Sjálfbærni og ábyrg innkaup - hreyfiafl til góðra verka

Click here to join the meeting
Sjálfbærni, innkaupareglur, siðareglur birgja í innkaupum, gátlisti og birgjamat.

Íslandsbanki er stór kaupandi þjónustu og vara og er því í aðstöðu til að vera hreyfiafl til góðra verka í innkaupum sínum. Þetta gerir bankinn m.a. með því að horfa til umhverfismála, félagslegra þátta og góðra stjórnarhátta í verklagi sínu við innkaup. Jafnframt stuðlar bankinn að virkri samkeppni og gætir að hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi í innkaupum sínum.

Sjálfbærnistefna Íslandsbanka miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi útfrá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Íslandsbanki stefnir á að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að víðtæku samstarfi um ábyrga viðskiptahætti sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs og styðja við aðgerðaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum og um leið heimsmarkmið SÞ. Við innkaup bankans er unnið eftir innkaupastefnu þar sem meðal annars er horft til umhverfs-, jafnréttis- og mannréttindamála. Bankinn vekur þannig athygli viðsemjenda á því til hvaða þátta er horft áður en ákvörðun er tekin um viðskipti.

Fyrirlesarar;
Írunn Ketilsdóttir, sérfræðingur í fjármálum
Ljósbrá Logadóttir, deildarstjóri innkaupadeildar

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Deiglufund­ur – Sjálf­bærni upp­lýs­inga­gjöf @Rafrænn viðburður

ATHUGIÐ!  SKRÁNING ER HÉR

Á síðasta Deiglufundi fyrir sumarfrí munum við rýna í stöðuna hjá íslenskum fyrirtækjum þegar kemur að sjálfbærni upplýsingagjöf.  Hvernig eru íslensk fyrirtæki að standa sig, hvað er til fyrirmyndar og hvar eigum við eftir að stíga stóru skrefin?

Nú eru að taka gildi Evrópusambands lög sem bæði munu gera ítarlegri kröfur þegar kemur að upplýsingagjöf sem snýr að sjálfbærni og á sama tíma stækkar sá hópur fyrirtækja sem þurfa að huga að stöðluðum og vottuðum sjálfbærni upplýsingum í ársskýrslum. Við munum á deiglufundinum fræðast um þessi lög og aðrar breytingar sem eru í vændum í þessum málaflokki.

Reynir Smári Atlason forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo mun halda fræðandi erindi, en Reynir hefur verið einn af okkar fremstu sérfræðingum hér á landi um þessi málefni síðustu ár.

Við bjóðum þá til panel umræðna þar sem þau Jóhanna Hlín Auðunsdóttir forstöðumaður loftslags og grænna lausna hjá Landsvirkjun og Stefán Kári Sveinbjörnsson verkefnastjóri í stefnumótun og sjálfbærni hjá Isavia mun taka þátt ásamt Reyni – og taka þá við spurningum og eiga samtal við fundargesti.

Aðalfundur Faghóps um sjálfbæra þróun

Click here to join the meeting

Aðalfundur faghóps um sjálfbæra þróun verður haldin miðvikudaginn 3. maí á Teams frá kl 9-10. Á fundinum eru hefðbundin aðalfundarstörf. 

  1. Formaður gerir grein fyrir starfi ársins.
  2. Kosning nýrrar stjórnar. 

Í fráfarandi stjórn faghópsins sitja nú Eiríkur Hjálmarsson, Orkuveitunni, Eva Magnúsdóttir, Podium, Freyr Eyjólfsson, Sorpu, Halldóra Ingimarsdóttir, Sjóvá, Harpa Júlíusdóttir, Festu, Rósbjörg Jónsdóttir, SPI á Íslandi/Orkuklasinn, Viktoría Valdimarsdóttir, Ábyrgum lausnum, Þóra Rut Jónsdóttir, Advania og Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga. 

Í framboði til stjórnar eru eftirfarandi: Eiríkur Hjálmarsson, Orkuveitunni, Freyr Eyjólfsson, Sorpu, Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga og Marta Jóhannesdóttir, Grant Thornton endurskoðun og Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga. 

Heimilt er að hafa 4-10 manns í stjórn og eru frambjóðendur beðnir um að senda póst á núverandi formann í eva@podium.is óski þeir eftir að bjóða sig fram. 

 

Jafnrétti og leitin að jafnvæginu

Click here to join the meeting

Faghópur Stjórnvísi um sjálfbæra þróun fjallar um félagslegan hluta sjálfbærrar þróunar. Sjálfbærni er mikilvægur drifkraftur í starfi fyrirtækja og hefur mest farið fyrir umhverfislegum hluta sjálfbærninnar. Á þessum fundi ætlum við að fjalla um félagslega þætti sjálfbærninnar sem lýtur að jafnrétti og kynjafjölbreytni. Við fáum að heyra innlegg frá fyrirtækjum sem einbeita sér að jafnrétti og jafnræði auk þess sem við heyrum um Jafnvægisvogarverkefni FKA útfrá markaðssetningu á jafnrétti. 

