Lýsi bjóða í heimsókn

Sérfræðingar hjá Lýsi bjóða í heimsókn og fara yfir gæðastjórnunarstarf hjá fyrirtækinu. Í lokin verður tími fyrir spurningar og umræður.

https://www.lysi.is/starfsemin/myndband-og-baeklingar 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Boðið upp á lýsi og kaffi í morgun hjá Lýsi

Boðið var upp á lýsi og kaffi í morgun hjá Lýsi en þar fóru sérfræðingar yfir gæðastjórnunarstarf hjá fyrirtækinu. Lýsi var stofnað 1938 og eru starfsmenn í dag 136, veltan 7,9milljarðar, innlend sala 6% og útflutningur 94%. Lýsi er með alls kyns vottanir eins og GMP/API, MSC, GMP, FSSC 22000, HALAL og FOS.  Lýsi var fyrsta fyrirtæki á Íslandi sem fékk 9001 vottun en þeir hættu því í fyrra.  Ástæðan er sú að ISO 22000 og GMP eru fullnægjandi.  Kynnt var ferlið frá pappír yfir í rafrænt form.   Áður fyrr var alltaf verið að bregðast við og því mikilvægt að koma strúktúr á kerfið þ.e. hvernig gæðakerfið yrði byggt upp.  Öll starfsemin var brotin niður í verkferla og viðráðanlegar stærðir; stefnuskjöl, verklagsreglur, vinnulýsingar leiðbeiningar og eyðublöð og önnur skráningagögn.  Það tók innan við ár að koma öllu úr pappír yfir á rafrænt form.  Allt í allt eru skjölin næstum 1000.  Meðalstarfsaldur hjá Lýsi er 8 ár og 14% starfsmanna hefur starfað í 15 ár eða lengur.  Hjá Lýsi mega starfsmenn starfa eins lengi og þeir hafa getu til og vilja.  Þegar nýr starfsmaður hefur störf er hann settur í þjálfun og þau námskeið sem staðlarnir krefjast.  Námsefni og annað rafrænt fræðsluefni er aðgengilegt öllum.  Alltaf eru kröfur um þjálfun að verða meiri og meiri og staðlarnir með ítarlegar kröfur um þjálfun sem eru ekki að ástæðulausu.  Því betur þjálfað starfsfólk því öflugra verður fyrirtækið.  Lýsi notar Hæfnistjóra FOCAL.  Þegar tekið er á móti nýjum starfsmanni t.d. í verksmiðju þá á sér stað skilgreind þjálfunarleið; grunnþjálfun starfsmanna framleiðsludeildar,  grunnþjálfun starfsmanna vinnslu, verklega þjálfun vinnsla 1, verkleg þjálfun vinnsla 2, starfsmannahandbók og grunnþjálfun starfsmanna Lýsis ehf. Inni í kerfinu er kennari sem staðfestir þjálfun.  Sendir eru tölvupóstar á 5 daga fresti sem áminning um hvað þú þarft að læra næst.  Stjórnendur fylgjast með þjálfuninni í sjónarhorni Hæfnistjórans.  Á mánaðarlegum fundum gæðaráðs er farið yfir þjálfun starfsmanna og passað upp á að allir séu að sinna sinni þjálfun.  Kerfið ýtir starfsmönnum áfram en ekki yfirmenn nema nauðsyn beri til. 

Eldri viðburðir

ÍST ISO 55000 og 55001 Eignastjórnun-Stjórnunarkerfi nýr staðall í íslenskri þýðingu

Staðlaráð býður í heimsókn og fjallar um:

  • ÍST ISO 55000 Eignastjórnun -yfirlit -meginreglur og hugtakanotkun
  • ÍST ISO 55001 Eignastjórnun -stjórnkerfi -kröfur

Staðlarnir hafa verið gefnir út í íslenskri þýðingu og mun Sveinn V Ólafsson verkfræðingur frá Jensen ráðgjöf fjalla um innihalda og beitingu staðlanna.

Staðlarnir eru hluti af "fjölskyldunni" um stjórnunarkerfi eins og ÍST EN ISO 9001, 14001, 27001 og öðrum algengum stjórnunarkerfisstöðlum.

 

Aðalfundur faghóps Gæðastjórnun/ISO staðlar

Aðalfundur verður haldinn hjá Origo, Borgartún 37, 16. apríl kl 08:45

1. Kosning í stjórn.

2. Dagskrá vetrarins.

Stjórn hvetur áhugasama að kynna sér málið og taka þátt í stjórnun hópsins

Þróun fræðslu & umbótastarfs hjá Strætó bs.

Verið velkomin til Strætó þann 11.apríl 2019. 

 

Rut Vilhjálmsdóttir sérfræðingur á Mannauðs- og gæðasviði mun kynna fyrir okkur hvernig þróun fræðslu og umbótastarfs henni tengdri er hjá fyrirtækinu. 

 

Staðsetning: Þönglabakki 4 - 2.hæð t.v. 

10 ár með 9001 vottun

Geislavarnir ríkisins bjóða í heimsókn og segja frá sinni reynslu af þróun gæðastjórnunar en stofnunin hefur verið með ISO 9001 vottun í 10 ár.

Um Gæðakerfi Geislavarna ríkisins

Gæðakerfi Geislavarna ríkisins er byggt upp samkvæmt kröfum ISO 9001 og tekur til allrar starfsemi stofnunarinnar. Gæðakerfinu er lýst í virkri og útgáfustýrðri rafrænni handbók sem er aðgengileg öllum starfsmönnum.

Gæðakerfið byggir meðal annars á virku ábendingakerfi sem tekur á öllum innri og ytri ábendingum sem varða starfsemi Geislavarna. Kerfið er vottað af bresku staðlastofnuninni (British Standard Institute, BSI). Kerfið var fyrst vottað í október árið 2008.

Tilvísun í ISO 9001

Skjalavarsla og rafræn skil til Þjóðskjalasafns

Sérfræðingar hjá Þjóðskjalasafni bjóða í heimsókn og fara yfir reglur um skjalavörslu og rafræn skil. Í lokin verður tími fyrir spurningar og umræður.

Tilvísun í ISO 15489

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?