Spunagreind | Generative AI: Hvaðan er hún að koma og hvert ert hún að fara með okkur?

Click here to join the meeting

Spunagreind | Generative AI: 

Hvaðan er hún að koma og hvert ert hún að fara með okkur?

Vangaveltur innblásnar af framförum á sviði Generative AI eða spunagreindar. 

 Vélvæðing ruddi sér til rúms á Íslandi á 20. öldinni. Þá var það einkum vöðvaaflið sem vélarnar leystu af hólmi og juku um leið afköst og verðmætasköpun í atvinnulífinu.

Nú er að koma fram annars konar tækni, gervigreind, sem hermir ýmsa mannlega eiginleika með sífellt betri og jafnvel ískyggilega góðum árangri.

Vélar með mannlega eiginleika leysa í auknum mæli verkefni sem áður kröfðust aðkomu okkar og munu eins og áður auka afköst og verðmætasköpun.

Það er saga til næsta bæjar.

 Um er að ræða tækni sem á ensku kallast large language models eða LLMs og eru þekktar úrfærslur slíkra líkana t.d. GPT4 og ChatGPT frá OpenAI og BERT frá Google. 

Sú fyrrnefnda hefur þegar lært íslensku og mun líklega leika stórt hlutverk hér á landi á næstu misserum.  

 Það er engum blöðum um það að fletta að hér er á ferðinni tímamótatækni sem breytir leiknum fyrir einstaklinga, atvinnulíf og samfélagið í heild sinni.

 Og á þessum tímapunkti hefur tæknin líklega vakið fleiri spurningar en hún hefur svarað:

Hvaða verkefni mun þessi tækni leysa af hólmi á 21. öldinni? Eða bara árið 2023?

Hver verða áhrifin á okkur og samfélagið, í leik og starfi?

Hvað á okkur að finnast um þessa þróun? Hvernig eigum við að bregðast við?

Og síðast en ekki síst, hvernig berum við okkur að ef við viljum prófa og nýta þessa tækni til að bæta rekstur og þjónustu?

Brynjólfur Borgar er stofnandi DataLab og hefur sl. 25 ár aðstoðað fyrirtæki og stofnanir að hagnýta gagnatækni til að bæta rekstur og þjónustu.

Hann hefur fylgst með gagnatækninni þróast frá línulegum aðhvarfsgreiningum í SPSS yfir í djúp tauganet í skýinu og núverandi birtingarmynd tækninnar, t.d. í ChatGPT. 

Og allt þar á milli. 

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Aðventustund með Sigríði Hagalín Björnsdóttir, „gervigreindar skáldsagan Deus“

Til að taka allan vafa þá er nýja bókin hennar Sigríðar Hagalín Deus, ekki skálduð af gervigreind heldur kemur gervigreind inn í skáldskap hennar á skemmtilegan hátt.

Við þekkjum Sigríði af skjánum, sem fréttamaður Rúv. En Sigríður er einnig löngu búinn að vinna sér sess í skáldsagnagerð. Hugleiðingar hennar um framtíðaviðburði hafa vakið athygli.

Hér er vefslóðin á fundinn;  Click here to join the meeting

Fyrsta skáldsaga Sigríðar, Eyland, kom út árið 2016, vakti mikla athygli og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Menningar-verðlauna DV og síðan hefur hún sent frá sér fleiri skáldsögur. Stuttu eftir að skáldsagan kom út hófust jarðhræringarnar á Reykjanesskaganum. Útgáfuréttur bóka Sigríðar hefur verið seldur til margra landa og hefur fyrsta bók hennar til að mynda verið þýdd á frönsku, þýsku, pólsku, tékknesku og ungversku.

Komum okkur í jólaskap og hlustum og spjöllum við Sigríði Hagalín, um bók hennar og annað sem okkur dettur í hug. Gleðilega aðventu.

 

Eldri viðburðir

Lagalegar áskoranir við að nýta tækifæri gervigreindar

Click here to join the meeting
Við höfum fengið góðan fyrirlesara til að ræða við okkur lagalegar áskorandir sem þróun gervigreindar hefur og getur hugsanlega haft í för með sér. Eiginlega skyldurmæting næsta fimmtudagsmorgun :)

Thelma Christel Kristjánsdóttir er fulltrúi í tækni, hugverka- og gervigreindarteymi BBA//Fjeldco, með málflutningsréttindi á Íslandi og væntanleg málflutningsréttindi í Kaliforníu. Hún sinnir einnig stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst og er útskrifuð með LL.M. í tæknirétti frá UC Berkeley.

