Áhrif gervigreindar og fyrirætlanir Microsoft.

Fullbókað var á fund á vegum faghópa um stefnumótun og árangursmat og framtíðarfræði um áhrif gervigreindar og fyrirætlanir Microsoft. 

Hér má nálgast glærur af fundinum

Það var framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi Heimir Fannar Gunnlaugsson sem fór yfir áhrif gervigreindar á stjórnun og tækifæri íslenskra fyrirtækja, og hins vegar yfir þróun og fyrirætlanir Microsoft sem fyrirtækis í því samhengi.

Allt sem fólk upplifir í umhverfinu og fólk á samskipti við kallar Microsoft „Edge“.  Stefna Microsoft er að ná utan um þessi samskipti í gegnum „ský“.  Næsta skref í upplýsingatækni er óumflýjanlega „Skýið“.  Sími allra er t.d. alltaf tengdur við skýið.  Í dag standa allir með ákveðið tækifæri í höndunum og allir ættu að spyrja sig: „Hvernig get ég haft áhrif sem einstaklingur á mitt samfélag“.  Í þeim aukna hraða sem er í dag þarf að taka fleiri ákvarðanir.  Við þetta ræður maðurinn ekki og þannig kemur gervigreindin til sögunnar sem stuðningur við það sem við erum að gera. 

En hvað er gervigreind?  Það eru ákveðnir hlutir sem við vitum að við vitum og annað sem við vitum að við vitum ekki en það er það sem við vitum ekki að við vitum ekki sem sem veldur áhyggjum og þar kemur gervigreindin inn.  Gervigreind bætir miklu við hvernig við tökum ákvarðanir.  Myndbandið „Alfa“ á netinu sýnir hvernig gervigreindin kom með hugmyndir hvernig á að spila ákveðinn leik. 

Heimir tók dæmi um bíla, þegar fyrstu bílarnir komu á markaðinn þá var manneskja látin ganga á undan honum til að ýta öðru fólki frá og passa upp á að enginn yrði fyrir slysi.  Nú eru komnir bílar sem taka ákvarðanir sjálfir og hraðasektir munu úreldast.  Ætti borgarlínan ekki að vera keyrð áfram af rafrænum 10 manna bílum sem eru sjálfkeyrandi?  En gervigreind fylgja einnig ákveðnar áhættur. Gervigreindin hjálpar okkur að taka ákvarðanir út frá gögnum sem við gátum undir engum kringumstæðum haft aðgang að áður.  Heimir tók dæmi um nokkur verkefni sem liggur fyrir að leysa: 1. Hvernig getum við hreinsað saltvatn og gert það drykkjarhæft 2. Hvernig er hægt að hjálpa fólki að verða ekki fyrir ótímabærum veikindum? Amazon spáir t.d. fyrir með gervigreind hvaða vörur hver þjóð ætlar að kaupa fyrir næstu jól – þeir sjá í dag fyrir hvað hver og einn ætlar að kaupa út frá ákveðnum auglýsingum. 

En hver er raunveruleg staða í dag?  Hvaða gögn er ég með og hvernig get ég gert eitthvað úr þeim?  Að lokum kemstu á það þroskastig að þú færð niðurstöðu.  80% fyrirtækjastjórnenda telja að gervigreind muni hafa áhrif á þeirra rekstur.  4% þeirra eru núna að nota gervigreind til að einfalda sér lífið.  Gríðarlega margt mun gerast á næstu árum.  20% stjórnenda fyrirtækja telja að fyrirtækin þeirra muni ekki verða fyrir áhrifum gervigreindar sem er ótrúlegt að mati Heimis.  Gervigreindin mun stytta tíma allrar vinnslu og þar með lækka kostnað á allri þjónustu til viðskiptavinarins.  Teningar eru í dag forneskja því þeir lýsa ástandi sem er ákúrat núna en gervigreindin hjálpar okkur að sjá hvað koma skal. 

 

 

 

     

Um viðburðinn

Fullbókað: Stefnumótun og framtíðir: Áhrif gervigreindar og fyrirætlanir Microsoft

Faghópar Stjórnvísi um framtíðarfræði og stefnumótun sameinast um kynningarfund með Microsoft á Íslandi, þar sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins Heimir Fannar Gunnlaugsson og fleiri fara annars vegar yfir aukin áhrif gervigreindar á stjórnun og tækifæri íslenskra fyrirtækja, og hins vegar yfir þróun og fyrirætlanir Microsoft sem fyrirtækis í því samhengi.

Fleiri fréttir og pistlar

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?