Fullbókað: Stefnumótun og framtíðir: Áhrif gervigreindar og fyrirætlanir Microsoft

Faghópar Stjórnvísi um framtíðarfræði og stefnumótun sameinast um kynningarfund með Microsoft á Íslandi, þar sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins Heimir Fannar Gunnlaugsson og fleiri fara annars vegar yfir aukin áhrif gervigreindar á stjórnun og tækifæri íslenskra fyrirtækja, og hins vegar yfir þróun og fyrirætlanir Microsoft sem fyrirtækis í því samhengi.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Áhrif gervigreindar og fyrirætlanir Microsoft.

Fullbókað var á fund á vegum faghópa um stefnumótun og árangursmat og framtíðarfræði um áhrif gervigreindar og fyrirætlanir Microsoft. 

Hér má nálgast glærur af fundinum

Það var framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi Heimir Fannar Gunnlaugsson sem fór yfir áhrif gervigreindar á stjórnun og tækifæri íslenskra fyrirtækja, og hins vegar yfir þróun og fyrirætlanir Microsoft sem fyrirtækis í því samhengi.

Allt sem fólk upplifir í umhverfinu og fólk á samskipti við kallar Microsoft „Edge“.  Stefna Microsoft er að ná utan um þessi samskipti í gegnum „ský“.  Næsta skref í upplýsingatækni er óumflýjanlega „Skýið“.  Sími allra er t.d. alltaf tengdur við skýið.  Í dag standa allir með ákveðið tækifæri í höndunum og allir ættu að spyrja sig: „Hvernig get ég haft áhrif sem einstaklingur á mitt samfélag“.  Í þeim aukna hraða sem er í dag þarf að taka fleiri ákvarðanir.  Við þetta ræður maðurinn ekki og þannig kemur gervigreindin til sögunnar sem stuðningur við það sem við erum að gera. 

En hvað er gervigreind?  Það eru ákveðnir hlutir sem við vitum að við vitum og annað sem við vitum að við vitum ekki en það er það sem við vitum ekki að við vitum ekki sem sem veldur áhyggjum og þar kemur gervigreindin inn.  Gervigreind bætir miklu við hvernig við tökum ákvarðanir.  Myndbandið „Alfa“ á netinu sýnir hvernig gervigreindin kom með hugmyndir hvernig á að spila ákveðinn leik. 

Heimir tók dæmi um bíla, þegar fyrstu bílarnir komu á markaðinn þá var manneskja látin ganga á undan honum til að ýta öðru fólki frá og passa upp á að enginn yrði fyrir slysi.  Nú eru komnir bílar sem taka ákvarðanir sjálfir og hraðasektir munu úreldast.  Ætti borgarlínan ekki að vera keyrð áfram af rafrænum 10 manna bílum sem eru sjálfkeyrandi?  En gervigreind fylgja einnig ákveðnar áhættur. Gervigreindin hjálpar okkur að taka ákvarðanir út frá gögnum sem við gátum undir engum kringumstæðum haft aðgang að áður.  Heimir tók dæmi um nokkur verkefni sem liggur fyrir að leysa: 1. Hvernig getum við hreinsað saltvatn og gert það drykkjarhæft 2. Hvernig er hægt að hjálpa fólki að verða ekki fyrir ótímabærum veikindum? Amazon spáir t.d. fyrir með gervigreind hvaða vörur hver þjóð ætlar að kaupa fyrir næstu jól – þeir sjá í dag fyrir hvað hver og einn ætlar að kaupa út frá ákveðnum auglýsingum. 

En hver er raunveruleg staða í dag?  Hvaða gögn er ég með og hvernig get ég gert eitthvað úr þeim?  Að lokum kemstu á það þroskastig að þú færð niðurstöðu.  80% fyrirtækjastjórnenda telja að gervigreind muni hafa áhrif á þeirra rekstur.  4% þeirra eru núna að nota gervigreind til að einfalda sér lífið.  Gríðarlega margt mun gerast á næstu árum.  20% stjórnenda fyrirtækja telja að fyrirtækin þeirra muni ekki verða fyrir áhrifum gervigreindar sem er ótrúlegt að mati Heimis.  Gervigreindin mun stytta tíma allrar vinnslu og þar með lækka kostnað á allri þjónustu til viðskiptavinarins.  Teningar eru í dag forneskja því þeir lýsa ástandi sem er ákúrat núna en gervigreindin hjálpar okkur að sjá hvað koma skal. 

 

 

 

     

Tengdir viðburðir

Stjórnarfundur faghóps um stefnumótun og árangursmat

Aðalfundur stjórnar faghópsins.

