Skjalavarsla og rafræn skil til Þjóðskjalasafns

Sérfræðingar hjá Þjóðskjalasafni bjóða í heimsókn og fara yfir reglur um skjalavörslu og rafræn skil. Í lokin verður tími fyrir spurningar og umræður.

Tilvísun í ISO 15489

 

Viðburður er liðinn

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðinum

Þjóðskjalasafn bjóða heim

Faghópur um ISO og Gæðastjórnun héldu vel sóttan fund í morgun hjá Þjóðskjalasafn Íslands. Þau fengu Andrea Ásgeirsdóttir og Arni Jóhansson, sérfræðinga hjá Þjóðskjalasafni, til að segja frá og fara yfir reglur um skjalavörslu og rafræn skil. Góðar umræður sköpuðust í kjölfar erinda. 

Við þökkum Þjóðskjalasafni fyrir móttökunni og við viljum hvetja þátttakendum að skrá sig á skjalafréttir sem má finna hér. 

Námsefni frá Þjóðskjalasafn á Youtube er hér. 

Glærur má finna undir ítarefni viðburðarins.

 

Skjalavarsla og rafræn skil til Þjóðskjalasafns

Í morgun buðu sérfræðingar hjá Þjóðskjalasafni Stjórnvísifélögum í heimsókn og fóru yfir reglur um skjalavörslu og rafræn skil. Frábær mæting var á fundinn. Formaður faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla setti fundinn og kynnti spennandi dagskrá sem er framundan hjá faghópnum.  Farið var yfir hverjir það eru sem eru afhendingarskyldir aðilar og skyldur þeirra. Afhendingarskyldir aðilar eiga að afhenda pappírsskjöl þegar þau eru orðin 30 ára og rafræn gögn ekki eldri en 5 ára.  Skjal eru hvers konar gögn, jafnt rituð sem í öðru formi er hafa að geyma upplýsingar.  Í lokin var tími fyrir spurningar og umræður. Glærur voru einstaklega fræðandi og verða aðgengilegar inn á viðburðinum.

Tengdir viðburðir

ISO 55.000 Eignastjórnun

Staðlaráð byðir í heimsókn og fjallar um ISO 55.000

Tilvísnun í ISO 55.000

Fræðsla sem tengist gæðastjórnun

Strætó byðir í heimsókn og fjallar um fræðsla sem tengist gæðastjórnun. 

 

Rekstrarsviðs Strætó hefur verið vottað samkvæmt kröfum ISO 14001 umhverfisstaðalsins og kröfum OHSAS 18001 staðalsins um heilsu og öryggi á vinnustað frá árinu 2012.

Stjórnkerfinu er ætlað að stuðla að stöðugum umbótum í starfseminni og árlega eru sett fram markmið í helstu málaflokkum sem starfsfólk vinnur sameiginlega að. Helstu niðurstöður eru birtar í ársskýrslum sem eru aðgengilegar á heimasíðu Strætó ásamt helstu stefnum. Verkferlar eru starfsmönnum aðgengilegir á innra vefsvæði fyrirtækisins.

Tilvísanir: ISO 14001 og OHSAS 18001

Lýsi bjóða í heimsókn

Sérfræðingar hjá Lýsi bjóða í heimsókn og fara yfir gæðastjórnunarstarfi þeirra. Í lokin verður tími fyrir spurningar og umræður.

https://www.lysi.is/starfsemin/myndband-og-baeklingar 

10 ár með 9001 vottun

Geislavarnir ríkisins bjóða í heimsókn og segja frá sinni reynslu af þróun gæðastjórnunar en stofnunin hefur verið með ISO 9001 vottun í 10 ár.

Um Gæðakerfi Geislavarna ríkisins

Gæðakerfi Geislavarna ríkisins er byggt upp samkvæmt kröfum ISO 9001 og tekur til allrar starfsemi stofnunarinnar. Gæðakerfinu er lýst í virkri og útgáfustýrðri rafrænni handbók sem er aðgengileg öllum starfsmönnum.

Gæðakerfið byggir meðal annars á virku ábendingakerfi sem tekur á öllum innri og ytri ábendingum sem varða starfsemi Geislavarna. Kerfið er vottað af bresku staðlastofnuninni (British Standard Institute, BSI). Kerfið var fyrst vottað í október árið 2008.

Tilvísun í ISO 9001

Nói Síríus býður heim-FULLBÓKAÐ

Gæðastjóri verður með  kynningu á samþættingu gæðamála  og Lean aðferðafræði.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?