Spunagreind | Generative AI: Hvaðan er hún að koma og hvert ert hún að fara með okkur?

Click here to join the meeting

Spunagreind | Generative AI: 

Hvaðan er hún að koma og hvert ert hún að fara með okkur?

Vangaveltur innblásnar af framförum á sviði Generative AI eða spunagreindar. 

 Vélvæðing ruddi sér til rúms á Íslandi á 20. öldinni. Þá var það einkum vöðvaaflið sem vélarnar leystu af hólmi og juku um leið afköst og verðmætasköpun í atvinnulífinu.

Nú er að koma fram annars konar tækni, gervigreind, sem hermir ýmsa mannlega eiginleika með sífellt betri og jafnvel ískyggilega góðum árangri.

Vélar með mannlega eiginleika leysa í auknum mæli verkefni sem áður kröfðust aðkomu okkar og munu eins og áður auka afköst og verðmætasköpun.

Það er saga til næsta bæjar.

 Um er að ræða tækni sem á ensku kallast large language models eða LLMs og eru þekktar úrfærslur slíkra líkana t.d. GPT4 og ChatGPT frá OpenAI og BERT frá Google. 

Sú fyrrnefnda hefur þegar lært íslensku og mun líklega leika stórt hlutverk hér á landi á næstu misserum.  

 Það er engum blöðum um það að fletta að hér er á ferðinni tímamótatækni sem breytir leiknum fyrir einstaklinga, atvinnulíf og samfélagið í heild sinni.

 Og á þessum tímapunkti hefur tæknin líklega vakið fleiri spurningar en hún hefur svarað:

Hvaða verkefni mun þessi tækni leysa af hólmi á 21. öldinni? Eða bara árið 2023?

Hver verða áhrifin á okkur og samfélagið, í leik og starfi?

Hvað á okkur að finnast um þessa þróun? Hvernig eigum við að bregðast við?

Og síðast en ekki síst, hvernig berum við okkur að ef við viljum prófa og nýta þessa tækni til að bæta rekstur og þjónustu?

Brynjólfur Borgar er stofnandi DataLab og hefur sl. 25 ár aðstoðað fyrirtæki og stofnanir að hagnýta gagnatækni til að bæta rekstur og þjónustu.

Hann hefur fylgst með gagnatækninni þróast frá línulegum aðhvarfsgreiningum í SPSS yfir í djúp tauganet í skýinu og núverandi birtingarmynd tækninnar, t.d. í ChatGPT. 

Og allt þar á milli. 

 

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Beyond Barcode: Tilraunir með róttækar framtíðir

Click here to join the meeting

Beyond Barcode: Tilraunir með róttækar framtíðir

Sýningin Beyond Barcode var opnuð við Intercultural Museum í Osló þann 30. mars síðastliðinn. Á sýningunni má finna sjö framtíðarsviðsmyndir Oslóar skapaðar af ungu fólki búsett í austurhluta borgarinnar. Í þessu erindi mun Dr. Bergsveinn Þórsson, einn af sýningastjórum og hugmyndasmiður sýningarinnar, segja frá sýningargerðinni og þeim aðferðum sem beitt var við vinnslu sviðsmyndanna sem og ferlinu frá hugmynd til framkvæmdar. Við undirbúning og gerð sýningarinnar var stuðst við aðferðir framtíðarfræða í bland við vísindaskáldskap og skapandi samvinnu við ólíka hönnuði og listamenn. Markmið sýningarinnar er að hvetja til þess að horfa með margbreytilegum hætti til framtíðar og ígrunda hvernig ólíkar forsendur framtíðarhugsunar geta leitt af sér fjölbreyttar mögulegar framtíðir.

 Fyrirlesarinn

Bergsveinn Þórsson er dósent og fagstjóri opinberrar stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst. Hann kennir námskeið við sama háskóla í menningarstjórnun og opinberri stjórnsýslu, og stýrir reglulega námskeiðum í framtíðarhugsun fyrir ólíkar stofnanir og háskóla erlendis. Rannsóknir hans snúa að loftslagsmiðlun, sjálfbærni og framtíðarlæsi menningarstofnanna þar sem hann hefur undanfarið unnið að því að móta aðferðir framtíðarlæsis meðal annars í gegnum sýningargerð og skipulagi styttri námskeiða í framtíðarhugsun og sviðsmyndagerð. Hann er hluti af alþjóðlega rannsóknarteyminu CoFutures sem er staðsett við Háskólann í Osló.

Allir velkomnir í hádeginu í dag: Upp í skýjaborgum: Vangaveltur um framtíð flugs. Aðalfundur

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða.

Við hefjum aðalfundinn með áhugaverðu erindi þeirra Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur og Matthiasar Sveinbjörnssonar frá Icelandair. 

Upp í skýjaborgum: Vangaveltur um framtíð flugs.

