Pólitíkin og framtíðin – Tímabær umræða viku eftir kosningarúrslit

Pólitíkin og framtíðin – Tímabær umræða viku eftir kosningarúrslit

Laugardags málstofa á netinu á vegum London Futurist, 2. okt.nk. kl. 14:00. Nauðsynlegt er að skrá sig á vefslóðinni  A new future for politics? | Meetup

Málstofustjóri er David Wood.

Stjórnmálamenn þurfa að huga að mörgu. Við lifum á umbrotatímum. Eru stjórnmálamenn nægilega meðvitaðir um mikilvægustu tækifærin og áhætturnar sem framundan eru? Þar að segja, þær róttæku umbreytingar sem núna eiga sér stað á mörgum sviðum mannlífsins, svo sem vegna straumhvarfa við tækniþróun?

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Bókakynning á aðventu – Merking eftir Fríðu Ísberg

Click here to join the meeting

Í bókinni sinni fjallar Fríða um mál sem á skírskotun til margra þátta samtímans en þó ekki síst framtíðarþróunar samfélaga.

  • Í kynningu á bókinni segir: „Skáldsagan Merking er margradda verk sem fjallar um afstöðu og pólaríseringu, fordóma og samkennd. Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til samkenndarprófsins, byltingarkenndrar tækni sem spáð getur fyrir um andfélagslega hegðun; annar helmingurinn vill öruggara samfélag, hinn vill réttlátt samfélag.“

Fríða Ísberg, f. 1992, lauk grunnprófi í heimspeki og meistaraprófi í ritlist við Háskóla Íslands. Hún vakti mikla athygli fyrir fyrstu ljóðabók sína, Slitförin, sem hlaut meðal annars Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Smásagnasafnið Kláði var tilnefnt til sömu verðlauna auk Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Fyrsta skáldsagan hennar Merking kom út hjá Forlaginu árið 2021. Fríða er ein af Svikaskáldum sem sent hafa frá sér þrjú ljóðverk og eina skáldsöguna Olía (2021) og staðið fyrir margháttuðum viðburðum tengdum ljóðlist.

Bókakynning á aðventu – Framtíð mannkyns. Örlög okkar í alheiminum.

  • Í kynningu á bókinni segir: „Í þessari bók fjallar Kaku um sögu geimkönnunar í ljósi endurvakins áhuga á geimferðum nú þegar stórveldi jafnt sem auðjöfrar hafa sett stefnuna á Mars. Í líflegri frásögn sinni skírskotar Kaku meðal annars til skáldverka frá gullöld vísindaskáldskapar sem endurspeglað hafa framtíðarsýn mannsins. Hann sýnir hvernig ný tækni hefur breytt hugmyndum okkar um geiminn og gert raunhæft það sem áður þótti óhugsandi.“

Kaku heldur því fram að mannkynið geti þróað sjálfbæra siðmenningu í geimnum. En til að svo megi verða þurfi maðurinn að laga sig að breyttum aðstæðum og eftirláta háþróuðum þjörkum að finna ný heimkynni. Eftir milljarða ára þurfi afkomendur okkar hugsanlega að leita í annan alheim og yngri. Kaku fjallar um ferðalög framtíðarinnar milli stjarnanna og varpar jafnvel fram hugmyndum um ódauðleika mannsins.

Bókinni hefur verið vel tekið og er hún alþjóðleg metsölubók.

Baldur Arnarson mun kynna bókina en hann og dr. Gunnlaugur Björnsson þýddu bókina ásamt Sævari Helga Bragasyni.

Eldri viðburðir

Vinnumarkaður framtíðar. Hvar sem þú vilt, hvenær sem þú vilt og með þeim sem þú vilt!

Click here to join the meeting

Árelía og Herdís munu í erindi sínu fjalla um helstu áskoranir vinnumarkaðarins í framtíðinni. Báðar hafa þær mikla þekkingu  og reynslu á umræddu sviði.

Árelía Eydís Guðmundsdóttir lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaragráðu í vinnumarkaðsfræði frá London School of Economics and Political Science  árið 1993. Árelía stundaði doktorsnám við University of Essex og Háskóla Íslands og brautskráðist þaðan 2001. Árelía starfar sem dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands en sérsvið hennar er leiðtogafræði. Hún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa á fræðilegum vettvangi.

Herdís Pála er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri. Hún er með MBA gráðu, með áherslu á mannauðsstjórnun og alþjóðlega vottun sem markþjálfi. Hún hóf störf hjá Deloitte í nóvember 2019. Herdís Pála hefur um það bil 20 ára reynslu af stjórnun á sviði mannauðsmála, markaðssmála, reksturs, húsnæðismála o.fl.

Heimsmarkmiðin og framtíðin. Réttlát umskipti? - Héðinn Unnsteinsson - Haldinn í Grósku og á vefnum -

Click here to join the meeting
Fundarstaður er í Grósku, (sal sem heitir Fenjamýri) Bjargargötu 1, 102 Reykjavík (sama hús og CCP, Icelandic Startup o.fl.) 

Eitt af þeim atriðum sem litið er til næstu áratugi er hvernig til tekst við að leiða til framkvæmda vilyrði þjóða um innleiðingu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hverjar verða afleiðingar aðgerðaleysis eða aðgerða vilja fyrir samfélög?

Héðinn Unnsteinsson þekkir vel til þessa sviðs og ætlar að vera með framsögu á fundinum.

Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, er formaður verkefnastjórnarinnar um innleiðingu Heimsmarkmiðanna á Íslandi. Verkefnastjórnin hefur jafnframt það hlutverk að greina stöðu Íslands gagnvart undirmarkmiðunum Heimsmarmiðanna og sinna alþjóðlegu samstarfi um heimsmarkmiðin og hafa umsjón með framkvæmd landsrýni (e. Voluntary National Review) á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Héðinn hefur starfað sem ráðgjafi á sviði stjórnunar og hefur látið geðheilbrigðis málefni til sín taka og er meðal annars höfundur bókarinnar Vertu úlfur.

EY - Sjálfbærni fyrirtækja

Click here to join the meeting

Á þessum örfyrirlestri mun dr. Snjólaug Ólafsdóttir, sérfræðingur úr Sjálfbærniteymi EY, fara stuttlega yfir það hvað fyrirtæki þurfa að hafa í huga varðandi sjálfbærni fyrirtækja og hvaða straumar eru ráðandi er kemur að sjálfbærni hjá fyrirtækjum. Einnig verður farið yfir við hverju hægt sé að búast í framtíðinni og hvernig fyrirtæki geti undirbúið sig fyrir það sem koma skal.

Fyrirlesturinn mun taka 30 mínútur, og gert er ráð fyrir 10 mínútum í lokin fyrir spurningar, ef svo ber við.

 

Fyrirlesari:

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir starfar sem sérfræðingur á sviði sjálfbærni í rekstri, stefnumótunar og markmiðasetningar fyrirtækja og stofnana, auk þjálfunar stjórnenda og starfsfólks, í Sjálfbærniteymi EY.

Með leiðarstein í stafni

Í fyrirlestri sínum mun Sara Lind Guðbergsdóttir, óháð framtíðarfræðum, hugleiða hvernig vinnustað við viljum skapa og hvernig við getum farið að móta hann. Hún mun segja frá reynslu sinni í tengslum við endurskipulagningu Ríkiskaupa.

Fyrirlesturinn fer fram á teams. Hér er vefslóðinClick here to join the meeting

 

Einnig má geta þess að Sara þýddi nýverið bókina Styttri (e.Shorter) eftir dr. Alex Soojung Kim Pang, framtíðarfræðing, um styttri vinnuviku. Bókin hefur að geyma lýsingu á því hvernig beita megi hönnunarhugsun við að endurhanna vinnutíma fólks og ná fram gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og launagreiðenda á sama tíma.

Sara Lind Guðbergsdóttir er starfandi sviðsstjóri stjórnunar og umbóta hjá Ríkiskaupum hvar hún hefur leitt, ásamt forstjóra, umbreytingu á þeirri rótgrónu stofnun. Hún er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands. Sara hefur lengst af unnið sem lögfræðingur kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hún hefur verið forstjórum, forstöðumönnum og æðstu stjórnendum stofnana til ráðgjafar í þeim áskorunum sem þeir standa frammi fyrir, ásamt því að taka virkan þátt í stefnumörkun mannauðsmála ríkisins. Þá er Sara fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra í samninganefnd ríkisins við kjarasamningsgerð.

 

Gigg eða gullúr - Hvernig vinnum við í framtíðinni?

Við byrjum hauststarfið á áhugaverðum fyrirlestri um Gigg hagkerfið og með góðum fyrirlesara Brynjólfi Ægir Sævarssyni. Gigg (Gig) hagkerfið er fyrirbæri sem fjallar um aukningu í sjálfstæðri vinnu eða með samningsbundinum störfum. Talið er að helmingur bandarísks vinnuafls gæti fundið sig í vinnu eða starfað sjálfstætt næsta áratuginn.
 

Brynjólfur Ægir Sævarsson er viðskiptafræðingur frá HÍ með MBA gráðu frá HR og ráðgjafi hjá Sunnan 10. Hann hefur undanfarin ár starfað við ráðgjöf um verkefni þar sem þjónusta og upplýsingatækni mætast og unnið að sprotaverkefnum. Hann var forstöðumaður stjórnendaráðgjafar Advania og forstöðumaður viðskiptaþróunar, útibús- og svæðisstjóri hjá Landsbankanum. Hjá Landsbankanum stýrði hann fyrsta útibúi bankans sem útleiddi hefðbundna gjaldkeraþjónustu og ánetjaðist í kjölfarið stafrænivæðingu þjónustu. Áhugi hans beinist einkum að breytingum tækninnar á þjóðfélagið og þeim áskorunum sem verða til á mörkum þjónustu og tækni, þar sem ólikir hagsmunir takast á og áætlanir komast í tæri við raunveruleikann.

Sunnan 10 er ráðgjafastofa sem styður opinbera aðila við aðlögun að framtíðarsýn Stafræns Íslands. Meðal viðskiptavina eru Stafrænt Ísland, Dómsmálaráðuneytið og Tryggingastofnun.

Meðal verkefna eru:

  • Mótun og innleiðing stefnu um upplýsingar og tækni.
  • Þarfagreiningar fyrir útboð.
  • Greining á stöðu flókinna verkefna í vanda, ráðgjöf um viðbrögð og stjórn samskipta.
  • Endurhögun ferla.
  • Fræðsla um og innleiðing á aðferðum Design Thinking og Agile.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?