Sjálfvirknivæðing innkaupa með stafrænu vinnuafli  

Linkur á fjarfund (TEAMS) 

 

 

Eiríkur Ari Sigríðarson teymisstjóri hjá Evolv fer yfir tækifærin sem felast í sjálfvirknivæðingu með stafrænu vinnuafl á innkaupasviði fyrirtækja. 

 Hvernig snúum við okkur í sjálfvirknivæðingu á eins stóru og viðamiklu ferli og innkaupaferli fyrirtækja? Innkaupaferlið skiptist í fjölmörg undirferli sem henta misvel til sjálfvirknivæðingar. Hvernig hefjum við þessa vegferð og hvar eru tækifæri til hagræðingar?

Ásamt Eiríki, verður Kristín Þórðardóttir, IT og Data sérfræðingur hjá Brimborg, með innslag um vegferð Brimborgar, innleiðingu og ávinning af stafrænu vinnuafli. 

 Viðburðurinn verður haldinn í Grósku í salnum Fenjamýri. Gengið er inn á móti veitingastaðnum EIRIKSDOTTIR. Einnig verður streymi í boði á vefnum.

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um Innkaupa- og vörustýringu

Aðalfundur faghóps um innkaupa- og vörustýringu verður haldinn á Nauthól 24.apríl næstkomandi frá 12:00-13:00.

Fundardagskrá:

  • Einn viðburður í lok starfsárs?
  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar/formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um innkaupa-og vörustýringu sér um hugmyndavinnu, skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar/formanns, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á snorri.sigurdsson@alvotech.com.

IKEA - Unlocking Omnichannel

Linkur á viðburðinn
Ólafur Magnússon starfar hjá IKEA (Ingka) sem Global Commercial & Supply Integration Manager.

Ólafur mun halda erindi um hvernig alþjóðlegt viðskiptamódel og aðfangakeðja IKEA hefur tekið stökkbreytingum síðastliðin ár til að koma til móts við breyttar þarfir og væntingar viðskiptavina. Hvaða tækifæri felast í þessum breytingum? IKEA hefur nýtt möguleika stafrænnar tækni og innleitt gervigreind (AI) innan aðfangakeðjunnar í þeim tilgangi að hámarka ánægju viðskiptavina, auka veltu og hagnað.

www.linkedin.com/in/olafurmagnusson 

Linkur á viðburðinn

Aðfangakeðja á háhraða, áskoranir ferskvöru ( lifandi, deyjandi vara ) frá bónda á disk neytenda á Íslandi

Click here to join the meeting  
Jóhanna Jónsdóttir framkvæmdastjóri Banana fer yfir aðfangakveðju fyrirtækisins. Hvaða áskoranir fyrirtækið þarf að takast á við í ferskvöru. 

Innovation House er á Eiðistorgi Seltjarnarnesi.  Best er að ganga beint inn á Eiðistorg, þaðan upp á 2.hæð og á móti Bókasafni Seltjarness er gengið upp á 2.hæð og þar er Innovation House. 

 

Click here to join the meeting  

Lyfjainnkaup í alheimsvöruskorti

Teams linkur: Click here to join the meeting

Novo Nordisk, hefur nýlega tekið yfir LVMH sem verðmætasta fyrirtæki í evrópu. Ýmsar áskoranir hafa fylgt með nýjum vörum á markaði íyfjamedferðum við offitu og sykursýki. Eftir sem áður hefur vaxandi eftirspurn eftir lyfjum þeirra vaxið umfram framboði s.l. ár. 

 

Deildarstjóri Novo Nordisk á Íslandi ásamt Fjármálastjóra Danmerkur og Íslands munu fjalla um þessar áskoranir og hvaða tækifæri leynast á slíkri vegferð. Fundurinn fer fram á bæði íslensku og ensku í í fundarsal höfuðstöðva Vistor Hörgatún, 210 Garðabær ásamt því að fundinum verður streymt beint í gegnum Teams.

 

Dagskrá:

 

  • Vistor - Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir  Deildarstjóri Novo Nordisk á Íslandi opnar fundinn og kynnir fundargestum fyrir Vistor og starfsemi þess -  10min

 

  • Áskoranir og tækifæri sem leynast á heimsskorti í lyfjageiranum - Dagmar ýr Sigurjónsdóttir Deildarstjóri Novo Nordisk á Íslandi 20 min

 

  • Finance and Operations Director of Denmark/Iceland Novo Nordis - Philipp Timm. Will discuss how the supply challenges have been handled and what Novo Nordisk has learned from this. (Fjármálastjóri Danmerkur og Íslands yfir Novo Nordisk mun fjalla um áskoranir í aðfangakeðju Novo Nordisk og lærdómar frá alheimsvöruskorti).

 

  • Q&A panel (Spurningar og Svör með Dagmar Úr Sigurjónsdóttur og Philipp Timm).

Controlant kynning á innkaupum, framleiðslu og dreifingu

Click here to join the meeting
Controlant býður í heimsókn í húsakynnum þeirra í Miðhrauni 4, 210 Garðabæ, en þar er bæði framleiðsla og lager fyrirtækisins.

Daði Rúnar Jónsson Director of Supply Chain Management mun segja frá fyrirtækinu, vextinum síðustu ár og helstu áskorunum í aðfangakeðjunni.

Hann mun segja frá samstarfinu við Pfizer varðandi eftirlit með dreifingu á Covid19 bóluefninu um allan heim og þeim góða árangri sem náðist í því verkefni.

Daði Rúnar mun einnig segja frá áskorunum í innkaupum og framleiðslu á síðustu árum þegar margfalda þurfti framleiðsluna í miðjum heimsfaraldri.

Eftir fyrirlesturinn verður svo skoðunarferð um framleiðslu og vöruhús Controlant fyrir alla þá sem hafa áhuga. Hámarksfjöldi á viðburðinn er 40 manns.

Fyrirlesari:

Daði Rúnar Jónsson er Director of Supply Chain Management (SCM) hjá Controlant. Hann er með meistaragráðu í Logistics & SCM frá Aarhus University og starfaði eftir námið við innkaup og stjórnun aðfangakeðjunnar hjá BoConcept í Danmörku. Margir þekkja Daða Rúnar frá AGR Dynamics þar sem hann starfaði lengi sem verkefnastóri og ráðgjafi en hann hefur jafnframt kennt fjölmörg námskeið í vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar við Háskólann í Reykjavík. Daði Rúnar er einnig fyrrum stjórnarformaður faghópsins Innkaup- og vörustýring hér hjá Stjórnvísi.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?