Borgartún 37 Borgartún, Austurbær Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur: Sköpunargleði,
Sköpunargleði er grundvöllur nýsköpunar og nýsköpun er oft á tíðum grundvöllur samkeppnisforskots. Ýmsar leiðir er hægt að fara til að ýta undir þetta og hafa rannsóknir gefið til kynna að til dæmis starfsumhverfið hefur áhrif á sköpunargleði fólks.
Fyrsti haustfundur faghópsins um Sköpunargleði verður haldinn hjá TM Software. Þau hafa boðið okkur í heimsókn þann 19. september klukkan 8:15 þar sem þau munu segja frá þeim breytingum sem gerðar hafa verið á starfsumhverfi þeirra til þess að ýta undir sköpun, má þar nefna ofurhetjur, ýmsa liti og leikherbergi :)
Klukkan 8:15 er boðið upp á léttan morgunverð og svo hefst kynningin klukkan 8:30 og lýkur 9:45.