Skjalastjórnun - Gæðastjórnun - Stjórnun upplýsinga

Faghópur um gæðastjórnun boðar til morgunfundar sem ber yfirskriftina „Skjalastjórnun - Gæðastjórnun - Stjórnun upplýsinga“. Fyrirlesarar eru þær Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir, skjalastjóri hjá Mótus.

Gæðastjórnun og stjórnun upplýsinga

Í erindinu fjallar Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, annars vegar um mikilvægi stjórnunar upplýsinga fyrir gæðastjórnun og hins vegar um niðurstöður meistararannsóknar Ingibjargar Hrundar Þráinsdóttur. Markmið rannsóknarinnar var að leitast við að greina hvort munur væri á milli opinberra stofnana, hvað skjalastjórnun varðar, sem hafa fengið ISO 9001 vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt og opinberra stofnana sem ekki eru með vottað gæðastjórnunarkerfi.

„Fyrirtækið er gott eða alveg frábært en það getur orðið betra.“
Innsýn í viðhorf gæðastjóra til gæða- og skjalastjórnunar

Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir, skjalastjóri hjá Mótus, kynnir niðurstöður meistararannsóknar. Markmið hennar var að öðlast innsýn í innleiðingu og viðhald vottunar á ISO 9001 gæðastjórnunarkerfi hjá íslenskum skipulagsheildum með tilliti til þess hvaða ávinning gæðastjórar teldu hafa hlotist af vottuninni og hvað hvatti skipulagsheildir til að öðlast og viðhalda henni.

Fundurinn verður haldinn hjá Endurmenntun (Náman) að Dunhaga 7, mánudaginn 23. september kl. 8:30-10:00.

Aðalfundur gæðastjórnunarhóps

Aðalfundur gæðastjórnunarhópsins hefst kl. 10:00.
Dagskrá auglýst síðar.

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um ISO / Gæðastjórnun

Aðalfundur faghóps um ISO / Gæðastjórnun verður haldinn 29. apríl klukkan 13:00 til 14:00.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, ein staða er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Viðburðurinn verður á Teams

Þegar valið stendur á milli Jafnlaunastaðfestingar eða Jafnlaunavottunar - hjá Origo og á Teams

Faghóps ISO/Gæðastjórnun og Jafnlaunastjórnun kynna til leiks: 

TEAMS HLEKKUR

Gæðastjórnun og kostir öflugra gæðakerfa

Maria Hedman 
Vörustjóri, Origo 

Inngangur – samanburður á jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu

Gyða Björg Sigurðardóttir jafnlaunaráðgjafi, Ráður

Stuttlega sagt frá fyrstu jafnlaunastaðfestingu hjá Umbóðsmanni Skuldara 

Eygló Kristjánsdóttir fjármálastjóri, Umboðsmaður skuldara

10 mínútna hlé 

Snjöll og einfald leið í Jafnlaunamálum
Ferlið í Justly Pay 
Hildur B Pálsdóttir  

Límtré – Þroskað gæðakerfi og Justly Pay 
Einar Bjarnason, gæðastjóri Límtré

Ef valið stendur milli vottunar og staðfestingu – hver er ávinningur vottunar?
Gná Guðjónsdóttir Versa Vottun

Viðburðinn er til húsa hjá Origo, Borgartúni 37 og á Teams. 

ISO 14001 umhverfisvottun og Isavia

Hlekk í Teams
Nú nýlega hlaut Isavia ISO 14001 umhverfisvottun. Í þessu erindi mun María Kjartansdóttir fjalla um ferlið frá A-Ö, þær áskoranir sem upp komu og hvernig ISO 9001 gæðastjórnunarstaðallinn kom að notum.

Hlekk í Teams

Áhugaverður fyrirlestur um Breeam og Well vottanir

Hlekk í Teams

Skrifstofa mannvirkja og innviða hjá Isavia í Kef fengu kynningu á Breeam og Well. Strax í kjölfarið spurði okkar maður hvort þau myndu vilja endurtaka leikinn fyrir Stjórnvísi.

Í þessu erindi munu þau Ian Allard og Georgia Allen, frá breska ráðgjafafyrirtækinu Mace, fjalla um BREEAM og WELL vottanir og þá vegferð sem Isavia er á í þeim framkvæmdum nú eru í gangi.

BREEAM (breeam.com) tekur á þáttum eins og vistvænni hönnun bygginga, til dæmis út frá efnisvali og orkunotkun en WELL (wellcertified.com) um líðan fólks og upplifun af mannvirkjum, til dæmis út frá hljóðvist, lýsingu og loftgæðum.

Erindið fer fram á ensku.

Ian Allard og Georgia Allen – frá Mace.

Sjá einnig frétt frá Mace hér

 

Hlekk í Teams

 

 

HS Veitur bjóða heim til sín

Sviðsstjóri Rekstrarsviðs verður með almenna kynningu á fyrirtækinu og gæðastjórinn verður með kynningu á gæðakerfinu.

Teamsfundur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?