Vefslóðin er: 

Click here to join the meeting

Gervigreind. Ólíkar sviðsmyndir. London Futurist

 

Viðburður um þróun gervigreindar, út frá ólíkum sviðsmyndum á vegum London Futurist. Umræða um hugsanlega, trúverðuga, raunverulega og grípandi atburðarrás, þar sem fram kemur nýjustu viðhorf og þekking á þessu sviði. Viðurburðurinn er nokkurs konar vinnustofa. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á þessari vefslóð;  Creating and exploring AGI scenarios, Sat, Aug 26, 2023, 4:00 PM | Meetup

 

 

 

Frumsýning á myndbandi. Líttu upp, gervigreind á krossgötum

Næstkomandi mánudag, 21 ágúst kl 15:00 mun Gert Leonhard kynna nýtt myndband, Líttu up, gervigreind á krossgötum (LookUpNow). Eftir myndbandið er hægt að fylgjast með og taka þátt í umræðu um myndbandi og þróun gervigreindar. Hér á eftir kemur tilkynningin frá Gerd og þær vefslóðir sem nauðsynlegt er að fara inn á til að upplifa efnistökin og taka þátt. Góða skemmtun.

Greetings fellow futurists, speakers, thinkers, researchers, colleagues and friends

 On Monday August 21st at 5pm CET, 4pm UK, 11 am EST, 8am PST, 7pm Dubai, 8.30 pm India... my new film LookUpNow will premiere on Youtube: https://youtu.be/mEr9MDyMfKc (this URL is showing the trailer right now, but will change to livestream the entire film on Monday at 5pm). We will watch the film together and answer questions via YT as well as on LinkedIn (just click to sign up). The film is 24 minutes long, and afterwards we will be switching to Zoom for a live discussion and debate - it would be great to have many of you there as well - feel free to sign up at https://www.futuristgerd.com/LuNZoom (registration is required for this Zoom event). This is an invite-only session that will also livestream on YT.

 

Thanks for your kind attention and I look forward to seeing you there!

Gerd Leonhard

 

Beyond Barcode: Tilraunir með róttækar framtíðir

Click here to join the meeting

Beyond Barcode: Tilraunir með róttækar framtíðir

Sýningin Beyond Barcode var opnuð við Intercultural Museum í Osló þann 30. mars síðastliðinn. Á sýningunni má finna sjö framtíðarsviðsmyndir Oslóar skapaðar af ungu fólki búsett í austurhluta borgarinnar. Í þessu erindi mun Dr. Bergsveinn Þórsson, einn af sýningastjórum og hugmyndasmiður sýningarinnar, segja frá sýningargerðinni og þeim aðferðum sem beitt var við vinnslu sviðsmyndanna sem og ferlinu frá hugmynd til framkvæmdar. Við undirbúning og gerð sýningarinnar var stuðst við aðferðir framtíðarfræða í bland við vísindaskáldskap og skapandi samvinnu við ólíka hönnuði og listamenn. Markmið sýningarinnar er að hvetja til þess að horfa með margbreytilegum hætti til framtíðar og ígrunda hvernig ólíkar forsendur framtíðarhugsunar geta leitt af sér fjölbreyttar mögulegar framtíðir.

 Fyrirlesarinn

Bergsveinn Þórsson er dósent og fagstjóri opinberrar stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst. Hann kennir námskeið við sama háskóla í menningarstjórnun og opinberri stjórnsýslu, og stýrir reglulega námskeiðum í framtíðarhugsun fyrir ólíkar stofnanir og háskóla erlendis. Rannsóknir hans snúa að loftslagsmiðlun, sjálfbærni og framtíðarlæsi menningarstofnanna þar sem hann hefur undanfarið unnið að því að móta aðferðir framtíðarlæsis meðal annars í gegnum sýningargerð og skipulagi styttri námskeiða í framtíðarhugsun og sviðsmyndagerð. Hann er hluti af alþjóðlega rannsóknarteyminu CoFutures sem er staðsett við Háskólann í Osló.

Allir velkomnir í hádeginu í dag: Upp í skýjaborgum: Vangaveltur um framtíð flugs. Aðalfundur

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða.

Við hefjum aðalfundinn með áhugaverðu erindi þeirra Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur og Matthiasar Sveinbjörnssonar frá Icelandair. 

Upp í skýjaborgum: Vangaveltur um framtíð flugs.

Mattthías Sveinbjörnsson flugmaður m.a fyrstu rafmagnsflugvélar Íslands og Forstöðumaður tekjustýringar ásamt Sylvíu          Kristínu Ólafsdóttur Framkvæmdastjóra Þjónustu og markaðsviðs munu ræða strauma og stefnu í flugi og velta fyrir sér framtíð flugs bæði út frá tækni og viðskiptavinunum sjálfum.

Eftir erindi þeirra ræðum við skipun stjórnar faghópsins og hugsanlega viðburði á næstunni. Endilega gefið kost á ykkur í stjórn faghópsins.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Léttur hádegisverður er í boði Stjórnvísi. Næg gjaldfrjáls bílastæði eru til staðar.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?