Samtal við Víði Reynisson

Fundurinn fer fram á Teams og fá allir skráðir þátttakendur sent fundarboð 30. september. 

Mörg okkar standa nú í þeim sporum að vinna að aðgerðum innan okkar fyrirtækja sem snúa að Covid 19.

Jafnframt sjáum við fram á það að lifa með veirunni í talsverðan tíma. Öll erum við á svipuðum stað með sömu áskoranir.

Hann Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ætlar að halda fyrir okkur stutta kynningu um lífið með Covid-19 hjá fyrirtækjum og opna svo á samtal og spurningar.

Skráðir þátttakendur á viðburðinn fá sent fundarboð þann 30. september.

Vinsamlega skráið ykkur fyrir þann tíma.  

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Samtal við Víði Reynisson

Faghópur um öryggisstjórnun hélt í morgun fund þar sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hélt stutta kynningu um lífið með Covid-19 hjá fyrirtækjum og í framhaldi var opnað á samtal og spurningar. Mörg okkar standa nú í þeim sporum að vinna að aðgerðum innan okkar fyrirtækja sem snúa að Covid 19.  Jafnframt sjáum við fram á það að lifa með veirunni í talsverðan tíma. Öll erum við á svipuðum stað með sömu áskoranir.

Að vera óhræddur við að gera mistök og halda áfram er lykilatriði í Covid baráttu.  Miklu máli skiptir að treysta sínu samstarfsfólki og fela því ábyrgð.  Þá eru góðar líkur á að ná árangri.  Samhæfing verkefna skiptir líka miklu máli og að allir stefni í sömu átt.  Við þurfum áttavita. Stefna þríeykisins er að upplýsa allt.  Þetta er stærsta verkefni almannavarna frá upphafi.   Við erum stödd í krísu og samstaða í heiminum skiptir öllu máli.  Bill Gates birti grein í gær og þar kom fram að heimurinn verður að standa saman.  Heimsfaraldrar koma annað slagið. Nú eru takmarkanir á ferðalögum gríðarlegar, fólk er að veikjast, atvinnuleysi að aukast og áhrifin að verða þyngri og þyngri og að mörgu þarf að huga. Nú þarf að fara að meta langtímaáhrifin og hver verða verkefnin t.d. efnahagslegu næstu 5-10 árin.  Eru í þessari krísu tækifæri til að endurskoða og gera hluti betur? 

Í vor var mikilvægasta hlutverkið að sveigja kúrfuna og geta veitt öllum almenna heilbrigðisþjónustu.  Mikilvægt er að halda uppi þjónustu á öryggisstigi.  Skilaboð hafa gengið út á að sóttvarnartillögur toppi allt. Stjórnvöld hafa fylgt tillögum í einum og öllu.  Spálíkanið sem horft er á núna er að við verðum í 20-30 smitum langt inn í október. Nú er að fjölga á spítölunum í innlögnum og hvað er hægt að gera til að komast fyrr í gegn og halda uppi heilbrigðisþjónustu.  Staðan er sú í dag að 11 eru inniliggjandi og 3 á gjörgæslu.  En hvað er hægt að gera? Ábyrgðin þarf að vera á hreinu, dreifa ábyrgðinni, hreyfa sig hratt og vera lausnamiðaðir. Mikilvægt er að skilja heildarferlið. Eitt smit í leikskóla eða skóla þýðir að allt lokar og samfélagsáhrifin eru gríðarlega mikil.  Samstaðan í samfélaginu er mikilvæg.  Allar skoðanir eiga að koma upp á borðið og samstaðan þarf að lifa það af. 

Mikilvægt er að skoða innviði fyrirtækja. En hvað erum við að fást við núna? Ábyrgð einstaklinga og fyrirtækja.  Verið er að horfa á einstaklingsbundið áhættumat.  Í samvinnu við hvert svæði er gert hættumat og því eru viðbrögð mismunandi eftir landssvæðum.  Hver og einn er hvattur til að skoða sitt nærumhverfi og við hverja hann er að hafa samskipti við. Nú eru nýttir litakóðar grár – gulur – appelsínugulur og rauður.  Miðað við þróun síðustu daga er verið að gefa út rauða viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið.  Þessar litaviðvaranir verða kynntar fljótlega og vonandi gagnast til að leggja mat á ástandið.

Í dag ríkir mikil óvissa og samfélagssmit of mörg.  Verið er að leggja mat á getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við ástandið eins og það er í dag. Hvort aðgerðirnar duga eða ekki.  Í lokin voru fyrirspurnir og kom fram mikil ánægja með áhættumatið og litakóða sem verið er að gera. Aðilar tjáðu sig varðandi að mörg fyrirtækið eru að hvetja aðila til að vinna heima á meðan aðrir gera það alls ekki.  Nú eru fyrirtæki ekki eins samstíga og erfitt að horfa á hve reglur eru mismunandi milli manna. Þetta er munurinn á að standa frammi fyrir reglum og tilmælum. Margir hafa beint því til sinna starfsmanna að fara ekki erlendis og fannst mörgum slíkt hart.  Tilmæli til starfsmanna er eitthvað sem allir eiga rétt á og er mjög skynsamlegt. M.a. var rætt um áhafnir fiskiskipa en um þær gilda sérstakar reglur og mikilvægt að þeir komist aðeins í land, noti grímur o.fl. Víðir sagði að lokum að mikilvægt væri að allir settu sér mælanleg markmið og með samstöðunni tekst okkur að fá það út úr þessu sem við viljum.

