Lýsi bjóða í heimsókn

Sérfræðingar hjá Lýsi bjóða í heimsókn og fara yfir gæðastjórnunarstarf hjá fyrirtækinu. Í lokin verður tími fyrir spurningar og umræður.

https://www.lysi.is/starfsemin/myndband-og-baeklingar 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Boðið upp á lýsi og kaffi í morgun hjá Lýsi

Boðið var upp á lýsi og kaffi í morgun hjá Lýsi en þar fóru sérfræðingar yfir gæðastjórnunarstarf hjá fyrirtækinu. Lýsi var stofnað 1938 og eru starfsmenn í dag 136, veltan 7,9milljarðar, innlend sala 6% og útflutningur 94%. Lýsi er með alls kyns vottanir eins og GMP/API, MSC, GMP, FSSC 22000, HALAL og FOS.  Lýsi var fyrsta fyrirtæki á Íslandi sem fékk 9001 vottun en þeir hættu því í fyrra.  Ástæðan er sú að ISO 22000 og GMP eru fullnægjandi.  Kynnt var ferlið frá pappír yfir í rafrænt form.   Áður fyrr var alltaf verið að bregðast við og því mikilvægt að koma strúktúr á kerfið þ.e. hvernig gæðakerfið yrði byggt upp.  Öll starfsemin var brotin niður í verkferla og viðráðanlegar stærðir; stefnuskjöl, verklagsreglur, vinnulýsingar leiðbeiningar og eyðublöð og önnur skráningagögn.  Það tók innan við ár að koma öllu úr pappír yfir á rafrænt form.  Allt í allt eru skjölin næstum 1000.  Meðalstarfsaldur hjá Lýsi er 8 ár og 14% starfsmanna hefur starfað í 15 ár eða lengur.  Hjá Lýsi mega starfsmenn starfa eins lengi og þeir hafa getu til og vilja.  Þegar nýr starfsmaður hefur störf er hann settur í þjálfun og þau námskeið sem staðlarnir krefjast.  Námsefni og annað rafrænt fræðsluefni er aðgengilegt öllum.  Alltaf eru kröfur um þjálfun að verða meiri og meiri og staðlarnir með ítarlegar kröfur um þjálfun sem eru ekki að ástæðulausu.  Því betur þjálfað starfsfólk því öflugra verður fyrirtækið.  Lýsi notar Hæfnistjóra FOCAL.  Þegar tekið er á móti nýjum starfsmanni t.d. í verksmiðju þá á sér stað skilgreind þjálfunarleið; grunnþjálfun starfsmanna framleiðsludeildar,  grunnþjálfun starfsmanna vinnslu, verklega þjálfun vinnsla 1, verkleg þjálfun vinnsla 2, starfsmannahandbók og grunnþjálfun starfsmanna Lýsis ehf. Inni í kerfinu er kennari sem staðfestir þjálfun.  Sendir eru tölvupóstar á 5 daga fresti sem áminning um hvað þú þarft að læra næst.  Stjórnendur fylgjast með þjálfuninni í sjónarhorni Hæfnistjórans.  Á mánaðarlegum fundum gæðaráðs er farið yfir þjálfun starfsmanna og passað upp á að allir séu að sinna sinni þjálfun.  Kerfið ýtir starfsmönnum áfram en ekki yfirmenn nema nauðsyn beri til. 

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um ISO / Gæðastjórnun

Aðalfundur faghóps um ISO / Gæðastjórnun verður haldinn 29. apríl klukkan 13:00 til 14:00.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, ein staða er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Viðburðurinn verður á Teams

Þegar valið stendur á milli Jafnlaunastaðfestingar eða Jafnlaunavottunar - hjá Origo og á Teams

Faghóps ISO/Gæðastjórnun og Jafnlaunastjórnun kynna til leiks: 

TEAMS HLEKKUR

Gæðastjórnun og kostir öflugra gæðakerfa

Maria Hedman 
Vörustjóri, Origo 

Inngangur – samanburður á jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu

Gyða Björg Sigurðardóttir jafnlaunaráðgjafi, Ráður

Stuttlega sagt frá fyrstu jafnlaunastaðfestingu hjá Umbóðsmanni Skuldara 

Eygló Kristjánsdóttir fjármálastjóri, Umboðsmaður skuldara

10 mínútna hlé 

Snjöll og einfald leið í Jafnlaunamálum
Ferlið í Justly Pay 
Hildur B Pálsdóttir  

Límtré – Þroskað gæðakerfi og Justly Pay 
Einar Bjarnason, gæðastjóri Límtré

Ef valið stendur milli vottunar og staðfestingu – hver er ávinningur vottunar?
Gná Guðjónsdóttir Versa Vottun

Viðburðinn er til húsa hjá Origo, Borgartúni 37 og á Teams. 

ISO 14001 umhverfisvottun og Isavia

Hlekk í Teams
Nú nýlega hlaut Isavia ISO 14001 umhverfisvottun. Í þessu erindi mun María Kjartansdóttir fjalla um ferlið frá A-Ö, þær áskoranir sem upp komu og hvernig ISO 9001 gæðastjórnunarstaðallinn kom að notum.

Hlekk í Teams

Áhugaverður fyrirlestur um Breeam og Well vottanir

Hlekk í Teams

Skrifstofa mannvirkja og innviða hjá Isavia í Kef fengu kynningu á Breeam og Well. Strax í kjölfarið spurði okkar maður hvort þau myndu vilja endurtaka leikinn fyrir Stjórnvísi.

Í þessu erindi munu þau Ian Allard og Georgia Allen, frá breska ráðgjafafyrirtækinu Mace, fjalla um BREEAM og WELL vottanir og þá vegferð sem Isavia er á í þeim framkvæmdum nú eru í gangi.

BREEAM (breeam.com) tekur á þáttum eins og vistvænni hönnun bygginga, til dæmis út frá efnisvali og orkunotkun en WELL (wellcertified.com) um líðan fólks og upplifun af mannvirkjum, til dæmis út frá hljóðvist, lýsingu og loftgæðum.

Erindið fer fram á ensku.

Ian Allard og Georgia Allen – frá Mace.

Sjá einnig frétt frá Mace hér

 

Hlekk í Teams

 

 

HS Veitur bjóða heim til sín

Sviðsstjóri Rekstrarsviðs verður með almenna kynningu á fyrirtækinu og gæðastjórinn verður með kynningu á gæðakerfinu.

Teamsfundur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?