Samtal við Víði Reynisson

Fundurinn fer fram á Teams og fá allir skráðir þátttakendur sent fundarboð 30. september. 

Mörg okkar standa nú í þeim sporum að vinna að aðgerðum innan okkar fyrirtækja sem snúa að Covid 19.

Jafnframt sjáum við fram á það að lifa með veirunni í talsverðan tíma. Öll erum við á svipuðum stað með sömu áskoranir.

Hann Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ætlar að halda fyrir okkur stutta kynningu um lífið með Covid-19 hjá fyrirtækjum og opna svo á samtal og spurningar.

Skráðir þátttakendur á viðburðinn fá sent fundarboð þann 30. september.

Vinsamlega skráið ykkur fyrir þann tíma.  

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Samtal við Víði Reynisson

Faghópur um öryggisstjórnun hélt í morgun fund þar sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hélt stutta kynningu um lífið með Covid-19 hjá fyrirtækjum og í framhaldi var opnað á samtal og spurningar. Mörg okkar standa nú í þeim sporum að vinna að aðgerðum innan okkar fyrirtækja sem snúa að Covid 19.  Jafnframt sjáum við fram á það að lifa með veirunni í talsverðan tíma. Öll erum við á svipuðum stað með sömu áskoranir.

Að vera óhræddur við að gera mistök og halda áfram er lykilatriði í Covid baráttu.  Miklu máli skiptir að treysta sínu samstarfsfólki og fela því ábyrgð.  Þá eru góðar líkur á að ná árangri.  Samhæfing verkefna skiptir líka miklu máli og að allir stefni í sömu átt.  Við þurfum áttavita. Stefna þríeykisins er að upplýsa allt.  Þetta er stærsta verkefni almannavarna frá upphafi.   Við erum stödd í krísu og samstaða í heiminum skiptir öllu máli.  Bill Gates birti grein í gær og þar kom fram að heimurinn verður að standa saman.  Heimsfaraldrar koma annað slagið. Nú eru takmarkanir á ferðalögum gríðarlegar, fólk er að veikjast, atvinnuleysi að aukast og áhrifin að verða þyngri og þyngri og að mörgu þarf að huga. Nú þarf að fara að meta langtímaáhrifin og hver verða verkefnin t.d. efnahagslegu næstu 5-10 árin.  Eru í þessari krísu tækifæri til að endurskoða og gera hluti betur? 

Í vor var mikilvægasta hlutverkið að sveigja kúrfuna og geta veitt öllum almenna heilbrigðisþjónustu.  Mikilvægt er að halda uppi þjónustu á öryggisstigi.  Skilaboð hafa gengið út á að sóttvarnartillögur toppi allt. Stjórnvöld hafa fylgt tillögum í einum og öllu.  Spálíkanið sem horft er á núna er að við verðum í 20-30 smitum langt inn í október. Nú er að fjölga á spítölunum í innlögnum og hvað er hægt að gera til að komast fyrr í gegn og halda uppi heilbrigðisþjónustu.  Staðan er sú í dag að 11 eru inniliggjandi og 3 á gjörgæslu.  En hvað er hægt að gera? Ábyrgðin þarf að vera á hreinu, dreifa ábyrgðinni, hreyfa sig hratt og vera lausnamiðaðir. Mikilvægt er að skilja heildarferlið. Eitt smit í leikskóla eða skóla þýðir að allt lokar og samfélagsáhrifin eru gríðarlega mikil.  Samstaðan í samfélaginu er mikilvæg.  Allar skoðanir eiga að koma upp á borðið og samstaðan þarf að lifa það af. 

Mikilvægt er að skoða innviði fyrirtækja. En hvað erum við að fást við núna? Ábyrgð einstaklinga og fyrirtækja.  Verið er að horfa á einstaklingsbundið áhættumat.  Í samvinnu við hvert svæði er gert hættumat og því eru viðbrögð mismunandi eftir landssvæðum.  Hver og einn er hvattur til að skoða sitt nærumhverfi og við hverja hann er að hafa samskipti við. Nú eru nýttir litakóðar grár – gulur – appelsínugulur og rauður.  Miðað við þróun síðustu daga er verið að gefa út rauða viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið.  Þessar litaviðvaranir verða kynntar fljótlega og vonandi gagnast til að leggja mat á ástandið.