 

Tengdir viðburðir

Öryggisþing Háskóla Íslands - Áhættumat

Öryggisnefnd Háskóla Íslands stendur fyrir árlegu öryggisþingi. Í ár ber þingið yfirskriftina: Áhættumat.
Ýmsir fyrirlesarar innan HÍ og utan koma og segja frá, dagskráin er þessi:
 
13.00 Setning,
Silja Bára R. Ómarsdóttir, Rektor Háskóla Íslands
13.10 Skipulag heilsu og vinnuverndarmála við HÍ,
Benjamín Sveinbjörnsson, formaður öryggisnefndar HÍ
13.25 Um áhættumat, Guðmundur Kjerúlf,
Vinnuverndarnámskeið ehf,
13.40 Áhættumat skrifstofa,
Sigríður Björk Gunnarsdóttir, Rekstrarstjóri Félagsvísindasviðs HÍ
13:55 Áhættumat á rannsóknastofum,
Íris Hrönn Guðjónsdóttir, Innviðastjóri Verk- og náttúruvísindasviðs HÍ
14.10 Öryggi í rannsóknaferðum,
Sveinbjörn Steinþórsson, Tæknimaður hjá Jarðvísindastofnun HÍ
14.25 Kaffihlé
14.40 Áhætta á framlínusvæðum,
Sverrir Ingi Ólafsson, Deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni.
14.55 Sálfélagslegt áhættumat,
Jónína Helga Ólafsdóttir, Teymisstjóri á mannauðssviði HÍ
15.10 Security at the University of Oslo,
Kenneth Nielsen, Senior Adviser, Security & Preparedness at Oslo University
15.30 The knife incident at the University of Oslo,
Ingunn Björnsdóttir, Dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla
16.00 Léttar veitingar
 
Verið Velkomin.

Eldri viðburðir

Hvernig vinna LEAN og HSE saman?

Í framleiðslu JBT Marel er töluvert unnið með LEAN fræði í framleiðslunni. Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel mun fræða okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið verður upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30.  Eftir kynningu verður gestum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Kynningin verður tekin upp en við vonumst til að sjá sem flesta á staðnum.

Hér er linkur á kynninguna. Join the meeting now

 

Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Öryggishópur Stjórnvísi heldur aðalfund miðvikudaginn 4 júní frá kl. 11:30 til 13:00 á VOX.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Áhugasöm um þátttöku í stjórn eru beðin að hafa samband við Fjólu Guðjónsdóttir, fjola.gudjonsdottir@isavia.is 

 

Orka og Öryggi

Join the meeting now

Orka og Öryggi er yfirskrift viðburðar sem Öryggisstjórnunarhópur Stjórnvísi heldur í samstarfi við Öryggisráð Samorku miðvikudaginn 4 júní kl. 09:00 til 10:00.

Erindi 

  • Starfsemi Öryggisráðs Samorku - Björn Halldórsson, Landsvirkjun 
  • Human Organisational Performance (15 mín) - Matthías Haraldsson, Landsvirkjun
  • Öryggismenning  - Björn Guðmundsson, RARIK 
  • Öll örugg alltaf  - Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur

 Við hlökkum til að sjá ykkur hjá Samorku í Húsi Atvinnulífsins.  Hlökkum til að sjá sem flesta á staðnum en þeir sem komast ekki geta tekið þátt með því að ýta á hlekkinn "Join the meeting now".  

 

Loftgæði að utan sem innan

Faghópur Stjórnvísi um loftlagsmál og umhverfismál kynnir: 

Á þessum viðburði kynnum við leiðir til að fylgjast með loftgæðum bæði innan- og utandyra.

Umhverfisstofnun heldur úti vefsíðunni loftgæði.is sem margir ættu að kannast við en þar varpa þeir ljósi á loftgæði í rauntíma á öllu landinu.

VISTA verkfræðistofa sérhæfir sig í allskonar mælingum og þar á meðal innanhúss loftgæðamælingar.

Einnig verður fjallað um hvernig þéttleiki húsa getur verið heilsueflandi bæði á heimilum og í vinnu umhverfi.

 

Fyrirlesarar: Jóhanna Kristín Andrésdóttir hjá VISTA verkfræðistofu, Einar Halldórsson frá Umhverfisstofnun og Ásgeir Valur Einarsson hjá Iðunni fræðslusetri.

 

Við minnum á að viðburðurinn verður tekinn upp og sendur beint út á streymi, en hér er linkurinn: 

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_MWI0YmEyYTItMTE0Ny00OGNiLWFjMmUtYTBhYzNlNmMzZjNj%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%2259266489-036c-41e7-ab6f-357fb6772d40%22%2c%22Oid%22%3a%22154129fe-3709-43cb-b0df-2425dd350ccc%22%7d

Aðalfundur faghóps um öryggisstjórnun

Aðalfundur faghóps um öryggisstjórnun verður haldinn mánudaginn 13 maí. Fundurinn verður haldinn á VOX Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum hópsins. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Fjólu Guðjónsdóttur á fjola.gudjonsdottir@isavia.is

 Hér er slóð á fundinn 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?