg.  Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni eða einelti eru aldrei liðin hjá Sagafilm.  Það er stefna Sagafilm að starfsmenn vinni í anda samstarfs og sýni þannig samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum.  Meðvirkni starfsmanna með kynbundnu ofbeldi er fordæmd.  Utanaðkomandi aðilar taka við tilkynningum sem er Vinnuvernd í þeirra tilfelli.  Nýjum starfsmönnum er kynnt stefna og viðbragðsáætlun.  Menning hefur mikið um það að segja hvort eitthvað sé liðið eða ekki.  En hvaða viðmið voru notuð í jafnlaunavottuninni?  Mikilvægt var að velja viðmið sem passa starfsmönnum í fyrirtækinu.  Síðan var hvert starf reiknað út og allt er uppi á borðinu.  Mat er rætt í launaviðtölum.  Nokkuð jöfn skipting er í starfahlutföllunum.  Varðandi hlítingu þá voru þau á fullu í að verða jafnræðisfyrirtæki eins og þau kalla það.  Þegar jafnlaunavottunin datt inn þá vildu þau taka hana með.  Ráðinn var ráðgjafi sem einfaldaði allt og stytti leiðir.  Stjórn samþykkti aðgerðaráætlunina. Árið 2017 var farið í úttekt, út komu tvær athugasemdir og tvö frábrigði.  Í úttekt 2 fengu þau 3 athugasemdir og eitt tækifæri en ekkert frábrigði.   Lagahlíting gengur í báðar áttir.

Það jákvæða fyrir Sagafilm er að búið er að eyða allri tortryggni um kynbundna launasetningu, allir starfsamningar hafa verið endurnýjaðir með vísan í stefnuna auk persónuverndarstefnu félagsins, breytingar voru gerðir á verktakasamningum, jafnlaunastefna og vottun hafa vakið jákvæða athygli á fyrirtækinu.  Það neikvæða við ferilinn er að þetta er „vesen“ og kostnaður þ.e. töluvert var meira eytt í verkefnið en kostaði. 

Í lok fundar voru umræður og þar kom fram að erfitt er að staðfesta hlítingu.  Mikilvægt er að hugsa til þess að ef fyrirtækið stendur ekki í lögsókn þá má telja að verið sé að hlíta lögunum. En lögin eru allt of víðtæk og því gríðarlega erfitt að staðfesta hlítingu.  Með kerfunum erum við að gera okkar besta án þess að kostnaður verði það mikill að við sjáum ekki trén fyrir skóginum.  Markmið með staðlinum er að tryggja að verið sé að greiða sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Partur af hlítingunni er að sannreyna að svo sé.   

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun

Vilt þú taka þátt í skemmtilegu stjórnarstarfi faghóps um jafnlaunastjórnun? Hvetjum áhugasama um að mæta og gefa kost á sér í stjórn. Einnig má senda póst á gyda@radur.is

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun verður haldinn 5. maí klukkan 10:30 til 11:30

Fundurinn verður haldinn í Síðumúla 35, í fundaraðstöðu í Samrými, 2. hæð.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, staða formans er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Faghópur um jafnlaunastjórnun heldur viðburð um nýjustu rannsóknir BHM og Samtakanna '78 um laun og kjör hinsegin fólks á Íslandi. 

Hvetjum alla áhugasama til að skrá sig.

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Nýleg greining­ sem unnin var í samstarfi Sam­tak­anna '78 og BHM sýnir fram á að launamunur virðist vera á milli einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði eftir kynhneigð þeirra. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM kemur segir frá rannsókninni og niðurstöðunum. Sólveig Rós frá Ráði ehf., stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í hinseginleika verður jafnframt með fræðsluerindi um hinseginleika og vinnustaðamenningu.

Umræður að loknum erindum.

Hvetjum alla til að mæta á staðinn, fræðast og taka þátt í umræðum.

Léttar veitingar í boði Coca-Cola á Íslandi.

Fundarstaður: Coca-Cola á Íslandi, Stuðlaháls 1, 110 Reykjavík.

Fundartími: 9-10:15.

Sæti eru fyrir 40 manns. 

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun verður haldinn 26. apríl klukkan 11:30 til 13:00.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, tvö sæti eru laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel og boðið verður upp á hádegismat. Takmarkaður sætafjöldi.

Þegar valið stendur á milli Jafnlaunastaðfestingar eða Jafnlaunavottunar - hjá Origo og á Teams

Faghóps ISO/Gæðastjórnun og Jafnlaunastjórnun kynna til leiks: 

TEAMS HLEKKUR

Gæðastjórnun og kostir öflugra gæðakerfa

Maria Hedman 
Vörustjóri, Origo 

Inngangur – samanburður á jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu

Gyða Björg Sigurðardóttir jafnlaunaráðgjafi, Ráður

Stuttlega sagt frá fyrstu jafnlaunastaðfestingu hjá Umbóðsmanni Skuldara 

Eygló Kristjánsdóttir fjármálastjóri, Umboðsmaður skuldara

10 mínútna hlé 

Snjöll og einfald leið í Jafnlaunamálum
Ferlið í Justly Pay 
Hildur B Pálsdóttir  

Límtré – Þroskað gæðakerfi og Justly Pay 
Einar Bjarnason, gæðastjóri Límtré

Ef valið stendur milli vottunar og staðfestingu – hver er ávinningur vottunar?
Gná Guðjónsdóttir Versa Vottun

Viðburðinn er til húsa hjá Origo, Borgartúni 37 og á Teams. 

Er ég hæf/hæfur/hæft til að taka launaákvarðanir?

Microsoft Teams meeting

Click here to join the meeting

ATH breytt tímasetning. Fundur færður frá 9:30 til 13:00 sama dag.

Lýsing 

Kerfi geta hjálpað okkur til að setja upp sanngjörn ákvörðunarferli sem byggir á hlutlægum forsendum og samræmdum aðferðum. Þó er mikilvægt að fólk sem kemur að ákvörðunum þjálfi sig í að þekkja áhrif huglægra skekkja.  

Erindi um þá þætti sem hafa áhrif á hæfni stjórnenda til að taka ákvarðanir. Fjallað verður stuttlega um tvær hliðar ákvarðana, annars vegar fyrirbyggjandi aðgerðir eins og fræðslu, forvarnir, samtöl og menningu og hins vegar um viðbrögð, ferla, vaktanir og áætlanir.  

Leitast verður eftir að svara eftirfarandi spurningum  

  • Hvernig taka stjórnunarkerfi á huglægum skekkjum? 

  • Hvaða ferlar geta hjálpað við að koma í veg fyrir ómeðvitaða hlutdrægni? 

 

Um fyrirlesarana

Sóley Tómasdóttir er jafnréttis- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. Sérfræðiþekking hennar byggir á áratugareynslu af stjórnun, stjórnmálum og samfélagsrýni í bland við akademískar rannsóknir á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála. 

Birna Dís Eiðsdóttir er vottunarstjóri hjá Versa Vottun. Hún er menntuð á sviði mannauðsfræða,  kynjafræða og verkefnastjórnunar. Samfélagsábyrgð og mannréttindi er hennar áhugasvið en með innleiðingu staðla er hægt að tryggja jafnræði, gagnsæi og sambærilega meðferð. 

 

Dagskrá 

 - Gyða Björg Sigurðardóttir - Inngangur um faghóp í jafnlaunastjórnun 

 - Sóley Tómasdóttir - Hvernig ómeðvituð hlutdrægni birtist og hvað ber að varast 

 - Birna Dís Eiðsdóttir - Kerfi sem koma í veg fyrir skekkjur 

 - Umræður  

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?