Í dag ríkir mikil óvissa og samfélagssmit of mörg.  Verið er að leggja mat á getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við ástandið eins og það er í dag. Hvort aðgerðirnar duga eða ekki.  Í lokin voru fyrirspurnir og kom fram mikil ánægja með áhættumatið og litakóða sem verið er að gera. Aðilar tjáðu sig varðandi að mörg fyrirtækið eru að hvetja aðila til að vinna heima á meðan aðrir gera það alls ekki.  Nú eru fyrirtæki ekki eins samstíga og erfitt að horfa á hve reglur eru mismunandi milli manna. Þetta er munurinn á að standa frammi fyrir reglum og tilmælum. Margir hafa beint því til sinna starfsmanna að fara ekki erlendis og fannst mörgum slíkt hart.  Tilmæli til starfsmanna er eitthvað sem allir eiga rétt á og er mjög skynsamlegt. M.a. var rætt um áhafnir fiskiskipa en um þær gilda sérstakar reglur og mikilvægt að þeir komist aðeins í land, noti grímur o.fl. Víðir sagði að lokum að mikilvægt væri að allir settu sér mælanleg markmið og með samstöðunni tekst okkur að fá það út úr þessu sem við viljum.

 

Eldri viðburðir

Áskorun Vegagerðarinnar í öryggismálum starfsmanna og verktaka

Vegagerðin býður alla velkomna í Suðurhraun 3, Garðabæ en hér er linkur á fundinn fyrir þá sem ekki komast

Áskorun Vegagerðarinnar í öryggismálum starfsmanna og verktaka

Verkefni vegagerðarinnar eru margvísleg og því skiptir miklu máli að öryggismál verktaka og starfsmanna séu í góðum farvegi. 

Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar fer yfir hvernig Vegagerðin hefur mætt öryggis áskorunum bæði gagnvart verktökum og ekki síst gagnvart starfsmönnum. Stofnun er með margar starfsstöðvar og vinna við mismunandi skilyrði. Þar starfa margir og verk eru oft ekki hættulaus. Því er mikilvægt að öryggismálum sé vel sinnt.

Sævar Helgi er með sveinspróf í bifvélavirkjun og MSc í vélaverkfræði. Sævar Helgi starfaði áður hjá Samgöngustofu en lengst af vann hann við rannsakari og rannsóknarstjóri á umferðarsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hann hefur sinnt stöðu öryggisstjóra Vegagerðarinnar frá 1. apríl 2023.

Um Vegagerðina

Hjá Vegagerðinni starfa um 350 manns og rekur stofnunin 18 starfstöðvar um allt land. Störfin eru fjölbreytt, allt frá hefðbundnu skrifstofufólki til ýmissa verklegra starfa í óbyggðum, á sjó og að sjálfsögðu á vegum úti. Að auki er Vegagerðin ein stærsta framkvæmdarstofnun landsins. Sævar Helgi kynnir hvernig uppbyggingu starfsmannaöryggismála er háttað hjá Vegagerðinni. Fer yfir tækifæri og áskoranir.

 Vegagerðin býður alla velkomna í Suðurhraun 3, Garðabæ en hér er linkur á fundinn fyrir þá sem ekki komast

Hvernig er hægt að skipuleggja öryggi nýframkvæmda og eftirlit á framkvæmdatíma?

Hér er tengill á fundinn
Nýlega tók Isavia í notkun húsnæði sem þar sem er nýr töskusalur og á bak við tjöldin nýtt farangursflokkunarkerfi. 

Þau Jóhannes B. Bjarnason og Guðný Eva Birgisdóttir komu að framkvæmdinni með ólíkum hætti. Jóhannes er deildarstjóri framkvæmdardeildar og leiðir teymi verkefnastjóra Isavia sem m.a. koma að hönnun nýframkvæmda. Hann fer yfir hvernig Isavia strax í upphafi setti fram skýrar kröfur um öryggisviðmið í útboði verksins. 

Guðný Eva Birgisdóttir verkefnastjóri hjá Verkfræðistofu Suðurnesja hafði umsjón með eftirliti með verktökum og skipulagði fyrirkomulag öryggismála með verktökum og hvernig þau unnu með Isavia.  Guðný Eva lýsir skipulagi funda, eftirfylgni atvika og þá öryggismælikvarða sem settir voru upp til að fylgjast með framkvæmdinni.

