Lífsörmögnun - Allir geta örmagnast!

Hvað er lífsörmögnun - er hægt að brenna út í lífinu? 

 

Hugtakið Lífs-örmögnun (Vital Exhaustion) er tilltölulega nýtt hugtak en það vísar til ákveðins ástands sem hefur þróast yfir lengri tíma.

Rannsóknir á sambandi líkamlegra sjúkdóma og (lífs)Örmögnunar eru nýjar af nálinni en stöðugt fleiri innan læknisfræðinnar virðast vera að átta sig á að hér sé einhverskonar samband og er aukning þesskonar rannsókna dag frá degi. Ein grein læknisfræðinnar hefur þó verið ríkjandi þegar kemur að rannsóknum að þessu tagi og hafa tugir ef ekki hundruðir rannsókna verið gerðar frá byrjun áttunda áratugarins á tengslum Örmögnunar sem mögulegs undanfara hjarta- og æðasjúkdóma.

Eygló Guðmundsdóttir, klínískur sálfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum, hefur rannsakað örmögnun og hefur víðtæka reynslu af málaflokknum. Hún segir að algengasta ástæða þess að fólk leiti sér hjálpar vegna örmögnunar sé að líkaminn gefi sig. 

„Það eru dæmi um að fólk vakni einn daginn og geti ekki hreyft sig“.

Í erindi sínu fjallar dr. Eygló Guðmundsdóttir m.a. um það hvernig lífsferðalag okkar getur leitt til örmögnunar og hvernig áföll í lífinu hafa áhrif á líkamlega heilsu, jafnvel þótt langt sé um liðið. Eygló leggur áherslu á það í fyrirlestri sínum að það geti komið fyrir alla að örmagnast en því fylgi enn mikil skömm.

Hér má hlusta á hlaðvörp þar sem tekið er viðtal við Eygló um m.a. örmögnun og doktorsritgerðina hennar þar sem hún rannsakaði sálfélagsleg áhrif foreldra krabbameinsgreindra barna.

https://podcasts.apple.com/us/podcast/6-all-colors-this-nightmare-part-1-parental-stress/id1441822841?i=1000429792565

https://podcasts.apple.com/us/podcast/7-all-colors-this-nightmare-part-2-parental-stress/id1441822841?i=1000430880378

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Hvað er lífsörmögnun - er hægt að brenna út í lífinu?

Faghópur um mannauðsstjórnun í samstarfi við Kompás hélt í morgun einstaklega áhugaverðan fund í Háskólanum í Reykjavík þar sem fjallað var um hugtakið Lífs-örmögnun (Vital Exhaustion) sem er tiltölulega nýtt hugtak en það vísar til ákveðins ástands sem hefur þróast yfir lengri tíma.

Fyrirlesarinn Eygló Guðmundsdóttir, klínískur sálfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum sem hefur rannsakað örmögnun hefur skoðað tengingu áfalla og streitu sl. 20 ár.  Skilgreiningin á örmögnun er ástand sem hefur þróast eftir óeðlilega mikið álag yfir lengri tíma – nokkkurs skonar lífsörmögnun. Eygló fór að vinna á Heilsustofnuninni í Hveragerði þar sem hún vann við að flytja fyrirlestra um örmögnun. Hugtakið örmögnun er hins vegar ástand sem hefur þróast yfir lengri tíma og þarf alls ekki að tengjast starfi einstaklings.  Stundum er vinnan eini staðurinn sem fólki líður vel í og þess vegna er kulnun alls ekki bundin við starf.  Hjartalæknirinn Ad Appels skilgreindi lífsörmögnun sem ástand þar sem einstaklingurinn er ekki einungis að uppplifa óeðilega þreytu og dvínandi orku heldur hefur einnig einkenni depurðar sem lýsir sér sem þyngsli eða að vera gjörsamlega niðurslegin/n.  Upplifunin að vakna gjörsamlega búinn á því eða eins og valtari hafi keyrt yfir mann er einkennandi ástand örmögnunar. 

