Hvað er lífsörmögnun - er hægt að brenna út í lífinu?

Faghópur um mannauðsstjórnun í samstarfi við Kompás hélt í morgun einstaklega áhugaverðan fund í Háskólanum í Reykjavík þar sem fjallað var um hugtakið Lífs-örmögnun (Vital Exhaustion) sem er tiltölulega nýtt hugtak en það vísar til ákveðins ástands sem hefur þróast yfir lengri tíma.

Fyrirlesarinn Eygló Guðmundsdóttir, klínískur sálfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum sem hefur rannsakað örmögnun hefur skoðað tengingu áfalla og streitu sl. 20 ár.  Skilgreiningin á örmögnun er ástand sem hefur þróast eftir óeðlilega mikið álag yfir lengri tíma – nokkkurs skonar lífsörmögnun. Eygló fór að vinna á Heilsustofnuninni í Hveragerði þar sem hún vann við að flytja fyrirlestra um örmögnun. Hugtakið örmögnun er hins vegar ástand sem hefur þróast yfir lengri tíma og þarf alls ekki að tengjast starfi einstaklings.  Stundum er vinnan eini staðurinn sem fólki líður vel í og þess vegna er kulnun alls ekki bundin við starf.  Hjartalæknirinn Ad Appels skilgreindi lífsörmögnun sem ástand þar sem einstaklingurinn er ekki einungis að uppplifa óeðilega þreytu og dvínandi orku heldur hefur einnig einkenni depurðar sem lýsir sér sem þyngsli eða að vera gjörsamlega niðurslegin/n.  Upplifunin að vakna gjörsamlega búinn á því eða eins og valtari hafi keyrt yfir mann er einkennandi ástand örmögnunar. 

Það sem oft gleymist er tilfinningaleg örmögnun þ.e. ekkert er eftir á tanknum eða geyminum.  Stundum reynir fólk að hlaða inn á rafgeyminn.  Ef ekki eru komin líkamleg einkenni þá kemur heilaþoka.  Mjög margir milli 40 og 45 ára upplifa áunnin athyglisbrest x 200.  Eygló sagði rannsóknir hafa sýnt fram á samband hjarta-og æðasjúkdóma við stig örmögnunar.   Rannsókn Appels og Mulder sýndi að aukin einkenni örmögnunar juku líkur á hjartaáfallli í annars heilbrigðum einstaklingum um 150%. Eygló notar skimunarlista í 21 liðum 1. Ert þú oft þreyttur? 2. Áttu í erfiðleikum með að stofna? 3. Vaknar þú oft á nóttunni? 4. Finnst þér þú almennt vera veikburða? 5. Upplifir þú að þér verði lítið úr verki? 6. Finnst þér sem þú náir ekki að leysa hversdagsleg vandamál eins vel og áður? 7. Finnst þér sem þú sért innikróaður? 8. Hefur þér fundist þú vera vondaufari en áður? 9.Ég hef jafn mikla ánægju af kynlífi og áður 10. Hefur þú upplfiað vonleysistilfinningu? 11. Tekur það þig lengri tíma að ná tökum á erfiðleikum/vandamálum en fyrir ári? 12. Verður þú auðveldlegar pirruð/pirraður yfir smámunum en áður? 13. Líður þér eins og þú viljir gefast upp? 14. Mér líður vel 15. Líður þér eins og líkami þinn sé eins og tóm rafhlaða? 16. Kemur það fyrir að þú óskir þess að þú værir dáin/n? 17. Finnst þér sem þú ráðir ekki við lífskröfurnar? 18. Finnst þér þú vera döpur/dapur? 19. Langar þig stundum til að gráta? 20. Finnst þér þú vera útkeyrður og slitin þegar þú vankar? 21. Átt þú æ erfiðara með að einbeita þér lengi að sama hlutnum?

Rannsókn Eyglóar á foreldrum krabbameinssjúkra barna sýndi gríðarlega sterkt samband milli áfalla tengdum greiningu og veikindum barns og örmögnunar.   Áfall var fyrst skilgreint sem afleiðing atburðar sem myndi leiða til áberandi streitueinkenna hjá flestum einstaklingum. Bílslys, kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi, greining á lífshættulegum sjúkdómi og náttúuhamfarir eru dæmi um aðstæður sem flokkast undir áföll. 

Einkenni áfallastreitu tengjast aðstæðum áfalla og er gjarnan skipt í þrjá hópa: endurupplifanir, t.d. martaðir, hugsanir um atburði o.fl. …

 

 

 

 

Um viðburðinn

Lífsörmögnun - Allir geta örmagnast!

Hvað er lífsörmögnun - er hægt að brenna út í lífinu? 

 

Hugtakið Lífs-örmögnun (Vital Exhaustion) er tilltölulega nýtt hugtak en það vísar til ákveðins ástands sem hefur þróast yfir lengri tíma.

Rannsóknir á sambandi líkamlegra sjúkdóma og (lífs)Örmögnunar eru nýjar af nálinni en stöðugt fleiri innan læknisfræðinnar virðast vera að átta sig á að hér sé einhverskonar samband og er aukning þesskonar rannsókna dag frá degi. Ein grein læknisfræðinnar hefur þó verið ríkjandi þegar kemur að rannsóknum að þessu tagi og hafa tugir ef ekki hundruðir rannsókna verið gerðar frá byrjun áttunda áratugarins á tengslum Örmögnunar sem mögulegs undanfara hjarta- og æðasjúkdóma.

Eygló Guðmundsdóttir, klínískur sálfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum, hefur rannsakað örmögnun og hefur víðtæka reynslu af málaflokknum. Hún segir að algengasta ástæða þess að fólk leiti sér hjálpar vegna örmögnunar sé að líkaminn gefi sig. 

„Það eru dæmi um að fólk vakni einn daginn og geti ekki hreyft sig“.

Í erindi sínu fjallar dr. Eygló Guðmundsdóttir m.a. um það hvernig lífsferðalag okkar getur leitt til örmögnunar og hvernig áföll í lífinu hafa áhrif á líkamlega heilsu, jafnvel þótt langt sé um liðið. Eygló leggur áherslu á það í fyrirlestri sínum að það geti komið fyrir alla að örmagnast en því fylgi enn mikil skömm.

Hér má hlusta á hlaðvörp þar sem tekið er viðtal við Eygló um m.a. örmögnun og doktorsritgerðina hennar þar sem hún rannsakaði sálfélagsleg áhrif foreldra krabbameinsgreindra barna.

https://podcasts.apple.com/us/podcast/6-all-colors-this-nightmare-part-1-parental-stress/id1441822841?i=1000429792565

https://podcasts.apple.com/us/podcast/7-all-colors-this-nightmare-part-2-parental-stress/id1441822841?i=1000430880378

Fleiri fréttir og pistlar

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?