Hér er tengill á fundinn

 

Skipulag og ábyrgð atvinnurekenda á vinnuverndarstarfi innan fyrirtækja

Click here to join the meeting

Þórdís Huld Vignisdóttir leiðtogi straums vettvangseftirlita hjá Vinnueftirlitinu fjallar um vinnuvernd innan fyrirtækja út frá ýmsum sjónarhornum;

  • Vinnuverndarstarf, vinnuaðstaða- og öryggismenning
  • Ábyrgð atvinnurekandans, helstu reglugerðir, tilkynningar á slysum ásamt öðrum skyldum
  • Skipulag vinnuverndarstarfs
  • Ábyrgð öryggistrúnaðarmanna/öryggisvarða hlutverk þeirra og skyldur
  • Hvað er skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði
  • Hvað er áhættumat út frá 5 stoðum vinnuverndar og hvernig er það gert
  • Forvarnastarf
  • Verklag um EKKO mál
  • Neyðaráætlun

Þórdís Huld hefur starfað hjá Vinnueftirlitinu frá árinu 2022 sem leiðtogi straums vettvangseftirlita. Áður starfaði hún hjá TDK Foil Iceland, lengst af í umhverfis- og öryggismálum með tengsl í gæðamál og stýrði öryggis- og umhverfisdeild fyrirtækisins frá árinu 2018.   Hér er linkur í viðburðinn 

Click here to join the meeting

Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir? Heildstæð áhættustjórnun hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00-09:05 -  Kynning - Einar Bjarnason stjórnarmeðlimur faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla kynnir faghópinn og fyrirlesarana og stýrir fundinum sem verður á Teams.

09:05-09:25  -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
Sigurður Arnar Ólafsson, gæðastjóri Kópavogsbæjar segir frá grunnþáttum áhættustjórnunar og hvernig þeir geta nýst sem alger lykilþáttur í innleiðingu og rekstri stjórnunarkerfa sem byggja á ISO stjórnunarkerfisstöðlum.

09:25-09:45 - Heildstæð áhættustjórnun  m.t.t. til stjórnunarkerfa gæða-, umhverfis- og heilsu og öryggis hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.
Ingólfur Kristjánsson segir frá hvernig Efla nýtir heildstæða nálgun í framkvæmd áhættumats í tengslum við ISO stjórnunarkerfin þrjú sem fyrirtækið rekur og er vottað samkvæmt. Ingólfur rekur hvernig áhættustjórnun hefur nýst fyrirtækinu til framþróunar og lækkunar áhættu.

09:45 – 10:00  Umræður og spurningar


Um fyrirlesarana:

Sigurður Arnar Ólafsson

Lauk prófi sem Datamatkier (tölvunarfræði 2 ár) frá Tietgenskolen í Odense Danmörku 1992. Lauk B.Sc. prófi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri 2005.

Hefur starfað í upplýsingatækni geiranum m.a. sem þjónustu- og gæðastjóri í um 20 ár, þar af 8 ár í Noregi í fyrirtækjunum Cegal og Telecomputing (nú Advania), en á Íslandi hjá m.a. hjá Þekkingu og Nýherja (nú Origo). Starfar nú sem gæðastjóri Kópavogsbæjar síðan 2020.

Hefur unnið við ISO stjórnunarkerfi í yfir 15 ár og m.a. innleitt: stjórnunarkerfi gæða ISO 9001,  stjórnunarkerfa upplýsingaöryggis ISO 27001 og stjórnunarkerfa jafnlauna ÍST 85 í nokkrum fyrirtækjum. Sigurður tók nýverið við formennsku í faghópnum Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi.

 

Ingólfur Kristjánsson

Lauk M.Sc. prófi í efnaverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn 1984. Hefur langa starfsreynslu mest úr framleiðsluiðnaði, bæði á Íslandi og erlendis. Starfaði lengst af hjá Colgate-Palmolive í Kaupmannahöfn sem framleiðslustjóri. Starfaði einnig sem framkvæmdastjóri í áliðnaðinum á Íslandi á árunum 2005-2016, bæði hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði og hjá Rio Tinto í Straumsvík. Starfar nú sem gæðastjóri hjá Eflu Verkfræðistofu síðan 2017.

Stjórnun gæða-, umhverfis- og öryggismála sem og áhættustýring hefur verið fyrirferðarmikil í störfum Ingólfs hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Sú reynsla er dýrmæt, enda helsta viðfangsefnið í núverandi starfi Ingólfs sem gæðastjóra hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.

Ingólfur átti sæti í stjórn faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi á tímabili og hefur hefur setið í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís frá 2017.



 

Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Aðalfundur faghóps um Öryggisstjórnun verður haldinn 26. Maí klukkan 08:30 til 09:30. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir eru hvattir til að bjóða fram starfskrafta sína til stjórnar.

Fundurinn verður haldinn að 1. hæð Dalshrauni 3, 220 Hafnarfirði en einnig er boðið upp á teams link. 

Dagskrá:

  • Uppgjör og lærdómur starfsárs faghópsins 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Click here to join the meeting

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?