Það sem oft gleymist er tilfinningaleg örmögnun þ.e. ekkert er eftir á tanknum eða geyminum.  Stundum reynir fólk að hlaða inn á rafgeyminn.  Ef ekki eru komin líkamleg einkenni þá kemur heilaþoka.  Mjög margir milli 40 og 45 ára upplifa áunnin athyglisbrest x 200.  Eygló sagði rannsóknir hafa sýnt fram á samband hjarta-og æðasjúkdóma við stig örmögnunar.   Rannsókn Appels og Mulder sýndi að aukin einkenni örmögnunar juku líkur á hjartaáfallli í annars heilbrigðum einstaklingum um 150%. Eygló notar skimunarlista í 21 liðum 1. Ert þú oft þreyttur? 2. Áttu í erfiðleikum með að stofna? 3. Vaknar þú oft á nóttunni? 4. Finnst þér þú almennt vera veikburða? 5. Upplifir þú að þér verði lítið úr verki? 6. Finnst þér sem þú náir ekki að leysa hversdagsleg vandamál eins vel og áður? 7. Finnst þér sem þú sért innikróaður? 8. Hefur þér fundist þú vera vondaufari en áður? 9.Ég hef jafn mikla ánægju af kynlífi og áður 10. Hefur þú upplfiað vonleysistilfinningu? 11. Tekur það þig lengri tíma að ná tökum á erfiðleikum/vandamálum en fyrir ári? 12. Verður þú auðveldlegar pirruð/pirraður yfir smámunum en áður? 13. Líður þér eins og þú viljir gefast upp? 14. Mér líður vel 15. Líður þér eins og líkami þinn sé eins og tóm rafhlaða? 16. Kemur það fyrir að þú óskir þess að þú værir dáin/n? 17. Finnst þér sem þú ráðir ekki við lífskröfurnar? 18. Finnst þér þú vera döpur/dapur? 19. Langar þig stundum til að gráta? 20. Finnst þér þú vera útkeyrður og slitin þegar þú vankar? 21. Átt þú æ erfiðara með að einbeita þér lengi að sama hlutnum?

Rannsókn Eyglóar á foreldrum krabbameinssjúkra barna sýndi gríðarlega sterkt samband milli áfalla tengdum greiningu og veikindum barns og örmögnunar.   Áfall var fyrst skilgreint sem afleiðing atburðar sem myndi leiða til áberandi streitueinkenna hjá flestum einstaklingum. Bílslys, kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi, greining á lífshættulegum sjúkdómi og náttúuhamfarir eru dæmi um aðstæður sem flokkast undir áföll. 

Einkenni áfallastreitu tengjast aðstæðum áfalla og er gjarnan skipt í þrjá hópa: endurupplifanir, t.d. martaðir, hugsanir um atburði o.fl. …

 

 

 

 

Tengdir viðburðir

Stjórnarfundur faghóps um mannauðsstjórnun - Lokaður fundur

Stjórnarfundir faghóps um mannauðsstjórnun eru haldnir tvisvar á ári þar sem stjórnin kemur saman í raunheimum og skoðar stöðu faghópsins.

Við upphaf starfsár kemur stjórn saman, skoðar eldri starfsár og mótar viðburðadagskrá komandi starfsárs.

 Og loks við lok starfsár eru fráfarandi stjórnarmeðlimir kvattir og nýir meðlimir boðnir velkomnir inn. Á loka vinnufundi stjórnar er einnig farið yfir líðandi Stjórnvísis ár og rýnt hvað betur megi fara, hvernig styrkja megi starfsemina, sem og hvað fór vel fram og viðhalda megi í starfseminni og komandi Stjórnvísisár vel undirbúið svo stjórnin geti hafið sín störf af fullum krafti strax við upphaf næsta Stjórnvísis árs.

 

 

Hefur þú áhuga á að taka þátt í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun?

Ekki hika við að hafa samband við formann faghópsins (sunna@vinnuhjalp.is), stjórnin er ávallt opin fyrir því að fá áhugasamt fólk inn í sínar raðir!

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun 2024

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl klukkan 10:00 til 10:30 í gegnum Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar*
  • Önnur mál

*Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun sér um fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins og fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove. Stjórn faghópsins fjarfundar nokkrum sinnum yfir árið til þess að stilla saman strengi sína og skipta milli sín viðburðum til fundarstýringar.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á sunna@vinnuhjalp.is.