Mattthías Sveinbjörnsson flugmaður m.a fyrstu rafmagnsflugvélar Íslands og Forstöðumaður tekjustýringar ásamt Sylvíu          Kristínu Ólafsdóttur Framkvæmdastjóra Þjónustu og markaðsviðs munu ræða strauma og stefnu í flugi og velta fyrir sér framtíð flugs bæði út frá tækni og viðskiptavinunum sjálfum.

Eftir erindi þeirra ræðum við skipun stjórnar faghópsins og hugsanlega viðburði á næstunni. Endilega gefið kost á ykkur í stjórn faghópsins.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Léttur hádegisverður er í boði Stjórnvísi. Næg gjaldfrjáls bílastæði eru til staðar.

 

 

Leading with Inclusion: Generational Diversity, and Intersectionality in the Workplace with Chisom Udeze

Join meeting here

With the wide span between generations in the workplace today, what is the best way to approach leadership? How can you include all? Chisom will dig into the topic and share her insights.

About Chisom: 

Chisom is an Economist, Organizational Design and DEI Strategist, and a 3 times founder of impact-driven companies. She has over 13 years of experience working with organizations like the European Commission, The United Nations, ExxonMobil and The Economist Group. Chisom is a data enthusiast and analytical. She is passionate about interrogating the cross-sectoral relationship between society’s inhabitants, resources, production, technology, distribution and output. She efficiently and effectively unlocks complex systems, interprets data, forecasts socio-economic trends and conducts research.

Having lived in 7 countries across 3 continents, she is highly adaptable to different circumstances and people, and thrives in uncertain environments.

As the founder of Diversify, Chisom works with companies, governments and civil society to facilitate measurable diversity and inclusion initiatives in the workplace and society. In 2020, mid-pandemic, she founded HerSpace, a diverse and inclusive co-creation community for all genders, with a particular focus on women. HerSpace is launching a Women in Tech incubator in August 2022, for women-led companies, with a focus on the inclusion of diverse founders.

Chisom is a thought leader in Diversity, Equity, Inclusion and Belonging (DEIB) and a passionate advocate for mental health and wellness. She is an entrepreneur at heart and committed to life-long learning. She enjoys playing tennis, reading, binge-watching TV shows and cooking.

Linkedin: https://www.linkedin.com/in/chisomudeze/ 

Mannkynið, fyrir og eftir gervigreind?

Mannkynið, fyrir og eftir gervigreind?

Málstofa á vegum London Futurist. Farið inn á vefslóðina til að skrá ykkur og til að fá frekari upplýsingar:

https://www.meetup.com/London-Futurists/events/291717948/?utm_medium=email&utm_source=braze_canvas&utm_campaign=mmrk_alleng_event_announcement_prod_v7_en&utm_term=promo&utm_content=lp_meetup

Hvernig lítur framtíð mannkyns út með ört vaxandi gervigreind og AGI við ystu sjónarrönd?

Hvernig lítur framtíðin út fyrir siðmenningu í aðdraganda róttækrar breytingar og innleiðingar umbreytandi gervigreindar?

Pawel er hollenskur frumkvöðull og þverfaglegur rannsakandi, sem starfar í Hollandi, Bandaríkjunum, Póllandi og Kína. Helstu áhugamál hans eru almenn gervigreind, grundvallaratriði í vísindum og heimspeki, með áherslu á hugræn vísindi.

Loftslagsbreytingar og hlutverk staðla í baráttunni gegn þeim

Click here to join the meeting

Loftslagsbreytingar hafa nú þegar áhrif á líf milljóna manna um allan heim og ef við grípum ekki til aðgerða strax verða áhrif þeirra sífellt alvarlegri. En góðu fréttirnar eru þær að við höfum tæki og tækni til að hafa áhrif og staðlar gegna lykilhlutverki í þeirri baráttu. Staðlar veita sameiginlegt tungumál, leiðbeiningar og mælikvarða til að mæla framfarir í átt að sjálfbærari framtíð. Staðlar munu skapa heim þar sem loftið er hreinna, vatnið hreinna og jörðin heilnæmari fyrir komandi kynslóðir.

Haukur Logi Jóhannsson hjá Staðlaráði Íslands mun vera með erindið. Í umræðuþráðum framtíðarfræðingar hefur verið bent á að framlag staðla í baráttunni við loftslagsvána sé ómetanlegt.

Haukur er umhverfis- og auðlindafræðingur að mennt og starfa sem verkefnastjóri hjá Staðlaráði Íslands á vettvangi umhverfismála. Þriggja barna faðir í Laugardalnum en upprunalega að norðan og gætir því stundum fyrir norðlenskum hreim. Ég hef komið víða við, starfað lengi í ferðaþjónustu og sinnt hjálparstarfi áður en ég hófst handa við að bjarga loftslaginu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?