Framtíðarsýnin okkar - Stefnumörkun Norrænu ráðherranefndarinnar

Nánar síðar

Eldri viðburðir

Three dimensional leadership

Link to the meeting is here

Navigating the complexities of leadership in the modern business world can often feel like trying to solve a puzzle without all the pieces. The challenge lies in the multifaceted nature of leadership, where one-size-fits-all approaches fall short. This is a problem that leaders grapple with daily – how to effectively lead teams, build strong individual relationships, and maintain self-leadership amidst a dynamic and demanding environment.

This workshop will present the Three-dimensional Leadership - a framework that offers a holistic approach to leadership by addressing the dimensions of:

> 1:many (leading a team)

> 1:1 (building relationships with individuals you lead)

>m1 (self-leadership).

Join this interactive presentation to discover how this framework can help you gain clarity on which aspects of leadership feel overwhelming to you, and build strategies to address specifically your challenges.

The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

GOOD GOOD markmiðasetning, teymisvinna og strategía unnin í OKR's (objective & key results) umhverfinu - innblásið af Intel og Google

Join the meeting now

GOOD GOOD er íslenskt vaxtafyrirtæki með 16 starfsmenn, þ.a. 7 í Bandaríkjunum. Á örfáum árum hefur GOOD GOOD hasslað sér völl sem eitt mest ört vaxandi smyrjufyrirtæki í Bandaríkjunum og fást verðlaunaðar og annálaðar vörur fyrirtækisin í um 6000+ verslunum þar í landi. Í þessu erindi mun Garðar Stefánsson, meðstofnandi og forstjóri GOOD GOOD, fjalla um hvernig markmið og stefnumörkun GOOD GOOD hafa verið knúin áfram með OKR's þar sem starfsólk, tekur virkan þátt í mótun á snjöllum markmiðum og mælanlegum árangri.

Saman á nýrri vegferð

Tengill á streymi 
Fjallað verður um mikilvægi samspils stefnu og fyrirtækjamenningar með áherslu á menningarvegferð Isavia s.l. tvö ár. Uppbyggileg fyrirtækjamenning þar sem hreinskiptin samskipti,  traust og góð samvinna ríkir er nauðsynleg forsenda þess að stefna nái fram að ganga, þannig eru stjórnendur og starfsfólk samstíga um að ná þeim árangri sem ætlað er að ná. 

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar- og sjálfbærni hjá Isavia, mun kynna vegferð Isavia í átt að stefnumiðaðri stjórnun. Hvernig fyrirtækið hefur verið að vinna með menninguna til að skerpa grundvöll fyrir því að stefna félagsins nái árangursríkri framgöngu - að “menningin borði ekki stefnuna í morgunmat” eins og Peter Drucker sagði svo vel.

 

Fundurinn er haldinn hjá Isavia að Dalshrauni 3, Hafnarfirði. 
Tengill á streymi 

Skilvirk áhættustjórnun - betri árangur í rekstri.

Click here to join the meeting
Skilvirk áhættustjórnun verður sífellt mikilvægari í rekstri fyrirtækja. Kröfur til fyrirtækja og stofnana hafa aukist mikið síðustu ár, meðal annars í tengslum við auknar áherslur í sjálfbærni.

KPMG og Stjórnvísi bjóða til þessa fundar þar sem fjallað verður um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynna leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli. Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.

Dagskrá:

Mikilvægi áhættustjórnunar - hvernig getur tæknin hjálpað okkur?

  • Sigurjón Birgir Hákonarson, stafrænar lausnir KPMG

    Innleiðing á sjálfbærni í áhættustýringu
  • Hafþór Ægir Sigurjónsson, forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG

    Hvernig nálgast ÁTVR áhættustýringu?
  • Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Fundarstjóri er Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG

Hvar: Borgartúni 27, 8. hæð og í streymi.
Hvenær: 6. desember nk. kl. 9:00. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:30 og svo byrjar fundurinn stundvíslega kl. 9:00.

Innleiðing stefnu- og árangursviðmiða Háskóla Íslands og viðbrögð við nýjustu áskorunum

Click here to join the meeting

Katrín R. Frímannsdóttir, stefnu- og gæðastjóri Háskóla Íslands fjallar um hvernig staðið hefur verið að innleiðingu stefnu- og árangursviðmiða og viðbrögðum við áskorunum. 

Stefnu- og gæðastjóri starfar náið með æðstu stjórnendum skólans og er yfirmaður teymis á rektorsskrifstofu sem starfar að þessum málaflokkum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?