ATH! VIÐBURÐI FRESTAÐ: Verkfærakista mannauðsstjórnandans í fjórðu iðnbyltingunni frestað

Lean Ísland vikan í hnotskurn - Ráðstefna í Hörpu 22. mars 2024

Lean Ísland vikan í hnotskurn!

Ráðstefna:

  • Lean Ísland - Framtíðarleiðtoginn
    Fyrirlesarar koma m.a. frá IKEA Portúgal, Össuri Suður Afríku, OC Tanner, Spreadgroup og Datera.

    Erindin fjalla m.a. um:
    • hvernig auka eigi áhrif með orðum
    • hvernig auka eigi sjálfstæði framlínustarfsfólks
    • hvernig efla eigi samheldni og starfsánægju
    • umbótahugsun framtíðarleiðtogans
    • nýja tegund af gervigreind
    • seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti

Námskeið:

  • Activating Possibilities: Dare to have Dynamic Conversations
    Lois Kelly leiðir okkur í sannleikann um það hvernig megi hafa áhrif með orðum
  • Maintaining a Successful Lean System
    Gary Peterson fer yfir hvernig eigi að búa til árangursríkt straumlínulagað stjórnkerfi

Stjórnvísi er stoltur samstarfsaðili Lean Ísland og minnir á ráðstefnu í Hörpu 22. mars nk. og námskeið í tengslum við ráðstefnuna sem verða haldin í húsakynnum Opna háskólans í HR. 

ATHUGIÐ:  Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er framtíðarleiðtoginn

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að og starfa m.a. hjá IKEA, OC Tanner og Allied Irish Banks.  

Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Inclusion in the workplace: Taking the Guesswork out of Diversity Equity and Inclusion (D.E.I.)

Click here to join the meeting

Companies in today's diverse society are grappling with how to adjust employee behavior and be more inclusive in the workplace. Achola, a Solopreneur and consultant, will share her insights on this topic at the upcoming event titled "Inclusion in the Workplace: Taking the Guesswork out of Diversity Equity and Inclusion (D.E.I.)."

Speaker: Achola Otieno (She/Her), Solopreneur and consultant

Achola is a D.E.I. strategist and policy analyst with over ten years of experience in human rights. She is the founder of Inclusive Iceland, a boutique consulting practice that specializes in strategic planning and structural development while utilizing proven design frameworks to promote equity. Achola's expertise lies in designing projects for underrepresented groups, which has played a vital role in her advocacy for equity and inclusion. Her work has gained recognition both in Iceland and internationally, as she has collaborated with the Icelandic local government and the U.N.H.C.R. Achola's approach to D.E.I. is holistic and intersectional, combining practice, process, and policies to equip staff with the necessary tools to build equity in their respective organizations. She is also passionate about data and connecting systems with the social and political environmental climate. Having lived on three continents and traveled to over 90 countries, she has vast experience working with diverse cultures and systems. Achola aims to weave historical connections and current contexts to better understand inequities and create effective solutions for promoting equity and inclusion.

Fjölbreytileiki á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!

Click here to join the meeting

Býður vinnustaðurinn þinn hreyfihamlaða velkomna til vinnu?
Hvað er viðeigandi aðlögun? Hvernig kemur maður fram við hreyfihamlaða einstaklinga? Hvað má og hvað má ekki? Hvaða störf getur hreyfihamlað fólk unnið? Hvernig getur vinnustaðurinn minn tekið virkan þátt í inngildingu?
Þessar spurningar, og margar aðrar mun Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar, svara á örfyrirlestri um fjölbreytileika á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!

Tími verður gefinn fyrir spurningar við lok fyrirlestrar.

 

Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar Landssambands Hreyfihamlaðra, er með mikla reynslu af atvinnulífinu, bæði sem fatlaður einstaklingur en einnig sem ófatlaður einstaklingur. Margrét hefur gengt allskonar störfum sem t.d. þjónn, tamningarmaður, verkefnastjóri, ráðgjafi og stjórnandi. Þekking Margrétar og reynsla er víð og umfangsefni fyrirlestrarins því séð frá mörgum hliðum.

 

Fundarstjóri: Sunna Arnardóttir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?