  • Félagsleg sjálfbærni: Heimsmarkmiðin og jafnrétti: Eva Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Podium, sem einnig stýrir fundinum.
  • Betri tækni bætir lífið: Fjölbreytileiki sem undirstaða nýsköpunar hjá Origo. Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Origo.
  • Jafnrétti fyrir öll – Samkaup alla leið! Sandra Björk Bjarkadóttir, mannauðsstjóri Nettó og Iceland hjá Samkaupum.
  • Jafnvægisvogin: Með Piparbragði, Darri Johansen, stefnumótunarráðgjafi hjá Pipar.
  • Sjálfbærnivegferð Skeljungs og jafnréttismál: Jóhanna Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og stafrænnar þróunar og Linda Björk Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Skeljungs.

NÝ LÖG UM ÚRGANGSMÁL OG FLOKKUN - Hvaða breytingar hefur innleiðing þessara laga í för með sér fyrir atvinnulífið og hver eru áhrifin á loftslagið?

NÝJU HRINGRÁSARLÖGIN 

Click here to join the meeting

Um áramótin tóku í gildi ný lög um úrgangsmál og flokkun, sem einnig hafa verið nefnd hringrásarlögin. 


Hvaða breytingar hefur innleiðing þessara laga í för með sér fyrir atvinnulífið og hver eru áhrifin á loftslagið?

Faghópur um loftlagsmál Stjórnvísis hefur fengið til liðs við sig fjóra sérfræðinga sem segja okkur frá nýju lögunum og hvaða áhrif þau hafa á rekstur fyrirtækja og hvað innleiðing laganna þýðir fyrir umhverfið og loftslagsmálin í stóru myndinni.

  • Hvað fela nýju lögin í sér og hvaða áhrif hafa þau á atvinnulífið?
  • Hvernig eiga fyrirtæki að flokka skv. nýju lögunum?
  • Góð ráð fyrir fyrirtæki um hvernig má draga úr úrgangi og standa vel að flokkun
  • Hvernig er úrgangur sem verður til á Íslandi meðhöndlaður og hver er losun gróðurhúsalofttegunda frá mismunandi úrgangsflokkun
  • Hver er ágóðinn af því að flokka vel og hvað kostar að losa sig við mismunandi úrgangsflokka?

Fundurinn verður í formi pallborðsumræðna og eru fundargestir hvattir til að senda inn spurningar á fundinum og við fáum sérfræðingana til að svara þeim en þeir eru:

  • Berglind Ósk Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá BYKO
  • Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur og sérfræðingur í umhverfismálum hjá VSÓ ráðgjöf
  • Guðmundur Páll Gíslason, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Terra umhverfisþjónustu
  • Hugrún Geirsdóttir, sérfræðingur í úrgangsmálum hjá Umhverfisstofnun

Fundarstjóri verður Íris Þórarinsdóttir, stjórnarmeðlimur í loftslagshópi Stjórnvísis og umhverfisstjóri hjá Reitum fasteignafélagi.


Fundurinn er haldinn í samstarfi við Iðuna fræðslusetur sem sér um að streyma fundinum í gegnum TEAMS þriðjudaginn 31. janúar kl. 9.00-10.00

                                                                                  Hlökkum til að sjá ykkur öll á skjánum !


Ítarefni um úrgangsmál og nýju hringrásarlögin má m.a. finna hér:

www.urgangur.is

www.sorpa.is

www.urvinnslusjodur.is

www.ust.is

www.samangegnsoun.is 

Nýju hringrásarlögin- Betri heimur byrjar heima

https://us02web.zoom.us/j/82343725362
Faghópur Stjórnvísi um sjálfbæra þróun heldur fyrsta fund vetrarins ásamt Samtökum atvinnulífsins. Fundurinn er hluti fundaraðar SA; Betri heimur byrjar heima. Spennandi fundur þar sem farið verður yfir hvaða áhrif ný lög um hringrásarhagkerfið munu hafa á atvinnulífið. Einnig fjallað um tækifæri og áskoranir sem felast í innleiðingu hringrásarhagkerfisins, hvaða lausnir eru í boði og mikilvægi samstarfs sveitarfélaga og atvinnulífs.

https://us02web.zoom.us/j/82343725362

Dagskrá

  1. Hvað þýða lögin fyrir atvinnulífið?
    Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu.
  2. Hvað þýða lögin fyrir sveitarfélög?
    Eygerður Margrétardóttir, verkefnisstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  3. Áskoranir og tækifæri. Jarðefnagarður í Álfsnesi.
    Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM-Vallár.

Pallborðsumræður og spurningar:
Umræðum stýrir Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á Efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA.

  • Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu.
  • Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra.
  • Brynjar Bergsteinsson, framleiðslustjóri Set hf.

Allur októbermánuður er eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi hringrásarhagkerfinu. Á fundinum verður farið yfir hvaða áhrif ný lög um hringrásarhagkerfið munu hafa á atvinnulífið, tækifæri og áskoranir sem felast í innleiðingu hringrásarhagkerfisins, hvaða lausnir eru í boði og mikilvægi samstarfs sveitarfélaga og atvinnulífs.

Hægt er að skrá sig á viðburð hjá Stjórnvísi hér fyrir ofan og hjá SA

 https://www.sa.is/starfsemin/vidburdir/61840371221111111
 
 
Hlökkum til að sjá ykkur.  
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?