9
nóv.
2013
9. nóv. 2013
09:30 - 16:00
/
Háskólatorg
Iceland Innovation UnConference er nýstárlegur nýsköpunarviðburður sem Landsbankinn heldur á Háskólatorgi í samstarfi við Háskóla Íslands og MassTLC (Massachusetts Technology Leadership Council) í annað sinn laugardaginn 9. nóvember 2013.
Viðburðurinn er fyrir alla sem vinna í, vilja vinna með, styðja við, stofna, byggja upp, fjárfesta í eða bara tala við og um sprotafyrirtæki og/eða nýsköpun.
UnConference byggir á Open Space Technology þar sem dagskrá viðburðar er mótuð af þátttakendum sjálfum frá upphafi til enda.
Síðasti viðburður einkenndist af mikilli orku og uppbyggilegum umræðum en tæplega 200 manns tóku þátt í deginum, fulltrúar sprotafyrirtækja, fjárfesta, háskólanna, samtaka úr atvinnulífi og fjölda einstaklinga með yfirgripsmikla þekkingu á fyrirtækjarekstri eða stoðsviðum. Skipulagðar voru umræður um fjörutíu mismunandi viðfangsefni. Jafnframt gátu þátttakendur pantað einkaviðtöl hjá 100 leiðbeinendum og fengið verðmæta ráðgjöf og hugmyndir. Í hópi leiðbeinanda voru sérfræðingar úr atvinnulífi og háskólum, reyndir frumkvöðlar, forstjórar, hönnuðir og fjárfestar.
Nánari upplýsingar og skráning á www.landsbankinn.is/unconference